City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
FH
6
2
Selfoss
Aldís Kara Lúðvíksdóttir '1 1-0
1-1 Katrín Ýr Friðgeirsdóttir '18
Aldís Kara Lúðvíksdóttir '25 2-1
Bryndís Jóhannesdóttir '38 3-1
Guðrún Björg Eggertsdóttir '55 4-1
Sigrún Ella Einarsdóttir '59 5-1
5-2 Anna María Friðgeirsdóttir '68
Aldís Kara Lúðvíksdóttir '90 6-2
03.09.2011  -  17:00
Kaplakrikavöllur
1. deild kvenna - Úrslitaleikur
Aðstæður: Draumaaðstæður fyrir úrslitaleik, sól, log og 16 stiga hiti.
Dómari: Óli Njáll Ingólfsson
Áhorfendur: Milli 500-600.
Maður leiksins: Aldís Kara Lúðvíksdóttir, FH.
Byrjunarlið:
Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
Aldís Kara Lúðvíksdóttir
Sigrún Ella Einarsdóttir
Halla Marinósdóttir
2. Sara Atladóttir
6. Berglind Arnardóttir ('86)
9. Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir ('54)
13. Aníta Lísa Svansdóttir ('82)
18. Nanna Rut Jónsdóttir (m) ('86)
21. Guðný Guðleif Einarsdóttir

Varamenn:
5. Margrét Sif Magnúsdóttir ('86)
7. Elísabet Guðmundsdóttir ('82)
17. Guðrún Björg Eggertsdóttir ('54)

Liðsstjórn:
Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir

Gul spjöld:
Sara Atladóttir ('54)
Bryndís Jóhannesdóttir ('36)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign FH og Selfoss í úrslitaleik 1. deildar kvenna.

Bæði lið tryggðu sér sæti í efstu deild að ári með því að leggja mótherja sína í undanúrslitum og nú er komið að því að komast að því hvaða lið er best í deildinni og fær að hampa bikar í leikslok.
Fyrir leik
Bæði lið unnu sína riðla. FH vann alla 12 leiki sína í A-riðli með markatölunni 81-11 og vann Hauka svo í umspilinu í báðum leikjum, samanlagt 14-1.

Selfoss vann 10 af 12 leikjum sínum, gerði eitt jafntefli og tapaði einum með markatölunni 32-4. Þær mættu Keflavík í umspili, töpuðu fyrst 3-2 og unnu svo seinni leikinn 6-1.
Fyrir leik
Leikið er á heimavelli FH, Kaplakrikavelli sem sumir setja spurningar við. Í fyrra mættust ÍBV og Þróttur á hlutlausum velli í Þorlákshöfn en árið þar á undan mættust FH og Haukar á Ásvöllum.
Fyrir leik
Fyrir leikinn verður mínútu þögn til minningar um Birgi Björnsson sem lést í gær. Birgir kom víða við í starfi FH, var frábær leikmaður hjá félaginu, þjálfari og síðar forstöðumaður Kaplakrika hússins.
Fyrir leik
Liðin ganga nú út á völlinn og styttist í að leikurinn hefjist. FH leikur í hvítum treyjum og svörtum buxum en Selfoss í vínrauðum treyjum og hvítum buxum.
Fyrir leik
Nú hefst mínútu þögn til minningar um Birgi Björnsson. Lið FH leikur með sorgarbönd í dag. Liðsstjórn og varamenn beggja liða ganga inn á völlinn og taka þátt í minningarathöfninni.
1. mín
Leikurinn er hafinn og það er FH sem byrjar með boltann.
1. mín MARK!
Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH)
FH tók aðeins 50 sekúndur í að komast yfir. Sigrún Ella Einarsdóttir stakk boltanum upp á Aldísi Köru Lúðvíksdóttur sem lék á Guðrúnu Arnardóttur og skoraði með góðu skoti á markið. Ótrúleg byrjun.
9. mín
Munaði litlu að Aldís Kara bætti við öðru marki. Hún var með boltann fyrir utan vítateig Selfoss og skaut á markið en beint í samskeytin og út.
18. mín MARK!
Katrín Ýr Friðgeirsdóttir (Selfoss)
Anna Þorsteinsdóttir sendi frábæran bolta af eigin vallarhelming inn í vallarhelming FH. Guðmunda var í baráttunni og næstum búin að skora en Katrín Ýr kom á ferðinni og kláraði færið.
25. mín MARK!
Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH)
Aldís Kara bætir við öðru marki sínu og kemur FH í 2-1. Bryndís stakk boltanum inná hana inn fyrir vörn Selfoss og Aldís afgreiddi færið vel.
30. mín
Sara Atladóttir bjargaði marklínu þegar hornspyrna Önnu Þorsteinsdóttur stefndi í markið.
33. mín
Eva Lind Elíasdóttir í dauðafæri eftir aukaspyrnu Selfyssinga en hitti ekki boltann.
34. mín
Það er fjör í þessu, því hinum megin á vellinum lék Aldís Kara á varnarmenn og skaut á markið rétt fyrir utan vítateig en yfir markið.
36. mín Gult spjald: Bryndís Jóhannesdóttir (FH)
Bryndís Jóhannesdóttir fær fyrstu áminningu leiksins.
38. mín MARK!
Bryndís Jóhannesdóttir (FH)
Bryndís kemur FH í 3-1. Eftir klafs í teignum náði hún loks til boltans og skaut yfir línuna.
42. mín
Jóhanna Steinþóra í góðu færi fyrir framan markið eftir sendingu Sigrúnar Ellu frá vinstri. Hún hitti boltann hins vegar illa.
45. mín
Óli Njáll dómari flautar fyrri hálfleikinn af. Staðan í hálfleik er 3-1 fyrir FH.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn.
48. mín
Eva Lind komst í gott skotfæri utarlega í teignum en hikaði og ekkert varð úr færinu.
54. mín Gult spjald: Sara Atladóttir (FH)
Sara Atladóttir fékk hér áminningu eftir ábendingu frá línuverði um eitthvað sem ég sá ekki.
54. mín
Inn:Guðrún Björg Eggertsdóttir (FH) Út:Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir (FH)
Fyrsta skipting leiksins, Guðrún Björg kemur beint á hægri kantinn fyrir Jóhönnu Steinþóru.
55. mín MARK!
Guðrún Björg Eggertsdóttir (FH)
Guðrún Björg var ekki lengi að stimpla sig inn í leikinn, í fyrstu snertingu skaut hún á markið og yfir Dagnýju í marki Selfoss. FH komið í 4-1.
56. mín
Selfoss reyndi að svara strax fyrir sig. Eva Lind slapp ein gegn Nönnu sem kom langt út úr teignum og kom boltanum frá.
59. mín MARK!
Sigrún Ella Einarsdóttir (FH)
Sigrún Ella slapp ein í gegn var ein gegn Dagnýju og skoraði auðveldlega. Skömmu áður hafði Guðrún björg átt skot í þverslá.
62. mín
Inn:Íris Sverrisdóttir (Selfoss) Út:Anna Þorsteinsdóttir (Selfoss)
Fyrsta skipting Selfyssinga, Anna Þorsteinsdóttir sem hefur verið að leggja upp færi og mark Selfoss er farin af velli.
65. mín
Bæði lið hafa átt fín skotfæri frá vítateigshorni hægra megin. Fyrst Berglind hjá FH og svo Katrín Ýr hjá Selfossi en báðar skutu framhjá.
68. mín MARK!
Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss)
Fransiska Jóney Pálsdóttir tók aukaspyrnu hægra megin fyrir utan vítateiginn, Guðmunda kom boltanum áfram á Önnu Maríu sem setti hann í markið. Staðan orðin 5-2.
70. mín
Guðmunda sneri á varnarmann af miklu harðfylgi og þrumaði á mark FH en Nanna náði að blaka boltanum yfir.
75. mín
Inn:Karen Inga Bergsdóttir (Selfoss) Út:Thelma Sif Kristjánsdóttir (Selfoss)
82. mín
Guðrún Björg aftur með skot utan af kanti sem fór í þverslánna.
82. mín
Inn:Elísabet Guðmundsdóttir (FH) Út:Aníta Lísa Svansdóttir (FH)
83. mín
Inn:Kristrún Rut Antonsdóttir (Selfoss) Út:Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss)
86. mín
Inn:Iona Sjöfn Huntingdon-Williams (FH) Út:Nanna Rut Jónsdóttir (m) (FH)
86. mín
Inn:Margrét Sif Magnúsdóttir (FH) Út:Bryndís Jóhannesdóttir (FH)
86. mín
Inn:Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir (FH) Út:Berglind Arnardóttir (FH)
Nú er FH búið að skipta inná öllum fimm varamönnum sínum, og líka markverðinum.
87. mín
Inn:Þórhildur Svava Svavarsdóttir (Selfoss) Út:Fransiska Jóney Pálsdóttir (Selfoss)
87. mín
Inn:Inga Lára Sveinsdóttir (Selfoss) Út:Dagný Pálsdóttir (m) (Selfoss)
Jæja, bæði lið búin með skiptingarnar. Þessar endalausu skiptingar hafa kæft leikinn algjörlega niður og leiktíminn rennur senn út.
89. mín
Það eru á milli 500-600 áhorfendur í Kaplakrikanum í kvöld.
90. mín MARK!
Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH)
Staðan orðin 6-2 fyrir FH. Aldís Kara með skot af stuttu færi í teignum. Nú er ljóst að FH er að verða 1. deildarmeistari kvenna 2011 enda aðeins uppbótartími eftir.
90. mín
Leiknum er lokið með 6-2 sigri FH. FH vinnur 1. deild kvenna 2011 eftir að hafa unnið alla leiki sína í deild í sumar. Viðtöl og umfjöllun kemur hér á Fótbolta.net síðar í kvöld.
Byrjunarlið:
Katrín Ýr Friðgeirsdóttir
1. Dagný Pálsdóttir (m) ('87)
3. Fransiska Jóney Pálsdóttir ('87)
5. Anna Þorsteinsdóttir ('62)
6. Þóra Margrét Ólafsdóttir
7. Anna María Friðgeirsdóttir
10. Guðmunda Brynja Óladóttir
11. Thelma Sif Kristjánsdóttir ('75)
13. Bergþóra Gná Hannesdóttir
18. Guðrún Arnardóttir
19. Eva Lind Elíasdóttir ('83)

Varamenn:
12. Inga Lára Sveinsdóttir (m) ('87)
8. Íris Sverrisdóttir ('62)
11. Karen Inga Bergsdóttir ('75)
23. Kristrún Rut Antonsdóttir ('83)

Liðsstjórn:
Þórhildur Svava Svavarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: