City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Selfoss
4
3
BÍ/Bolungarvík
0-1 Atli Guðjónsson '20
1-1 Michael Abnett '24 , sjálfsmark
1-2 Sölvi G Gylfason '43
Tómas Leifsson '57 2-2
2-3 Andri Rúnar Bjarnason '60
Stefán Ragnar Guðlaugsson '75 3-3
Joe Tillen '83 4-3
03.09.2011  -  14:00
Selfossvöllur
1.deild karla
Aðstæður: Mjög góðar
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 700
Maður leiksins: Jón Daði Böðvarsson
Byrjunarlið:
12. Jóhann Ólafur Sigurðsson (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
8. Ingvi Rafn Óskarsson (f)
9. Joseph David Yoffe ('87)
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)

Varamenn:
7. Svavar Berg Jóhannsson ('77)
10. Ingólfur Þórarinsson ('87)

Liðsstjórn:
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Ingi Rafn Ingibergsson

Gul spjöld:
Ingvi Rafn Óskarsson ('67)

Rauð spjöld:
1. mín
Sæl og velkomin í beina textalýsingu frá leik Selfoss og BÍ/Bolungarvík sem hefst kl: 14:00 á Selfossvelli. Aðstæður eru allar eins og best verður á kosið, gott veður, völlurinn góður og áhorfendur eru farnir að streyma á völlinn.
1. mín
Leikur hafinn á Selfossi og heimamenn byrjuðu með boltann og sækja í átt að frjálsíþróttavellinum fyrir þá sem þekkja til.
3. mín
Dauðafæri hjá Selfyssingum sem hafa byrjað leikinn mun betur. Viðar Örn komst einn í gegn en Þórður Ingason náði að loka vel á hann bjarga gestunum fyrir horn.
7. mín
Stefán Ragnar náði að skapa usla á vítateig BÍ/Bolungarvíkur eftir langt innkast sem Endre Brenne náði að koma fyrir sig í úrvalsfæri en var dæmdru brotlegur fyrir bakhrindingu í þann mund er hann var að munda skotfótinn.
8. mín
Andri Rúnar sóknarmaður BÍ/Bol var við það að komast í gegn en Jóhann Ólafur í marki Selfoss náði að loka vel á hann. Heimamenn eru sterkari í byrjun en gestirnir reyna að ógna með hröðum skyndisóknum.
17. mín
Góð sókn hjá Selfyssingum sem endar með skoti frá Jói Daða sem Þórður Ingason mátti hafa sig allan við að slá í burtu.
19. mín
Heimamenn heimta víti frá Garðari dómara þar sem skot frá Ivar Skjerve fór í hönd varnarmanns gestana. Rauði Baróninn var þó ekki á því og hefur líklega metið það sem svo að hann var með höndina að sér.
20. mín MARK!
Atli Guðjónsson (BÍ/Bolungarvík)
MARK - Atli Guðjónsson skorar fyrir gestina heldur skrítið mark. Jóhann Ólafur misreiknaði illa úthlaup og missti boltann yfir sig þar sem Tomi Ameobi og Atli Guðjóns lúrðu og Atli afgreiddi boltann í stöngina þaðan sem hann rúllaði í hina stöngina og í netið. Selfyssingar héldu að brotið hefði verið á Jóhanni sem kveinkaði sér eitthvað eftir markið.
24. mín SJÁLFSMARK!
Michael Abnett (BÍ/Bolungarvík)
MARK - Selfyssingar jafna eins og skot! Jón Daði Böðvarsson átti fullkomlega allan heiðurinn af þessu marki en hann fór mjög illa með varnarmenn BÍ/Bol sem þorðu ekki að brjóta á honum. Jón Daði komst upp að endamörkum þar sem hann sendi fyrir markið þar sem boltinn fór í Abnett varnarmann gestana, þaðan í slánna og inn fyrir línuna.
31. mín
Ef að Tony Pulis stjóri Stoke er með njósnara hérna á Selfossi er ég nokkuð viss um að Stefán Ragnar fari til þeirra í janúar. Innköstin hjá honum er stórhættuleg og ná iðulega að skapa usla í vítateig andstæðinga Selfoss.
35. mín
Andri Rúnar mjög óheppinn að koma gestunum ekki yfir eftir að skot hans lak í stöngina á marki Selfyssinga. Stefán Ragnar var fyrstur að átta sig og sparkaði boltanum frá marki.
40. mín
Álitleg sókn hjá heimamönnum þar sem Viðar Örn, Jón Daði og Arilíus gerðu áhlaup á varnarmenn gestana. Arilíus fékk mikið frelsi til að bruna upp hægri kantinn en náði ekki að koma með nógu góða fyrirgjöf fyrir markið á þá Viðar og Jón Daða. Sendingin fór of nálægt markinu og Þórður átti ekki í vandræðum með að grípa inní.
42. mín
Babacar í dauðafæri eftir hornspyrnu frá Joe Tillen en hann skallaði rétt framhjá.
43. mín MARK!
Sölvi G Gylfason (BÍ/Bolungarvík)
MARK - Sölvi G Gylfason með frábært mark, setti boltann efst í markhornið eftir skot fyrir utan teig. Andri Rúnar hafði náð að komast framhjá Stefáni Ragnari og koma boltanum á Sölva sem hamraði hann í netið.
45. mín
Hálfleikur á Selfossi og leikurinn að fara nokkurnvegin eftir plani hjá Guðjóni Þórðasyni og hans mönnum. Selfyssingar eru mun meira með boltann og sækja meira en gestirnir klára sín færi vel.
46. mín
Leikur hafinn að nýju og BÍ/Bol afrekuðu að missa boltann strax eftir miðju. Mjög skrítið þar sem Ameobi potaði boltanum aðeins áfram en Joe Tillen var fyrstur að átta sig og náði honum.
51. mín
Selfyssingar eru mun meira með boltann en ná ekki að brjóta varnarmúr gestana á bak aftur en eru mun líklegri eins og er.
57. mín MARK!
Tómas Leifsson (Selfoss)
Mark - Arilíus Marteinsson jafnar metin eftir góðan sprett og fyrirgjöf frá Joe Tillen frá vinstri kanti. Þetta mark lá í loftinu.
59. mín
Frábær markvarsla frá Þórði Ingasyni en hann náði að verja frá Viðari sem var 2 metra frá marki.
60. mín MARK!
Andri Rúnar Bjarnason (BÍ/Bolungarvík)
MARK - Andri Rúnar refsar heimamönnum grimmilega og kemur sínum önnum strax yfir aftur. Andri Rúnar slapp aleinn í gegn, Andri Freyr varnarmaður Selfoss náði honum en rann er hann ætlaði að loka á hann og Andri Rúnar átti ekki í vandræðum að klára færið. Fyrsta færi BÍ/Bol í seinni og það er engu líkara en þeir skori í hverri sókn.
63. mín
Inn:Sigþór Snorrason (BÍ/Bolungarvík) Út:Sigurgeir Sveinn Gíslason (BÍ/Bolungarvík)
67. mín Gult spjald: Ingvi Rafn Óskarsson (Selfoss)
Gult á Babacar fyrir full harkalega tæklingu.
69. mín
Inn:Ibrahima Ndiaye (Selfoss) Út:Peter Klancar (Selfoss)
75. mín MARK!
Stefán Ragnar Guðlaugsson (Selfoss)
MAR - Heimamenn jafna enn á ný. Arilíus tók horspyrnu og eftir þvögu í teignum sýndist mér Joe Tillen vera sá síðasti sem potaði boltanum yfir línuna. Magnaður leikur.
Leiðrétt - það var Stefán Ragnar sem skoraði fyrir Selfoss.
77. mín
Inn:Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss) Út:Tómas Leifsson (Selfoss)
Sævar Gísla kominn inná og hann var mjög nálægt því að koma sínum mönnum yfir er hann komst í gegn en náði ekki að fóta sig nógu vel áður en hann mundaði skotfótinn og Þórður lokaði vel á hann.
81. mín
Viðar Örn með skot í hliðarnetið úr þröngu færi eftir góðan undirbúning hjá Jóni Daða sem fann Viðar í markteignum.
81. mín
Inn:Pétur Georg Markan (BÍ/Bolungarvík) Út:Gunnar Már Elíasson (BÍ/Bolungarvík)
83. mín
Svakalegt færi hjá heimamönnum sem pressa núna mjög stíft á gestina. Jón Daði fékk boltann inni á teig og hamraði að marki, Þórður varði mjög vel og út í teig en heimamenn náðu ekki að klára færið.
83. mín MARK!
Joe Tillen (Selfoss)
MARK - Joe Tillen kemur heimamönnum yfir í fysta skipti í leiknum með frábæru skoti fyrir utan vítateig í bláhornið framhjá Þórði í markinu.
87. mín
Inn:Ingólfur Þórarinsson (Selfoss) Út:Joseph David Yoffe (Selfoss)
90. mín
Ótrúlegum leik lokið með miklum seiglu sigri heimamanna sem fagna vel í leikslok með heimamönnum. Selfoss heilt yfir betri í leiknum en leikskpulag BÍ/Bolungarvíkur var einnig gott og þeir naga sig líklega í handarbökin að hafa ekki a.m.k. haft stig með sér vestur.
Umfjöllun kemur seinna í dag.
Byrjunarlið:
5. Loic Mbang Ondo
5. Michael Abnett
6. Gunnar Már Elíasson ('81)
7. Sigurgeir Sveinn Gíslason ('63)
9. Andri Rúnar Bjarnason

Varamenn:
12. Bjarki Pétursson (m)
2. Axel Sveinsson
10. Alexander Veigar Þórarinsson
13. Sigþór Snorrason ('63)
13. Pétur Georg Markan ('81)
15. Nikulás Jónsson
21. Andrés Hjörvar Sigurðsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: