Fjölnir
1
1
Víkingur R.
Haukur Lárusson
'1
1-0
1-1
Hjörtur Júlíus Hjartarson
'10
Bjarni Gunnarsson
'41
16.08.2012 - 19:00
Fjölnisvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Besta veður sumarsins. 21 stiga hiti, blankalogn og sólskyn.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Fjölnisvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Besta veður sumarsins. 21 stiga hiti, blankalogn og sólskyn.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
9. Bjarni Gunnarsson
10. Aron Sigurðarson
('85)
15. Haukur Lárusson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)
Varamenn:
17. Magnús Pétur Bjarnason
('85)
Liðsstjórn:
Guðmundur Þór Júlíusson
Gul spjöld:
Bjarni Gunnarsson ('33)
Rauð spjöld:
Bjarni Gunnarsson ('41)
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fjölnis og Víkings í 1. deild karla sem hefst klukkan 19:00. Liðin eru klár hér sitthvorum megin við textann.
Þar vekur mesta athygli að Víkingar hafa dregið á land Milos Milojevic sem er í byrjunarliðinu í dag en hann spilaði síðast með liðinu í fyrrasumar.
Þar vekur mesta athygli að Víkingar hafa dregið á land Milos Milojevic sem er í byrjunarliðinu í dag en hann spilaði síðast með liðinu í fyrrasumar.
1. mín
MARK!
Haukur Lárusson (Fjölnir)
Fjölnismenn voru 50 sekúndur að komast yfir. Viðar Ari tók hornspyrn sem fór að endalínu hinum megin við vítateigs endann. Þar tók Aron Sigurðsson á móti boltanum og sendi inn í teiginn á Hauk Lárusson sem var rólegur á boltann og setti hann á markið.
4. mín
Aaron Spear með skalla að marki úr fínu færi en Steinar markvörður Fjölnis greip boltann.
5. mín
Illugi Gunnarsson getur ekki leikið með Fjölni í dag. Hann var að hefja störf á nýjum vinnustað og þurfti að taka sér frí frá leiknum vegna þessa.
10. mín
MARK!
Hjörtur Júlíus Hjartarson (Víkingur R.)
Víkingar jafna metin. Hjörtur Júlíus gaf boltann fram völlinn á Ewan Schwartz sem gaf til baka á Hjört sem skoraði með hnitmiðuðu skoti í bláhornið niðri.
22. mín
Víkingar eru líklegri. Sigurður Egill var að skjóta rétt framhjá marki Fjölnismanna. Heimamenn virðast mjög mistækir í þessum leik og tapa boltanum hvað eftir annað yfir til andstæðinganna.
33. mín
Gult spjald: Bjarni Gunnarsson (Fjölnir)
Bjarni fær áminningu fyrir brot á Kristni Jóhannesi á miðjum leikvangi Víkinga.
41. mín
Rautt spjald: Bjarni Gunnarsson (Fjölnir)
Bjarni Gunnarsson sækir sér fáránlegt gult spjald. Hann fékk frábæra sendingu inn fyrir vörn Víkings frá Marinó Þór Jakobssyni, var kominn einn gegn Magnúsi Þormar, fór of nærri honum og ætlaði að koma boltanum framhjá honum. Missti boltann of langt frá sér og í stað þess að reyna að elta hann henti hann sér niður og ætlaði að sækja vítaspyrnu. Erlendur Eiríksson dómari gaf honum réttilega áminningu og hans aðra áminningu í leiknum og þar með rautt. Réttur dómur hjá Erlendi en dómgreindarleysi hjá Bjarna sem vissi vel að hann var með gult spjald á bakinu.
45. mín
Það er kominn hálfleikur á Fjölnisvelli. Staðan 1-1 og heimamenn í Fjölni manni færri.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn. Í hálfleik kom til mín Eyþór Helgi Birgisson sem æfir með Fjölnisliðinu og færði mér gleraugu því hann taldi mig hafa metið atvikið með Bjarna Gunnars vitlaust, Erlendur hefði átt að dæma vítaspyrnu. Ég þurfti reyndar að skila gleraugunum aftur svo textalýsingin í seinni hálfleik verður með mínum eigin augum.
56. mín
Kristinn Jóhannes sendi boltann inn í vítateig Fjölnismanna. Þar stukku liðsfélagarnir Tómas Guðmundsson og Helgi Sigurðsson upp í baráttu við hvorn annan um boltann og töpuðu honum. Klaufalegt.
66. mín
Gult spjald: Milos Milojevic (Víkingur R.)
Milos fær áminningu fyrir að brjóta á Ásgeir Aroni á miðjum vallarhelmingi Fjölnis.
71. mín
Guðmundur Karl með skot rétt framhjá marki Víkinga eftir góða sendingu Arons Sigurðssonar inn í teiginn.
84. mín
Fjölnismenn vildu vítaspyrnu eftir að Haukur Lárusson féll í teignum eftir viðskipti við Kristinn J. Magnússon. Erlendur dæmdi ekkert.
85. mín
Inn:Magnús Pétur Bjarnason (Fjölnir)
Út:Aron Sigurðarson (Fjölnir)
Það er engu líkara en að Messi hafi verið að koma inná hjá Fjölni. Þvílíkar mótttökur fær Magnús Pétur Bjarnason í stúkunni þegar hann kemur hér inná í sinn fyrsta meistaraflokksleik.
87. mín
Steinar Örn Gunnarsson markvörður Fjölnis lá í teignum meiddur. Marteinn Briem braut á honum og í kjölfarið setti Hjörtur boltann í netið. Marteinn var dæmdur brotlegur og markið stóð því ekki. Steinar er staðinn upp og leikurinn því hafinn að nýju eftir smá stopp.
90. mín
Fjórum mínútum er bætt við venjulegan leiktíma. Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings er ósátttur við það enda búnar að vera margar skiptingar auk þess sem Steinar lá í tvær mínútur.
Byrjunarlið:
Milos Milojevic
Helgi Sigurðsson
('60)
12. Halldór Smári Sigurðsson
27. Tómas Guðmundsson
Varamenn:
29. Agnar Darri Sverrisson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Hjörtur Júlíus Hjartarson ('93)
Milos Milojevic ('66)
Rauð spjöld: