City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Þór
4
0
Tindastóll
Orri Freyr Hjaltalín '28 1-0
Ármann Pétur Ævarsson '52 , víti 2-0
Kristinn Þór Björnsson '64 3-0
Jóhann Helgi Hannesson '78 4-0
28.08.2012  -  18:30
Þórsvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Kalt, blautt og smá gola
Dómari: Vilhjálmur Almar Þórarinsson
Maður leiksins: Orri Freyr Hjaltalín
Byrjunarlið:
Orri Freyr Hjaltalín
Andri Hjörvar Albertsson
6. Ármann Pétur Ævarsson ('54)
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson ('74)
11. Kristinn Þór Björnsson
13. Ingi Freyr Hilmarsson
15. Janez Vrenko

Varamenn:
5. Atli Jens Albertsson
16. Kristinn Þór Rósbergsson ('74)
17. Halldór Orri Hjaltason
23. Chukwudi Chijindu

Liðsstjórn:
Sveinn Elías Jónsson (Þ)
Orri Sigurjónsson

Gul spjöld:
Ármann Pétur Ævarsson ('13)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Sælir lesendur góðir og verið velkomnir í beina textalýsingu frá leik Þórs og Tindastóls í 1. deild karla
Fyrir leik
Leikurinn í dag er frestaður leikur úr 10. umferð. Nái Þórsarar sigri bæta þeir enn stöðu sína á toppnum en fyrir umferðina eru þeir með þriggja stiga forskot á Víking Ó. Sigur myndi einnig þýða að þeir væru komnir með annan fótinn í Pepsi deildina þar sem níu stig eru í Fjölni í þriðja sætinu.

Tindastóll er fyrir leikinn í 9. sæti með 21 stig. Sigur myndi færa þá upp í sjöunda sæti.
Fyrir leik
Það eru u.þ.b. tíu mínútur í að leikurinn hefjist. Leikmennirnir eru úti á velli að hita upp og áhorfendur eru byrjaðir að tínast á völlinn. Flestir eru í úlpum og með teppi en einnig má sjá fólk í Kraft-göllum. Það er skítkalt á Akureyri og búið að rigna öðru hvoru í dag. Ekki bestu aðstæðurnar.
Fyrir leik
Báðir þjálfarar breyta liðum sínum frá seinasta leik. Hjá Þór detta Chukwudi Chijindu, Atli Jens Albertsson og Sveinn Elías Jónsson úr liðinu og Andri Hjörvar Albertsson, Kristinn Þór Björnsson og Jóhann Helgi Hannesson koma inn í staðinn. Jóhann Helgi er einnig fyrirliði liðsins.

Tindastóll gerir aðeins eina breytingu. Fannar Örn Kolbeinsson kemur inn í staðinn fyrir Ingva Hrannar Ómarsson.
Baldvin Rúnarsson

Willum mættur á Þórsvöll, Tindastóll í næsta leik #fotbolti #fallbaráttan
1. mín
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómar leiksins, hefur flautað leikinn á. Tindastóll byrjar með boltann og spilar undan vindi.
4. mín
Orri Hjaltalín með skot rétt framhjá úr aukaspyrnu eftir að Kristinn Þór var sparkaður niður.
Jónatan Friðriksson
horfi á Þorpið fagra í gegnum netið í kvöld! http://thorsport.is/tv/, Þór - Tindastóll #dfk
12. mín
Hætta við mark Tindastóls. Kristinn Þór á góðan sprett upp kanntinn, sendi boltann fyrir en vanarmaður Tindastóls bjargaði í horn. Tindastóll hreinsaði og allt í einu var Max Touloute kominn einn gegn Wicks markverði Þórs sem tókst að afstýra hættunni
13. mín Gult spjald: Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Fyrir að traðka á Árna Arnarsyni
16. mín
Jóhann Helgi komst upp hægri kanntinn og lagði boltann fyrir markið. Ármann Pétur, sem hefur skorað fimm mörk í seinustu þremur leikjum, komst í boltann og náði skoti sem endaði í hliðarnetinu.
19. mín
Heimamenn vilja fá víti eftir að Ármann Pétur féll í teignum. Dómari leiksins mat það þó ekki svo. Sennilega réttur dómur.
28. mín MARK!
Orri Freyr Hjaltalín (Þór )
Kristinn Þór með boltann á vinstri kantinum, gaf hann á Sigurð Marínó. Fyrirgjöf hans hæfði kollinn á Orra Frey sem stangaði hann í netið.
29. mín
Orra Frey finnst gaman að spila gegn Tindastóli. Síðast þegar þessi lið voru saman í deild var árið 2001. Þá skoraði hann þrjú mörk í tveimur leikjum gegn liðinu. Þór vann síðan deildina og fór upp. Ætli það gerist einnig í ár?
36. mín
Árni Arnarsson liggur eftir samstuð við Wicks. Það var reyndar hann sem skall á markvörðinn svo að öllu jöfnu ætti því að vera öfugt farið. Bandaríkjamaðurinn spratt hins vegar á fætur eftir samstuðið.
38. mín
Eftir að hafa rifið sig á fætur fékk Árni boltann og lét vaða af löngu færi. Skotið fór hárfínt yfir.
43. mín
Í augnablikinu einkennist leikurinn af því að hvorugt liðið virðist vilja hafa boltann. Mikið af lélegum sendingum og löngum boltum fram völlinn sem bera ekki árangur.
44. mín
Til marks um þetta má nefna skeeeeeeeeeeelfilega aukaspyrnu Tindastóls. Títtnefndur Árni ákvað að láta vaða úr miðhringnum. Boltinn flaug himinhátt yfir.
45. mín
Hálfleikur. Skömmu áður en flautað var átti Jóhann Helgi sendingu fyrir sem fór örlítið fyrir aftan Kristinn Þór á markteignum. Hefði hæglega getað verið 2-0 fyrir heimamenn.
45. mín
Fari leikurinn svona er næsta víst að Þórsarar leiki í Pepsi á næsta tímabili. Þeir hafa vindinn í bakið í seinni hálfleiknum og hafa verið mun hættulegri í sínum aðgerðum. Fátt hættulegt hefur gerst í sóknarleik Tindastóls.
46. mín
Inn:Arnar Sigurðsson (Tindastóll) Út:Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson (Tindastóll)
Seinni hálfleikur er hafinn.
52. mín Mark úr víti!
Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Ármann Pétur heldur áfram að skora. Vítið var dæmt eftir að varnarmaður Tindastóls handlék boltann innan teigs. Ármann steig á punktinn og skoraði af öryggi
54. mín
Inn:Sveinn Elías Jónsson (Þór ) Út:Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Ármann tekinn útaf strax eftir markið. Jóhanni Helga virðist samt ekki detta í hug að láta Svein hafa fyrirliðabandið.
60. mín
Varamaðurinn Arnar Sigurðsson með eitt af betri færum Tindastóls. Fékk að snúa í teignum og átti ágætt skot en Wicks var vel á verði.
62. mín
Max Touloute, sem hefur verið langsprækastur í líflausu liði Tindastóls, með skot sem Wicks missti nærrum því í netið.
64. mín MARK!
Kristinn Þór Björnsson (Þór )
Kristinn lofaði marki á twitter fyrir leikinn og hann stóð við það!

Orri Freyr átti sendingu upp í hornið á varamanninn Svein Elías. Hann var í ákjósanlegu færi en ákvað frekar að renna boltanum á fjær. Þar var Kristinn mættur og tæklaði boltann í netið.
66. mín
Inn:Orri Sigurjónsson (Þór ) Út:Guiseppe P Funicello (Þór )
68. mín
Inn:Ágúst Friðjónsson (Tindastóll) Út:Fannar Örn Kolbeinsson (Tindastóll)
68. mín
Inn:Björn Anton Guðmundsson (Tindastóll) Út:Árni Arnarson (Tindastóll)
72. mín
Það hefur nánast aðeins verið eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og það er lið heimamanna. Gestirnir eru að hressast eftir skiptingarnar.
74. mín
Inn:Kristinn Þór Rósbergsson (Þór ) Út:Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór )
78. mín MARK!
Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Fyrirliði Þórs í leiknum stangaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Kristni Þór
82. mín
Max Touloute heldur áfram að reyna. Fékk boltann eftir skelfilega sendingu Þórsara, lék á tvo en náði ekki skoti. Hann má þó eiga það að hann er að reyna.
86. mín
Smá kæruleysi virðist vera komið í heimamenn. Missa boltann klaufalega trekk í trekk. Gestirnir eru hins vegar svo andlausir að það hálfa væri hellingur.
Tómas Þór Þórðarson
Akureyrarpennar fagna. Þeir verða með lið í #pepsi á næsta ári. Það er morgunljóst. Velkominn aftur, Þór. #fotbolti
91. mín
Varamaðurinn Kristinn Þór Rósbergsson klaufi að bæta ekki við fimmta marki Þórsara. Kominn aleinn í gegn en náði ekki að skora. Sendingin var frá nafna hans Björnssyni.
Anton Freyr Jónsson

PEPSÍ2013!!!! #DFK
Leik lokið!
Öruggur sigur Þórs í leik sem þeir stjórnuðu allan tímann. Næsta víst að þeir muni leika í pepsi deildinni á næsta ári. Sex stiga forysta á Víking Ó. og níu stig á Fjölni þegar fjórir leikir eru eftir. Staða Tindastóls hefur ekkert breyst nema markatalan hefur versnað.
Byrjunarlið:
1. Seb Furness (m)
2. Loftur Páll Eiríksson
5. Edvard Börkur Óttharsson
6. Fannar Örn Kolbeinsson ('68)
7. Atli Arnarson
13. Steven Beattie
20. Árni Arnarson ('68)

Varamenn:
12. Arnar Magnús Róbertsson (m)
Ingvi Hrannar Ómarsson
6. Björn Anton Guðmundsson ('68)
14. Arnar Sigurðsson ('46)
25. Ágúst Friðjónsson ('68)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: