KA
1
0
Þróttur R.
Brian Gilmour
'66
1-0
31.08.2012 - 18:00
Akureyrarvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Góðar, nánast logn og sæmilega hlýtt
Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr.
Maður leiksins: Kristján Freyr Óðinsson
Akureyrarvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Góðar, nánast logn og sæmilega hlýtt
Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr.
Maður leiksins: Kristján Freyr Óðinsson
Byrjunarlið:
29. Sandor Matus (m)
Davíð Rúnar Bjarnason
2. Gunnar Valur Gunnarsson
('63)
7. Bjarki Baldvinsson
8. Brian Gilmour
('85)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
10. Bessi Víðisson
('46)
11. Jóhann Helgason
21. Kristján Freyr Óðinsson
27. Darren Lough
Varamenn:
3. Sigurjón Guðmundsson
('63)
7. Ævar Ingi Jóhannesson
14. Ívar Guðlaugur Ívarsson
('46)
23. Fannar Freyr Gíslason
('85)
28. Jakob Hafsteinsson
Liðsstjórn:
Eggert Högni Sigmundsson
Gul spjöld:
Darren Lough ('78)
Davíð Rúnar Bjarnason ('36)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið sælir kæru lesendur. Eftir um það bil hálftíma mun leikur KA og Þróttar R. hefjast á Akureyri og verður bein textalýsing frá leiknum hérna.
Fyrir leik
Bæði lið eru á svipuðu róli í deildinni. Þróttur er í fjórða sæti með 27 stig, tveimur stigum á eftir Fjölni í þriðja sæti og fimm stigum á eftir Víkingi Ó. sem er í öðru sætinu. KA er tveimur sætum fyrir neðan Þrótt en aðeins stigi á eftir.
Bæði lið eiga ennþá möguleika á að komast upp í Pepsi deildina en þá verður allt að ganga upp hjá þeim auk þess að liðin fyrir ofan verða að tapa stigum. Það er því mikið í húfi.
Bæði lið eiga ennþá möguleika á að komast upp í Pepsi deildina en þá verður allt að ganga upp hjá þeim auk þess að liðin fyrir ofan verða að tapa stigum. Það er því mikið í húfi.
Björn Hlynur Haralds
KÖTTARAR stefna að rútuferð norður á föstudag þar sem Þróttur mætir KA. Allir sem fíla samba-bolta og stælta fótleggi eru velkomnir með.
KÖTTARAR stefna að rútuferð norður á föstudag þar sem Þróttur mætir KA. Allir sem fíla samba-bolta og stælta fótleggi eru velkomnir með.
Fyrir leik
Það er vöntun á leikskýrslum en þær eru víst á leiðinni svo byrjunarliðin ættu að fara að detta inn.
Fyrir leik
Glóðvolg byrjunarlið komin í hús og fólk byrjað að týnast á völlinn. Fimm mínútur í að leikurinn hefjist. Fyrirliðar eru Gunnar Valur Gunnarsson fyrir heimamenn og Hallur Hallsson fyrir Þrótttara.
1. mín
Þóroddur Hjaltalín hefur flautað leikinn á og það eru gestirnir sem byrja með boltann.
6. mín
Leikurinn fer afar rólega af stað. Akkúrat núna eiga heimamenn hornspyrnu sem skapaði lítinn usla hjá varnarmönnum gestanna.
8. mín
Fyrsta skot leiksins. Hallgrímur Mar fékk nægan tíma til að athafna sig á miðjum vellinum en skot hans hitti ekki á rammann.
11. mín
Fyrsta færi Þróttar. Arnþór Ari fékk boltann inn í vítateig KA-manna en Haukur Hinriksson komst fyrir skotið. Úr hornspyrnunni varð ekkert.
13. mín
Sandor tæpur á að missa boltann í netið. Arnþór með slakt skot beint á Sandor. Hann virtist vera öruggur með að grípa boltann en missti hann. Heppilegt fyrir hann að hann lak rétt framhjá stönginni og afturfyrir.
15. mín
Heimamenn hafa verið að losa boltann illa frá sér. Vilhjálmur Pálmason komst inn í eina sendinguna og sendi fyrir á liðsfélaga sinn sem fékk eftir návigi við varnarmann KA. Köttararnir tíu í stúkunni vildu víti en dómarinn dæmdi ekkert. Réttilega.
20. mín
Sennilega skásta færi leiksins. Hallgrímur Mar lagði boltann á Darren Lough sem var í hálfæri. Skot hans var þó aldrei nálægt því að fara á markið.
29. mín
Leikurinn hefur verið ósköp leiðinlegur hingað til. Tvö hálffæri max á lið, margar feilsendingar og fátt sem gleður augað. Liðin virðast geta sent boltann ágætlega fram völlinn en um leið og þau nálgast vítateiginn endar það yfirleitt með feilsendingu
33. mín
Það er helst að frétta að Halldór Hilmisson átti skot frá miðjum vellinum beint á Sandor sem var gripið.
35. mín
Guðfinnur Þórir fékk frábæra sendingu innfyrir vörn KA en sárvantaði hraða til að ná boltanum. Hefði hann náð honum hefði hann verið einn gegn Sandor.
42. mín
Besta færi leiksins og það er gestanna. Guðfinnur átti góðan sprett, fékk Sandor á móti sér og sendi boltann fyrir markið. Þar var Vilhjálmur mættur á fjærstöngina og reyndi að klippa boltann inn. Boltinn fór í jörðina og yfir markið.
44. mín
Hallgrímur Mar með glæsilega takta og bestu tilraun heimamanna. Fékk boltann eftir aukaspyrnu, lék á varnarmann Þróttar og skaut á markið. Ögmundur var vel á verði og náði að blaka boltanum í horn.
45. mín
Davíð Rúnar Bjarnason með glæsilega björgun!
Guðfinnur vann boltann á miðjunni og sendi hann á Halldór Arnar sem virtist vera sloppinn einn í gegn. Þangað til að Davíð Rúnar birtist eins og skrattinn úr sauðalæknum og tæklaði í horn.
Guðfinnur vann boltann á miðjunni og sendi hann á Halldór Arnar sem virtist vera sloppinn einn í gegn. Þangað til að Davíð Rúnar birtist eins og skrattinn úr sauðalæknum og tæklaði í horn.
45. mín
Þóroddur hefur flautað til hálfleiks. Leikurinn hefur verið það slappur að áhorfendur klappa ekki einu sinni. Bæði lið hafa nær ekkert gert og fátt hefur glatt augað nema einstaka glæsileg móttaka. Og það virðist vera að fara koma rigning.
Vonandi gerist eitthvað af viti í seinni hálfleik.
Vonandi gerist eitthvað af viti í seinni hálfleik.
45. mín
Nú fer fram sláarskotkeppni til að skemmta fólki í hálfleik. Formaður sláarskotdeildar KA sér um hana. Fyrsti þáttakandi keppninnar smellti honum í slánna. Þetta fer langt með að vera hápunktur leiksins hingað til.
46. mín
Inn:Ívar Guðlaugur Ívarsson (KA)
Út:Bessi Víðisson (KA)
Leikurinn er hafinn á ný.
51. mín
Gult spjald: Hlynur Hauksson (Þróttur R.)
Aukaspyrna á sæmilegum stað eftir brotið.
52. mín
Brian Gilmour tók spyrnuna og Ögmundur varði vel. Darren Lough var síðan nálægt því að fylgja en var eilítið of seinn.
56. mín
Þróttarar með efnilega skyndisókn borna uppi af Vilhjálmi. Enn og aftur vantaði hins vegar mikið upp á seinustu sendinguna sem að þessu sinni var frá Guðfinni.
63. mín
Inn:Sigurjón Guðmundsson (KA)
Út:Gunnar Valur Gunnarsson (KA)
Jóhann Helgason fær fyrirliðabandið.
66. mín
MARK!
Brian Gilmour (KA)
Hægri bakvörður KA-manna, Kristján, átti sendingu fyrir markið sem rataði á kollinn á lægsta manni vallarins, Bjarka Baldvinsson. Sá skallaði boltann af fjærstöng yfir á nær og Brian Gilmour var mættur til að stanga boltann í netið.
67. mín
Skalli í slá heimamanna eftir hornspyrnu! Það var miðvörðurinn Karl Brynjar sem átti skallann sýndist mér.
69. mín
Nýtt líf að færast í leikinn eftir markið sem er jákvætt því leikurin hafði verið afburðaleiðinlegur hingað til.
73. mín
Hallgrímur Mar með ágætt skot rétt framhjá eftir gott samspil við annan Húsvíking, Bjarka Baldvinsson.
76. mín
Aukaspyrna á hættulegum stað eftir að Erlingur Jack tekur Bjarka Baldvins niður. Jóhann Helga stendur yfir boltanum. Aukaspyrnan var ekki til útflutnings.
78. mín
Bakvörðurinn Kristján með gott skot sem Ögmundur varði. Títtnefndur Bjarki bjó færið til. Úr hornspyrnunni fékk Jóhann Helgason alveg frían skalla en beint á Ögmund. Klaufalegt.
81. mín
Atgangur í vítateig heimamanna. Arnþór féll við en ekkert dæmt. Að lokum átti Halldór Arnar skot rétt yfir markið. Liðin skiptast á að sækja núna.
87. mín
KA-menn fengu aukaspyrnu. Bjarki tók hana snöggt og stakk honum inn fyrir á varamanninn Fannar Frey. Hann var ekki með á nótunum og lét boltann fara framhjá sér í ákjósanlegri stöðu.
89. mín
Inn:Haraldur Árni Hróðmarsson (Þróttur R.)
Út:Hlynur Hauksson (Þróttur R.)
Uppbótartími er þrjár mínútur
Leik lokið!
Ekkert varð úr henni eða öðrum sóknartilburðum Þróttar. Leiðinlegum leik lokið með sigri heimamanna.
Ef ég ætti að útnefna mann leiksins myndi ég velja Bjarka Baldvinsson. Hann blés eilitlu lífi í leik heimamanna, lagði upp sigurmarkið og vann vel út leikinn. Eða Kristján Frey Óðinsson sem var eins og grjót í hægri bakverðinum. Sennilega Kristján, Bjarki átti þetta samt einnig skilið.
Ef ég ætti að útnefna mann leiksins myndi ég velja Bjarka Baldvinsson. Hann blés eilitlu lífi í leik heimamanna, lagði upp sigurmarkið og vann vel út leikinn. Eða Kristján Frey Óðinsson sem var eins og grjót í hægri bakverðinum. Sennilega Kristján, Bjarki átti þetta samt einnig skilið.
Byrjunarlið:
Hallur Hallsson
Erlingur Jack Guðmundsson
1. Ögmundur Ólafsson (m)
9. Arnþór Ari Atlason
11. Halldór Arnar Hilmisson
14. Hlynur Hauksson
('89)
22. Guðfinnur Þórir Ómarsson
('80)
27. Oddur Björnsson
Varamenn:
25. Snæbjörn Valur Ólafsson (m)
7. Daði Bergsson
('75)
21. Ingvar Þór Ólason
('80)
22. Andri Gíslason
23. Aron Bjarnason
Liðsstjórn:
Haraldur Árni Hróðmarsson
Gul spjöld:
Hallur Hallsson ('55)
Hlynur Hauksson ('51)
Rauð spjöld: