Stjarnan
0
0
Zorkiy Krasnogorsk
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
'37
26.09.2012 - 20:00
Samsung völlurinn
Meistaradeild UEFA kvenna
Aðstæður: Blankalogn en napurt.
Dómari: Jenny Palmqvist (Svíþjóð)
Samsung völlurinn
Meistaradeild UEFA kvenna
Aðstæður: Blankalogn en napurt.
Dómari: Jenny Palmqvist (Svíþjóð)
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Harpa Þorsteinsdóttir
('90)
Inga Birna Friðjónsdóttir
('85)
4. Glódís Perla Viggósdóttir
4. Edda María Birgisdóttir
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
9. Kristrún Kristjánsdóttir
('70)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
16. Kate A. Deines
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
3. Veronica Perez
('70)
11. Elva Friðjónsdóttir
('90)
22. Katrín Klara Emilsdóttir
25. Edda Mjöll Karlsdóttir
28. Ashley Bares
('85)
Liðsstjórn:
Helga Franklínsdóttir
Gul spjöld:
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('14)
Rauð spjöld:
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('37)
Fyrir leik
Góða kvöldið ágætu lesendur Fótbolta.net!
Framundan er viðureign Stjörnunnar og rússneska liðsins Zorky í meistaradeild kvenna. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á .net en hann hefst á slaginu átta!
Framundan er viðureign Stjörnunnar og rússneska liðsins Zorky í meistaradeild kvenna. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á .net en hann hefst á slaginu átta!
Fyrir leik
Byrjunarlið félaganna eru klár og má skoða þau hér sitt hvoru megin við textann. Það er í raun ekkert sem kemur á óvart í liðsvali Stjörnunnar.
Fyrir leik
Dómaratríó leiksins er frá Svíþjóð. Jenny Palmqvist flautar og þær Asa Olsson og Annica Johansson flagga. Fjórði dómari er Bríet Bragadóttir, efnilegur dómari frá Höfn í Hornafirði.
Fyrir leik
Liðin eru klár og Palmqvist dómari flautar leikinn á. Gestirnir í Zorkiy sækja í átt að íþróttamiðstöðinni.
3. mín
Stjörnustúlkur eiga fyrsta skot leiksins og það var ekkert smá skot. Fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa fékk sendingu út fyrir teiginn og náði þéttingsföstu skoti sem fór af varnarmanni og í stöngina. Vel gert hjá Stjörnunni.
6. mín
Spánverjinn Maria Ruiz á fyrsta markskot gestanna. Hún fær nóg pláss rétt utan teigs en setur boltann rétt framhjá.
10. mín
Harpa Þorsteinsdóttir á fína tilraun. Hún er aðþrengd hægra megin í teignum en gerir vel, snýr af sér varnarmenn og reynir að leggja boltanum í fjærhornið. Zhamanakova í markinu sér þó við henni og gestirnir ná að koma boltanum frá.
14. mín
Gult spjald: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan)
Fyrsta gula spjaldið fer á loft. Gunnhildur Yrsa straujar Pamelu Conti utan teigs. Gestirnir fá aukaspyrnu sem hægri bakvörðurinn Natalia Saratovceva tekur. Hún á fínt skot niðri í fjærhornið en Sandra nær að teygja sig í boltann.
24. mín
Fatima Leyva á skot hátt yfir markið eftir skemmtilega útfærða sókn rússneska liðsins.
27. mín
Harpa Þorsteinsdóttir á laglega sendingu upp í vinstra hornið á Ingu Birnu. Inga leikur í átt að marki og lætur vaða en skotið er alls ekki gott og fer hátt yfir.
28. mín
Fyrsta hornspyrnan í leiknum, hana fá gestirnir. Þær taka hana stutt og koma boltanum svo fyrir. Þar dettur hann fyrir fæturnar á Janaínu en hún potar honum yfir markið.
30. mín
Þarna voru Stjörnustúlkur heppnar því gestirnir hefðu átt að fá dæmda vítaspyrnu. Pamela Conti fékk magnaða stungusendingu inn í teiginn. Anna Björk virtist ná að vísa henni í átt frá marki en Conti náði einhvernveginn að halda boltanum, snúa og var á leið í skot þegar hún var spörkuð niður. Palmqvist dómari var alveg ofan í atvikinu og dæmdi ekkert.. En ég er nokkuð viss um að þarna hefði átt að dæma víti. Conti var skiljanlega ekki kát en við sem styðjum íslenskan fótbolta kvörtum ekki.
33. mín
Rússneska liðið er að færa sig upp á skaftið. Nú á Conti skalla yfir eftir góða fyrirgjöf frá hægri.
35. mín
Gult spjald: Elena Medved (Zorkiy Krasnogorsk)
Fyrirliðinn fær gult spjald fyrir brot á Hörpu hægra megin á vellinum. Ásgerður finnur Önnu Björk á fjærstöng úr aukaspyrnunni en hún nær ekki nægilegum krafti í skallann og Zhamanakova handsamar boltann.
37. mín
Rautt spjald: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan)
Gunnhildur Yrsa er of sein í tæklingu á Leyva og fær að líta sitt annað gula spjald. Klaufalegt brot og líklega réttur dómur þó brotið sem slíkt hafi ekki verið gróft.
39. mín
Medved vinstri bakvörður reynir skot utan teigs. Það er snúningur á boltanum en Sandra á ekki í vandræðum með skotið.
41. mín
Harpa finnur Ingu Birnu hægra megin. Hún kemur á fleygiferð og stingur sér aftur fyrir vinstri bakvörðinn. Kemst upp að endamörkum en reynir skot frekar en að leggja boltann út í teig. Skotið fer af varnarmanni og í horn en hornspyrna Ásgerðar er arfaslök og fer aftur fyrir.
44. mín
Edda María reynir skot af miðjum vallarhelmingi gestanna. Ágæt tilraun en boltinn svífur yfir fjærstöngina.
45. mín
Það er kominn hálfleikur í Garðabænum. Stjörnuliðið hefur verið að gera ágætlega gegn sterkum mótherjum en það verður ekki auðvelt að klára leikinn manni færri.
50. mín
Enn er Harpa að finna Ingu Birnu inn fyrir varnarlínu gestanna. Hún leikur inn að teignum og er við það að komast í fínt færi þegar varnarmenn Zorkyi koma boltanum í horn. Ekkert verður úr horninu.
62. mín
Inn:Nadezhda Levykina (Zorkiy Krasnogorsk)
Út:Fatima Leyva (Zorkiy Krasnogorsk)
Rússarnir gera breytingu á liði sínu.
64. mín
Færi hjá Stjörnunni. Þær fengu aukaspyrnu utan af velli. Boltanum var spyrnt á fjærstöngina þar sem Kate Deines skallaði hann fyrir markið. Anna Björk var vel staðsett með markið fyrir framan sig en hitti ekki boltann almennilega.
65. mín
Rússarnir búnir að fá tvö fín tækifæri með stuttu millibili. Fyrst dansaði Maria Ruiz í teignum og laumaði boltanum svo inná liðsfélaga sinn sem var dæmd rangstæð, sem betur fer fyrir Stjörnuna. Stuttu síðar átti Vira Dyatel ágætt skot en Sandra sá við henni.
70. mín
Inn:Veronica Perez (Stjarnan)
Út:Kristrún Kristjánsdóttir (Stjarnan)
Anna María færir sig yfir í vinstri bakvörðinn og Edda María færir sig af miðjunni og niður í hægri bakvörðinn á meðan Perez kemur sér fyrir á miðjunni.
72. mín
Medved á fyrirgjöf frá vinstri. Finnur Elenu Morozova sem fær nóg pláss í teignum en er eitthvað utan við sig og nær ekki skalla á markið.
74. mín
Enn sækja Rússarnir og aftur á Medved fyrirgjöf frá vinstri. Hún laumar boltanum niðri á nærstöngina þar sem að Pamela Conti er mætt og reynir skot. Sandra er þó vel á verði og handsamar boltann. Þetta verður erfitt fyrir Stjörnuna í lokin.
79. mín
Inn:Ekaterina Sochneva (Zorkiy Krasnogorsk)
Út:Natalia Saratovceva (Zorkiy Krasnogorsk)
81. mín
Gult spjald: Alla Lyshafay (Zorkiy Krasnogorsk)
Fyrsta gula spjaldið í síðari hálfleik fær Alla Lyshafay. Hún átti ekki brotið en er búin að vera kvartandi og kveinandi allan leikinn og fær spjaldið líklega fyrir tuð.
82. mín
Hættuleg sókn hjá Zorkyi. Þær bruna upp hægri kantinn og koma boltanum fyrir. Anna María kemst fyrir en boltinn hrekkur út á Morozova sem fær frítt skot út teignum en setur boltann yfir.
84. mín
Hasar fyrir framan Stjörnumarkið.. Þetta gerist svo hratt að maður áttar sig ekki alveg á því sem er í gangi. Rússarnir eiga skot úr teignum en mér sýnist Anna María henda sér fyrir. Þær fá boltann svo aftur og ná skoti á markið, boltinn fer framhjá Söndru en í stöngina og Stjarnan kemur boltanum frá.
85. mín
Hinum megin á vellinum fær Harpa góða sendingu inn fyrir. Hún hleypur samsíða varnarmönnum og reynir skot þegar hún er komin rétt inn í teiginn hægra megin en skot hennar fer framhjá fjærstönginni.
87. mín
Það er fjör hérna í lokin. Morozova á skot utan teigs sem sleikir utanverða stöngina og fer aftur fyrir.
88. mín
Varamaðurinn Levykina reynir skot utan af velli en það er beint á Söndru sem stendur fyrir sínu í markinu.
89. mín
Dauðafæri eftir hornspyrnu. Boltinn dettur niður í teiginn og fyrir fæturnar á Mariu Ruiz sem á bara efitr að koma honum yfir marklínuna. Henni bregst þó bogalistin og setur boltann framhjá.
90. mín
Inn:Elva Friðjónsdóttir (Stjarnan)
Út:Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Þorlákur gerir sína síðustu skiptingu. Vonandi tekst honum að róa leikinn aðeins með þessu en það hefur legið ansi mikið á Stjörnunni.
Byrjunarlið:
1. Maria Zhamanakova (m)
5. Elena Medved
7. Fatima Leyva
('62)
8. Pamela Conti
9. Elena Morozova
10. Maria Ruiz
19. Alla Lyshafay
32. Vira Dyatel
51. Anastasia Kostyukova
55. Janaína
93. Natalia Saratovceva
('79)
Varamenn:
30. Nadezhda Mezakova (m)
11. Ekaterina Sochneva
('79)
18. Elena Gorbacheva
21. Natalia Osipova
26. Anastasia Slonova
63. Nadezhda Levykina
('62)
88. Oksana Ryabinicheva
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Alla Lyshafay ('81)
Elena Medved ('35)
Rauð spjöld: