City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Ísland
2
0
Noregur
Kári Árnason (f) '21 1-0
Alfreð Finnbogason '81 2-0
07.09.2012  -  18:45
Laugardalsvöllur
Undankeppni HM
Aðstæður: Fínar, sól og smá vindur
Dómari: Antony Gautier (Frakkland)
Byrjunarlið:
6. Grétar Rafn Steinsson (f)
6. Ragnar Sigurðsson
8. Birkir Bjarnason
10. Gylfi Þór Sigurðsson
13. Bjarni Ólafur Eiríksson
13. Jóhann Laxdal
14. Kári Árnason (f) ('50)
17. Aron Einar Gunnarsson
19. Rúrik Gíslason ('73)
20. Emil Hallfreðsson ('91)
25. Helgi Valur Daníelsson

Varamenn:
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
22. Haraldur Björnsson (m)
2. Sölvi Geir Ottesen ('50)
2. Birkir Már Sævarsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
11. Alfreð Finnbogason ('73)
12. Gunnar Heiðar Þorvaldsson
23. Ari Freyr Skúlason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Aron Einar Gunnarsson ('29)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl! Ísland mætir Noregi klukkan 18:45 í kvöld. Þetta er fyrsti leikur Íslands í riðli sínum fyrir undankeppni HM. Bjartsýni ríkir hjá þjóðinni enda hefur íslenska liðið einn mest spennandi hóp sem það hefur haft í mörg herrans ár.

Það eru líka góðir möguleikar í þessum riðli. Við getum unnið allar þjóðir sem eru í honum! Það er svo einfalt. Allt útlit er fyrir að riðillinn verði gríðarlega jafn og lið skiptist á að hirða stig hvort af öðru.

Staðfest byrjunarlið Íslands hefur enn ekki borist en það eru margar spurningar ósvaraðar. Hver verður í marki? Mun Alfreð byrja? Það er allavega ljóst að Lars Lagerback landsliðsþjálfari verður með einhverskonar útfærslu af 4-4-2.

Kolbeinn Sigþórsson er meiddur og er það mikill missir fyrir íslenska liðið enda er Kolbeinn líklega mikilvægasti leikmaður þess.

Norska þjóðin er augljóslega nokkuð hrædd við þennan leik í kvöld enda er norska liðið langt frá því að vera stjörnum prýtt og er að flesta mati veikara en það hefur verið síðustu ár. Þjálfarinn Egil Drillo Olsen er þó margreyndur í faginu og kann þetta allt.

Stærsta stjarna norska liðsins er John Arne Riise hjá Fulham. Ljóst er að Mohammed Abdellaoue, sóknarmaður hjá Hannover, er maður sem íslenska vörnin þarf að hafa góðar gætur á.

Það verður hinn franski, 34 ára, Antony Gautier sem dæmir leikinn og honum til aðstoðar verða þeir Michael Annonier og Eric Dansault. Fjórði dómari er landi þeirra, Ruddy Buquet. Eftirlitsdómari UEFA kemur frá Serbíu og heitir Zdravko Jokic og eftirlitsmaður leiksins er Hollendingurinn Gijs De Jong.

Gautier hefur klifið hratt til metorða í dómgæslunni en hann starfar einnig sem stærðfræðikennari við háskólann í Lille.

Ísland er í 134. sæti á styrkleikalista FIFA en Noregur er í 34. sæti.

Þetta verður í 31. skipti sem karlalandslið þjóðanna mætast. Fyrsti landsleikur þjóðanna fór fram á Melavelli, 24. júlí 1947, eða fyrir 65 árum síðan. Norðmenn höfðu þá betur 2-4. Heimsókn norska liðsins var tengd Snorrahátíð en þá var stytta af Snorra Sturlusyni afhjúpuð í Reykholti. Albert Guðmundsson skoraði bæði mörk Íslands í leiknum.

Ísland lagði Norðmenn fyrst af velli árið 1954 þegar Þórður Þórðason skoraði eina mark leiksins á Melavellinum. Í heildina hafa Norðmenn jafnan haft betur, af 30 leikjum hafa þeir farið með sigur í 18 skipti, jafnteflin hafa verið 5 en íslenskir sigrar 7 talsins.

Síðasti sigur Íslands á Norðmönnum kom árið 1987 þegar Atli Eðvaldsson gerði eina mark leiksins í útisigri. Athygli vekur að leikir þessara þjóða eru jafnir og spennandi. Af 10 síðustu leikjum hefur fjórum lokið með jafntefli en aðrir hafa unnist með eins marks mun.

Þetta verður örugglega jafn og spennandi leikur og munum við fylgjast grannt með gangi mála í textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Fyrir leik
Jæja jæja....byrjunarliðin eru ekki enn komin í hús en það er klárlega spenna sem er að byrja að magnast í Laugardalnum. Það er von á miklum fjölda fólks á völlinn í kvöld enda er þetta fyrsti leikurinn í þessari undankeppni og væntingar um sigur eru miklar, enda hafa strákarnir svosem ekkert verið að draga úr þeim væntingum í viðtölum.

En sökum fjölda fólks sem er væntanlegir í kvöld setti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mynd á facebook af svæðinu þar sem bílastæðin eru. Eru þeir með því að hvetja fólk til þess að leggja í stæði en ekki ólöglega. Að sjálfsögðu tökum við undir þau orð og hvetjum fólk til að mæta tímanlega.

Matthías Freyr Matthíasson
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands er komið hér til hliðar. Eins og sjá má er liðið ekki skipað neinum eiginlegum sóknarmanni þar sem Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson eru í fremstu víglínu.
Fyrir leik
Ég er ekki kominn með byrjunarlið Norska liðsins, það hlýtur að detta inn fljótlega. Minnum twitter notendur að nota #fotbolti ef þeir tísta einhverju skemmtilegu um leikinn eða liðið.
Matthías Freyr Matthíasson
Fyrir leik
Norska liðið er dottið inn. Hvernig lýst fólki á byrjunarliðin?
Matthías Freyr Matthíasson
Guðmundur Marinó
Ætlaði að hoppa á bjartsýnisvagninn en sá svo byrjunarliðið. #lalliout #fotbolti #HelgiValur í alvöru?
Matthías Freyr Matthíasson
Fyrir leik
Sóldögg fær að hljóma í hátalakerfinu á Laugardalsvellinum. Dj-inn er fastur í tónlist frá árinu 2000
Matthías Freyr Matthíasson
Birgir H. Stefánsson
Voðalega er þessi Finnbogason grátkór fjölmennur þessa daga. Grunar að hann fái sinn super-sub séns í dag #fotbolti
Matthías Freyr Matthíasson
Valgeir Helgi
Verður gaman að sjá Ísland vs. Noregur. Mín spá er 2-1 fyrir Íslandi. Hver er þín spá? #Landsleikur #Fótbolti #ÁframÍsland :D
Matthías Freyr Matthíasson
Fyrir leik
10 mínútur í að leikurinn hefjist. Þetta verður vonandi góður dagur fyrir Íslenska liðið.
Matthías Freyr Matthíasson
1. mín
Leikur hafinn - Norðmennirnir sækja í átt að Laugardalslauginni.
6. mín
Stórhætta við mark Íslands en skot Norðmanna fór af varnarmanni og rétt yfir. Gestirnir fengið tvær hornspyrnur með skömmu millibili.
14. mín
Norðmenn mun hættulegri hér á upphafskafla leiksins og eru meira með boltann. Íslenska liðið ekkert ógnað.
16. mín
Emil Hallfreðsson utarlega í teignum með skot á lofti en það var víðs fjarri marki.
18. mín
Enn ein hættuleg sókn Norðmanna en Hannes varði í horn.
21. mín MARK!
Kári Árnason (f) (Ísland)
ÍSLAND KEMST YFIR!! Gegn gangi leiksins en mér gæti ekki verið meira sama! Langt innkast frá hægri sem Aron Einar tók og eftir baráttu í teignum náði miðvörðurinn Kári Árnason á einhvern ótrúlegan hátt að skófla knettinum inn. Mikil mistök hjá Espen Brugge Pettersen markverði.
Einar Guðnason, Víkingur:
Hversu oft sá maður Kára æfa sig í nákvæmlega þessu á mölinni í Víkinni. Leggjast og dragann yfir markmanninn
26. mín
Löng innköst Arons Einars eru að skapa mikla hættu.
Tómas Árni Ómarsson, fótboltaáhugamaður:
Þetta mark er ekki að fara að vinna fegurðarsamkeppni en mark er mark. Svakaleg innköst.
29. mín Gult spjald: Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
Aron í hörkunni á miðjunni.
35. mín
Íslendingar nálægt því að bæta við marki. Boltinn flaug í stöngina eftir aukaspyrnu frá Gylfa Sigurðssyni.

Þetta mark Íslands hefur gert það að verkum að okkar strákar hafa náð völdum í leiknum. Norðmenn eru orðnir pirraðir strax.
42. mín
Það er eitthvað sem segir mér að þessi ágæti franski dómari sé vel fær um að missa öll tök á leiknum í seinni hálfleik. Hefur tekið nokkrar furðulegar ákvarðanir.
44. mín
Birkir Bjarnason kom boltanum í netið en var réttilega dæmdur rangstæður.
45. mín
Hálfleikur
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn. Liðin eru óbreytt.
Magnús Már Einarsson
50. mín
Inn:Sölvi Geir Ottesen (Ísland) Út:Kári Árnason (f) (Ísland)
Kári meiddur.
54. mín
Fínasta skottilraun sem Rúrik Gíslason átti en auðvelt viðureignar fyrir Pettersen.
57. mín
Grétar Rafn með fyrirgjöf sem fór af varnarmanni og varð að fínustu skottilraun. Boltinn hárfínt framhjá.
66. mín
Það eru ekki mörg opin færi en meðan forystan er bara eitt mark er þetta stórhættulegt.
67. mín
Hannes Þór varði frábærlega. Uss þarna munaði mjóu.
68. mín
Inn:Alexander Sörloth (Noregur) Út:Vegard Forren (Noregur)
Fyrrum varamaður FH kominn inn sem varamaður!
68. mín
Inn:Joshua King (Noregur) Út:Håvard Nordtveit (Noregur)
Magnús Már Einarsson:
Söderlund skoraði þrjú mörk í Pepsi 2009. Eðlilegt að hann sé í norska landsliðinu í dag.
73. mín
Inn:Alfreð Finnbogason (Ísland) Út:Rúrik Gíslason (Ísland)
Birkir Bjarna færist á hægri kantinn og Alfreð fer fram.
76. mín
Norðmenn virtust vera að jafna metin en rangstaða dæmd. Í endursýningu sást að það var hárrétt. Sóknarmaður Noregs var fyrir innan og blokkaði Hannes.
81. mín MARK!
Alfreð Finnbogason (Ísland)
Alfreð slapp einn í gegn frá miðju. John Arne Riise sat eftir og spilaði hann réttstæðan. Alfreð skeiðaði að markinu og klárði hreint frábærlega! KLÁRA ÞETTA SVO!
84. mín
Alfreð féll í teignum. Mér sýndist þetta vera klárt víti! Ekkert dæmt. Norðmenn fóru þá strax upp og komust í flott færi en Hannes bjargaði með frábæru úthlaupi.
90. mín
Inn:Stefan Strandberg (Noregur) Út:Niklas Gunnarsson (Noregur)
90. mín
Uppbótartíminn er fjórar mínútur.
91. mín
Inn:Eggert Gunnþór Jónsson (Ísland) Út:Emil Hallfreðsson (Ísland)
92. mín
Joshua King með skot fyrir utan teig í slánna. Allt að gerast.
94. mín
LEIK LOKIÐ - Frábær sigur á Noregi!
Byrjunarlið:
12. Örjan Nyland (m)
3. Evan Hovland
6. Håvard Nordtveit ('68)
6. Ruben Gabrielsen
9. Mohammed Abdellaoue
10. Markus Henriksen
13. Niklas Gunnarsson ('90)
13. Espen Ruud
15. Magnus Wolff Eikrem
16. Jonas Svensson
21. Vegard Forren ('68)

Varamenn:
1. Sten Grytebust
2. Haitam Aleesami
4. Stefan Strandberg ('90)
14. Veton Berisha
19. Ruben Yttergård Jenssen
20. Jonathan Parr

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: