City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Þróttur R.
0
1
Víkingur R.
0-1 Viktor Jónsson '19
08.09.2012  -  14:00
Valbjarnarvöllur
1. deild karla
Dómari: Örvar Sær Gíslason
Byrjunarlið:
Hallur Hallsson
Erlingur Jack Guðmundsson ('82)
1. Ögmundur Ólafsson (m)
4. Helgi Pétur Magnússon
9. Arnþór Ari Atlason
11. Halldór Arnar Hilmisson
14. Hlynur Hauksson
22. Guðfinnur Þórir Ómarsson ('73)
27. Oddur Björnsson

Varamenn:
2. Kristján Einar Auðunsson
22. Andri Gíslason
23. Aron Lloyd Green
23. Aron Bjarnason ('82)
28. Davíð Stefánsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Karl Brynjar Björnsson ('90)
Hallur Hallsson ('65)
Arnþór Ari Atlason ('35)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendu. Við erum stödd hér á Valbjarnarvelli þar sem Þróttur og Víkingur Reykjavík etja kappi í 1. deild karla og verður fylgst með gangi mála hér í beinni textalýsingu.
Fyrir leik
Byrjunarliðin má sjá hér til hliðar.
Fyrir leik
Fyrir leikinn er Þróttur í sjötta sæti deildarinnar með 28 stig á meðan Víkingur situr í því áttunda með 25 stig.
1. mín
Leikurinn er hafinn!
2. mín Gult spjald: Magnús Þormar (m) (Víkingur R.)
Og þetta byrjar allt með miklum ! Magnús Þormar, markvörður Víkinga, fær að líta fyrsta gula spjald leiksins. Hann var kominn lant út úr teig og brýtur á leikmanni Þróttar sem var við það að sleppa í gegn. Sumir vildu sjá rauða spjaldið fara á loft.
4. mín
Halldór Arnar Hilmisson tekur aukaspyrnuna og hún ratar á markið en Magnús Þormar skutlar sér í boltann og grípur hann.
8. mín
Þarna fór Guðfinnur Þórir illa að ráði sínu! Var í dauðafæri en var of lengi að athafna sig. Náði þó skoti á markið en Magnús Þormar á í engum vandræðum með það.
12. mín
Það er líf og fjör hér í upphafi leiks. Víkingur í góður færi þegar Aron Spear nær skoti á markið en Ögmundur Ólafsson grípur boltann. Aron hefði kannski átt að renna boltanum á Patrik Snær Atlason sem var betur staðsettur.
19. mín MARK!
Viktor Jónsson (Víkingur R.)
Víkingur er komið yfir! Hjörtur Júlíus með flottann sprett á hægri kantinum og gefur boltann fyrir beint á kollinn á Viktor Jónsson sem skorar með góðum skalla.
22. mín
Glæsileg markvarsla hjá Ögmundi! Aron Spear fær boltan eftir hornspyrnu og reynir skot sem stefnir í bláhornið en Ögmundir nær að teygja sér í boltann og bjargar í horn.
25. mín
Sigurður Egill Lárusson hefur orðið fyrir einhverju hnjaski en hann liggur eftir á vellinum. Smá töf á leiknum en hann getur haldið áfram.
35. mín Gult spjald: Arnþór Ari Atlason (Þróttur R.)
38. mín
Aron Spear í skotfæri en skotið er vonlaust og boltinn flýgur hátt yfir.
41. mín
Guðfinnur Þórir gerir vel og kemur sér í skotfæri en Magnús Þormar er vel á verði.
45. mín
Víkingur fær aukaspyrnu á góðum stað. Sigurður Egill tekur spyrnuna sem ratar á markið en Ögmundur ver í horn.
45. mín
Hálfleikur!
Það er kominn hálfleikur og Víkingur leiðir 1-0.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað.
47. mín
Víkingur fær aukaspyrnu á fínum stað. Aron Spear tekur spyrnuna, yfir vegginn en rétt framhjá.
53. mín
Halldór Arnar með gott skot fyrir utan teig en Magnús Þormar ver í horn.
56. mín
Hrikaleg mistök hjá varnarmanninum Karl Brynjari sem sendir boltann beint í lappirnar á Hirti sem er einn á auðum sjó en skot hans er slappt og langt framhjá. Þróttarar heppnir þarna.
59. mín
Oddur Björnsson fær boltann innfyrir á hægri kantinum. Gefur síðan fyrir markið en finnur engan samherja.
62. mín
Hallur Hallson með skot framhjá. Þróttarar farnir að sækja í sig veðrið.
65. mín Gult spjald: Hallur Hallsson (Þróttur R.)
70. mín
Inn:Gunnar Reynir Steinarsson (Víkingur R.) Út:Viktor Jónsson (Víkingur R.)
73. mín
Inn:Hermann Ágúst Björnsson (Þróttur R.) Út:Guðfinnur Þórir Ómarsson (Þróttur R.)
76. mín
Gunnar Reynir með flotta takta, leikur á varnarmann Þróttar og sendir fyrir markið þar em Hjörtur skóflar boltanum yfir markið.
82. mín
Inn:Aron Bjarnason (Þróttur R.) Út:Erlingur Jack Guðmundsson (Þróttur R.)
82. mín
Inn:Marteinn Briem (Víkingur R.) Út:Aaron Spear (Víkingur R.)
85. mín
Fimm mínútur eftir ef venjulegum leiktíma. Mikil barátta.
87. mín
Inn:Agnar Darri Sverrisson (Víkingur R.) Út:Patrik Snær Atlason (Víkingur R.)
88. mín
Laglega spilað hjá heimamönnum og Aron Bjarnason nær að lokum skoti á markið en Magnús leggst niður og handsamar knöttinn.
90. mín Gult spjald: Agnar Darri Sverrisson (Víkingur R.)
90. mín Gult spjald: Karl Brynjar Björnsson (Þróttur R.)
90. mín
Var þetta síðasta færi Þróttara? Arnþór reynir skot af löngu færi sem fer framhjá, en Oddur Björnsson var í mun betra færi og hefði viljað fá botlann.
Leik lokið!
Víkingur fer með 1-0 sigur af hólmi. Viktor Jónsson skoraði eina mark leiksins með góðum skalla. Þar með er Víkingur nú í sjötta sæti deildarinnar en Þróttur fór niður um eitt sæti í það sjöunda.
Byrjunarlið:
9. Viktor Jónsson ('70)
12. Halldór Smári Sigurðsson
27. Tómas Guðmundsson

Varamenn:
Helgi Sigurðsson
29. Agnar Darri Sverrisson ('87)

Liðsstjórn:
Róbert Rúnar Jack

Gul spjöld:
Agnar Darri Sverrisson ('90)
Magnús Þormar (m) ('2)

Rauð spjöld: