City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Keflavík
5
0
Fram
Sigurbergur Elísson '18 1-0
Alan Lowing '36
Sigurbergur Elísson '62 2-0
Jón Gunnar Eysteinsson '69
Magnús Sverrir Þorsteinsson '69 3-0
Hörður Sveinsson '73 4-0
Jóhann Ragnar Benediktsson '81 5-0
16.09.2012  -  17:00
Nettó-völlurinn í Keflavík
Pepsi-deild karla
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Ómar Jóhannsson
Sigurbergur Elísson
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
6. Einar Orri Einarsson ('83)
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('74)
25. Frans Elvarsson (f)

Varamenn:
9. Daníel Gylfason
10. Hörður Sveinsson ('70)
11. Bojan Stefán Ljubicic ('74)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Keflavíkur og Fram í Pepsi-deild karla.

Liðin eru klár hér sitthvorum megin við textan. Keflvíkingurinn Jóhann Birnir Guðmundsson tekur út eins leiks bann fyrir rauða spjaldið í síðasta leik gegn FH og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson leikmaður Fram tekur út eins leiks bann í dag vegna fjögurra gulra spjalda.

Í lið Keflavíkur vantar líka Hilmar Geir Eiðsson og hjá Fram er Hlynur Atli Magnússon ekki meira með í sumar vegna ökklabrots.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Jæja þá er allt komið í gírinn hérna í Sunny-Kef. Nokkrar breytingar eru á liðunum í dag.
Fyrir leik
Eins og áður segir er Hlynur Atli Magnússon ekki með í dag hjá Fram vegna ökklabrots, þá dettur Denis Cardaklija úr hópnum vegna meiðsla en hinn 18 ára gamli Sigurður Hrannar björnsson kemur inn í hans stað.
Fyrir leik
Það er ekkert nema ungviður á bekknum þar einnig. Hólmbert Aron (19), Jökull Steinn (18), Gunnar Oddgeir (20), Stefán Birgir (19), Andri Freyr (18) ásamt Sveinbirni Jónassyni, sem er reynsluboltinn á bekknum.
Fyrir leik
Leikurinn er að fara að hefjast. Dómarinn er að fara að flauta þetta á!
1. mín
Leikurinn er hafinn!
2. mín
Sam Hewson með fyrsta skot leiksins, en það er afar slappt.
6. mín
Framarar sækja á heimamenn. Ómar Jóhannsson ver laglega í tvígang.
11. mín
Frans Elvarsson í dauðafæri! Fékk stungusendingu inn fyrir, en Ögmundur Kristinsson varði frábærlega í markinu! Vörnin sofandi þarna hjá Frömurum, sem heimamenn hefðu átt að nýta sér en gerðu ekki.
18. mín MARK!
Sigurbergur Elísson (Keflavík)
18. mín
SIGURBERGUR!!! Laglega gert hjá honum. Guðmundur Steinarsson átti sendinguna inn fyrir og Sigurbergur kláraði laglega í fjærhornið!
27. mín
Sam Tillen með hörkuskot úr aukaspyrnu en Ómar sá við honum. Gestirnir aðeins að sækja í sig veðrið!
36. mín Rautt spjald: Alan Lowing (Fram)
36. mín
ALAN LOWING FÆR RAUTT!! Hann sparkaði Frans Elvarsson niður, klárt rautt spjald.
42. mín
Áhorfendur á Nettóvellinum eru 713 talsins.
43. mín
EINAR ORRI MEÐ SKALLA Í SLÁ!! Sigurbergur með laglega fyrirgjöf beint á kollinn á Einari sem skallar í slá. Framarar heppnir að vera ekki tveimur mörkum undir.
45. mín
Sam Tillen með gott skot af löngu færi, en Ómar ver boltann yfir markið. Hornspyrna.
45. mín
Hálfleikur! 1-0 fyrir Keflavík. Sanngjarnt, en Framarar hafa þó átt sín færi. Verður erfitt fyrir þá manni færri, en Keflvíkingar halda áfram baráttunni um þriðja sætið.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn!
53. mín
Kristinn Ingi virtist vera þrumaður niður rétt fyrir utan teig, en ekkert dæmt, boltinn var á milli,
61. mín
Guðmundur Steinarsson með hornspyrnu sem Ögmundur þarf að hafa sig allan í að verja aftur fyrir sig.
62. mín MARK!
Sigurbergur Elísson (Keflavík)
62. mín
SIGURBERGUR MEÐ ANNAÐ MARK!!! Hann fær boltann þarna inni í teignum, heldur honum vel og klárar svo í fjærhornið. Þvílíkur leikur hjá drengnum!
69. mín Rautt spjald: Jón Gunnar Eysteinsson (Fram)
69. mín MARK!
Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík)
70. mín
Inn:Hörður Sveinsson (Keflavík) Út:Guðmundur Steinarsson (Keflavík)
70. mín
ALLT AÐ GERAST!! EINAR ORRI SKORAR EFTIR SENDINGU FRÁ DENIS!! Það eru svo eftirmálar þar sem Jón Gunnar Eysteinsson er rekinn útaf fyrir að sparka í Denis. Það er allt bókstaflega að gerast!
73. mín MARK!
Hörður Sveinsson (Keflavík)
73. mín
HÖRÐUR SVEINS STIMPLAR SIG INN!! Hræðilegur varnarleikur hjá Frömurum, Hörður vinnur boltann og skorar í sínum fyrstu snertingum.
74. mín
Inn:Sveinbjörn Jónasson (Fram) Út:Almarr Ormarsson (Fram)
74. mín
Inn:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík) Út:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík)
81. mín MARK!
Jóhann Ragnar Benediktsson (Keflavík)
81. mín
JÓHANN RAGNAR MEÐ MARK BEINT ÚR AUKASPYRNU!!! Frábær aukaspyrna sem hann skrúfar í hægra hornið, óverjandi fyrir Ögmund. Þvílíkur leikur hjá heimamönnum.
83. mín
Inn:Elías Már Ómarsson (Keflavík) Út:Einar Orri Einarsson (Keflavík)
90. mín
Leik lokið! 5-0 sigur hjá Keflavík í dag! Viðtöl og umfjöllun innan skamms!
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
Daði Guðmundsson
10. Orri Gunnarsson
11. Almarr Ormarsson ('74)

Varamenn:
11. Jökull Steinn Ólafsson
12. Sigurður Hrannar Björnsson
21. Stefán Birgir Jóhannesson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Jón Gunnar Eysteinsson ('69)
Alan Lowing ('36)