City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Selfoss
4
2
Fram
Jón Daði Böðvarsson '36 1-0
Joseph David Yoffe '40 2-0
Jon Andre Royrane '41 3-0
Jón Daði Böðvarsson '71 4-0
4-1 Almarr Ormarsson '77
4-2 Almarr Ormarsson '90
12.08.2012  -  19:15
Selfossvöllur
Pepsi deild karla
Aðstæður: Mjög góðar, logn og blautur völlur
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 559
Byrjunarlið:
15. Vigfús Blær Ingason (m)
5. Bernard Petrus Brons
8. Ingvi Rafn Óskarsson (f)
9. Joseph David Yoffe ('80)
19. Luka Jagacic
20. Sindri Pálmason
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)

Varamenn:
27. Gunnar M. Hallgrímsson (m)
3. Bjarki Már Benediktsson ('82)
10. Ingólfur Þórarinsson
13. Bjarki Aðalsteinsson
22. Andri Már Hermannsson ('87)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ingvi Rafn Óskarsson ('65)
Bernard Petrus Brons ('62)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Sæl og velkominn í beina textalýsingu frá Selfossvelli, hér hefst leikur Selfoss og Fram kl:19:15. Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hérna til hliðar.
Fyrir leik
Selfyssingar gera tvær breytingar á byrjunarliði síni frá tapleiknum gegn FH, Babacar kemur inn aftur eftir leikbann og Royrane kemur inn fyrir Hermo og við það fer Robert Sandnes í vinstri bakvörð.
Fyrir leik
Framarar gera eina breytingu frá jafnteflisleiknum gegn Grindavík, fyrirliðinn Kristján Hauksson kemur inn eftir leikbann fyrir Hlyn Atla Magnússon sem fer á bekkinn.
Fyrir leik
Það þarf ekki að taka það fram að þetta er svo gott sem úrslitaleikur í botnbaráttunni, sérstaklega fyrir heimamenn sem eru nú þegar fimm stigum á eftir Frömmurum og í næst neðasta sæti.
Endilega notið #fotbolti á twitter ef þið tjáið ykkur um leikinn, nokkur valin gætu ratað hingað í textalýsinguna.
Fyrir leik
Alllt klárt á Selfossi og Kjartan Björnsson rakari og vallarþulur í dag er búinn að lesa upp byrjunarliðin. Heimamenn byrja á að sækja í átt að frjálsíþróttavellinum og byrja með boltann.
5. mín
Selfyssingar byrja öllu betur og pressa Framara ágætlega.
11. mín
Jón Daði með hörkusot úr aukaspyrnu sem Ögmundur varði vel en hélt ekki boltanum og Royrane náði honum en skot hans var varið í horn. Ekkert varð úr horninu.
13. mín
Halldór Hermenn með ágætt skot fyrir utan sem spíttist á blautum vellinum og lenti Ismet í bullandi vandræðum með að því er virtist auðveldan bolta og á endanum björguðu heimamenn þessu í horn sem ekkert kom út úr.
23. mín
Bernard Brons skoraði að því er virtist gott mark eftir hornspyrnu en Vilhjálmur Alvar dæmdi brot inna teigs líklega fyrir brot hjá Brons. Selfyssingar mjög ósáttir í stúkunni.
25. mín
Ismet í miklu skógarhlaupi í markinu og kýldi boltann illa yfir sig beint inná teiginn en Stefán Ragnar náði að hreins frá.
31. mín Gult spjald: Samuel Hewson (Fram)
Gult á Tillen fyrir brot, dómarinn lét leikinn halda áfram og Selfyssingar komust í hörku færi sem endaði með fastri fyrirgjöf frá Brenne sem endaði í varnarmanni og þaðan í horn.
36. mín MARK!
Jón Daði Böðvarsson (Selfoss)
Jón Daði með frábært mark fyrir utan teig. Selfyssingar unnu baráttu um boltann rétt fyrir utan teig og þar datt hann fyrir Jón Daða sem klíndi honum í markhornið.
40. mín MARK!
Joseph David Yoffe (Selfoss)
Viðar Örn Kjartansson er búinn að koma Selfyssingum í 2-0 við mikinn fögnuð pabba hans hérna í fjölmiðlaboxinu. Jón Daði með frábæran sprett inni á teig og lék á 2-3 varnarmenn Fram og kom boltanum á Viðar
41. mín MARK!
Jon Andre Royrane (Selfoss)
Þrjú núll fyrir Selfoss og nú var það Jon Adre Royrane sem skoraði eftir hrikaleg mistök hjá Ögmundi í markinu sem kiksaði boltann er Royrane var að pressa sendingu til baka. Royrane vann boltann og setti hann í opið markið.
43. mín Gult spjald: Sam Tillen (Fram)
45. mín
Framarar fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig eftir að boltinn fór í höndina á varnarmanni Selfoss. Ismet kýldi skot Almarrs Ormarssonar frá marki og bægði hættunni frá.
45. mín
Hálfleikur á Selfossi. Heimamenn komu mjög grimmir til leiks og gengu á lagið eftir að fyrsta markið kom. Auk þess skoraði Brons mark sem dæmt var af og því ljóst að botnbaráttan gæti galopnast í kvöld.
Magnús Már Einarsson
Selfyssingar elska að spila á móti Fram. Ekki unnið deildarleik síðan þeir unnu þá síðast #fotbolti
45. mín
Inn:Daði Guðmundsson (Fram) Út:Jón Gunnar Eysteinsson (Fram)
Jú Framarar gerðu eina breytingu í hálfleik
46. mín
Leikurinn er hafinn að nýju og liðin eru að mér sýnist óbreytt
47. mín Gult spjald: Alan Lowing (Fram)
55. mín
Heimamenn hafa bakkað svolítið í upphafi og Framarar eru mun framar og hafa fengið 4-5 hornspyrnur í upphafi seinni hálfleiks.
59. mín
Jon Andre í besta færi leiksins eftir frábæra sendingu frá Viðari Kjartans en Ögmundur lokaði vel á norðmanninn sem skaut framhjá. Hroðalegt klúður hjá Royrane.
61. mín
Stórfurðulegt atvik hérna en Viðar Örn komst aleinn í gegn eftir frábæra sendingu frá Royrane og féll við er hann fór framhjá Ögmundi. Flestir bjuggust við víti og rauðu spjaldi en þess í stað var ekkert dæmt, ekki heldur dæmdur leikaraksapur á Viðar.
62. mín
Inn:Hlynur Atli Magnússon (Fram) Út:Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (Fram)
62. mín Gult spjald: Bernard Petrus Brons (Selfoss)
65. mín Gult spjald: Ingvi Rafn Óskarsson (Selfoss)
69. mín
Babacar með skalla í þverslá eftir hornspyrnu Royrane og í næstu sókn vippaði Viðar Kjartans boltanum aftur í þverslánna. Selfyssinbgar eru ótrúlega nálægt því að klára þennan leik alveg og eru miklu miklu betri en Framarar sem vita ekki í hverju þeir eru lentir.
71. mín MARK!
Jón Daði Böðvarsson (Selfoss)
Þar kom markið sem lá svo sannarlega í loftinu. Jón Daði með gott mark eftir sendingu frá Viðari Erni. Þetta kom nákvæmlega ekkert á óvart.
72. mín
Inn:Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Fram)
74. mín
Viðar Örn komst einn í gegn og skaut að marki en Framarar náðu að verja í horn. Stuttu seinna fékk Brons skallafæri sem Framarar björguðu á línu.
77. mín MARK!
Almarr Ormarsson (Fram)
Framarar bíta frá sér og Almarr skoraði frábært mark eftir mikinn einleik upp allann völlinn og skoraði framhjá sofandi vörn heimamanna.
80. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Selfoss) Út:Joseph David Yoffe (Selfoss)
82. mín
Inn:Bjarki Már Benediktsson (Selfoss) Út:Jon Andre Royrane (Selfoss)
Frábær leikur hjá Royrane
Guðmundur Karl
Framarar eru lélegri en kvikmyndin LOL með Miley Cyrus. Frábært mark frá Almari um leið og ég skrifa þetta. #fotbolti #orgid
87. mín
Inn:Andri Már Hermannsson (Selfoss) Út:Endre Ove Brenne (Selfoss)
90. mín MARK!
Almarr Ormarsson (Fram)
Almarr náði að minnka muninn rétt fyrir leikslok eftir mikið kæruleysi hjá Stefáni Ragnari í vörn Selfoss en það dugði ekki til og Selfyssingar fagna öruggum sigri á Selfossi.
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
11. Almarr Ormarsson

Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
10. Orri Gunnarsson
14. Hlynur Atli Magnússon ('62)
21. Stefán Birgir Jóhannesson

Liðsstjórn:
Daði Guðmundsson

Gul spjöld:
Alan Lowing ('47)
Sam Tillen ('43)
Samuel Hewson ('31)

Rauð spjöld: