City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Fylkir
2
0
Selfoss
Sindri Pálmason '25
Stefán Ragnar Guðlaugsson '53
Magnús Þórir Matthíasson '60 1-0
Björgólfur Takefusa '71 2-0
16.09.2012  -  17:00
Fylkisvöllur
Pepsi-deild karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Emil Ásmundsson (Fylkir)
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Kristján Hauksson ('62)
4. Finnur Ólafsson
7. Ingimundur Níels Óskarsson
11. Kjartan Ágúst Breiðdal
16. Tómas Joð Þorsteinsson
17. Davíð Þór Ásbjörnsson ('67)
24. Elís Rafn Björnsson ('46)

Varamenn:
2. Ásgeir Eyþórsson ('67)
18. Styrmir Erlendsson
28. Sigurvin Reynisson ('46)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Bjarni Þórður Halldórsson ('85)
Kristján Hauksson ('61)
Kjartan Ágúst Breiðdal ('57)
Árni Freyr Guðnason ('8)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn. Hér verður bein textalýsing frá leik Fylkis og Selfyssinga í 19. umferð Pepsi-deildar karla.

Fylkismenn eru fyrir leikinn með 23 stig í 9. sæti deildarinnar en Selfyssingar eru með 18 stig í 11. sætinu. Selfyssingar geta því með sigri dregið Fylkismenn niður í fallbaráttuna en Árbæingar fara langt með að gulltryggja sæti sitt í efstu deild með sigri.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér til hliðar. Björgólfur Takefusa byrjar á bekknum hjá Fylki sem og Jóhann Þórhallsson.
Fyrir leik
Ásgeir Börkur Ásgeirsson er í banni í dag eftir rauða spjaldið gegn Fram í síðustu umferð. Hann mætir því ekki sínum gömlu félögum frá Selfossi í dag. Ólafur Karl Finsen er einnig í banni hjá Selfyssingum.
Fyrir leik
Reynir Leósson, sparkspekingur á Stöð 2 Sport, spáir Selfyssingum sigri í dag. ,,Ég er farinn að bera taugar til Árbæinga þar sem ég er búsettur þar en ég held að þetta verði erfiður leikur og þeir tapa og sogast endanlega í fallslaginn. Selfyssingarnir hafa verið að spila einna best í deildinni upp á síðkastið og þeir vinna þennan leik," segir Reynir.
Fyrir leik
Liðin hita upp af krafti í Árbænum á meðan sænska Eurovision lagið Euphoria hljómar í hátölurunum. Haukur Ingi Guðnason aðstoðarþjálfari Fylkis leiðir upphitun þeirra.
Fyrir leik
Tómas Joð Þorsteinsson er mættur heim frá Noregi þar sem hann er í skóla. Tommi ætlar að leggja námsbækurnar til hliðar næstu vikuna og spila þrjá mikilvæga leiki með Fylkismönnum áður en hann fer aftur út.
Fyrir leik
Bjarni Þórður Halldórsson, markvörður Fylkis, brá á leik í vikunni þegar hann skellti sér í áskorun á Fótbolta.net.

Áskorun: Kvenlegur í myndatöku fyrir Vikuna
Fyrir leik
Menn í blaðamannastúkunni eru búnir að setja sig í spádómsgírinn. Enginn þeirra býst við jafntefli í dag.

Benedikt Bóas Hinriksson (Fréttablaðið): Solid 2-1 heimasigur
Ívar Benediktsson (Morgunblaðið): 2-3 fyrir Selfyssinga
Magnús Sigurbjörnsson (Veðmálasérfræðingur): 1-0 fyrir Fylki
Hrafnkell Freyr Ágústsson (433.is): 3-2 fyrir Fylki
Fyrir leik
Selfyssingar leika í varabúningum sínum í dag, argentínskt þema.
5. mín
Davíð Ásbjörnsson skorar fyrir Fylkismenn eftir aukaspyrnu en er dæmdur rangstæður.
7. mín
Viðar Örn Kjartansson fær fínt færi fyrir Selfyssinga eftir góða sókn en skot hans fer yfir.
8. mín Gult spjald: Árni Freyr Guðnason (Fylkir)
Árni Freyr fær réttilega gula spjaldið fyrir leikaraskap. Árni lét sig detta þegar Ismet Duracak kom langt út í teiginn í áttina að honum. Árni lét sig hins vegar falla áður en Ismet kom að honum og Vilhjálmur Alvar sá í gegnum leikræna tilburði hans.
12. mín
Magnús Þórir Matthíasson á skot framhjá úr fínu færi. Færið kom eftir að Emil Ásmundsson sýndi mikið harðfylgi fyrir utan vítateig en hann er að leika sinn fyrsta leik í byrjunarliði Fylkis í dag.
22. mín
Steindautt í sólinni í Árbænum þessar mínúturnar.
24. mín
Jón Daði Böðvarsson með fínt skot úr aukaspyrnu en Bjarni Þórður fyrirsæta slær boltann í horn.
25. mín Rautt spjald: Sindri Pálmason (Selfoss)
Beint rautt spjald á Robert Sandnes!! Braut illa á Magnúsi Þóri Matthíassyni á miðjum vallarhelmingi Fylkis. Sandnes fór hátt með sólann í tæklingu og eftir smá læti vísaði Vilhjálmur Alvar honum síðan af velli.
26. mín
Tómas Leifsson fer af kantinum og í vinstri bakvörðinn til að fylla skarð Sandnes. Ivar Skjerve kemur inn á innan tíðar og mun taka stöðuna í bakverðinum.
28. mín
Árni Freyr Guðnason fær fínt færi eftir undirbúning hjá Tómasi Joð en skot hans fer framhjá.
31. mín
Inn:Andri Már Hermannsson (Selfoss) Út:Tómas Leifsson (Selfoss)
Ivar Skjerve fer í vinstri bakvörðinn. Tómas er allt annað en sáttur við að vera tekinn út af og lætur Loga Ólafsson þjálfara Selfyssinga heyra það.
38. mín
Fylkismenn breyta líka liðinu sínu. Davíð Ásbjörnsson og Elís Rafn Björnsson skipta um stöðu. Elís fer á miðjuna og Davíð í hægri bakvörðinn.
42. mín
Fylkismenn sækja meira gegn 10 Selfyssingum en gengur illa að ná alvöru skotum á markið.
45. mín
Vilhjálmur Alvar er búinn að flauta til leikhlés. Staðan er 0-0 í Árbænum og lítið hefur verið um alvöru færi í fyrri hálfleik. Rauða spjaldið hjá Robert Sandnes er í raun það eina markverða hingað til en hann fékk beint rautt fyrir ljóta tæklingu. Vonandi fáum við mörk í þetta í síðari hálfleiknum.
45. mín
Það er nokkuð kalt í Árbænum og kuldinn virðist hafa haft eitthvað að segja inni á vellinum þar sem leikmenn hafa oft verið sprækari. Menn hafa líka verið sprækari í fréttamannastúkunni. ,,Það á ekki að hafa svona leik daginn eftir réttir," segir fréttaritari Sport.is.
46. mín
Það er sól og rigning á sama tíma í Árbænum. Ingó Veðurguð í stuði.
46. mín
Inn:Sigurvin Reynisson (Fylkir) Út:Elís Rafn Björnsson (Fylkir)
Gamla kempan Sigurvin Ólafsson kemur inn á miðjuna hjá Fylki fyrir Elís Rafn. 16 ára aldursmunur er á þessum leikmönnum.
51. mín
Árni Freyr með fyrstu tilraunina í síðari hálfleik. Ingimundur Níels á góðan sprett upp að endamörkum og gefur út á Árna sem á laust skot í fangið á Duracak.
53. mín Rautt spjald: Stefán Ragnar Guðlaugsson (Selfoss)
Annað rautt á Selfyssinga! Stefán Ragnar fyrirliði fer beint út af fyrir að fara með báða fætur á undan sér í tæklingu á Sigurvin Ólafsson. Rétt ákvörðun hjá Vilhjálmi Alvari og Selfyssingar eiga nú erfitt verkefni fyrr höndum, níu á móti ellefu.
57. mín Gult spjald: Kjartan Ágúst Breiðdal (Fylkir)
Kjartan Ágúst í bókina fyrir brot á Viðari Erni. Viðar hélt áfram og var að sleppa í gegn þegar Vilhjálmur Alvar flautaði aukaspyrnuna sem er m 30 metra frá marki. Vilhjálmur hefði þurft að bíða aðeins með flautið þarna.
58. mín
Inn:Marko Hermo (Selfoss) Út:Jon Andre Royrane (Selfoss)
60. mín MARK!
Magnús Þórir Matthíasson (Fylkir)
Fylkismenn ná að brjóta ísinn gegn níu Selfyssingum. Ingimundur Níels á fyrirgjöf frá hægri sem endar að lokum á fjærstöng þar sem Magnús Þórir skorar með skoti sem fer í varnarmann og inn. Annað mark Magnúsar í sumar og því er fagnað með því að skella laginu ,,Barfly" með Jeff Who? á fóninn.
61. mín Gult spjald: Kristján Hauksson (Fylkir)
62. mín
Inn:Björgólfur Takefusa (Fylkir) Út:Kristján Hauksson (Fylkir)
Elebert meiddur og fer beint inn í klefa. Björgólfur kemur í framlínuna og þrír Fylkismenn skipta um stöðu á vellinum til að þessi skipting gangi upp.
66. mín
Níu Selfyssingar nálægt því að jafna! Viðar Örn Kjartansson nær að komast í skotfæri af harðfylgi en Bjarni Þórður ver vel í horn. Selfyssingar spila 4-3-1 núna og Fylkismenn eru töluvert meira með boltann.
67. mín
Inn:Ásgeir Eyþórsson (Fylkir) Út:Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir)
Davíð fer einnig meiddur af velli.
71. mín
Árni Freyr nálægt því að skora með skalla í fjærhornið en Ismet Duracak ver með tilþrifum.
71. mín MARK!
Björgólfur Takefusa (Fylkir)
Fylkismenn eru að sigla þessu í höfn. Ingimundur Níels á fyrirgjöf sem fer í hælinn á varnarmanni Selfyssingum og endar hjá Björgólfi sem skallar í slána og niður úr markteignum. Halldór Breiðfjörð Jóhannsson er með arnaraugu á línunni og hann flaggar til merkis um það að boltinn sé inni. Fyrsta mark Björgólfs í sumar!
83. mín
Viðar Örn skýtur hátt yfir úr besta færi Selfyssinga í leiknum! Boltinn fór nánast í næsta garð bakvið markið. Viðar horfir á völlinn og vill meina að boltinn hafi skoppað á þúfu.
85. mín Gult spjald: Bjarni Þórður Halldórsson (Fylkir)
Bjarni í bókina fyrir að tefja.
89. mín Gult spjald: Endre Ove Brenne (Selfoss)
90. mín
Fimm mínútum er bætt við.
90. mín Gult spjald: Bjarki Aðalsteinsson (Selfoss)
Leik lokið!
Fylkismenn fara með 2-0 sigur af hólmi og gulltryggja nánast sæti sitt í Pepsi-deildinni að ári. Tvö rauð spjöld voru einfaldlega of stór biti fyrir Selfyssinga. Allt útlit er fyrir að Selfoss og Fram munu berjast um tíunda sætið í deildinni í síðustu umferðunum. Nánari umfjölllun um leikinn kemur hér á Fótbolta.net síðar í kvöld.
Byrjunarlið:
15. Vigfús Blær Ingason (m)
8. Ingvi Rafn Óskarsson (f)
9. Joseph David Yoffe
13. Bjarki Aðalsteinsson
19. Luka Jagacic
20. Sindri Pálmason
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)

Varamenn:
27. Gunnar M. Hallgrímsson (m)
5. Bernard Petrus Brons
10. Ingólfur Þórarinsson
18. Javier Zurbano Lacalle
22. Andri Már Hermannsson ('31)

Liðsstjórn:
Sigurður Eyberg Guðlaugsson

Gul spjöld:
Bjarki Aðalsteinsson ('90)
Endre Ove Brenne ('89)

Rauð spjöld:
Stefán Ragnar Guðlaugsson ('53)
Sindri Pálmason ('25)