Stjarnan
2
2
FH
Halldór Orri Björnsson
'10
1-0
1-1
Albert Brynjar Ingason
'15
1-2
Atli Guðnason
'81
Mark Doninger
'94
2-2
16.09.2012 - 19:15
Samsung-völlurinn
Pepsi-deildin
Aðstæður: Kalt en logn og þurrt
Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr.
Áhorfendur: 1.300
Samsung-völlurinn
Pepsi-deildin
Aðstæður: Kalt en logn og þurrt
Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr.
Áhorfendur: 1.300
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason
('84)
Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
27. Garðar Jóhannsson
('84)
Liðsstjórn:
Hilmar Þór Hilmarsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Klukkan 19:15 verður flautað til leiks í stórleik umferðarinnar á Samsung-vellinum í Garðabæ. Stjarnan er í harðri baráttu um Evrópusæti og FH-liðið á hvorki meira né minna möguleika á að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.
Óhætt er að segja að leikir þessara nágrannafélaga hafi verið fjörugir síðustu ár. Fyrri leikurinn í Kaplakrika í sumar endaði með 2-2 jafntefli þar sem hinn marksækni bakvörður, Guðjón Árni Antoníusson gerði bæði mörk FH-inga. Þá hefur mikið verið skorað á teppinu í Garðabæ í síðustu viðureignum félaganna. Í fyrra sigruðu Stjörnumenn 4-0 á heimavelli sínum, en FH vann 1-4 bæði 2010 og 2009.
Allir eru klárir í slaginn hjá FH að undanskildum Atla Viðari Björnssyni sem enn er að jafna sig á meiðslum. Ólafur Páll Snorrason hefur æft af kappi undanfarið eftir meiðslatíð og ætti að vera klár fyrir lokasprett mótsins. (fh.is)
Dómari í kvöld er Akureyringurinn Þóroddur Hjaltalín Jr. en aðstoðardómarar Áskell Þór Gíslason og Ásgeir Þór Ásgeirsson sem einnig eru að norðan.
Óhætt er að segja að leikir þessara nágrannafélaga hafi verið fjörugir síðustu ár. Fyrri leikurinn í Kaplakrika í sumar endaði með 2-2 jafntefli þar sem hinn marksækni bakvörður, Guðjón Árni Antoníusson gerði bæði mörk FH-inga. Þá hefur mikið verið skorað á teppinu í Garðabæ í síðustu viðureignum félaganna. Í fyrra sigruðu Stjörnumenn 4-0 á heimavelli sínum, en FH vann 1-4 bæði 2010 og 2009.
Allir eru klárir í slaginn hjá FH að undanskildum Atla Viðari Björnssyni sem enn er að jafna sig á meiðslum. Ólafur Páll Snorrason hefur æft af kappi undanfarið eftir meiðslatíð og ætti að vera klár fyrir lokasprett mótsins. (fh.is)
Dómari í kvöld er Akureyringurinn Þóroddur Hjaltalín Jr. en aðstoðardómarar Áskell Þór Gíslason og Ásgeir Þór Ásgeirsson sem einnig eru að norðan.
Fyrir leik
Spámenn dagsins í dag eru tveir:
Tómas Þór Þórðarson, Morgunblaðinu:
2-2 jafntefli.
Stefán Pálsson, 365:
3-1 fyrir FH.
Leifur Garðarsson sagði á Stöð 2 Sport að við gætum fengið að sjá handboltatölur í kvöld. Það væri gaman enda tvö sóknarlið að mæta.
Tómas Þór Þórðarson, Morgunblaðinu:
2-2 jafntefli.
Stefán Pálsson, 365:
3-1 fyrir FH.
Leifur Garðarsson sagði á Stöð 2 Sport að við gætum fengið að sjá handboltatölur í kvöld. Það væri gaman enda tvö sóknarlið að mæta.
Fyrir leik
Stemningin er góð hér á Samsung-vellinum. Gunnleifur Gunnleifsson er í uppáhalds treyjunni sinni, þeirri bleiku.
1. mín
Leikur hafinn Þrátt fyrir að klukkan sé ekki orðin 19:15 þá hefur Þóroddur Hjaltalín flautað til leiks. Á örugglega flug til Akureyrar skömmu eftir leik.
2. mín
Frábærlega gert hjá Atla sem átti gott framhjáhlaup, sendi boltann fyrir en enginn var mættur í boxið!
4. mín
Hörður Árnason með skalla eftir horn en Hólmar Örn Rúnarsson bjargaði á marklínu! Frábær byrjun á leiknum. Þetta verður fjör.
7. mín
Freyr Bjarnason með groddalega tæklingu á Atla Jóhannsson. Heppinn að fá ekki spjald. Halldór Orri Björnsson tók aukaspyrnuna en framhjá fór boltinn.
10. mín
MARK!
Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Stjörnumenn skora! Halldór Orri Björnsson með fallegt mark af löngu færi! Garðbæingar unnu boltann, honum var rennt á Halldór sem var ekkert að hika.
15. mín
MARK!
Albert Brynjar Ingason (FH)
Þvílíkur leikur! Albert Brynjar skoraði eftir hornspyrnu sem Björn Daníel tók. Guðmann flikkaði boltanum til Alberts sem var við fjærstöngina.
22. mín
Ellert Hreinsson í dauðafæri en hitti ekki markið! Fjörið heldur áfram. Það gætu verið komin mun fleiri mörk.
24. mín
Guðmann Þórisson stálheppinn að fá ekki gult spjald. Held að Þóroddur sé ekki með spjöldin.
Orri Freyr Rúnarsson, útvarpsmaður á X-inu:
Er ekki mute takki a þessum helvìtis vallarþul i Garðabænum?
Er ekki mute takki a þessum helvìtis vallarþul i Garðabænum?
43. mín
FH-ingar hafa verið meira með boltann síðustu mínútur en skyndisóknir Stjörnunnar eru stórhættulegar.
45. mín
Gunnar Örn Jónsson með frábæran sprett, prjónaði sig í gegnum FH-vörnina en Freyr Bjarnason bjargaði þessu meistaralega.
Kolbeinn Tumi
Freyr Bjarnason er fáránlega seigur varnarmaður. Skilar alltaf sínu, frábærar staðsetningar og líklegur í föstum leikatriðum. #Key
Freyr Bjarnason er fáránlega seigur varnarmaður. Skilar alltaf sínu, frábærar staðsetningar og líklegur í föstum leikatriðum. #Key
62. mín
Ef þessi leikur endar með jafntefli þá er FH öruggt með Íslandsmeistaratitilinn. Það er lítið í gangi í leiknum.
75. mín
Björn Daníel Sverrisson skaut framhjá. Fyrsta skotið í leiknum í langan tíma kemur frá Birni. Frekar hátt yfir.
76. mín
Ingvar Jónsson varði skot sem Albert Brynjar Ingason tók - fékk boltann inn í vítateig, náði fínu skoti á markið en Ingvar varði vel.
81. mín
MARK!
Atli Guðnason (FH)
Rangstöðugildra Stjörnunnar brást og skyndilega var Atli kominn einn á móti Ingvari. Hann setti boltann í gegnum klofið á honum. Viktor Örn átti stoðsendinguna.
94. mín
MARK!
Mark Doninger (Stjarnan)
Doninger kom boltanum inn af mjög stuttu færi og jafnar.
Byrjunarlið:
3. Guðjón Árni Antoníusson
4. Pétur Viðarsson
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Atli Guðnason
14. Albert Brynjar Ingason
('86)
21. Guðmann Þórisson
25. Hólmar Örn Rúnarsson
('69)
Varamenn:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
13. Kristján Gauti Emilsson
('86)
16. Jón Ragnar Jónsson
45. Kristján Flóki Finnbogason
Liðsstjórn:
Emil Pálsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld: