City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
ÍR
0
2
Haukar
0-1 Brynjar Benediktsson '14
0-2 Aron Jóhannsson '86
31.08.2012  -  18:00
Hertz-völlurinn
1. deild karla
Dómari: Pétur Guðmundsson
Byrjunarlið:
25. Trausti Sigurbjörnsson (m)
Atli Guðjónsson
Trausti Björn Ríkharðsson
2. Gunnar Hilmar Kristinsson
7. Jón Gísli Ström
10. Nigel Quashie
11. Hafliði Hafliðason ('81)
14. Reynir Magnússon
19. Kristinn Jens Bjartmarsson

Varamenn:
25. Brynjar Örn Sigurðsson (m)
2. Steinar Haraldsson
3. Reynir Haraldsson
7. Jónatan Hróbjartsson
9. Andri Björn Sigurðsson ('81)
17. Guðjón Gunnarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hafliði Hafliðason ('37)
Reynir Magnússon ('35)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl.

Framundan er leikur ÍR og Hauka í 1. deildinni.

ÍR-ingar eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Eru í neðsta sæti með 14 stig. Með sigri geta þeir hent erkifjendunum í Leikni í neðsta sætið og það myndu þeir nú ekki hata. Leiknir á leik á morgun gegn Tindastóli.

Haukar eru í fimmta sæti en fara með sigri í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Víking Ólafsvík sem er í öðru og leikur á morgun gegn BÍ/Bolungarvík.

Með öðrum orðum þarf ÍR á sigri að halda í baráttu fyrir lífi sínu í deildinni og Haukar þurfa að vinna til að halda í vonina um að komast upp.

Dómari í kvöld er lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson. Fjörið hefst klukkan 18:00.
Fyrir leik
Það er vel skýjað og rignir í Mjóddinni. Það hefur áhrif á mætinguna en sárafáir eru mættir þegar örfáar mínútur eru í leik.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Haukar sækja í átt að ÍR-heimilinu fyrir ykkur sem þekkja staðhætti hér.
4. mín
Hilmar Trausti, fyrirliði Hauka, með fyrstu skottilraun leiksins eftir fína sókn. Skot hans í hliðarnetið.
10. mín
Blautur völlurinn hefur sín áhrif. Ágætis fjör í byrjun. Haukarnir aðeins öflugir. Brynjar Benediktsson, fyrrum leikmaður ÍR, átti ágætis skottilraun en Trausti Sigurbjörnsson vandanum vaxinn.
14. mín MARK!
Brynjar Benediktsson (Haukar)
Brynjar skorar gegn gömlu félögunum. Aron Jóhannsson renndi knettinum á hann þar sem hann var einn og yfirgefinn og kláraði með frábæru skoti.
25. mín
Fínasta skottilraun hjá Trausta Birni, besta tilraun ÍR í leiknum hingað til. Boltinn framhjá.
29. mín
Hættuleg sókn Hauka en Halldór Arnarsson bjargaði með tæklingu.
35. mín Gult spjald: Reynir Magnússon (ÍR)
37. mín Gult spjald: Hafliði Hafliðason (ÍR)
43. mín
Haukarnir mun öflugri í leiknum. ÍR-ingar bitlausir fram á við og hafa lítið sem ekkert ógnað.
44. mín
Jóhann Arnar Sigurþórsson fékk ágætis færi en hitti ekki markið.
45. mín
Hálfleikur - Það er kominn hálfleikur hér á ÍR-vellinum. Haukar leiða.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
53. mín
Seinni hálfleikur fer rólega af stað. Haukar halda boltanum ágætlega innan liðsins.
62. mín
Þessi leikur er afskaplega tíðindalítill. Sárafá færi.
70. mín
Jón Gísli Ström með skot fyrir utan teig en framhjá. Jæja, það kom allavega skot.
Jón Heiðar Sveinsson, fótboltaáhugamaður:
Félagaskipti Brynjars Ben í hauka eru líklega þau ánægjulegutsu í sögunni fyrir mitt leiti #fotbolti
73. mín
Inn:Björgvin Stefánsson (Haukar) Út:Magnús Páll Gunnarsson (Haukar)
74. mín
Ef það væri ekki svona kalt hérna þá væri ég sofnaður.
81. mín
Inn:Andri Björn Sigurðsson (ÍR) Út:Hafliði Hafliðason (ÍR)
ÍR-ingar freista þessa að auka bit sitt í sóknarleiknum.
86. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Haukar)
Aron gerir út um þetta. Skoraði með skalla eftir að Trausti Sigurbjörnsson hafði varið skot Brynjars Benediktssonar. Þrjú stig til Hauka og staða ÍR versnar.
86. mín
Inn:Enok Eiðsson (Haukar) Út:Árni Vilhjálmsson (Haukar)
87. mín
Inn:Viktor Smári Segatta (Haukar) Út:Brynjar Benediktsson (Haukar)
93. mín
LEIK LOKIÐ - Haukar halda í vonina um að fara upp en staða ÍR er orðin enn svartari.
Byrjunarlið:
Hilmar Trausti Arnarsson
7. Sigurbjörn Hreiðarsson
11. Magnús Páll Gunnarsson ('73)
17. Gunnlaugur F. Guðmundsson
19. Brynjar Benediktsson ('87)
23. Guðmundur Sævarsson

Varamenn:
1. Magnús Þór Gunnarsson (m)
22. Björgvin Stefánsson ('73)
22. Alexander Freyr Sindrason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: