ÍA
0
1
Fram
0-1
Sam Tillen
'31
23.09.2012 - 16:00
Akranesvöllur
Pepsí-deild karla
Aðstæður: Völlurinn góður en frekar hvasst
Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr.
Áhorfendur: Um 700
Maður leiksins: Ögmundur Kristinsson
Akranesvöllur
Pepsí-deild karla
Aðstæður: Völlurinn góður en frekar hvasst
Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr.
Áhorfendur: Um 700
Maður leiksins: Ögmundur Kristinsson
Byrjunarlið:
Jóhannes Karl Guðjónsson
Páll Gísli Jónsson
Aron Ýmir Pétursson
Arnar Már Guðjónsson
Ármann Smári Björnsson
17. Andri Adolphsson
('79)
20. Gylfi Veigar Gylfason
32. Garðar Gunnlaugsson
Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
10. Jón Vilhelm Ákason
14. Ólafur Valur Valdimarsson
('79)
19. Eggert Kári Karlsson
Liðsstjórn:
Einar Logi Einarsson
Gul spjöld:
Aron Ýmir Pétursson ('89)
Jóhannes Karl Guðjónsson ('48)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og velkomnir í beina textalýsingu frá leik ÍA og Fram í næstsíðustu umferð Íslandsmótsins.
Fyrir leik
Þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið enda mætast hér lið í baráttu um Evrópusæti annars vegar og fallbaráttu hins vegar. Liðin hafa mæst í 120 skipti í opinberum leikjum á vegum KSÍ og hefur ÍA unnið 58 leiki, Fram 37 og 25 sinnum hafa leikir endað með jafntefli. Markatalan er einnig ÍA í hag eða 216 mörk gegn 183 mörkum Fram.
Fyrir leik
Áhorfendur eru byrjaðir að tínast inn á völlinn. Þeirra á meðal er framarinn Bjarki ''Dude, where are my drumbs'' Aðalsteinsson og Brynjólfur Þór Guðmundsson fréttahaukur og lúðraþeytari úr lúðrasveit verkalýðsins og RÚV þegar á móti blæs.
Fyrir leik
Liðin eru að berjast á tveimur ólíkum vígstöðvum í dag. ÍA er í harðri baráttu um Evrópusæti í sjötta sæti deildarinnar með 29 stig. Liðið hefur unnið átta leiki, gert fimm jafntefli og tapað sjö leikjum.
Fram hefur aftur á móti gengið brösuglega á tímabilinu og er í erfiðri fallbaráttu við Selfoss í tíunda sæti og eingöngu markamunur á milli liðanna. Fram hefur unnið sex leiki, gert þrjú jafntefli og tapað 11 leikjum.
Fram hefur aftur á móti gengið brösuglega á tímabilinu og er í erfiðri fallbaráttu við Selfoss í tíunda sæti og eingöngu markamunur á milli liðanna. Fram hefur unnið sex leiki, gert þrjú jafntefli og tapað 11 leikjum.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Þóroddur Hjaltalín Jr. Honum til aðstoðar eru Gylfi Már Sigurðsson og Einar Sigurðsson. Eftirlitsmaður KSÍ er Guðmundur Sigurðsson.
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp. Í leikmannahópi ÍA má t.d. sjá Hall ''JBiebs'' Flosason sem hefur átt góða spretti í sumar og Andra ''come on ref'' Adolphsson sem hefur verið fastamaður í liðinu.
Hjá Frömurum er hinn geðþekki Almarr Ormarsson í leikmannahópnum ásamt hinum óviðjafnanlega Kristni Inga Halldórssyni sem hefur farið á kostum í sóknarlínu Fram með 11 mörk og ekkert sjálfsmark.
Hjá Frömurum er hinn geðþekki Almarr Ormarsson í leikmannahópnum ásamt hinum óviðjafnanlega Kristni Inga Halldórssyni sem hefur farið á kostum í sóknarlínu Fram með 11 mörk og ekkert sjálfsmark.
Fyrir leik
Aðstæður til knattspyrnuiðkunar eru ekkert sérstakar í dag. Frekar kalt er í veðri og töluverður vindur sem fer á annað markið.
8. mín
Fátt markvert gerst fyrr en núna þegar Jóhannes Karl Guðjónsson á fast skot utan af kanti sem fer nokkuð yfir mark Fram.
9. mín
Almarr Ormarsson á góða rispu upp hægri kantinn, platar varnarmann og á fast skot fyrir mark ÍA sem Páll Gísli Jónsson þarf að hafa sig allan við að koma aftur fyrir endamörk.
11. mín
Jóhannes Karl Guðjónsson á gott skot rétt fyrir utan vítateig Fram sem Ögmundur Kristinsson ver af öryggi.
16. mín
Arnar Már Guðjónsson með góða sendingu inn í vítateig Fram þar sem Andri Adolphsson var á auðum sjó. Hann náði frekar slöku skoti sem fór hátt yfir markið.
18. mín
Kristinn Ingi Halldórsson á góða stungusendingu inn í vítateig ÍA þar sem Alan Lowing er í góðu marktækifæri. Skot hans fer rétt framhjá fjærstönginni.
19. mín
Almarr Ormarsson á góðan einleik upp vallarhelming ÍA, leikur á þrjá varnarmann uns hann kemst inn að markteig og nær föstu skoti á nærhornið. Páll Gísli Jónsson gerir vel í því að verja meistaralega í markinu.
28. mín
Garðar Gunnlaugsson á skot við vítateig Fram en boltinn fer nokkuð framhjá markinu.
31. mín
MARK!
Sam Tillen (Fram)
Fram á hornspyrnu og boltinn fer inn í vítateig ÍA. Þar hrekkur boltinn af varnarmanni fyrir fætur Samuel Tillen sem nær góðu skoti í fjærhornið.
32. mín
Skagamenn sækja strax í kjölfar marksins. Andri Adolphsson á góða fyrirgjöf inn í vítateig þar sem Hallur Flosason nær ágætu skoti en Ögmundur Kristinsson ver vel í markinu.
37. mín
Dean Martin á góða sendingu inn í vítateig Fram. Þar er klafs um boltann uns Andri Adolphsson nær til boltans og vippar honum yfir Ögmund í markinu. Boltinn smellir í þverslánni og Fram nær að hreinsa frá í kjölfarið.
42. mín
Jóhannes Karl Guðjónsson fær boltann á miðjum vallarhelmingi Fram. Hann er ekkert að tvínóna við það heldur á bylmingsskot sem fer rétt yfir markið.
53. mín
Daði Guðmundsson á góða sendingu inn í vítateig ÍA þar sem Samuel Hewson á skalla rétt framhjá stönginni.
67. mín
Framarar fá vítaspyrnu eftir að Ármann Smári Björnsson brýtur á Almarri Ormarssyni innan vítateigs. Almarr tekur spyrnuna sjálfur og skýtur boltanum framhjá stönginni.
70. mín
Samuel Tillen fær boltann í vítateig ÍA og nær ágætu skoti sem Páll Gísli Jónsson varði af öryggi í markinu.
75. mín
Alan Lowing fékk stungusendingu innfyrir vörn ÍA og var einn á móti markverði. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst honum að skjóta boltanum töluvert framhjá markinu.
84. mín
Boltinn er sendur fram í vítateig Fram. Ármann Smári Björnsson skallar boltann áfram til Fjalars Arnar Sigurðssonar sem nær góðu skoti en Ögmundur Kristinsson bjargar vel í markinu.
86. mín
Boltinn fer inn í vítateig Fram. Eftir mikið klafs fær Arnar Már Guðjónsson boltann einn á móti markverði en Ögmundur Kristinsson ver með frábæru úthlaupi.
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
Daði Guðmundsson
11. Almarr Ormarsson
Varamenn:
10. Orri Gunnarsson
12. Sigurður Hrannar Björnsson
21. Stefán Birgir Jóhannesson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Alan Lowing ('72)
Sam Tillen ('54)
Rauð spjöld: