City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
ÍBV
0
1
Keflavík
0-1 Guðmundur Steinarsson '11
Frans Elvarsson '80
20.08.2012  -  18:00
Hásteinsvöllur
Pepsi deildin
Aðstæður: Talsvert rok á annað markið
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 679
Maður leiksins: Árni Freyr Ásgeirsson
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
11. Víðir Þorvarðarson ('59)

Varamenn:
25. Albert Sævarsson (m)
5. Jón Ingason
17. Sigurður Grétar Benónýsson
22. Gauti Þorvarðarson

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)

Gul spjöld:
Þórarinn Ingi Valdimarsson ('90)
Christian Olsen ('71)
Tonny Mawejje ('57)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan dag lesendur góðir Fótbolta.net. Hér fer fram bein textalýsing frá leik ÍBV og Keflavíkur í 16.umferð Pepsi deildar karla. Leikurinn hefst kl 18:00
Jóhann Norðfjörð
Fyrir leik
Keflavík eru án Jóhanns Birnis sem er að taka út leikbann. Þeir hafa einnig misst Arnór Ingva sem að er farinn á lán til Noregs. Hjá Eyjamönnum eru enginn bönn.

ÍBV stillir upp sama liði og í síðustu tveimur leikjum. Hjá Keflavík eru 2 breytingar, Jóhann Birnir og Arnór Ingvi fara út fyrir Bojan Stefán og Einar Orra.
Jóhann Norðfjörð
Fyrir leik
Gaman að vitna í það að Zoran Daníel Ljubicic þjálfari Keflvíkinga spilaði árið 1994 fyrir ÍBV. Var þar eitt tímabil.
Jóhann Norðfjörð
Fyrir leik
Leikmenn liðanna að ganga inná völlinn. Þar með fer allt að verða klárt í að leikurinn hefjist.
Jóhann Norðfjörð
1. mín
Leikurinn er hafinn og það eru Keflvíkinga sem að byrja með vindinn í bakið og sækja í átt að Herjólfsdal.
Jóhann Norðfjörð
4. mín
Frans Elvarsson brýtur á Brynjari Gauta en sleppur við spjald. Verður að teljast heppinn með það.
Jóhann Norðfjörð
9. mín
Guðmundur Þórarinsson tók hornspyrnu og þar barst boltinn út frá Rasmus og þar náði Tonny skoti sem fór framhjá.
Jóhann Norðfjörð
11. mín MARK!
Guðmundur Steinarsson (Keflavík)
Jóhann Ragnar tók langt innkast og þar var að sjálfsögðu Guðmundur Steinarsson mættur og setti boltann yfir Abel í marki ÍBV. Mjög vel gert hjá Guðmundi !.
Jóhann Norðfjörð
12. mín
Inn:Árni Freyr Ásgeirsson (Keflavík) Út:Ómar Jóhannsson (Keflavík)
Ómar Jóhannsson er farinn meiddur af velli. Ekki er vitað hvað er að angra hann.
Jóhann Norðfjörð
15. mín
Garner var með boltann nálægt hornfána og kom með góða fyrirgjöfn sem fór í gegnum vítateiginn án þessd að neinn Eyjamaður kom á fjarstöngina til að pota boltanum í markið.
Jóhann Norðfjörð
17. mín
Baldock með frábæra skiptingu yfir á Víði sem átti misheppnaða sendingu út úr teignum en þar gaf Keflvíkingurinn á Olsen sem var með lélega móttöku og því varð ekkert meira úr þessu færi hjá ÍBV.
Jóhann Norðfjörð
20. mín
Eyjamenn eru að taka völdinn hægt og rólega. George Baldock náði skoti en varnarmaður Keflvíkinga komst fyrir en svo náði Víðir Þorvarðarson skoti en Keflvíkingar komust einnig fyrir það.
Jóhann Norðfjörð
21. mín Gult spjald: Magnús Þór Magnússon (f) (Keflavík)
Fyrir brot á George Baldock.
Jóhann Norðfjörð
22. mín Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
Fyrir brot á Tonny Mawejje. Guðmundur Þórarinsson tók aukaspyrnuna sem ekkert varð úr.
Jóhann Norðfjörð
36. mín
Garner með fyrirgjöf sem fór á hausinn á Rasmus og þar fór boltinn út að endalínu þar sem Olsen kom með sendingu fyrir markið en enginn eyjamaður var mættur til að setja boltann í markið. Svo fengu Eyjamenn horn og þar fór boltinn á hausinn á Brynjar Gauta sem setti hann á markið en Árni Freyr varði vel.
Jóhann Norðfjörð
40. mín
Eyjamenn voru margir frammi og Keflavík náðu skyndisókn á þá þar sem Magnús Sverrir var kominn nánast einn í gegn en Þórarinn Ingi var fljótur til baka og náði að bjarga.
Jóhann Norðfjörð
43. mín
Olsen með frábæra syrpu. Lék á nokkra leikmenn Keflavíkur og átti svo skot sem fór framhjá markinu.
Jóhann Norðfjörð
45. mín
Tonny skaut í Erlend dómara og Frans Elvarsson var kominn í gegn en virtist vera lengi að átta sig á því og þar með náði Abel boltanum.
Jóhann Norðfjörð
45. mín
Kominn hálfleikur á Hásteinsvelli þar sem Keflavík leiðir 0-1. Verðum hér með seinni hálfleikinn innan skamms.
Jóhann Norðfjörð
45. mín
Veðrið hér í eyjum orðið aðeins verra en áðan.. Rigning inn á milli og hundleiðinlegur vindur í átt að Herjólfsdal... Basic
Jóhann Norðfjörð
46. mín
Seinni hálfleikur hér á Hásteinsvelli er byrjaður!
Jóhann Norðfjörð
46. mín
Eyjamenn byrja að krafti og reyna að ná skoti á markið, Keflvíkingar eru á tánum og fórna sér fyrir hvaða bolta sem er!
Jóhann Norðfjörð
50. mín
Guðmundur Þórarinsson með skot 25 metrum frá marki, smellur beint í slánna.
Jóhann Norðfjörð
52. mín
Eyjamenn sterkari aðilinn í leiknum þessa stundina, með vindi og Keflvíkingar eru komnir vel aftur í þessum leik!
Jóhann Norðfjörð
55. mín Gult spjald: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Fyrir brot á Matt Garner, sennilega 4 brot hans í leiknum. Grjótharður.
Jóhann Norðfjörð
57. mín Gult spjald: Tonny Mawejje (ÍBV)
Fyrir brot á Einari. Þessi leikur er orðinn harðari.
Jóhann Norðfjörð
59. mín
Inn:Andri Ólafsson (ÍBV) Út:Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
Jóhann Norðfjörð
61. mín
Þórarinn Ingi með skot langt frá marki sem er fast og Árni Freyr markvörður Keflvíkinga þarf að hafa sig allan við að verja þetta, frábær varsla.
Jóhann Norðfjörð
63. mín
Allt orðið vitlaust á vellinum, George Baldock virtist fá olnbogann frá Einari beint í andlitið og þarfnast aðhlynningar.
Jóhann Norðfjörð
66. mín
Inn:Sigurbergur Elísson (Keflavík) Út:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík)
Jóhann Norðfjörð
66. mín
Inn:Hörður Sveinsson (Keflavík) Út:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík)
Jóhann Norðfjörð
67. mín
George Baldock er kominn inn á aftur í númeralausri treyju þar sem hann þurfti að skipta vegna blóðsins sem kom við höggið, vel teipaður á hausnum.
Jóhann Norðfjörð
71. mín Gult spjald: Christian Olsen (ÍBV)
Fær gult spjald fyrir að toga í treyjuna hjá Hilmari Geir.
Jóhann Norðfjörð
73. mín
Inn:Ian Jeffs (ÍBV) Út:Brynjar Gauti Guðjónsson (ÍBV)
Jóhann Norðfjörð
76. mín
Lítið að gerast í leiknum þannig séð, boltinn mikið á vallarhelmgini Keflvíkinga þessa stundina og eyjamenn ná ekki að nýta sér það.
Jóhann Norðfjörð
79. mín
Jæja, keflvíkingar eru komnir fram á völlin og fá hér hornspyrnu.

Guðmundur Steinarsson tekur hana og ekkert verður úr henni!
Jóhann Norðfjörð
80. mín Rautt spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
Fær hér sitt annað gula spjald í leiknum fyrir brot á Tonny Mawejje.

ÍBV eru þar með einu fleiri inn á vellinum síðustu 10 mín!
Jóhann Norðfjörð
87. mín Gult spjald: Árni Freyr Ásgeirsson (Keflavík)
Tekur of mikinn tíma í að sparka út.
Jóhann Norðfjörð
88. mín
Arnór Eyvar með frábæra sendingu fyrir markið og þar er það Andri Ólafsson sem stekkur manna hæst inn í teig og nær skallanum á markið en Árni Freyr með heimsklassa markvörslu.. frábærlega gert hjá honum.
Jóhann Norðfjörð
90. mín Gult spjald: Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV)
Jóhann Norðfjörð
90. mín
2 mínútur í viðbót hér á Hásteinsvelli og virðast Keflvíkingar ætla sigla þessu heim!
Jóhann Norðfjörð
Leik lokið!
Keflvíkingar vinna hér flottan sigur á eyjamönnum, 3 dýrmæt stig sem Árni Freyr Ásgeirsson markvörður Keflvíkinga sá um að halda vil ég meina. Frábær leikur hjá honum!

Vil óska Bjössa Einars innilega til hamingju með sigurinn.

Takk fyrir mig.
-Jóhann Norðfjörð
Jóhann Norðfjörð
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Ómar Jóhannsson ('12)
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
6. Einar Orri Einarsson
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('66)
11. Bojan Stefán Ljubicic ('66)
25. Frans Elvarsson (f)

Varamenn:
10. Hörður Sveinsson ('66)

Liðsstjórn:
Sigurbergur Elísson

Gul spjöld:
Árni Freyr Ásgeirsson ('87)
Einar Orri Einarsson ('55)
Frans Elvarsson ('22)
Magnús Þór Magnússon (f) ('21)

Rauð spjöld:
Frans Elvarsson ('80)