City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Valur
0
2
Stjarnan
0-1 Gunnar Örn Jónsson '26
0-2 Kennie Chopart '45
02.09.2012  -  18:00
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Flottar, stillt og gott veður
Dómari: Magnús Þórisson
Maður leiksins: Ingvar Jónsson (Stjarnan)
Byrjunarlið:
Matthías Guðmundsson
Haukur Páll Sigurðsson ('21)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('84)

Varamenn:
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('21)
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Guðjón Pétur Lýðsson ('78)
Ásgeir Þór Ingólfsson ('78)
Jónas Þór Næs ('68)
Matthías Guðmundsson ('61)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik Vals og Stjörnunnar í 18. umferð Pepsi-deildar karla. Bæði lið stefna á Evrópusæti en fyrir leikinn er Stjarnan með 26 stig í fimmta sæti á meðan Valur er með 24 stig í því sjötta.
Fyrir leik
Garðar Jóhannsson, framherji Stjörnunnar, er ennþá frá keppni vegna meiðsla á hæl sem hann varð fyrir í handbolta í íþróttatíma í HR á dögunum.

Baldvin Sturluson er heldur ekki með Stjörnunni í dag en hann tognaði aftan í læri gegn ÍBV um síðustu helgi.
Fyrir leik
Valsmenn gera eina breytingu á liðinu síðan í 4-0 sigrinum á Keflavík en Þórir Guðjónsson kemur inn á kantinn fyrir Kristinn Frey Sigurðsson.
Hafsteinn Briem meiddur leikmaður Vals:
Rjómablíða á Hlíðarenda. Bring on the 3 points.
Fyrir leik
Valur hefur unnið og tapað til skiptis að undanförnu og verið alvöru jó-jó lið. Bjarni Fel spáir því hins vegar að liðið geri jafntefli í dag. ,,Valur hefur ekki gert eitt einasta jafntefli í sumar en nú kemur það. Einhverntímann verður allt fyrst," sagði Bjarni við Fótbolta.net.
1. mín
Aðstæður eru allar hinar bestu á Vodafonevellinum, stillt og gott veður. Magnús Þórisson, kokkur úr Sandgerði, hefur flautað leikinn á.
1. mín
Tryggvi Sveinn Bjarnason er kominn inn í vörn Stjörnunnar. Áhugavert verður að sjá einvígi hans og Kolbeins Kárasonar en báðir eru þeir nautsterkir. Kolbeinn er fyrrum Íslandsmeistari í boxi á meðan Tryggvi er sonur Bjarna Friðrikssonar sem vann eitt sinn brons á Ólympíuleikunum í júdó.
6. mín
Haukur Páll Sigurðsson er nálægt því að komast inn í skallasendingu Daníels Laxdal til baka. Ingvar Jónsson nær boltanum á undanum en hann og Haukur lenda síðan í samstuði og liggja báðir eftir.
8. mín
Haukur Páll og Ingvar geta báðir haldið leik áfram.
9. mín
Rúnar Már Sigurjónsson vinnur boltann af Alexander Scholz og á fínan sprett en laust skot hans er varið.
10. mín
Kolbeinn Kárason fær fínt færi en Ingvar ver í horn.
21. mín
Inn:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Haukur Páll hefur ekki náð að jafna sig eftir samstuðið við Ingvar og hann þarf að fara af velli vegna meiðsla á hálsi.
26. mín MARK!
Gunnar Örn Jónsson (Stjarnan)
Alexander Scholz á fyrirgjöf af hægri kantinum og Gunnar Örn Jónsson kemur á ferðinni á nærstöngina og potar boltanum í netið. Vel gert hjá Gunnari Erni sem hefur verið mikið á bekknum í sumar.
30. mín
Stjarnan fer upp í 3. sætið verði þetta úrslitin í dag. Garðabæingar geta komist upp fyrir ÍBV og ÍA sem gerðu markalaust jafntefli nú síðdegis
32. mín
Atli Sveinn Þórarinsson á skalla eftir horn en Ingvar Jónsson ver vel
33. mín
Kennie Chopart fær fínt færi fyrir Stjörnuna en skot hans fer framhjá
34. mín
Þetta er endanna millii hér á Vodafonvellinum. Kolbeinn Kárason sleppur í gegn en Ingvar ver enn og aftur í marki Stjörnunnar.
39. mín
Alexander Scholz sýnir skemmtileg tilþrif við vítateig Stjörnunnar og hann á endanum skot sem fer framhjá.
41. mín
Stjörnumenn eru líklegri þessa stundina og Kennie Chopart nær að búa sé til tvö fín færi. Fyrst ver Sindri Snær og mínútu síðar á Kennie síðan skot framhjá frá vítateigslínu. Kennie er fremstur í liði Stjörnunnar í dag eftir að hafa verið í bakvarðarstöðunum í síðustu leikjum.
45. mín MARK!
Kennie Chopart (Stjarnan)
Stjörnumenn komast í 2-0 þegar tvær mínútur eru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Atli Jóhannsson á flotta sendingu inn á Kennie sem skoraði af öryggi í fjærhornið. Vörn Vals leit ekki vel út í þessu marki en ef Kennie hefði ekki tekið boltann hefði Mark Doninger auðveldlega getað farið í gegn.
45. mín
Stjörnumenn ganga með 2-0 forskot til búningsherbergja eftir fjörugan fyrri hálfleik. Stjörnumenn verðskulda mörkin tvö en þeir geta þó þakkað Ingvari Jónssyni fyrir að Valsmenn séu ekki komnir á blað.
45. mín
Einhver smá töf verður á að síðari hálfleikurinn hefjist. Valsmenn eru mættir út á völl í upphitunaræfingar sem sjúkraþjálfarinn Friðrik Ellert Jónsson sér um.
46. mín
Dómaraskipting: Magnús Þórisson meiddist á hné í fyrri hálfleik og kokkurinn getur ekki klárað leikinn. Garðar Örn Hinriksson hefur verið kallaður út og hann mun flauta síðari hálfleikinn.
46. mín
Inn:Sindri Már Sigurþórsson (Stjarnan) Út:Atli Jóhannsson (Stjarnan)
Það eru ekki bara dómaraskipti í hálfleik. Sindri Már kemur á vinstri kantinn hjá Stjörnunni fyrir Atla Jóhannsson sem er meiddur. Halldór Orri fer af kantinum á miðjuna fyrir Atla.
57. mín
Inn:Ásgeir Þór Ingólfsson (Valur) Út:Guðmundur Þór Júlíusson (Valur)
Síðari hálfleikurinn byrjar rólega.
61. mín Gult spjald: Matthías Guðmundsson (Valur)
Garðar Örn stimplar sig inn með því að lyfta gula spjaldinu í fyrsta skipti í kvöld.
66. mín
Það er lítið um færi hér í síðari hálfleiknum. Atli Sveinn Þórarinsson skorar fyrir Val en er réttilega dæmdur rangstæður.
68. mín Gult spjald: Jónas Þór Næs (Valur)
73. mín Gult spjald: Gunnar Örn Jónsson (Stjarnan)
75. mín
Valsmenn sækja meira þessa stundina. Matthías Guðmundsson fær dauðafæri í markteignum en Ingvar ver vel. Skömmu áður varði Ingvar einnig aukaspyrnu frá Rúnari Má.
78. mín Gult spjald: Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
78. mín Gult spjald: Ásgeir Þór Ingólfsson (Valur)
Valsmenn eru brjálaðir þegar dæmd er rangstaða á Kolbein Kárason en boltinn virtist fara af Stjörnumanni inn fyrir. Garðar Örn spjaldar bæði Ásgeir og Guðjón fyrir mótmæli.
79. mín
Ásgeir Þór Ingólfsson fær fínt færi eftir undirbúning hjá Matthíasi en Alexander Scholz nær að henda sér fyrir skotið.
82. mín
Inn:Snorri Páll Blöndal (Stjarnan) Út:Mark Doninger (Stjarnan)
84. mín
Inn:Ellert Hreinsson (Stjarnan) Út:Gunnar Örn Jónsson (Stjarnan)
84. mín
Inn:Indriði Áki Þorláksson (Valur) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
87. mín
Kristinn Freyr á fínt skot en Ingvar ver enn og aftur í marki Stjörnunnar. Rúnar Már nær frákastinu en Hörður Árnason nær að henda sér fyrir skot hans. Valsmenn geta hreinlega ekki skorað!
90. mín Gult spjald: Sindri Már Sigurþórsson (Stjarnan)
Hendir boltanum í burtu.
Leik lokið!
Leiknum er lokið með sigri Stjörnunnar sem hoppar þar með upp í 3. sætið í deildinni. Stjarnan kláraði leikinn með tveimur mörkum í fyrri hálfleik en liðið getur þakkað Ingvari Jónssyn fyrir stórleik sinn í dag þar sem Valsmenn fengu fín færi til að skora. Valsmenn halda áfram að vinna og tapa leikjum til skiptis en þeir eru í sjötta sæti deildarinnar.

Nánar verður fjallað um leikinn hér á Fótbolta.net innan tíðar.
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson ('46)
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
21. Snorri Páll Blöndal ('82)

Liðsstjórn:
Hilmar Þór Hilmarsson

Gul spjöld:
Sindri Már Sigurþórsson ('90)
Gunnar Örn Jónsson ('73)

Rauð spjöld: