KR
0
4
Breiðablik
0-1
Kristinn Jónsson
'34
0-2
Nichlas Rohde
'72
0-3
Elfar Árni Aðalsteinsson
'81
0-4
Tómas Óli Garðarsson
'90
16.09.2012 - 17:00
KR-völlur
Pepsi-deild karla
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Kristinn Jónsson
KR-völlur
Pepsi-deild karla
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Kristinn Jónsson
Byrjunarlið:
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
8. Baldur Sigurðsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
8. Jónas Guðni Sævarsson
11. Emil Atlason
18. Aron Bjarki Jósepsson
Varamenn:
23. Atli Sigurjónsson
('79)
27. Aron Gauti Kristjánsson
Liðsstjórn:
Viktor Bjarki Arnarsson (Þ)
Gul spjöld:
Baldur Sigurðsson ('39)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í textalýsingu úr Frostaskjóli. Hér verður fylgt eftir leik KR og Breiðabliks í 19. umferð Pepsi-deildar karla. KR er í öðru sæti deildarinnar með 31 stig en Breiðablik er í því sjötta með 26 stig.
Fyrir leik
KR-ingar gera fjórar breytingar á liði sínu frá 1-0 tapleiknum gegn Selfoss í síðustu umferð. Þeir Kjartan Henry Finnbogason, Viktor Bjarki Arnarsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson og Atli Sigurjónsson fara út fyrir þá Þorstein Má Ragnarsson, Björn Jónsson, Emil Atlason og Jónas Guðna Sævarsson.
Fyrir leik
Breiðablik vann góðan 2-4 sigur á Grindavík í síðustu umferð. Ólafur Kristjánsson gerir tvær breytingar frá þeim leik. Gísli Páll Helgason og Finnur Orri Margeirsson koma út og inn fyrir þá koma Englendingurinn Ben Everson og Þórður Steinar Hreiðarsson.
Fyrir leik
Það er spurning hvernig Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, stillir upp liðinu í dag. Enginn eiginlegur vinstri bakvörður er í byrjunarliðinu og því verður fróðlegt að sjá hver verður í þeirri stöðu þegar að Þorvaldur Árnason flautar leikinn á eftir um það bil hálfa klukkustund.
Fyrir leik
Nú heyrist lagið ,,Hery mína bæn" með Ellý Vilhjálms. Þá stendur fólk upp í stúkunni um leið og leikmennirnir labba inn á völlinn. Þetta er að byrja.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Aron Bjarki Jósepsson byrjar í vinstri bakverðinum hjá KR. Fyrirliðinn Bjarni Guðjónsson er í miðverði.
2. mín
Blikar vildu fá vítaspyrnu strax eftir eina mínútu. Kristinn Jónsson féll þá í teignum eftir viðskipti við Aron Bjarka Jósepsson. Þorvaldur Árnason dæmdi samt sem áður ekkert.
3. mín
Ben Everson í ákjósanlegu færi eftir að Bjarni Guðjónsson hitti ekki boltann í sínum eigin vítateig. Hannes Þór varði skotið sem var ansi laust.
5. mín
Enginn annar en Grétar Sigfinnur Sigurðarson tók aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Blika. Spyrnan var góð og endaði hún í þverslánni.
6. mín
Inn:Viktor Bjarki Arnarsson (KR)
Út:Björn Jónsson (KR)
Björn Jónsson virðist hafa tognað í læri og Viktor Bjarki Arnarsson kemur inn fyrir hann.
14. mín
Emil Atlason með magnað skot af hægri kantinum!! Skotið fór í fjærstöngina og Þorsteinn Már náði frákastinu en Ingvar Þór Kale var vel á verði og náði að komast fyrir boltann.
22. mín
GARY MARTIN KLÚÐRAÐI VÍTINU! Ingvar Þór Kale varði boltann og hélt honum í þokkabót!
32. mín
Liðin skiptast á að sækja og hafa bæði lið verið að fá nokkur ákjósanleg færi, þó engin dauðafæri fyrir utan vítaspyrnuna sem Gary Martin misnotaði.
33. mín
KR-ingar nálægt því að komast yfir! Þorsteinn Már var kominn upp að endamörkum, gaf fyrir markið og þar var Þórður Steinar, Bliki, mættur og skaut boltanum rétt framhjá eigin marki.
34. mín
MARK!
Kristinn Jónsson (Breiðablik)
MAARK! Kristinn Jónsson með hreint út sagt magnað mark beint úr aukaspyrnu! Eitt af mörkum sumarsins ef ekki mark sumarsins leyfi ég mér að fullyrða.
34. mín
Boltinn fór upp í samskeytin nær. Boltinn var allan tímann á uppleið og skotið var virkilega fast.... Ekki séns fyrir landsliðsmarkvörðinn í markinu.
39. mín
Gult spjald: Baldur Sigurðsson (KR)
Baldur Sigurðsson fær fyrsta gula spjaldið í leiknum fyrir tæklingu á Renee Troost.
45. mín
Það er kominn hálfleikur hér í Frostaskjólinu. Breiðablik er yfir 1-0. FH-ingar fagna þessu eflaust. Ef leikurinn endar svona á KR ekki tölfrðilega möguleika á titlinum.
52. mín
Gult spjald: Þórður Steinar Hreiðarsson (Breiðablik)
Þórður Steinar Hreiðarsson fær spjald fyrir brot á Þorsteini Má fyrir framan varamannabekk Blika.
65. mín
Nichlas Rohde, uppáhálds leikmaður Hödda Magg, slapp einn inn fyrir vörn KR en Hannes Þór sá við honum.
69. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
Út:Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
Blikar gera sína fyrstu breytingu.
72. mín
MARK!
Nichlas Rohde (Breiðablik)
Nichlas Rodhe skorar fyrir Blika! Meistaravonir KR-ingar orðnar ansi, ansi litlar.
81. mín
MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
Varamaðurinn Elfar Árni Aðalsteinsson afgreiðir boltann laglega í netið eftir sendingu frá Ben Everson.
90. mín
Inn:Haukur Baldvinsson (Breiðablik)
Út:Nichlas Rohde (Breiðablik)
Síðasta skipting Blika.
90. mín
MARK!
Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik)
FJÓRÐA MARK BLIKA! Tómas Óli með magnað mark, ekki mikið síðra en hjá Kristni. Fékk boltann fyrir utan vítateig KR og skrúfaði hann í samskeytin fjær.
Byrjunarlið:
4. Damir Muminovic
15. Davíð Kristján Ólafsson
('69)
19. Kristinn Jónsson
27. Tómas Óli Garðarsson
30. Andri Rafn Yeoman
77. Þórður Steinar Hreiðarsson
Varamenn:
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
('69)
15. Adam Örn Arnarson
45. Guðjón Pétur Lýðsson
('87)
Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson
Sigmar Ingi Sigurðarson
Gul spjöld:
Þórður Steinar Hreiðarsson ('52)
Rauð spjöld: