City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Stjarnan
4
0
FH
Garðar Jóhannsson '11 1-0
Bjarki Páll Eysteinsson '57 2-0
Garðar Jóhannsson '63 3-0
Þorvaldur Árnason '65 4-0
29.08.2011  -  19:15
Stjörnuvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Skýjað og smá gola
Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr.
Áhorfendur: 1283
Maður leiksins: Ingvar Jónsson
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal ('84)
7. Atli Jóhannsson ('46)
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason
27. Garðar Jóhannsson

Varamenn:
17. Ólafur Karl Finsen ('84)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og FH í Pepsi deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Alen Sutej er í fyrsta skiptið í leikmannahópi FH frá því að hann kom til liðsins frá Keflavík í vetur, en hann hefur verið að glíma við erfið meiðsli. Hjá FH eru Björn Daníel Sverrisson, Pétur Viðarsson og Freyr Bjarnason í banni. Hjá Stjörnunni er Halldór Orri Björnsson í leikbanni.
Fyrir leik
FH er í 3. sæti deildarinnar með 31 stig eftir frábært gengi að undanförnu. Stjarnan er í 5. sætinu með 24 stig og þurfa Garðbæingarnir nauðsynlega á sigri að halda ef þeir ætla sér að ná í Evrópusæti. FH getur hins vegar haldið áfram að pressa á topplið KR og ÍBV með sigri.
Fyrir leik
Við minnum lesendur sem vilja tjá sig um leikinn á Twitter að nota hashtaggið #fotbolti - vel valdar Twitter færslur birtast hér í textalýsingunni.
Magnús Böðvarsson
Jón Jóns heldur bekkjarformannsstarfinu #fotbolti #færaldreiaðspila #gætirstyrktliðálftaness
Magnús Valur Böðvarsson
Fyrir leik
Vallarþulurinn Maggi Diskó fer á kostum líkt og vanalega og reitir af sér brandarana. Það er þess virði að koma á Stjörnuvöllinn þó ekki væri nema til að hlusta á hann í mæknum. Þessi maður er snillingur.
Fyrir leik
Fyrirmyndarleikmaðurinn, átak á vegum Landæknis, KSÍ, ÍSÍ, UMFÍ og ÁTVR, er kynnt og er Halldór Orri Björnsson, fyrirmyndarleikmaður Stjörnunnar, látinn fá veggspjald átaksins sem verður staðsett í félagsaðstöðu Stjörnunnar. Fyrirmyndaleikmaðurinn er átak gegn munntóbaksnotkun, en einn leikmaður frá hverju liði í efstu deild gegnir þessu hlutverki.
Andri Magnússon
það verður bara einhvern að taka það á sig að fá rautt á fyrstu 5 mín í FH svo þeir vinni #fotbolti #betrieinumfærri #veðjaátommy
1. mín
Leikurinn er hafinn og það eru FH-ingar sem byrja með knöttinn.
1. mín
Bjarki Páll Eysteinsson keyrir á Tommy Nielsen og nær knettinum og kemst í fínt skotfæri, en skot hans er ekki nógu gott og fer framhjá markinu.
7. mín
Það er ljóst að hvorugt liðanna getur stillt upp sínu sterkasta byrjunarliði. Jesper Jensen er frá út tímabilið hjá Stjörnunni og auk þess er Halldór Orri í banni, þannig að Garðbæingana vantar sína tvo bestu menn.

FH-ingar eru í vandræðum með vörnina, þeir Tommy Nielsen og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson eru í miðverðinum vegna forfalla og þá er Ólafur Páll Snorrason enn tæpur og byrjar á bekknum.
8. mín
Bæði lið hafa átt skot á markið með skömmu millibili en hvorugt þeirra hitti á rammann. Emil Pálsson skaut framhjá úr ágætu skoti utan teigs og í næstu sókn fór skot Stjörnumanns framhjá.
11. mín MARK!
Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
MAAAARK!! GARÐAR JÓHANNSSON er búinn að koma Stjörnunni yfir!! Ellert Hreinsson átti skot í stöngina og hina stöngina og þá keyrði Garðar inn í markteiginn og kom boltanum yfir marklínuna! Verðskulduð forysta hjá Stjörnunni sem hefur verið að pressa hátt undanfarnar mínútur!
13. mín
Áfram heldur Stjarnan að pressa. Atli Jóhannsson á skot úr þröngu færi sem Gunnleifur ver, en FH-ingar tapa boltanum strax aftur, hár bolti berst inn í teiginn og Ellert Hreinsson skallar boltann rétt framhjá.
Kristján Atli
Stjarnan skorar, Garðar með pot eftir algjöran sofandahátt í vörn FH. Helvítis. #fotbolti
17. mín
FH-ingar aðeins að lifna við eftir dapra byrjun. Matthías Guðmundsson á skalla rétt framhjá úr fínu færi eftir góða fyrirgjöf.
19. mín
HVÍLÍK TÆKLING hjá Daníel Laxdal!! Vörn Stjörnunnar galopnaðist og Hólmar Örn var kominn í dauðafæri einn gegn Ingvari í markinu. Daníel mætti hins vegar á svæðið og bjargaði málunum fyrir Stjörnuna með heimsklassa tæklingu.
25. mín
Ekki mikið í gangi þessa stundina. FH-ingar eru meira með boltann en Stjörnumenn berjast eins og ljón og gefa ekkert eftir.
28. mín
Frábær markvarsla! Atli Viðar Björnsson fékk boltann og hélt honum vel, renndi svo út á Hólmar Örn sem kom á skriði og þrumaði boltanum að markinu, en Ingvar varði frábærlega!
29. mín
Aftur ver Ingvar frábærlega! Í þetta skiptið varði hann gott skot frá Atla Guðnasyni í hornspyrnu, sem ekkert varð síðan úr. FH-ingar eru farnir að pressa ansi stíft!
Birgir H. Stefánsson
Ingvar Jónsson er gjörsamlega að fara hamförum á teppinu! #fotbolti
36. mín
Hvílík meistaramarkvarsla enn og aftur hjá Ingvari! Emil Pálsson fór hrikalega illa með Hörð Árnason og gaf síðan fyrir á Guðmund Sævarsson sem náði góðu skoti! En Ingvar varði frábærlega!
37. mín
Ellert Hreinsson skorar mark en það er dæmt af! Jóhann Laxdal kom með frábæra fyrirgjöf á Ellert en Gunnlefiur varði skot hans meistaralega. Ellert náði boltanum hins vegar aftur og skoraði en dómarinn vildi meina að hann hefði tekið á móti boltanum með höndinni og því stóð markið ekki.
39. mín Gult spjald: Albert Brynjar Ingason (FH)
Guðmundur Sævarsson fær að líta fyrsta gula spjald leiksins fyrir að fella Hörð Árnason þegar hann geysist upp kantinn.
43. mín
Ellert Hreinsson með tvö skot framhjá með skömmu millibili úr góðum færum! Mörkin í þessum leik hefðu hæglega getað orðið fleiri fram að þessu.
45. mín
Flautað hefur verið til leikhlés í stórskemmtilegum leik hérna í Garðabænum! Staðan er 1-0 fyrir Stjörnunni en þessi viðureign hefur næstum því verið jafn fjörug og leikur Man Utd og Arsenal í gær.
Andri Magnússon
Bjarni Jó brosir út að eyrum í myndavélina í hálfleik #sáhlærbestsemsíðasthlær #fotbolti
46. mín
Inn:Þorvaldur Árnason (Stjarnan) Út:Atli Jóhannsson (Stjarnan)
Stjarnan gerir eina skiptingu í hálfleik. Þrátt fyrir vangaveltur margra vallargesta er Ásgeir Gunnar enn á sínum stað í miðverðinum, enda í raun enginn varamaður sem gæti fyllt hans skarð þó að hann hafi átt arfaslakan leik fram að þessu.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný og Stjarnan leiðir 1-0 þegar seinni hálfleikur hefst.
Árni Freyr Helgason
Þurfum á rauðu spjaldi að halda núna... #alwaysoutnumberedneveroutgunned #FH #fotbolti
48. mín
Aðsóknarmet hefur verið slegið í sumar í Garðabænum. 1283 manns eru mættir á svæðið, sem verður að teljast býsna gott.
50. mín
FH-ingar mæta grimmir í seinni hálfleikinn og eiga hér flotta sókn sem endar hjá Atla Viðari. Skot Atla er fínt en enn og aftur er Ingvar að bjarga Stjörnunni!
52. mín
Daníel Laxdal keyrir upp kantinn hjá Stjörnunni og reynir svo fyrirgjöfina á Bjarka Pál en Hákon Hallfreðsson bjargar í horn. Úr hornspyrnunni verður síðan önnur hornspyrna.
53. mín
Daníel Laxdal fær dauðafrían skalla en hann fer framhjá markinu! Skallinn var fastur en ekki nægilega góður, þarna hefði hann átt að hitta á markið. Gunnleifur markvörður er eitthvað aumur og virðist þurfa að fara af velli.
54. mín
Inn:Guðmann Þórisson (FH) Út:Gunnleifur Gunnleifsson (FH)
Gunnleifur virðist ekki geta haldið áfram leik og inn í hans stað kemur Gunnar Sigurðsson, sem er einnig hörkumarkvörður.
57. mín MARK!
Bjarki Páll Eysteinsson (Stjarnan)
HVÍLÍKT MARK!! BJARKI PÁLL FÆR BOLTANN FYRIR UTAN TEIGINN OG HEFUR NÆGAN TÍMA TIL AÐ ATHAFNA SIG! HANN TEKUR SIG TIL OG ÞRUUUMAR KNETTINUM Í HÆGRA HORNIÐ, GERSAMLEGA ÓVERJANDI FYRIR GUNNAR SIGURÐSSON Í MARKI FH!
60. mín
FH-ingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Viktor Örn tók spyrnuna og Hákon Atli náði skallanum en hann endaði beint í hrömmum Ingvars.
Árni Guðna
Smá svipur með Ari Gold og Gunna Sig #fotbolti
63. mín MARK!
Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
Hvílík sorgarsaga hjá FH!! Daníel Laxdal átti flottan sprett upp vinstri kantinn, kom boltanum fyrir en þar ætlaði Tommy Nielsen að gefa til baka á Gunnar. Sendingin misheppnaðist hins vegar hræðilega og Garðar Jóhannsson náði boltanum af Gunnari og potaði knettinum í netið! Hræðilegt að horfa á þetta!
65. mín MARK!
Þorvaldur Árnason (Stjarnan)
Þvílík niðurlæging!!! Stjarnan fær innkast, boltinn berst inn í teiginn á varamanninn Þorvald Árnason sem þarf lítið annað að gera en að skora framhjá Gunnari úr algjöru dauðafæri! Stjarnan er einfaldlega að rúlla yfir nágranna sína úr Hafnarfirðinum!
Birgir H. Stefánsson
Gunni með topp innkomu í markið hjá FH #fotbolti
68. mín
Hver hefði trúað þessu? Þrjú mörk á átta mínútum frá Stjörnunni. FH vörnin er alveg að drulla upp á bak og augljóst að það munar mikið um þá Frey Bjarnason og Pétur Viðarsson. Þeir eiga engin svör við snöggum og góðum sóknarleik Stjörnunnar sem er að spjara sig virkilega vel án tveggja lykilmanna.
Sigurður Traustason
Þetta stjörnulið er svo skemmtilegt og vel spilandi og virðast ekki sakna Halldórs Orra mikið #staðfest #fotbolti
Hrannar Björn
Ég skrifa ekki eitt mark á Gunnar Sig í marki FH. Hvað er vörnin að spá? Sendingin hjá Tommy til baka á Gunnar var hræðileg! #fotbolti
70. mín Gult spjald: Viktor Örn Guðmundsson (FH)
Viktor Örn fær að líta gula spjaldið fyrir heldur groddaralegt brot. FH-ingarnir eru orðnir vel pirraðir, skiljanlega.
70. mín
Þarna hefði Þorvaldur Árnason getað komið Stjörnunni í 5-0 en skalli hans fór rétt framhjá markinu. Flott innkoma hjá Þorvaldi.
73. mín
Inn:Guðmann Þórisson (FH) Út:Albert Brynjar Ingason (FH)
73. mín
Inn:Jón Ragnar Jónsson (FH) Út:Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (FH)
Tvöföld skipting hjá FH, Jón Ragnar Jónsson stórsöngvari kemur inn á fyrir Ásgeir Gunnar Ásgeirsson og Gunnar Kristjánsson kemur inn á fyrir Guðund Sævarsson.
79. mín
Ingvar Jónsson ver enn og aftur glæsilega! FH-ingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað og spyrna Matta Vill er hnitmiðuð í vinstra hornið, en Ingvar ver vel!
80. mín
Inn:Víðir Þorvarðarson (Stjarnan) Út:Bjarki Páll Eysteinsson (Stjarnan)
Stjarnan gerir sína aðra skiptingu. Hinn ungi og efnilegi Víðir Þorvarðarson kemur inn á fyrir Bjarka Pál Eysteinsson, sem hefur átt flottan leik.
Steingrímur Eyjólfsson
Vond ákvörðun að sleppa því að fara á teppið að fylgjast með Stjörnumönnum rassskella FH-inga! #fotbolti
84. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) Út:Jóhann Laxdal (Stjarnan)
90. mín
Leikurinn er aðeins að fjara út, bæði lið vita að úrslitin eru löngu ráðin og allt bendir til þess að 4-0 verði lokatölur.
90. mín
Leiknum er lokið með ótrúlegum 4-0 sigri Stjörnunnar! Þeir binda enda á fimm leikja sigurhrinu FH-inganna og blanda sér í baráttuna um Evrópusæti! Hreint út sagt ótrúlegur sigur! FH-ingar voru ekki nema skugginn af sjálfum sér og Garðbæingar gengu á lagið!
Byrjunarlið:
Hákon Atli Hallfreðsson
Emil Pálsson
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
11. Atli Guðnason
14. Albert Brynjar Ingason ('73)
17. Atli Viðar Björnsson
25. Hólmar Örn Rúnarsson

Varamenn:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
16. Jón Ragnar Jónsson ('73)
21. Guðmann Þórisson ('73) ('54)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Liðsstjórn:
Ólafur Páll Snorrason

Gul spjöld:
Viktor Örn Guðmundsson ('70)
Albert Brynjar Ingason ('39)

Rauð spjöld: