Leiknir R.
1
1
Víkingur Ó.
0-1
Arnar Sveinn Geirsson
'11
Ingólfur Örn Kristjánsson
'86
1-1
24.08.2012 - 18:30
Leiknisvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Logn en skýjað
Dómari: Lars Müller
Leiknisvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Logn en skýjað
Dómari: Lars Müller
Byrjunarlið:
Ólafur Hrannar Kristjánsson
Óttar Bjarni Guðmundsson
8. Sindri Björnsson
11. Brynjar Hlöðversson
14. Birkir Björnsson
21. Hilmar Árni Halldórsson
Varamenn:
9. Kolbeinn Kárason
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl og hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Leiknis og Víkings frá Ólafsvík.
Gunnar á Völlum spáir leiknum 0-5 en við skulum sjá. Ég reikna nú með því að leikurinn verði meira spennandi en það. Leiknir vann 1-0 sigur í Ólafsvík í fyrri umferðinni þar sem liðið pakkaði vel í vörn. Stefán Eggertsson skoraði þá eina markið.
Víkingur Ólafsvík er í öðru sæti í 1. deildinni, með stigi minna en Þór Akureyri, sem á leik inni. Ólafsvíkingar unnu 2-0 sannfærandi sigur gegn Haukum í síðustu umferð.
Leiknir er í harðri fallbaráttu, situr í tíunda sæti með jafnmörg stig og Höttur sem er í fallsæti. Ef ÍR vinnur Þrótt í kvöld gæti Leiknisliðið verið í fallsæti eftir kvöldið.
Dómarinn í kvöld er frá Færeyjum og heitir Lars Müller. Landi hans Andreas Josephsen er aðstoðardómari 1 og Jón Magnús Guðjónsson er á línunni fjær skýlunum.
Gunnar á Völlum spáir leiknum 0-5 en við skulum sjá. Ég reikna nú með því að leikurinn verði meira spennandi en það. Leiknir vann 1-0 sigur í Ólafsvík í fyrri umferðinni þar sem liðið pakkaði vel í vörn. Stefán Eggertsson skoraði þá eina markið.
Víkingur Ólafsvík er í öðru sæti í 1. deildinni, með stigi minna en Þór Akureyri, sem á leik inni. Ólafsvíkingar unnu 2-0 sannfærandi sigur gegn Haukum í síðustu umferð.
Leiknir er í harðri fallbaráttu, situr í tíunda sæti með jafnmörg stig og Höttur sem er í fallsæti. Ef ÍR vinnur Þrótt í kvöld gæti Leiknisliðið verið í fallsæti eftir kvöldið.
Dómarinn í kvöld er frá Færeyjum og heitir Lars Müller. Landi hans Andreas Josephsen er aðstoðardómari 1 og Jón Magnús Guðjónsson er á línunni fjær skýlunum.
Fyrir leik
Hér til hliðar má sjá byrjunarliðin. Athyglisvert er að Guðmundur Steinn Hafsteinsson, fyrirliði Víkings Ó, er á varamannabekknum. Hlýtur að vera að glíma við meiðsli. Einar Hjörleifsson markvörður er með bandið.
Fyrir leik
Stefán Eggertsson, leikmaður Leiknis, er meiddur og því ekki með. Andri Steinn Birgisson sem hefur verið að glíma við meiðsli er meðal varamanna í kvöld.
Birkir Björnsson (f.1993) er að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik í Íslandsmóti en bróðir hans, Sindri Björnsson (f. 1995) er einnig í byrjunarliðinu í kvöld.
Birkir Björnsson (f.1993) er að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik í Íslandsmóti en bróðir hans, Sindri Björnsson (f. 1995) er einnig í byrjunarliðinu í kvöld.
Fyrir leik
Það rignir duglega á Leiknisvelli. Það gerir það að verkum að textalýsingin verður ekki eins virk og viljum, þar sem aðstæður fjölmiðlamanna á Leiknisvelli eru afar bágbornar.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Vigfús Arnar Jósepsson, fyrirliði Leiknis, er meiddur og ekki með í kvöld. Óttar Bjarni er því með fyrirliðabandið.
11. mín
MARK!
Arnar Sveinn Geirsson (Víkingur Ó.)
Ólafsvíkingar hafa verið miklu grimmari og miklu betri það sem af er og ná forystunni verðskuldað. Arnar Sveinn fékk stungu innfyrir vörnina og fór framhjá markverðinum, Óttar Bjarni virtist vera að ná að bjarga á línu en inn fór boltinn.
25. mín
Leiknir átt tvær hættulegar skottilraunir og virðast heimamenn vera að lifna við eftir máttleysislega byrjun.
31. mín
Stórsókn Leiknis endaði með stangarskoti og tilkalli til vítaspyrnu. Óli Hrannar með stangarskotið. Leiknir sterkari þessa stundina.
45. mín
Það er kominn hálfleikur í leiknum. Gestirnir öflugri síðustu mínútur hálfleiksins. Annars var fyrri hálfleikur kaflaskiptur. Leiknir fékk nokkur flott færi og útlit fyrir spennandi seinni hálfleik.
55. mín
Gestirnir eru búnir að vera betri í seinni hálfleik og Leiknir varla komist yfir miðju.
70. mín
Lítið í gangi núna. Leiknismenn vildu reyndar fá vítaspyrnu áðan þegar Einar Hjörleifs virtist brjóta á Óla Hrannari.
86. mín
MARK!
Ingólfur Örn Kristjánsson (Leiknir R.)
Eftir skalla varamannsins Péturs Más í slánna náði Kristján Páll frákastinu og skoraði. Verðskuldað. Leiknir á ekki skilið að fara stigalaust úr leiknum.
Byrjunarlið:
1. Einar Hjörleifsson (m)
30. Kaspars Ikstens (m)
Brynjar Kristmundsson
5. Björn Pálsson
7. Tomasz Luba
9. Guðmundur Magnússon
13. Emir Dokara
14. Arnar Sveinn Geirsson
20. Eldar Masic
Varamenn:
Alfreð Már Hjaltalín
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
10. Steinar Már Ragnarsson
21. Fannar Hilmarsson
23. Anton Jónas Illugason
Liðsstjórn:
Kristinn Magnús Pétursson
Gul spjöld:
Rauð spjöld: