ÍBV
2
1
Grindavík
Christian Olsen
'23
1-0
Andri Ólafsson
'31
, víti
2-0
2-1
Hafþór Ægir Vilhjálmsson
'51
16.09.2012 - 16:00
Hásteinsvöllur
Pepsí deildin
Aðstæður: Völlurinn ekki á sínu besta í dag, skemmdir eftir óveður. Mikill vindur sem blæs niður í herjólfsdal.
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 611
Maður leiksins: Víðir Þorvarðarson
Hásteinsvöllur
Pepsí deildin
Aðstæður: Völlurinn ekki á sínu besta í dag, skemmdir eftir óveður. Mikill vindur sem blæs niður í herjólfsdal.
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 611
Maður leiksins: Víðir Þorvarðarson
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
Andri Ólafsson
11. Víðir Þorvarðarson
Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
5. Jón Ingason
20. Hafsteinn Gísli Valdimarsson
22. Gauti Þorvarðarson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Matt Garner ('37)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð, hér eftir 30 mínútur hefst textalýsing beint úr Vestmannaeyjum þar sem eyjamenn taka á móti Grindvíkingum. Grindavík þarf nauðsynlega að fá 3 stig út úr þessum leik, því annars er þetta búið spil hjá þeim í Pepsi deildinni í ár.
Fyrir leik
2 breytingar eru á liði ÍBV, Þórarinn Ingi dettur út þar sem hann er að taka út leikbann og í stað hans kemur Matt Garner inn,sem var einmitt sjálfur að koma úr leikbanni. Síðan er það Tryggvi Guðmundsson sem vermir bekkinn hjá eyjamönnum og í hans stað kemur Ian nokkur Jeffs inn.
Fyrir leik
Einnig eru 2 breytingar á liði Grindvíkinga, Loic Ondo og Scott Ramsay detta út úr byrjunarliði fyrir þá Björn Berg Bryde og Hafþór Ægir Vilhjálmsson.
Fyrir leik
Vallarþulur tók fram í hátalarakerfinu að vallarklukkan hafi einnig orðið fyrir tjóni í óveðrinu sem var hér á dögunum, hún mun ekki virka í dag og þurfa því vallargestir að taka tímann sjálfir.
6. mín
Lítið að gerast eins og er, vindurinn gerir það að verkum að erfitt er að spila boltanum á milli!
13. mín
Ennþá lítið sem ekkert að gerast hér, eyjamenn spila á móti vind og halda boltanum ágætlega á vallarhelmingi grindvíkinga.. reyna að skapa sér eitthvað en gengur erfiðlega.
19. mín
Grindvíkingar eru mikið í því að láta Óskar Pétursson markvörð taka löng útspörk fram til Pape og Ameobi, gengur brösulega þar sem vindurinn er alltof mikill!
21. mín
Eyjamenn í fínu færi, klafs inn í teignum og boltinn hrekkur út á Ian Jeffs sem bókstaflega rennir sér í boltan og nær skoti sem fer rétt yfir!
23. mín
MARK!
Christian Olsen (ÍBV)
Víðir Þorvarðarson með flott hlaup upp kantinn og sendir síðan boltan fyrir markið beint á Christian Olsen sem á skot í fyrsta framhjá Óskari í markinu.
Eyjamenn komnir yfir !!
Eyjamenn komnir yfir !!
26. mín
Eyjamenn fengur aukaspyrnu hér rétt fyrir utan teig, Guðmundur Þórarinsson tók spyrnuna og átti laglegt skot framhjá varnarvegg grindvíkinga, en þó beint í hendurnar á Óskari í markinu.
31. mín
Mark úr víti!
Andri Ólafsson (ÍBV)
Víðir Þorvarðarson fékk boltan inn í teig grindvíkinga og keyrði með hann af stað, Björn Berg Bryde steig aftan í hann og þar með dæmir Garðar vítaspyrnu, Andri Ólafsson steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi!
37. mín
Gult spjald: Matt Garner (ÍBV)
Braut af Óla Baldri rétt fyrir utan teig, ekkert varð úr þessari spyrnu!
45. mín
Það er kominn hálfleikur hér á Hásteinsvelli í þessari fallegu ''blíðu'' í eyjum.
Eyjamenn 2-0 yfir, eins og staðan er núna þá er Grindavík að fara falla niður í 1.deild. Ekkert er ómögulegt þó, leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn.
Verðum með seinni hálfleikinn hér innan skamms. Adios!
Eyjamenn 2-0 yfir, eins og staðan er núna þá er Grindavík að fara falla niður í 1.deild. Ekkert er ómögulegt þó, leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn.
Verðum með seinni hálfleikinn hér innan skamms. Adios!
46. mín
Komiði sæl og blessuð aftur, seinni hálfleikur hér í eyjum er hafinn og eru það grindvíkingar sem byrja með boltan og spila á móti vind!
51. mín
MARK!
Hafþór Ægir Vilhjálmsson (Grindavík)
Minnkar muninn í 2-1, eftir misheppnaðan skalla frá Andra Ólafssyni.. Hafþór mættur og klárar þetta með stæl!
Game ON!
Game ON!
55. mín
Flott sókn hjá eyjamönnum sem endar með því að Christian Olsen nær skoti sem er fast en Óskar ver vel í markinu!
62. mín
Eins fjörlega og seinni hálfleikurinn fór af stað þá hefur þetta eitthvað róast, grindvíkingar virðast vera líklegri til þess að jafna heldur en eyjamenn að bæta í.
Get sagt ykkur það að það er óeðlilega mikill vindur sem ræður því hvernig fótbolti er spilaður hér í dag. Leikmenn beggja liða vs Vindur.
Get sagt ykkur það að það er óeðlilega mikill vindur sem ræður því hvernig fótbolti er spilaður hér í dag. Leikmenn beggja liða vs Vindur.
67. mín
Inn:Scott Ramsay (Grindavík)
Út:Óli Baldur Bjarnason (Grindavík)
Það er ekkert gefið eftir hjá grindvíkingum í fallbaráttunni og splæsa þeir í einn rándýran Scott nokkurn Ramsey!
71. mín
Christian Olsen nær skoti að marki grindvíkinga, eftir misheppnaðan skalla hjá fyrirliðanum Ólafi Erni.. Óskar ver glæsilega í horn.
Guðmundur Þórarinsson tók hornspyrnuna og var hún frekar slök, ekkert varð úr þessu.
Guðmundur Þórarinsson tók hornspyrnuna og var hún frekar slök, ekkert varð úr þessu.
73. mín
Pape Mamadou Faye kemst í skotfæri og lætur vaða, en því miður skýtur hann boltanum 50 metra yfir markið!
77. mín
Sæll vinur, Tonny Mawejje reynir skot af 36 metra færi.. skotið fast og með vind en rétt framhjá!
79. mín
Tonny enn og aftur, bombar boltanum í Ólaf Örn og fær hornspyrnu!
Hornspyrnan léleg og núll að frétta.
Hornspyrnan léleg og núll að frétta.
85. mín
Hjalti Kristjánsson læknir og sjúkraþjálfari ÍBV hleypur eins og vindurinn inn á völlinn til þess að huga að Víði Þorvarðarssyni, virtist hafa fengið högg á hausinn!
Leik lokið!
Leik lokið hér á Hásteinsvelli í leiðinlegu veðri, ágætis fótboltaleikur miðað við aðstæður.
Eyjamenn taka 3 stig úr þessum leik og senda Grindavík niður í 1.deild.
Á meðan stela eyjamenn 2 sætinu af KR-ingum í bili, en KR eru einmitt að tapa 1-0 fyrir Breiðalblik í þessum töluðu orðum.
Takk kærlega fyrir mig og góðanótt!
-Jóhann Norðfjörð
Eyjamenn taka 3 stig úr þessum leik og senda Grindavík niður í 1.deild.
Á meðan stela eyjamenn 2 sætinu af KR-ingum í bili, en KR eru einmitt að tapa 1-0 fyrir Breiðalblik í þessum töluðu orðum.
Takk kærlega fyrir mig og góðanótt!
-Jóhann Norðfjörð
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Ray Anthony Jónsson
Óli Baldur Bjarnason
('67)
Marko Valdimar Stefánsson
9. Matthías Örn Friðriksson
11. Hafþór Ægir Vilhjálmsson
11. Tomi Ameobi
24. Björn Berg Bryde
Varamenn:
3. Daníel Leó Grétarsson
5. Gylfi Örn Á Ófjörð
7. Alex Freyr Hilmarsson
('70)
10. Scott Ramsay
('67)
17. Magnús Björgvinsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Björn Berg Bryde ('80)
Rauð spjöld: