City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Leiknir R.
2
0
ÍR
Vigfús Arnar Jósepsson '21 1-0
Andri Steinn Birgisson '80 2-0
22.09.2012  -  14:00
Leiknisvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Skýjað, völlurinn flottur
Dómari: Kristinn Jakobsson
Maður leiksins: Hilmar Árni (Leiknir)
Byrjunarlið:
Vigfús Arnar Jósepsson ('84)
Óttar Bjarni Guðmundsson
8. Sindri Björnsson
11. Brynjar Hlöðversson
21. Hilmar Árni Halldórsson

Varamenn:
9. Kolbeinn Kárason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl! Hér verður bein textalýsing frá Leiknisvelli þar sem Leiknir og ÍR eigast við í lokaumferð 1. deildarinnar. Grannaslagur framundan.

Leiknismenn eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni en ÍR-ingar eru þegar fallnir niður í 2. deild.

Leiknismenn eru í bílstjórasætinu fyrir leikinn, eru í öruggu sæti með 22 stig. Höttur er með 21 stig og heimsækir topplið Þórs Akureyri en eftir leikinn munu Þórsarar fá bikarinn fyrir sigur í deildinni.

Leiknismenn eru alveg öruggir með sigri í dag. Ef þeir gera jafntefli eða tapa þurfa þeir að treysta á að Höttur vinni ekki Þór.

Höttur heldur sér ef liðið vinnur Þór og Leiknir vinnur ekki ÍR. Ólíklegt er að jafntefli geti bjargað Hattarmönnum nema Leiknir tapi stórt fyrir ÍR.

ÍR-ingarnir hafa tapað tíu leikjum í röð en síðasti sigurleikur þeirra var gegn Leikni í fyrri umferðinni.

Leiknismenn hafa unnið síðustu tvo leiki sína síðan Willum Þór Þórsson var rekinn og Gunnar Einarsson gerður að spilandi þjálfara. Liðið er án síns markahæsta leikmanns í dag, Ólafur Hrannar Kristjánsson tekur út leikbann.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin. Trausti Björn og Quashie koma aftur inn í byrjunarlið ÍR eftir leikbönn.
Fyrir leik
Fremsti dómari landsins, Kristinn Jakobsson, sér um að dæma leikinn. Jóhann Gunnar Guðmundsson og silfurrefurinn Viðar Helgason, tveir af færustu aðstoðardómurum landsins, halda á flöggunum.

Það er kominn ágætis fjöldi af stuðningsmönnum Leiknis á völlinn og sannkölluð fjölskyldustemning ríkir. DJ Þórir er að fara hamförum á græjunum og umgjörðin gæti vart verið betri.
1. mín
Leikur hafinn - Afar fáir stuðningsmenn ÍR mættir. Skiljanlegt enda liðið fallið.
2. mín
Leiknir fær strax dauðafæri en Petrone með hörmulega afgreiðslu.
9. mín
Jafnræði með liðunum. Leiknir ekki að taka mikla áhættu hér í byrjun.
15. mín
Tíðindalitlar upphafsmínútur.
19. mín
Andri Steinn í svakalegu færi en varnarmaður ÍR bjargaði með tæklingu á síðustu stundu.
20. mín
Á sama tíma berast fréttir af því að Þór sé komið yfir gegn Hetti. Staða Leiknis er þá ansi góð en Höttur þarf að vinna leikinn fyrir norðan til að fella Leikni.
21. mín MARK!
Vigfús Arnar Jósepsson (Leiknir R.)
Góð sókn Leiknis sem endaði með því að Samuel Petrone renndi boltanum á fyrirliðann Vigfús Arnar sem skoraði í tómt markið. Fín byrjun hjá Leikni.
31. mín
Trausti Björn ansi álægt því að jafna! Góð skottilraun af löngu færi en Ásgeir Þór Magnússon bjargaði mjög vel.
33. mín
Inn:Viggó Kristjánsson (ÍR) Út:Atli Guðjónsson (ÍR)
36. mín Gult spjald: Gunnar Hilmar Kristinsson (ÍR)
Fyrrum leikmaður Leiknis kominn í bókina.
39. mín
Andri Steinn í fínu skotfæri en fór of mikið undir boltann. Yfir.
45. mín
Hálfleikur - Staðan ansi góð fyrir Leikni. Liðið er yfir og þar að auki er Þór að vinna Hött.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
49. mín
Andri Steinn með fína skottilraun en framhjá.
53. mín Gult spjald: Nigel Quashie (ÍR)
62. mín
Leiknismenn hafa verið fremur rólegir í sóknarleiknum síðan þeir komust yfir.
64. mín
Sindri Björnsson í dauðafæri til að koma Leikni í 2-0 en skaut á eina staðinn sem hann átti ekki að skjóta á. Beint á markvörð ÍR.
66. mín
Inn:Pétur Már Harðarson (Leiknir R.) Út:Damir Muminovic (Leiknir R.)
66. mín Gult spjald: Trausti Björn Ríkharðsson (ÍR)
76. mín
Hilmar Árni Halldórsson með skot af löngu færi en Brynjar Örn varði með naumindum.
80. mín MARK!
Andri Steinn Birgisson (Leiknir R.)
Þetta er komið! Leiknir heldur sæti sínu í 1. deild. Andri Steinn skoraði með skalla í fjærhornið eftir fyrirgjöf Hilmars Árna.
84. mín
Inn:Stefán Jóhann Eggertsson (Leiknir R.) Út:Vigfús Arnar Jósepsson (Leiknir R.)
88. mín
Inn:Kjartan Andri Baldvinsson (Leiknir R.) Út:Sævar Freyr Alexandersson (Leiknir R.)
93. mín
LEIK LOKIÐ - Leiknir heldur sæti sínu. Höttur fellur með ÍR.
Byrjunarlið:
25. Brynjar Örn Sigurðsson (m)
Atli Guðjónsson ('33)
Trausti Björn Ríkharðsson
2. Steinar Haraldsson
2. Gunnar Hilmar Kristinsson
7. Jón Gísli Ström
9. Andri Björn Sigurðsson
10. Nigel Quashie
19. Kristinn Jens Bjartmarsson

Varamenn:
25. Trausti Sigurbjörnsson (m)
3. Reynir Haraldsson
11. Hafliði Hafliðason
14. Reynir Magnússon
27. Viggó Kristjánsson ('33)
28. Darri Steinn Konráðsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Trausti Björn Ríkharðsson ('66)
Nigel Quashie ('53)
Gunnar Hilmar Kristinsson ('36)

Rauð spjöld: