Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
Kýpur
1
0
Ísland
Constantinos Makridis '57 1-0
Sölvi Geir Ottesen '86
11.09.2012  -  17:00
Antonis Papadopoulos
Undankeppni HM
Aðstæður: Heitt, rétt undir 30 gráðum
Dómari: Sebastien Delferiere (Belg)
Byrjunarlið:
1. Tasos Kissas (m)
2. Dosa Junior
3. Elias Charalambous
4. Georgos Merkis
8. Anthos Solomou
9. Dimitris Christofi
13. Constantinos Makridis
18. Sinisa Dobrasinovic
21. Vincent Laban
23. Marios Nikolaou

Varamenn:
22. Mastrou (m)
5. Stelios Parpas
6. Charalambous
7. Aloneftis
10. Caralambidis
14. Nestor Mytidis
20. Andreas Avraam

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl! Hér verður bein textalýsing frá leik Kýpur og Íslands í 2. umferð í riðlakeppni fyrir HM 2014 í Brasilíu.

Ísland vann glæsilegan 2-0 sigur gegn Noregi i fyrsta leik á föstudag á meðan Kýpur tapaði 3-1 fyrir Albaníu ytra. Lengi vel var staðan jöfn í þeim leik en á lokasprettinum tryggðu Albanar sér sigurinn.

Kýpur er í 135. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland er í 118. sæti.

Ísland og Kýpur hafa mæst hjá A landsliði karla í fimm skipti og hafa Íslendingar unnið tvisvar sinnum en í þrjú skipti hafa leikar endað jafnir. Öll jafnteflin hafa komið þegar leikið hefur verið á Kýpur.

Dómaratríóið í leiknum kemur frá Belgíu.

Kári Árnason getur ekki leikið með Íslandi í kvöld vegna meiðsla og kemur Sölvi Geir Ottesen inn í byrjunarliðið í hans stað.

Leikurinn fer fram á Antonis Papadopoulos leikvangnum í borginni Larnaca. Leikvangurinn tekur tæplega 10 þúsund manns en ekki verður fullur völlur. Áhugi þjóðarinnar á landsliðinu er ekki mikill.

Kýpverska liðið Anorthosis Famagusta leikur heimaleiki sína á leikvangnum en þrettán sinnum hefur liðið hampað meistaratitlinum í landinu.

Fyrra mark Íslands í leiknum gegn Noregi kom eftir langt innkast frá Aroni Einari Gunnarssyni en aðstæður til að taka löng innköst eru víst ekki góðar á þessum velli.
Daníel Geir Moritz , grínkall:
Kýpur 1 - Ísland 1. Hverju spáið þið? #fotbolti
Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður:
Kýpur - Ísland 1-3 #Spá
Magnús Sigurbjörnsson, veðmálasérfræðingur:
Vert að taka það fram að við höfum aldrei tapað fyrir Kýpur, en við höfum svosem skíttapað fyrir Liechtenstein.
Fyrir leik
Tvær breytingar eru á byrjunarliðinu frá því í leiknum gegn Norðmönnum. Sölvi Geir Ottesen kemur inn fyrir Kára Árnason og Birkir Már Sævarsson fyrir Grétar Rafn Steinsson.

Markvörður: Hannes Þór Halldórsson
Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson
Miðverðir: Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson
Vinstri bakvörður: Bjarni Ólafur Eiríksson
Hægri kantmaður: Rúrik Gíslason
Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson og Helgi Valur Daníelsson
Vinstri kantmaður: Emil Hallfreðsson
Sóknarmenn: Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason
1. mín
Leikurinn er hafinn - Fámennt á pöllunum á Kýpur.
5. mín
Kýpur með skottilraun úr aukaspyrnu en boltinn sigldi framhjá íslenska markinu.
10. mín
Kýpverjar beittari ef eitthvað er hér í byrjun. Búnir að eiga hættulegar sóknir en ekkert opið færi komið. Kýpur hefur náð að halda boltanum vel.
12. mín
Christofi með skot framhjá. Þarna opnaðist íslenska liðið aðeins. Heimamenn með völdin á miðjunni.
13. mín
Gott spil hjá Íslandi! Góður undirbúningur hjá Gylfa og Birkir kom sér í skotfæri en skot hans í varnarmann og yfir! Fyrsta alvöru færi Íslands.
Jón Stefán Jónsson, þjálfari kvennaliðs Hauka:
Er eg sa eini sem hafdi gaman af þvi ad markmadur Kypur heiti KissAs #fotbolti
16. mín
Samkvæmt því sem Þorkell Gunnar á RÚV segir þá er ástæða þess að Grétar Rafn er ekki í byrjunarliði Íslands sú að hann er tæpur í hásin.
22. mín
Gylfi og Birkir spiluðu vel á milli sín. Gylfi kom knettinum inn á teiginn sem átti flott skot en Kissas í marki heimamanna vandanum vaxinn. Erum að finna betri takt sóknarlega.
25. mín
Hætta eftir langt innkast frá Aroni en Birkir náði ekki til boltans. Birkir ógnandi hér í upphafi leiks.
Hrafnkell Freyr Ágústsson:
Emmi Hall virðist hafa gleymt touchinu á Ítalíu
28. mín
Jafnræði með liðunum hér í byrjun. Boltinn ansi mikið úr leik.
Birgir H. Stefánsson, fréttaritari .Net á Akureyri:
Vá... jafnvel Valsarar og Framarar geta gert grín af þessari stemmingu í Kýpur #vandræðalegt #fotbolti
31. mín
Kýpur með boltann 57% af leiknum samkvæmt þeirri tölfræði sem sjónvarpið í Kýpur gefur upp.
33. mín
Solomou fór framhjá Bjarna Ólafi og náði hörkuskoti en boltinn beint á Hannes sem varði.
Teitur Örlygsson, körfuboltaþjálfari:
Ísland einum færri með Emil Hallfr. í þessum ham. #fótbolti
38. mín
Hætta upp við mark Íslands. Kýpverjar eru líklegri og áttu skot fyrir utan teig sem Hannes handsamaði.
44. mín
Kýpur fékk fínt skotfæri en yfir fór boltinn. Heimamenn ógnað meira í leiknum.
45. mín
Hálfleikur - Kýpverjar líklegri í leiknum en fátt um opin færi. Margt sem má laga í hálfleiknum Kantmennirnir Emil og Rúrik hafa ekki náð að koma sér í takt við leikinn.
Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður:
Hörmulegar 45 mín. Hrista upp í þessu takk. Færa Gylfa aftar og Alfreð inn. Kantarar mega svo jafnvel ákveða að vera með í leiknum.
Björn Hlynur Haraldsson, leikari:
Nú mættu leikmenn fara að spila í sínum réttu stöðum á vellinum. Er einhver með númerið hjá Lalla Lagerbekk?
Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Start:
Alls ekki jafn neikvæður og flestir gagnvart landsliðinu eftir fyrri hálfleik. Spilað í tæpum 30 gráðum eftir erfiðan leik á fös! 0-1 nóg...
46. mín
Inn:Alfreð Finnbogason (Ísland) Út:Emil Hallfreðsson (Ísland)
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - Alfreð kominn inn og fer í sóknina með Gylfa. Emil er farinn af velli og Birkir færist á kantinn.
50. mín
Kýpverjar náðu að spila sig of auðveldlega í gegnum vörn íslenska liðsins en svo skalli yfir.
Ingvar Örn Ákason, Byssan:
Er ekki smá tímaskekkja að einn Kýpverjinn er með Robbie Fowler plástur á nebbanum? #fótbolti #Kýpurmeiraeftiráenibizafjörður
57. mín MARK!
Constantinos Makridis (Kýpur)
Kýpverjar brjóta ísinn. Fara upp hægra meginn Makridis rak smiðshöggið á mjög góða sókn. Vonandi vaknar íslenska liðið. Heimamenn einfaldlega verið betri.
60. mín
SLÁIN! Alfreð Finnbogason með hörkuskot en boltinn í slánna og niður. Það er komið líf í þennan leik.
63. mín
Inn:Ari Freyr Skúlason (Ísland) Út:Bjarni Ólafur Eiríksson (Ísland)
Bakvarðaskipti.
70. mín
Birkir Már dæmdur rangstæður en dómurinn kolrangur! Pirrandi.
73. mín Gult spjald: Rúrik Gíslason (Ísland)
Hilmar Þór Guðmundsson, Sport.is:
Á miðað við allar sólbaðssmyndirnar sem ég hef séð undanfarið af landsliðinu þá ættu þeir að vera búnir að venjast hitanum. #heitt #30+
77. mín
Inn:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland) Út:Helgi Valur Daníelsson (Ísland)
Það er blásið til enn frekari sóknar.
Oddur Guðmundsson:
Rúrik verður ekkert annað en byssufóður hjá FCK fans ef hann ætlar að peforma svona! #Fact #fotbolti
Atli Viðar Björnsson, sóknarmaður FH:
Mér finnst þessi leikur varla ná Pepsi-deildar gæðum. Tvö afar léleg lið.
83. mín
Salomou sem hefur átt frábæran leik komst í gott færi eftir hraða sókn en Hannes varði.
86. mín Rautt spjald: Sölvi Geir Ottesen (Ísland)
Sölvi alltof seinn í tæklingu og stöðvaði skyndisókn Kýpur. Hægt að réttlæta þennan dóm.
90. mín
Komið fram í uppbótartíma.
Þórður Einarsson, fótboltaþjálfari:
Pinlega slakt. Yfir-spilaðir. Synist Hannes vera yfirburðar maður i þessum tveimur leikjum.
94. mín
LEIK LOKIÐ - Íslenska liðið átti mjög lélegan leik og sigur Kýpverja verðskuldaður.
Byrjunarlið:
2. Sölvi Geir Ottesen
2. Birkir Már Sævarsson
6. Ragnar Sigurðsson
8. Birkir Bjarnason
10. Gylfi Þór Sigurðsson
13. Bjarni Ólafur Eiríksson ('63)
13. Jóhann Laxdal
17. Aron Einar Gunnarsson
19. Rúrik Gíslason
20. Emil Hallfreðsson ('46)
25. Helgi Valur Daníelsson ('77)

Varamenn:
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
3. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Grétar Rafn Steinsson (f)
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('77)
8. Eggert Gunnþór Jónsson
11. Alfreð Finnbogason ('46)
12. Gunnar Heiðar Þorvaldsson
14. Kári Árnason (f)
23. Ari Freyr Skúlason ('63)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Rúrik Gíslason ('73)

Rauð spjöld:
Sölvi Geir Ottesen ('86)