City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Víkingur R.
5
0
Tindastóll
Hjörtur Júlíus Hjartarson '1 1-0
Sigurður Egill Lárusson '28 2-0
Kjartan Dige Baldursson '57 3-0
Aaron Spear '62 4-0
Hjörtur Júlíus Hjartarson '67 5-0
21.08.2012  -  18:30
Víkingsvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Rignir eins og hellt sé úr fötu og völlurinn blautur eftir því. 15 stiga hiti og lítill vindur annars.
Dómari: Mikko Lehtola
Byrjunarlið:
Milos Milojevic
12. Halldór Smári Sigurðsson
21. Aron Elís Þrándarson ('80)

Varamenn:
Helgi Sigurðsson
9. Viktor Jónsson ('73)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Víkings Reykjavík og Tindastóls í 1. deild karla. Byrjunarliðin eru klár hér sitthvorum megin við textann.
Fyrir leik
Þó svoo allt hafi litði vel út á vellinum fyrir 20 mínútum síðan er það ekki staðan núna. Skýfall varð hérna í Fossvoginum og völlurinn er mjög blautur og pollar byrjaðir að myndast á honum. Frank Hall vallarstjóri gengur um völlinn í stígvélum og skoðar aðstæður en greinilegt er að stórir pollar skvettast í allar áttir þegar hann gengur um.
Fyrir leik
Finnski dómarinn Mikko Lehtola dæmir leikinn í dag. Hann er mættur út á völl með aðstoðarmönnum sínum sínum og skoðar aðstæður vallarins eftir úrhellið áðan. Leikmenn Tindastóls voru byrjaðir að hita upp á vellinum en hafa fært sig yfir á æfingasvæðið hliðina á honum og þangað eru Víkingar mættir líka.

Ástæða þess að það er finnskur dómari á leiknum er verkefni hjá knattspyrnusamböndum norðurlandanna þar sem eru dómaraskipti milli landanna. Dómarinn heitir sem fyrr segir Mikko Lehtola og annar aðstoðardómari hans er Olli Jantunen. Hinn aðstoðardómarinn er hinsvegar íslenskur og heitir Birkir Sigurðarson.
Fyrir leik
Ólafur Þórðarson þjálfari Víkinga er í leikbanni í dag og því má búast við að Helgi Sigurðsson aðstoðarmaður hans stýri liðinu. Helgi er líka á leikskýrslu sem leikmaður en á meðal varamanna þó. Bandaríkjamaðurinn Ewan Schwartz reifst við Ólaf í síðasta leik gegn Fjölni í Grafarvoginum og var tekinn af velli og er ekki í leikmannahópnum í dag. Víkingar bera því við að hann sé meiddur sem og Daninn Kevin Smith. Tómas Guðmundsson er í leikbanni.

Víkingar léku síðast við Fjölni í 1-1 jafntefli og þrjár breytingar eru gerðar á liðinu síðan þá. Egill Atlason kemur inn fyrir Tómas Guðmundsson, Aron Elís Þrándarson fyrir Helga Sigurðsson og Chris Ross fyrir Ewan Schwartz.
Fyrir leik
Tindastóll gerði markalaust jafntefli við KA í síðustu umferð. Halldór Jón Sigurðsson (Donni) þjálfari þeirra gerir þrjár breytingar frá þeim leik. Björn Anton Guðmundsson kemur inn fyrir Aðalstein Arnarson, Fannar Örn Kolbeinsson fyrir Ingva Hrannar Ómarsson, og Arnar Skúli Atlason fyrir Dominic Furness.
Fyrir leik
Það er búið að stytta upp í Fossvoginum og vallarstarfsmenn ganga um með gaffla og reyna að laga pollamyndunina í teignum. Ingi Jónsson eftirlitsmaður KSÍ fylgist vel með og gengur um völlinn og metur ástand hans. Liðin hita enn upp á æfingasvæðinu hliðina á vellinum nema markmenn sem eru hitaðir upp við hornfánana.
Fyrir leik
Liðin eru mætt inn á völlinn og fá að hita upp á honum síðasta stundarfjórðunginn áður en leikur hefst. Það er enn nóg af pollum svo það má búast við einhverju óvæntu fjöri í kvöld.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl og stutt í að leikurinn hefjist. Áhorfendur eru mjög fáir, litlu færri en leikmennirnir inni á vellinum en það rætist vonandi úr því þegar á leikinn líður.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Tindastóll byrjar með boltann og sækir í átt að Víkingsheimilinu.
1. mín MARK!
Hjörtur Júlíus Hjartarson (Víkingur R.)
Víkingar voru 50 sekúndur að komast yfir. Chris Ross gaf stutt inn fyrir á Hjört Hjartarson sem var einn á auðum sjó og setti boltann á fjær, framhjá Furness í markinu.
7. mín
Leikurinn er alveg að standa undir þeim væntingum sem ég gerði til hans. Rennandi blautur völlurinn gerir það að verkum að menn láta sig vaða í allskonar tæklingar og þeim fylgir vatnshaf þegar menn renna sér á vellinum. Chris Ross slapp við tiltal eftir harkalega tæklingu rétt í þessu.
11. mín
Hjörtur komst í dauðafæri einn gegn markmanni en slakt skot hans fór framhjá markinu. Þetta á Hjörtur að nýta.
14. mín
Hjörtur misnotar aftur dauðafæri. Núna gat hann gefið á Sigurð Egil á auðum sjó við hliðina á sér, hinkraði og komst í gott skotfæri en skot hans langt framhjá. Víkingar hefðu getað verið komnir í 3-0 í upphafi leiks.
19. mín
Stólarnir komust í ágætis færi. Tenniskappinn Arnar Sigurðsson gaf boltann þá inn í teiginn á Steven Beattie sem skaut framhjá.
21. mín
Sigurður Egill skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Aron Elís hafði dregið til sín menn og leikið á þá svo Sigurður var í góðri stöðu en kominn innfyrir vörn stólanna.
23. mín
Hjörtur kominn í gott færi aftur. Núna sendi Kjartan Dige frá hægri kanti inn í teiginn á Hjört sem tók boltann með hælnum en þaðan fór hann framhjá markinu.
23. mín
Þetta er fjörugur leikur. Max Touloute slapp núna einn gegn Magnúsi Þormar en skotið geigaði hjá honum.
28. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Víkingur R.)
Sigurður Egill bætir öðru marki við fyrir Víkinga. Hann var með boltann á vítateigshorninu og lét vaða, vallaraðstæður urðu til þess að hann skoppaði fyrir framan Seb Furness í markinu og fór inn.
30. mín
Max komst aftur í fínt færi við endalínu en Magnús varði.
34. mín
Hjörtur fékk góða sendingu inn í teiginn frá Sigurði Atli og var kominn í gott færi en skaut boltanum framhjá markinu. Hjörtur er að koma sér í færin í dag en nýtingin er ekki nærri nógu góð.
45. mín
Það er kominn hálfleikur í víkinni. Heimamenn fengu þrjár hornsprynur í lok fyrri hálfleiksins og í kjölfar þeirrar síðustu skaut Halldór Smári rétt framhjá. Hálfleikstölur 2-0 fyrir Víkinga.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn. engar breytingar voru gerðar á liðunum í hálfleik. Það byrjaði að rigna mikið í hálfleik og vallaraðstæður eru því ekki á leið til batnaðar.
47. mín
Spear átti lúmskan skalla sem Furness rétt náði að verja í horn. Ekkert varð úr hornspyrnunni.
50. mín
Inn:Aðalsteinn Arnarson (Tindastóll) Út:Árni Arnarson (Tindastóll)
54. mín
Hjörtur lék upp að endamörkum og sendi út í teiginn á Sigurð Egil sem var í fínu skotfæri en skaut hátt yfir markinu.
55. mín Gult spjald: Edvard Börkur Óttharsson (Tindastóll)
Edvard Börkur fær áminningu fyrir tæklingu fyrir framan varamannabekk Víkinga. Edvard Börkur leikur með stóra grímu í andlitinu, samskonar og Tryggvi Guðmundsson var með í nokkrum leikjum í fyrra.
57. mín MARK!
Kjartan Dige Baldursson (Víkingur R.)
Sigurður Egill tók stutt horn á Kjartan Dige sem lét vaða á markið, boltinn fór í Aðalstein Arnarson og þaðan í sláina og inn.
61. mín
Inn:Colin W Helmrich (Tindastóll) Út:Atli Arnarson (Tindastóll)
62. mín MARK!
Aaron Spear (Víkingur R.)
Chris Ross sendi frábæra sendingu inn fyrir vörn stólanna á Aaron Spear sem gat ekki klúðrað þessu dauðafæri sem hann var kominn í og setti boltann framhjá Furness í markinu.
64. mín
Víkingar eru bara líklegir til að skora meira. Edvard Börkur sendi til baka í fæturna á Hirti sem kom boltanum á Sigurð Egil sem skaut framhjá.
65. mín
Inn:Jón Guðbrandsson (Víkingur R.) Út:Christopher Francis Ross (Víkingur R.)
67. mín MARK!
Hjörtur Júlíus Hjartarson (Víkingur R.)
Það er markaveisla í Víkinni. Aaron Spear sendi boltann frá vinstri inn í teiginn á Hjört sem skallaði í þverslá og inn.
73. mín
Inn:Viktor Jónsson (Víkingur R.) Út:Hjörtur Júlíus Hjartarson (Víkingur R.)
80. mín
Inn:Gunnar Reynir Steinarsson (Víkingur R.) Út:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
85. mín
Leikmenn liðanna virðast örþreyttir á vellinum. Blautur völlurinn hefur tekið sinn toll af mönnum svona á lokasprettinum.
85. mín
Árni Arnarson með fast skot beint á Magnús Þormar.
88. mín
Steven Beattie tók aukaspyrnu langt utan af velli sem hafnaði í þverslá við samskeytin við stöngina.
89. mín
Aaron Spear í dauðafæri í teignum einn fyrir framan markvörðinn en setti boltann í þverslánna.
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 5-0 sigri Víkinga. Frekari umfjöllun og viðtöl hér á Fótbolta.net síðar í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Seb Furness (m)
2. Loftur Páll Eiríksson
5. Edvard Börkur Óttharsson
6. Björn Anton Guðmundsson
7. Atli Arnarson ('61)
13. Steven Beattie
14. Arnar Sigurðsson
20. Árni Arnarson ('50)
25. Ágúst Friðjónsson

Varamenn:
12. Arnar Magnús Róbertsson (m)
Ingvi Hrannar Ómarsson
13. Pétur Rúnar Birgisson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Edvard Börkur Óttharsson ('55)

Rauð spjöld: