City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Valur
0
1
Stjarnan
0-1 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir '80
25.08.2012  -  16:00
Laugardalsvöllur
Borgunarbikar kvenna - Úrslitaleikur
Aðstæður: Haust í lofti. Léttskýjað og lygnt.
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Byrjunarlið:
1. Brett Maron (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
5. Telma Ólafsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
7. Rakel Logadóttir
7. Hildur Antonsdóttir
8. Laufey Björnsdóttir
10. Elín Metta Jensen ('85)
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
22. Dóra María Lárusdóttir
30. Katrín Gylfadóttir

Varamenn:
12. Þórdís María Aikman (m)
15. Ingunn Haraldsdóttir
16. Katla Rún Arnórsdóttir
22. Svana Rún Hermannsdóttir
24. Erla Steina Sverrisdóttir
29. Telma Þrastardóttir ('85)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá bikarúrslitaleik kvenna. Það eru rétt rúmar 5 mínútur í leik og liðin eru að ganga til vallar.
Fyrir leik
Það er vonandi hörkuleikur framundan í þessum stórleik sumarsins.

Lið Vals hefur hefðina með sér en liðið hefur misst sterka leikmenn undanfarið á meðan að Stjarnan hefur fengið liðsstyrk. Ég þori engu að spá um leikinn, öðru en að hann verði fjörugur og vel leikinn.
1. mín
Gunnar Jarl hefur flautað til leiks. Valsstúlkur sækja í átt að Laugardalslauginni, Stjarnan að Þróttarheimilinu.
7. mín
Jafnræði er með liðunum á upphafsmínútunum en það eru Valsarar sem eiga fyrsta skot leiksins. Laufey Björnsdóttir lét vaða utan teigs en skot hennar fór yfir.
10. mín
Dauðafæri! Inga Birna Friðjónsdóttir sleppur alein inn fyrir Valsvörnina og kemst ein gegn Brett Maron í markinu. Brett kemur vel út á móti og ver glæsilega en Inga Birna átti að gera miklu betur.
12. mín
Aftur dauðafæri hjá Stjörnunni. Í þetta skiptið er það Harpa Þorsteinsdóttir sem sleppur inn fyrir en aftur ver Maron.
14. mín
Stjarnan heldur áfram að sækja og Harpa Þorsteinsdóttir á ágætt skot frá teignum en Maron á ekki í vandræðum með að verja.
23. mín
Valsarar eru vinna sig betur inn í leikinn. Nú rétt í þessu átti Katrín Gylfadóttir skot utan teigs sem fór af varnarmanni og aftur fyrir endamörk. Dóra María tók hornspyrnuna og setti boltann á fjærstöng þar sem Laufey Björnsdóttir hafði ágætis pláss en náði ekki almennilega til boltans.
25. mín
Stjarnan heldur áfram að setja boltann aftur fyrir Valsvörnina. Harpa Þorsteinsdóttir var við það að komast í skotfæri í teignum en Telma Ólafsdóttir lokaði vel á hana.
28. mín
Gunnar Jarl dæmir fyrstu aukaspyrnu leiksins. Hann hefur leyft leiknum að fljóta vel.
29. mín
Veronica Perez reynir skot rétt utan vítateigs en Brett Maron handsamar knöttinn örugglega.
30. mín
Stjarnan á sína fyrstu hornspyrnu. Ásgerður Stefanía sendir boltann fyrir en Valskonur bægja hættunni frá.
31. mín
Enn eitt skotið utan af velli. Í þetta sinn er það Svava Rós sem lætur vaða utan af hægri kanti en boltinn fer vel yfir.
33. mín
Stjarnan fær horn. Ásgerður setur boltann utarlega í teiginn, boltinn hrökk út á Perez sem neglir yfir.
33. mín
Stjarnan heldur áfram að sækja upp hægri kantinn. Þær ætla sér greinilega að keyra á Hildi Antonsdóttur sem leikur í vinstri bakverði en hún er vanari að láta til sín taka á miðjum vellinum.

Stjarnan fær þriðju hornspyrnuna. Í þetta skiptið spyrnir Soffía Arnþrúður boltanum fyrir en Valsarar eiga ekki í vandræðum með að koma boltanum frá.
37. mín
Fjórða hornspyrna Stjörnunnar. Vinstra megin í þetta skiptið. Ásgerður Stefanía tekur spyrnuna en Valsarar ná að hreinsa.
39. mín
Nú munaði litlu að Valsstúlkur næðu forystunni. Hægri bakvörðurinn Berglind Rós átti frábært skot rétt framhjá.
44. mín
Harpa Þorsteinsdóttir reynir skot utan teigs en það er hátt yfir.
45. mín
Hálfleikur. Staðan er 0-0. Stjarnan hefur verið sterkari aðilinn og fengið tvö sannkölluð dauðafæri en á meðan engin mörk eru komin í leikinn er þetta galopið.
47. mín
Síðari hálfleikur er hafinn og það eru Stjörnustúlkur sem eiga fyrstu marktilraunina. Harpa Þorsteins sendi boltann fyrir markið og Gunnhildur Yrsa skallaði framhjá.
50. mín
Valur með sína fyrstu tilraun í seinni hálfleik. Elín Metta skýtur yfir utan teigs.
52. mín
Stórhætta við Valsmarkið. Harpa Þorsteins kemst upp að endamörkum og leggur boltann út í teiginn en kemur honum hvorki á Ingu Birnu né Veronicu Perez sem eru mættar í teiginn.
57. mín
Stjarnan heldur áfram að sækja. Hafa átt nokkra ágæta sénsa á því að búa eitthvað til en ná ekki að skapa sér alvöru færi.
59. mín
Inn:Ashley Bares (Stjarnan) Út:Veronica Perez (Stjarnan)
Ashley Bares kemur inná hjá Stjörnunni. Það þarf vart að kynna þann mikla markahrók fyrir lesendum. Spurning hvort henni takist að brjóta ísinn?

61. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu úti á hægri vængnum. Soffía Arnþrúður setur boltann fyrir en Brett Maron nær til boltans. Brett hefur verið besti maður Vals það sem af er leik.
63. mín
Frábær vörn hjá Telmu Ólafsdóttur. Inga Birna var við það að sleppa í gegn en Telma var á tánnum og vann boltann með vel tímasettri tæklingu.
65. mín
Aukaspyrna á hættulegum stað. Telma straujar Gunnhildu Yrsu aðeins fyrir utan teig og Stjarnan fær aukaspyrnu. Harpa Þorsteinsdóttir setur boltann í fjærhornið en enn og aftur sér Maron við Stjörnustúlkum.
69. mín
Soffía Arnþrúður með hættulega fyrirgjöf frá vinstri en boltinn fer alla leið í gegn, framhjá Bares, Ingu Birnu og loks Deines.
70. mín
Rakel Logadóttir á skot í slánna á Stjörnumarkinu eftir góðan undirbúning Elínar Mettu en hún er dæmd rangstæð. Elín Metta hefur ekki verið mikið í boltanum en hefur sýnt skemmtilega takta í hvert sinn sem hún fær hann.
73. mín
Tvö horn í röð hjá Stjörnunni og Silfurskeiðin syngur "Inn með boltann". Ekkert verður þó úr hornspyrnunum. Valsarar eru grimmari í teignum.
75. mín
Valsarar fá horn hinum megin á vellinum en það kemur ekkert úr því.
78. mín
Valsarar eru að sækja í sig veðrið. Það er þó aldrei að þær "steli" þessu hérna í lokin? Þær fá hornspyrnu en hornin virðast ekki ætla að skila liðunum neinu í dag og Stjörnustúlkur hreinsa.

Gunnar Borgþórsson þjálfari hefur fært Hildi Antons upp á miðjuna og Laufey Björns í vinstri bakvörðinn.
80. mín MARK!
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan)
MAAAARK! Stjarnan er komin með forystuna og það er engin önnur en fyrirliðinn, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sem skorar þetta líka svakalega mark. Hún lætur vaða utan við hægra vítateigshornið og boltinn flýgur í fjærhornið. Frábært mark.
80. mín
Inn:Elva Friðjónsdóttir (Stjarnan) Út:Glódís Perla Viggósdóttir (Stjarnan)
Elva leysir Glódísi af í miðverðinum.
82. mín
Dóra María á skot beint úr aukaspyrnu. Ágætt skot en boltinn beint á Söndru í markinu.
85. mín
Inn:Telma Þrastardóttir (Valur) Út:Elín Metta Jensen (Valur)
Telma Þrastardóttir kemur inn fyrir Elínu Mettu. Athyglisverð skipting í ljósi þess að Valsliðið er marki undir og Elín Metta helsti markaskorari liðsins.
86. mín Gult spjald: Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir (Stjarnan)
Soffía Arnþrúður fær gult spjald. Hún var alltof sein í tæklingu á Telmu Þrastardóttur. Dóra María tekur aukaspyrnuna utan af hægri kanti. Hættulegur bolti fyrir en Stjörnustelpur koma boltanum aftur fyrir. Valsarar fá hornspyrnu en það er sama sagan þar og ekkert verður úr hornspyrnunni.
90. mín
Tveimur mínútum verður bætt við venjulegan leiktíma.
91. mín
Stjarnan fær horn. Ásgerður og Gunnhildur Yrsa taka það stutt og reyna að halda boltanum.
91. mín
Ljótt brot hjá Gunnhildi Yrsu á Svövu Rós. Gunnhildur fer með takkana á undan sér og virðist hitta Svövu í lærið. Hún er heppin að sleppa við spjaldið þarna.
93. mín
Þetta er búið. Stjarnan vinnur sinn fyrsta bikarmeistaratitil! Verðskuldað hjá Stjörnustúlkum sem voru sterkara liðið í dag.
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Harpa Þorsteinsdóttir
Inga Birna Friðjónsdóttir
3. Veronica Perez ('59)
4. Glódís Perla Viggósdóttir ('80)
4. Edda María Birgisdóttir
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
8. Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir
16. Kate A. Deines
19. Anna Björk Kristjánsdóttir

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
9. Kristrún Kristjánsdóttir
11. Elva Friðjónsdóttir ('80)
24. Bryndís Björnsdóttir
25. Edda Mjöll Karlsdóttir
28. Ashley Bares ('59)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir ('86)

Rauð spjöld: