City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Valur
4
1
Grindavík
0-1 Hafþór Ægir Vilhjálmsson '16
Haukur Páll Sigurðsson '21 1-1
Matthías Guðmundsson '29 2-1
Indriði Áki Þorláksson '57 3-1
Indriði Áki Þorláksson '60 4-1
23.09.2012  -  16:00
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Vindur og blautur völlur
Dómari: Örvar Sær Gíslason
Áhorfendur: 481
Maður leiksins: Indriði Áki Þorláksson (Valur)
Byrjunarlið:
Matthías Guðmundsson ('65)
Haukur Páll Sigurðsson ('56)
10. Guðjón Pétur Lýðsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kolbeinn Kárason ('90)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn. Hér verður bein textalýsingr frá leik Vals og Grindavíkur í næstsíðustu umferð Pepsi-deildar karla.

Valsmenn eru fyrir leikinn með 25 stig í níunda sæti og þurfa sigur í dag til að gulltryggja sæti sitt í deildinni.

Grindvíkingar eru aftur á móti neðstir með ellefu stig og ljóst er að þeir leika í fyrstu deild að ári.
Fyrir leik
Hinn 17 ára gamli Indriði Áki Þorláksson fær tækifæri í byrjunarliði Valsmanna í dag.
Fyrir leik
Úlfar Hrafn Pálsson og Jónas Þór Næs bakverðir Vals taka út leikbann í dag. Andri Fannar Stefánsson og Þórir Guðjónsson leika í bakvarðarstöðunum í dag.
Fyrir leik
Afar fámennt er í stúkunni á Vodafonevellinum í dag. Ekki mikið en 40-50 mættir þegar leikmenn labba inn á.
1. mín
Guðjón Pétur Lýðsson þarf að skipta um skó strax á fyrstu mínútu þar sem sólinn fór undan skónum sem hann var í. Guðjón leikur í adidas enda starfsmaður í adidas búðinni til margra ára.
5. mín
Matthías Örn Friðriksson, vinstri bakvörður Grindvíkinga, með lúmska tilraun fyrir utan teig en skot hans á lofti fer rétt yfir. Matthías leikur í vinstri bakverði í dag en hann tekur stöðu Ray Anthony Jónssonar sem gerði sig sekan um slæm mistök í síðasta leik gegn KR.
16. mín MARK!
Hafþór Ægir Vilhjálmsson (Grindavík)
Hafþór Ægir kemst einn á móti Sindra eftir gott samspil Grindvíkinga og skorar með hægri fótar skoti í nærhornið. Fagnar markinu síðan með leikfimisæfingum.
21. mín MARK!
Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Valsmenn ekki lengi að jafna. Indriði Áki á fyrirgjöf frá hægri og Haukur Páll Sigurðsson skorar í annarri tilraun af markteig eftir að Loic Ondo komst fyrir fyrra skot hans.
26. mín
Haukur Páll tekur boltann á kassann og á síðan þrumuskot sem Óskar ver.
29. mín MARK!
Matthías Guðmundsson (Valur)
Valsmenn eru búnir að snúa taflinu sér í hag. Rúnar Már á góðan sprett inn í teiginn og sendir út á Matthías Guðmundsson sem þrumar boltanum í slána og inn. ,,Tacata" hljómar á Hlíðarenda, gríðarleg stemning!
34. mín
Óskar Péturs ískaldur í markin hjá Grindavík. Leikur á Hauk Pál sem kemur á fullri ferð á mótinu honum.
36. mín
Valsmenn eru mun líklegri. Indriði Áki á skot eftir fyrirgjöf frá Matthíasi og boltinn er að sigla inn þegar Loic Ondo nær að tækla burt á línu.
46. mín
Búið er að flauta til leikhlés. Valsmenn leiða verðskuldað 2-1 og virðast ætla að stimpla sig út úr fallbaráttunni.
46. mín
Örvar Sær hefur flautað síðari hálfleikinn á.
52. mín
Óskar Pétursson brýtur á Matthíasi Guðmundssyni sem er að reyna að ná fyrirgjöf frá vinstri. Örvar Sær bendir á punktinn og dæmir vítaspyrnu!
53. mín
Rúnar Már tekur fasta spyrnu í vinstra hornið en Óskar ver vel frá honum!
55. mín Gult spjald: Matthías Örn Friðriksson (Grindavík)
56. mín
Inn:Kolbeinn Kárason (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Haukur Páll fékk höfuðhögg í fyrri hálfleik og lýkur hér keppni.
57. mín MARK!
Indriði Áki Þorláksson (Valur)
Indriði Áki skorar með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu. Atli Sveinn skallaði boltann á Indriða sem stýrði boltanum í netið af markteig.
60. mín MARK!
Indriði Áki Þorláksson (Valur)
Copy/paste nánast! Atli Sveinn skallar hornspyrnu inn á markteiginn á Indriða sem skorar. Þessi 17 ára gamli leikmaður stýrði boltanum núna laglega í netið með hælnum.
62. mín
Inn:Pape Mamadou Faye (Grindavík) Út:Óli Baldur Bjarnason (Grindavík)
62. mín
Inn:Tomi Ameobi (Grindavík) Út:Alex Freyr Hilmarsson (Grindavík)
Guðjón Þórðarson gerir tvöfalda skiptingu. Sendir Pape Mamadou Faye og Tomi Ameobi inn á í von um að koma lífi í sóknarleikinn.
65. mín
Inn:Ásgeir Þór Ingólfsson (Valur) Út:Matthías Guðmundsson (Valur)
67. mín
Kristinn Freyr á fínan sprett en skot hans fór framhjá. Kolbeinn Kárason fær líka fínt far skömmu síðar en skot hans fer einnig framhjá.

Valsmenn eru líklegir til að bæta við mörkum á meðan það stendur ekki steinn yfir steini hjá Grindavík.
70. mín Gult spjald: Iain James Williamson (Grindavík)
78. mín
Grindvíkingar hafa sótt í sig veðrið eftir að Pape og Tomi komu inn á. Núna átti Magnús Björgvinsson hörkusprett sem endaði á því að hann sendi boltann inn á markteig þar sem Valsmenn ná á ótrúlegan hátt að bjarga því að þrír Grindvíkingar komi boltanum í netið.
79. mín
Starfsmaður Grindvíkinga sendur upp í stúku fyrir kjaftbrúk.
81. mín
Inn:Hafsteinn Briem (Valur) Út:Indriði Áki Þorláksson (Valur)
Indriði fær heiðursskiptingu og er klappað lof í lófa.
84. mín
Rúnar Már og Kolbeinn eiga báðir góða spretti með mínútu millibili sem enda á skoti framhjá fjærstönginni.
86. mín
Inn:Daníel Leó Grétarsson (Grindavík) Út:Hafþór Ægir Vilhjálmsson (Grindavík)
90. mín Gult spjald: Kolbeinn Kárason (Valur)
Matthías Örn Friðriksson bjargar á síðustu stundu þegar Kolbeinn er við það að pota boltanum í netið af markteig. Kolbeinn brýtur á honum og fær gula spjaldið. Hann verður því í leikbanni gegn FH í lokaumferðinni um næstu helgi, Kolbeinn kominn í frí.
Leik lokið!
Leiknum er lokið með sannfærandi 4-1 sigri Vals sem hafa þar með gulltryggt sæti sitt í Pepsi-deildinni.

Nánari umfjöllun kemur á Fótbolta.net síðar í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Óli Baldur Bjarnason ('62)
Marko Valdimar Stefánsson
7. Alex Freyr Hilmarsson ('62)
9. Matthías Örn Friðriksson
11. Hafþór Ægir Vilhjálmsson ('86)
17. Magnús Björgvinsson
24. Björn Berg Bryde

Varamenn:
2. Hákon Ívar Ólafsson
3. Daníel Leó Grétarsson ('86)
5. Gylfi Örn Á Ófjörð
10. Scott Ramsay
11. Tomi Ameobi ('62)

Liðsstjórn:
Ray Anthony Jónsson (Þ)

Gul spjöld:
Iain James Williamson ('70)
Matthías Örn Friðriksson ('55)

Rauð spjöld: