City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
ÍR
1
2
Þór
0-1 Ármann Pétur Ævarsson '6
0-2 Ármann Pétur Ævarsson '74
1-2 Orri Freyr Hjaltalín '91 , sjálfsmark
21.08.2012  -  18:30
Hertz-völlurinn
1.deild karla
Aðstæður: Nánast logn, þungskýjað en hlýtt. Flottar aðstæður
Dómari: Halldór Breiðfjörð Jóhannsson
Byrjunarlið:
25. Trausti Sigurbjörnsson (m)
Atli Guðjónsson
Trausti Björn Ríkharðsson
2. Gunnar Hilmar Kristinsson
3. Reynir Haraldsson
9. Andri Björn Sigurðsson
10. Nigel Quashie
11. Hafliði Hafliðason ('80)
17. Guðjón Gunnarsson
19. Kristinn Jens Bjartmarsson

Varamenn:
25. Brynjar Örn Sigurðsson (m)
2. Steinar Haraldsson
7. Jónatan Hróbjartsson ('80)
8. Aleksandar Alexander Kostic
15. Fitim Morina
27. Viggó Kristjánsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan dag, hér verður reynt eftir fremsta megni að vera með beina lýsingu frá leik ÍR og Þórs en netsambandið er reyndar ekki eins og best verður á kosið.
Fyrir leik
Jæja þá er allt að verða klárt hér og netsambandið í fína lagi enn sem komið er. Það er farið að rigna eins og hellt sé úr fötu hérna en samt sem áður er blanka logn og frábærar aðstæður til að spila fótbolta.
Fyrir leik
ÍR-ingar eru að leika sinn fyrsta leik undir stjórn Nigel Quashie en hann tók við af Andra Marteinssyni sem var látinn fara frá félaginu í gær. Spennandi er að sjá hvort að leikmenn ÍR sýni meiri vilja en í síðustu leikjum en hugarfarsbreyting er væntanlega það eina sem Nigel Quashie hefur getað unnið með fyrir leikinn í dag með svona skömmum fyrirvara.
Fyrir leik
Hjá Þór er framherjinn snjalli "Chuck" í banni eftir að hafa fengið rautt spjald í leiknum gegn BÍ/Bolungarvík sl. föstudag. Það munar um minna fyrir Þórsara en hann hefur verið algjörlega frábær síðan hann kom til liðsins í lok júlí og skorað 5 mörk í fjórum leikjum. Liðið hefur unnið alla leiki sem hann hefur spilað.
Fyrir leik
Nú þegar um 5 mínútur eru til leiks eru alveg heilir 18 áhorfendur mættir að horfa og sýnist mér að allavega 10 þeirra séu á bandi gestanna.
1. mín
Leikurinn er hafinn
3. mín
Jóhann Helgi með skalla að marki en hann var laus og auðveldur fyrir Trausta í markinu
5. mín
Þórsarar eiga aukaspyrnu rétt utan teigs vinstra megin
6. mín MARK!
Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Orri Freyr tók spyrnuna, hún fór í stöng og út í teiginn til Ármanns Péturs sem var fyrstur að átta sig og setti boltann í markið!
9. mín
Nú er fólk farið að tínast á völlinn, mátulegt á það að hafa misst af fyrsta marki leiksins. Leiðinda siður á íslandi að mæta svona seint
10. mín
Quashie með skot langt framjá úr ágætis færi. Hefði átt að gera betur.
13. mín
Spurning hvort Þórsarar hafa haldið að þetta kæmi að sjálfu sér eftir markið því heimamenn hafa verið töluvert meira með boltann og eru miklu ákveðnari í návígjum þessa stundina.
16. mín
Leikurinn er nokkuð rólegur þessa stundina. Heimamenn meira með boltann.
16. mín
ÍR ingar eiga nú horn
17. mín
Ekkert varð úr því
20. mín
Orri Hjaltalín átti hér skalla vel framhjá markinu eftir hornspyrnu, Þórsarar eru með völdin í leiknum þessa stundina.
21. mín
Þetta er ákaflega dauft ennþá, heimamenn mun meir með boltann en gera lítið. Gestirnir eru að reyna alltof erfiða hluti þegar þeir fá hann.
24. mín
Þórsarar að taka við sér og áttu tvær hornspyrnur í röð. Ármann var nálægt því að komast í gott færi í teignum en rétt missti af boltanum.
28. mín
Flott sókn hjá Þór sem endaði með því að Baldvin Ólafsson átti gott skot sem Trausti í markinu varði vel.
32. mín
Janez Vrenko bjargar hér á línu eftir gott skot Guðjóns Gunnarssonar. ÍR-ingar ógnuðu heldur betur hér og hefðu auðveldlega getað skorað.
35. mín
Leikurinn var hér stopp í 2-3 mínútur þar sem Halldór Arnarson fékk höfuðhögg og lá í jörðinni í smá stund en hann er staðinn upp og í fína lagi með hann.
37. mín
Það verður að viðurkennast að þetta er ekki best spilaði leikur sem undirritaður hefur horft á. Blautur völlurinn gerir mönnum aðeins erfitt fyrir en það vonandi lagast.
38. mín
Sveinn Elías Jónsson átti hér hörku skot í sem small í stönginni. Frábært skot hjá Sveini af 20 metra færi og Þórsarar óheppnir að vera ekki búnir að tvöfalda forystuna.
40. mín Gult spjald: Janez Vrenko (Þór )
Sá ekki fyrir hvað en það var ekki stórmerkilegt
42. mín
Liðin skiptast á að sækja þessa stundina en lítið gengur að skapa færi. Þórsarar eru þó líklegri ef eitthvað er...
43. mín
Sveinn Elías kominn framhjá Trausta í markinu en setti boltann framhjá úr mjög þröngu færi
45. mín
Rajkovic ver ágætis skot frá Andra Birni Sigurðssyni.
45. mín
Það er kominn hálfleikur
45. mín
Jæja leikmenn eru komnir út á völl og það er byrjað að rigna aftur. Allt klárt!
46. mín
Leikurinn er hafinn og veðurguðinn fagnar því með því að sturta úr fötu yfir leikmenn (það sem sagt rignir fáránlega mikið!)
47. mín
Jóhann Helgi í fínni stöðu til að skjóta á markið en skot hans afar dapurt og langt framhjá
47. mín
Jóhann Helgi í fínni stöðu til að skjóta á markið en skot hans afar dapurt og langt framhjá
49. mín
Ármann Pétur með flottan skalla rétt framhjá ÍR markinu. Gestirnir mun sterkari hér í byrjun.
50. mín
Vallarklukkan hér fór ekki í gang í hálfleik þannig að ég ábyrgist ekki að tímasetningar hjá mér séu alveg réttar.
54. mín
Gunnar Hilmar með skot hátt yfir Þórsmarkið.
57. mín
Sigurður Marinó féll í teignum og Þórsarar vildu fá víti en Halldór dómari var ekki á sama máli og dæmdi ekkert. Þarna voru ÍR-ingar heppnir því þetta leit út eins og víti þaðan sem ég sá þetta.
59. mín Gult spjald: Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
59. mín Gult spjald: Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
60. mín
Orri Hjaltalín með skot framhjá úr teignum
63. mín
Ármann Pétur í algjöru dauðafæri, Trausti í markinu varði og boltinn féll fyrir fætur Jóhanns Helga sem var í enn betra færi einn gegn opnu marki en setti boltann hátt yfir. Ótrúlegt að þetta hafi ekki verið mark!
67. mín
Þórsarar sækja töluvert meira þessa stundina en ÍR-ingar verjast vel og gefa fá færi á sér.
70. mín
Inn:Atli Jens Albertsson (Þór ) Út:Janez Vrenko (Þór )
70. mín
Inn:Kristinn Þór Rósbergsson (Þór ) Út:Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
72. mín
ÍR-ingar hafa einnig gert tvær skiptingar en það var ekki tilkynnt um þær í hátalarakerfinu þannig að ég náði þeim ekki. Set þær inn um leið og ég get.
74. mín MARK!
Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Glæsilegur skalli hjá Ármanni eftir fyrirgjöf Inga Freys. Gestirnir komnir í þægilega stöðu.
77. mín
Markið virðist hafa slegið ÍR-inga útaf laginu því Þórsarar eru miklu betri á vellinum núna og halda boltanum vel.
78. mín
ÍR-ingar eiga aukaspyrnu á hættulegum stað
79. mín Gult spjald: Kristinn Þór Rósbergsson (Þór )
80. mín
Inn:Jónatan Hróbjartsson (ÍR) Út:Hafliði Hafliðason (ÍR)
85. mín
Þórsarar tvisvar við það að komast í færi en ÍR-ingar björguðu á síðustu stundu í bæði skiptin. Þriðja markið gæti dottið í þennan leik. Ír-ingar eru einnig ógnandi í skyndisóknum
90. mín
Lítið títt núna, Þórsarar töluvert betri og eru nær því að skora þriðja markið en ÍR að minnka muninn.
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 2-1 sigri Þórs. Gestirnir halda því toppsætinu í deildinni og unnu þarna sinn fimmta sigur í röð.
91. mín SJÁLFSMARK!
Orri Freyr Hjaltalín (Þór )
Trausti átti fyrirgjöfina, spenna í leiknum!
92. mín
Kristinn Rósbergsson kominn einn í gegn en náði ekki almennilegu skoti og ÍR bjargaði í horn
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Orri Freyr Hjaltalín
Andri Hjörvar Albertsson
6. Ármann Pétur Ævarsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f) ('70)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
13. Ingi Freyr Hilmarsson
15. Janez Vrenko ('70)
17. Halldór Orri Hjaltason

Varamenn:
5. Atli Jens Albertsson ('70)
11. Kristinn Þór Björnsson
16. Kristinn Þór Rósbergsson ('70)
21. Kristján Páll Hannesson

Liðsstjórn:
Orri Sigurjónsson

Gul spjöld:
Kristinn Þór Rósbergsson ('79)
Jóhann Helgi Hannesson ('59)
Jóhann Helgi Hannesson ('59)
Janez Vrenko ('40)

Rauð spjöld: