City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
FH
3
0
Keflavík
Jóhann Birnir Guðmundsson '57
Atli Guðnason '70 1-0
2-0 Magnús Þór Magnússon (f) '75 , sjálfsmark
Viktor Örn Guðmundsson '89 3-0
03.09.2012  -  18:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deildin
Aðstæður: Hundblautur völlur
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 1030
Maður leiksins: Viktor Örn Guðmundsson (FH)
Byrjunarlið:
3. Guðjón Árni Antoníusson
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Atli Guðnason
14. Albert Brynjar Ingason ('85)
21. Guðmann Þórisson
25. Hólmar Örn Rúnarsson

Varamenn:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
4. Pétur Viðarsson
13. Kristján Gauti Emilsson ('65)
16. Jón Ragnar Jónsson
45. Kristján Flóki Finnbogason ('85)

Liðsstjórn:
Emil Pálsson

Gul spjöld:
Guðmann Þórisson ('59)
Danny Justin Thomas ('30)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl! Klukkan 18:00 hefst leikur FH og Keflavíkur í Pepsi-deild karla.

Ef FH vinnur leikinn nær liðið tíu stiga forystu en erfitt er að sjá liðið ekki hampa Íslandsmeistaratitlinum.

Keflavík er í sjöunda sæti og fer upp um eitt sæti.

Keflavík fékk skell gegn Val í síðustu umferð og leikmenn liðsins eru vafalítið ákveðnir í að sýna sitt rétta andlit í kvöld.

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leikinn. Gunnar Sverrir Gunnarsson og Halldór Breiðfjörð Jóhannsson eru aðstoðardómarar.

,,Ef rigningin minnkar aðeins getur þetta verið virkilega skemmtilegur fótboltaleikur á blautum Kaplakrikavelli. Ég hef séð nokkra leiki með Keflavík í sumar og það er virkilega flott lið og vel spilandi. Liðið hefur náttúrulega staðið sig frábærlega á útivöllum," sagði Guðlaugur Baldursson, aðstoðarþjálfari FH.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Guðmann Þórisson kemur aftur í byrjunarlið FH og Pétur Viðarsson er settur á bekkinn.

Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavíkur, er í leikbanni í kvöld og einnig Hilmar Geir Eiðrsson sem fékk rautt í síðasta leik.

Það hefur rignt duglega í dag og völlurinn er hundblautur. Það rignir enn.
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp í Krikanum á meðan nokkrir áhorfendur hafa mætt snemma og eru að gæða sér á hamborgurum. Þar á meðal eru Friðrik Dór vallarþulur og Guðmundur Marinó Ingvarsson blaðamaður.

Guðmundur Marinó er einmitt spámaður dagsins hjá okkur:

"Ég spái 1-2 fyrir Keflavík. FH-ingar vita að þetta er komið og ná ekki að gíra sig upp í þetta verkefni."
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inn á völlinn. Ekki margir mættir í stúkuna enda eflaust margir á leiðinni úr vinnu. Það á eftir að fjölga.
1. mín
Leikur hafinn - Keflavík sækir í átt að Reykjavík.
3. mín
Athygli vekur í uppstillingu Keflavíkur að Sigurbergur Elísson leikur sem hægri bakvörður í kvöld.
6. mín
Guðmann Þórisson búinn að eiga tvær skallatilraunir en ekki náð að skapa hættu.
8. mín
Frábær sending frá Birni Daníel á Atla Guðna sem var í ágæti skotfæri hægra megin í teignum. Hitti ekki markið og framhjá fór boltinn. FH hættulegra liðið í byrjun leik.
10. mín
Hólmar Örn í daaaauðafæri. Einn og ódekkaður í teignum en skot hans í slánna og yfir.
15. mín
Atli Guðna í hörkufæri en hitti boltann illa. FH á að vera búið að skora.
22. mín
Freyr Bjarnason með skalla í slánna og niður! Þarna munaði litlu. FH-ingar mikið betri í þessum leik.
Tómas Meyer, Stöð 2 Sport:
Kalla eftir marki hér á Kaplakrika takk - nenni ekki svona dauðafærum endalaust - skora koma svo ! #fótbolti
28. mín
Atli Guðnason með frábæran sprett og renndi boltanum á Hólmar Örn sem var í dauðafæri en hitti boltann illa og yfir fór hann.
29. mín
Það er smá líf í Keflavík líka. Vel útfærð sókn og Magnús Sverrir Þorsteinsson átti skot sem fór í varnarmann og þaðan afturfyrir. Eftir hornspyrnuna fékk Einar Orri Einarsson dauðafæri en rétt missti af botanum.

Óskiljanlegt að ekki sé komið mark í þessum leik.
30. mín Gult spjald: Danny Justin Thomas (FH)
34. mín Gult spjald: Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
40. mín
FH-ingar mun meira með boltann og eru líklegri til að skora en Keflvíkingar átt hættulegar skyndisóknir svo ljóst er að allt getur gerst.
43. mín
Enn og aftur Atli Guðnason í rosalegu færi. Hann á að vera búinn að skora drengurinn.
45. mín
Hálfleikur
45. mín
"Er einhver að telja feilsendingarnar í þessum leik? Ég byrjaði en blekið í pennum var búið eftir sjö mínútur." - Tómas Ingi Tómasson.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn.
46. mín
Atli Guðnason enn og aftur líklegur en Ómar náði að verja.
46. mín
Inn:Hörður Sveinsson (Keflavík) Út:Guðmundur Steinarsson (Keflavík)
47. mín
Atli Guðnason enn og aftur líklegur en Ómar náði að verja.
53. mín
Albert Brynjar Ingason með skot en yfir fór boltinn. Nóg af færum í Krikanum. Engin mörk.
57. mín Rautt spjald: Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
Jóhann Birnir fær rautt spjald eftir að hafa hrint Guðjóni Árna. Fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.
59. mín Gult spjald: Guðmann Þórisson (FH)
Vilhjálmur Alvar dómari tók fyrst upp rauða spjaldið, fór í rangan vasa. Gult á Guðmann. Hárrétt.
65. mín
Inn:Kristján Gauti Emilsson (FH) Út:Einar Karl Ingvarsson (FH)
68. mín
Guðmann Þórisson í góðu skallafæri eftir horn en hitti ekki markið.
68. mín
Inn:Viktor Örn Guðmundsson (FH) Út:Danny Justin Thomas (FH)
70. mín MARK!
Atli Guðnason (FH)
Loksins kom það! Viktor Örn nýkominn inná þegar hann leggur upp fyrir Atla Guðna. Loks skoraði Atli eftir að hafa brennt af fjölmörgum dauðafærum. Atli skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Viktors frá vinstri.
75. mín SJÁLFSMARK!
Magnús Þór Magnússon (f) (Keflavík)
Eftir sendingu frá Atla kom Magnús Þór og skallaði í bláhornið á eigin marki! Einkar slysalegt en sóknarmaður FH hefði orðið stoltur af þessum hnitmiðaða skalla.
78. mín
Inn:Rafn Markús Vilbergsson (Keflavík) Út:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík)
85. mín
Inn:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík) Út:Sigurbergur Elísson (Keflavík)
85. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (FH) Út:Albert Brynjar Ingason (FH)
88. mín
Jæja leiktíminn að renna út. Kristján Gauti fékk fínt færi áðan til að ná þriðja marki leiksins en skaut yfir.
89. mín MARK!
Viktor Örn Guðmundsson (FH)
Frábær innkoma hjá Viktori! Hann skorar þriðja markið sem skrifast þó algjörlega á Ómar markvörð. Hrikaleg mistök og Ómar missti boltann í gegnum klofið á sér.
93. mín
LEIK LOKIÐ - FH komið með níu og 3/4 af fingri á Íslandsmeistarabikarinn.
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Ómar Jóhannsson
Jóhann Birnir Guðmundsson
Sigurbergur Elísson ('85)
6. Einar Orri Einarsson
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('78)
25. Frans Elvarsson (f)

Varamenn:
10. Hörður Sveinsson ('46)
11. Bojan Stefán Ljubicic ('85)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jóhann Birnir Guðmundsson ('34)

Rauð spjöld:
Jóhann Birnir Guðmundsson ('57)