Keflavík
0
4
Valur
0-1
Kolbeinn Kárason
'15
Hilmar Geir Eiðsson
'29
0-2
Kolbeinn Kárason
'83
0-3
Indriði Áki Þorláksson
'88
0-4
Indriði Áki Þorláksson
'92
27.08.2012 - 18:00
Nettó völlurinn í Keflavík
Pepsi-deild karla
Aðstæður: 12 stiga hiti og skýjað. Lítill vindur.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr.
Nettó völlurinn í Keflavík
Pepsi-deild karla
Aðstæður: 12 stiga hiti og skýjað. Lítill vindur.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr.
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Ómar Jóhannsson
Jóhann Birnir Guðmundsson
Sigurbergur Elísson
('83)
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
11. Bojan Stefán Ljubicic
Varamenn:
9. Daníel Gylfason
('83)
10. Hörður Sveinsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rafn Markús Vilbergsson ('77)
Jóhann Ragnar Benediktsson ('62)
Guðmundur Steinarsson ('34)
Rauð spjöld:
Hilmar Geir Eiðsson ('29)
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Keflavíkur og Vals í Pepsi-deild karla. Liðin eru klár hér sitthvorum megin við textann.
Fyrir leik
Keflvíkingar þurfa að brydda upp á nýtti miðju í dag því allir miðjumennirnir úr síðasta leik sem var 0-1 sigur í Vestmannaeyjum eru í leikbani í dag. Þetta eru þeir Denis Selimovic, Frans Elvarsson og Einar Orri Einarsson. Í þeirra stað koma inn í byrjunarliðið þeir Sigurbergur Elísson, Rafn Markús Vilbergsson og Jóhann Birnir Guðmundsson.
Fyrir leik
Valur gerir tvær breytingar frá 1-2 tapi gegn Fylki í síðasta leik Matarr Jobe í leikbanni og Andri Fannar Stefánsson á bekknum og í þeirra stað koma Úlfar Hrafn Pálsson og Haukur Páll Sigurðsson
Fyrir leik
Keflvíkingar verða að fá hrósið því þeir eiga það skilið. Það er hvergi eins góð tónlist spiluð á vellinum fyrir leiki og hér. Alvöru rokk og ról sem kemur öllum í stuð, innan sem utan vallar.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl. Haraldur Freyr Guðmundsson fær núna afhentan blómvönd fyrir að hafa spilað 100 leiki fyrir Keflavík.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Heimamenn í Keflavík byrja með boltann og leika í átt að íþróttahúsinu.
6. mín
Svona er liðunum stillt upp í dag.
Keflavík
Ómar
Hilmar Geir - Rafn Markús - Haraldur - Jóhann Ben
Magnús Þór - Sigurbergur
Jóhann Birnir
Bojan - Guðmundur - Magnús Þórir
Valur
Sindri
Jónas Næs - Atli Sveinn - Halldór Kristin - Úlfar Hrafn
Guðjón Pétur - Rúnar Már
Haukur Páll
Matthías - Kolbein - Kristinn Freyr
Keflavík
Ómar
Hilmar Geir - Rafn Markús - Haraldur - Jóhann Ben
Magnús Þór - Sigurbergur
Jóhann Birnir
Bojan - Guðmundur - Magnús Þórir
Valur
Sindri
Jónas Næs - Atli Sveinn - Halldór Kristin - Úlfar Hrafn
Guðjón Pétur - Rúnar Már
Haukur Páll
Matthías - Kolbein - Kristinn Freyr
8. mín
Valsmenn setja mikla pressu á Keflavík í byrjun leiks. Úlfar Hrafn var að setja boltann í netið í kjölfar tveggja dauðafæra sem Ómar náði að verja. Markið var dæmt af vegna rangstöðu. Mínútu síðar skaut Kolbeinn framhjá úr fínu færi.
10. mín
Það eru ekki bara almennir stuðningsmenn í stúkunni. Hingað er mættur Bjarni Jóhansson þjálfari Stjörnunnar og Heimir Guðjónsson og Guðlaugur Baldursson þjálfarar FH auk annarra.
15. mín
MARK!
Kolbeinn Kárason (Valur)
Rúnar Már S. Sigurjónsson tók aukaspurnu við endalínu við enda vítateigsins þvert í teiginn. Varnarmenn Keflavíkur voru í erfiðleikum með að verjast og á endanum kom Kolbeinn Kárason og setti boltann yfir marklínuna af nokkurra sentímetra færi.
27. mín
Jóhann Birnir með fast skot utan af velli sem Sindri varði en hélt ekki boltanum. Valsmenn náðu að hreinsa frá.
29. mín
Rautt spjald: Hilmar Geir Eiðsson (Keflavík)
Hilmar Geir Eiðsson fær beint rautt spjald fyrir ljóta tæklingu á Halldór Kristinn á miðjum vallarhelmingi Keflavíkur. Halldór Kristinn var að sækja upp völlinn þegar Hilmar fór í hann með sólann á undan sér og Þóroddur dómari gat ekki annað en lyft rauðu. Stuðningsmenn Keflavíkur eru reyndar ekki sáttir og töldu ekkert á brotið.
34. mín
Gult spjald: Halldór Kristinn Halldórsson (Valur)
Guðmundur Steinarsson var full ágengur á eftir boltanun þegar hann og Atli Svein lágu í baráttu um hann. Halldór Kristinn rauk á eftir Guðmundi þegar hann stóð upp og Þóroddur spjaldaði þá báða.
44. mín
Þessi leikur er bara einstefna. Rúnar Már fékk núna sendingu frá Hauki Páli utarlega í teignum og skaut rétt framhjá.
45. mín
Það er kominn hálfleikur á Nettóvellinum í Keflavík. Valur er með 0-1 forystu og manni fleiri.
53. mín
Gult spjald: Kolbeinn Kárason (Valur)
Kolbeinn gekk að Jóhanni Ragnari og ýtti við honum í pirringi og fær áminningu fyrir það.
54. mín
Kolbeinn með fast skot að marki Keflavíkur sem Ómar varði. Mínútu síðar var Rúnar Már með skot rétt framhjá marki Keflavíkur.
61. mín
Gult spjald: Úlfar Hrafn Pálsson (Valur)
Keflavík fær aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig til hliðar við teiginn miðan eftri brot Úlfars. Ekkert kom úr spyrnunni
62. mín
Gult spjald: Jóhann Ragnar Benediktsson (Keflavík)
Þórir Guðjónsson lék á hvern Keflvíkinginn á eftir öðrum svo Jóhann Ragnar sá sig tilneyddan að stöðva hann.
66. mín
Keflavík vildi vítaspyrnu eftir að Bojan Ljubicic féll í teignum eftir viðskipti við Úlfar Hrafn. Heimamenn í stúkunni eru mjög ósáttir við Þórodd dómara sem valdi að flauta ekki.
67. mín
Ómar greip vel inní eftir að boltinn skaust að marki eftir tæklingu Hauks Páls í teignum.
Oddur G. Bauer stuðningsmaður Keflavíkur.
Ef Þóroddur Hjaltalín heldur dómararéttindum sínum eftir þennan leik, þá er eitthvað mikið, mikið, mikið að hjá KSÍ. #fotbolti #skita
Ef Þóroddur Hjaltalín heldur dómararéttindum sínum eftir þennan leik, þá er eitthvað mikið, mikið, mikið að hjá KSÍ. #fotbolti #skita
78. mín
Kolbeinn tók góðan snúing rétt fyrir utan teig og fast skot að marki sem Ómar varði. Skömmu áður hafði Haukur Páll skallað rétt framhjá eftir aukaspyrnu Úlfars Hrafns.
83. mín
Inn:Daníel Gylfason (Keflavík)
Út:Sigurbergur Elísson (Keflavík)
Sigurbergur varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla.
83. mín
MARK!
Kolbeinn Kárason (Valur)
Kolbein skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Þóris Guðjónssonar af vinstri kanti.
85. mín
Rúnar Már ætlar að skora. Fyrst skaut hann í stöngina og mínútu síðar rétt framhjá.
88. mín
MARK!
Indriði Áki Þorláksson (Valur)
Indriði var að koma inná sem varamaður og skorar með sinni fyrstu snertingu eftir sendingu Þóris Guðjónssonar af vnistri kanti. Indriði er sonur Þorláks Árnasonar þjálfara kvennaliðs Stjörnunar sem urðu bikarmeistarar um helgina.
92. mín
MARK!
Indriði Áki Þorláksson (Valur)
Indriði var á auðum sjó eftir sendingu Rúnars og skoraði með góðu skoti. Þvílík innkoma.
Byrjunarlið:
Matthías Guðmundsson
('85)
Haukur Páll Sigurðsson
10. Guðjón Pétur Lýðsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
('56)
Varamenn:
23. Andri Fannar Stefánsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Úlfar Hrafn Pálsson ('61)
Kolbeinn Kárason ('53)
Halldór Kristinn Halldórsson ('34)
Rauð spjöld: