Selfoss
1
3
ÍA
0-1
Jón Vilhelm Ákason
'11
Jon Andre Royrane
'14
1-1
1-2
Garðar Gunnlaugsson
'37
1-3
Arnar Már Guðjónsson
'41
Endre Ove Brenne
'48
29.09.2012 - 14:00
Selfossvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Mjög fínar
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 592
Maður leiksins: Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
Selfossvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Mjög fínar
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 592
Maður leiksins: Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
Byrjunarlið:
15. Vigfús Blær Ingason (m)
8. Ingvi Rafn Óskarsson (f)
9. Joseph David Yoffe
19. Luka Jagacic
('83)
20. Sindri Pálmason
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)
22. Andri Már Hermannsson
Varamenn:
12. Jóhann Ólafur Sigurðsson (m)
10. Ingólfur Þórarinsson
('83)
12. Magnús Ingi Einarsson
13. Bjarki Aðalsteinsson
('52)
Liðsstjórn:
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Gul spjöld:
Tómas Leifsson ('68)
Luka Jagacic ('50)
Rauð spjöld:
Endre Ove Brenne ('48)
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik Selfyssinga og ÍA í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í dag.
Selfyssingar eru í mikilli fallhættu og það þarf ýmislegt að ganga á ef að liðið ætlar að bjarga sér frá falli. Selfyssingar þurfa að sigra ÍA, treysta á að ÍBV vinni Fram og um leið vonast til að vinna upp sex marka mun sem er á milli liðanna.
Skagamenn sigla aftur á móti lygnan sjó í sjöunda sætinu en þeir geta hoppað upp um eitt sæti og einnig dottið niður í níunda sætið.
Selfyssingar eru í mikilli fallhættu og það þarf ýmislegt að ganga á ef að liðið ætlar að bjarga sér frá falli. Selfyssingar þurfa að sigra ÍA, treysta á að ÍBV vinni Fram og um leið vonast til að vinna upp sex marka mun sem er á milli liðanna.
Skagamenn sigla aftur á móti lygnan sjó í sjöunda sætinu en þeir geta hoppað upp um eitt sæti og einnig dottið niður í níunda sætið.
Fyrir leik
Bernard Petrus Brons leikmaður Selfyssinga tekur út leikbann í leiknum í dag. Þá er Aron Ýmir Pétursson í leikbanni hjá Skagamönnum.
Fyrir leik
Völlurinn á Selfossi er í flottu standi og allt til staðar fyrir góðan leik í dag.
Fyrir leik
Skagamenn fóru illa með Selfyssinga í fyrri leiknum í sumar en niðurstaðan á Akranesi var 4-0.
Fyrir leik
Tómas Leifsson var úrskurðaður í leikbann á fundi aganefndar á þriðjudag. Það voru hins vegar mistök, hann er ekki í banni og er á vinstri kantinum í dag.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Stuðningsmenn Selfyssinga virðast ekki hafa alltof mikla trú á verkefninu því að stúkan er ekki einu sinn hálffull.
7. mín
Andri Adolphsson fær ágætis færi eftir undirbúning hjá Jóni Vilhelm Ákasyni en skot hans fer framhjá.
11. mín
MARK!
Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
Skagamenn komast yfir og brekkan er orðinn ansi brött fyrir Selfyssinga. Eftir fyrirgjöf frá vinstri kastar Ismet Duracak sér á boltann og slær hann beint á Jón Vilhelm Ákason sem þakkar fyrir sig með því að skora í autt markið.
14. mín
MARK!
Jon Andre Royrane (Selfoss)
Selfyssingar svara strax. Viðar Örn vippar boltanum skemmtilega framhjá varnarmönnum ÍA inn á Jon Andre Royrane sem skorar með skoti í fjærhornið.
15. mín
Ismet Duracak ver skalla Ármanns Smára eftir hornspyrnu og í kjölfarið er mikill darraðadans í markteignum áður en Selfyssingar ná að hreinsa.
17. mín
Viðar Örn með skalla sem Árni Snær ver auðveldlega. Það eru færi á báða bóga hér, fjörug byrjun!
25. mín
Selfyssingar fá aukaspyrnu í vítateigsboganum. Jón Daði Böðvarsson þrumar í átt að marki en boltinn fer beint í hausinn á Kára Ársælssyni sem steinliggur.
33. mín
Viðar Örn Kjartansson á skot sem Árni ver eftir langt innkast frá Stefáni Ragnari. Selfyssingar verða að fara að skora ef þeir ætla sér að bjarga sæti sínu.
35. mín
Tómas Leifsson fær fínt færi á fjærstönginni eftir undirbúning hjá Jóni Daða en honum bregst bogalistin.
37. mín
MARK!
Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Garðar Gunnlaugsson kemur Skagamönnum yfir eftir frábæran undirbúning hjá Jóni Vilhelm Ákasyni. Jón Vilhelm fíflar Stefán Ragnar og rennur boltanum síðan framhjá Duracak og á Garðar sem skorar í autt markið af markteig. Níunda mark Garðars í sumar.
40. mín
Þetta mark kom nokkuð gegn gangi leiksins en Selfyssingar höfðu verið frískari síðustu mínúturnar.
41. mín
MARK!
Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Ég þori að fullyrða að Selfyssingar munu leika í 1. deildinni næsta sumar. Arnar Már skorar þriðja mark ÍA eftir sendingu frá Garðari.
45. mín
Búið er að flauta til leikhlés. Selfyssingar virðast vera búnir að gefast upp, það vantar alla baráttu hjá þeim og það þarf kraftaverk til að liðið nái að bjarga sæti sínu.
45. mín
Selfyssingar halda lokahóf sitt í kvöld og hægt er að kaupa miða á það hér í hálfleik.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn. Það er kannski lýsandi að Skagamenn taka baráttuhring fyrir síðari hálfleikinn á meðan Selfyssingar standa og horfa á.
48. mín
Rautt spjald: Endre Ove Brenne (Selfoss)
Ástandið versnar og versnar hjá Selfyssingum. Endre Ove Brenne tæklar Arnar Már Guðjónsson upp við vítateiginn og Þorvaldur Árnason lyftir rauða spjaldinu umsvifalaust. Ljót tækling en erfitt að sjá það héðan hvort hún verðskuldaði beint rautt spjald.
52. mín
Inn:Bjarki Aðalsteinsson (Selfoss)
Út:Jon Andre Royrane (Selfoss)
Hafþór fyllir skarð Ove Brenne í hjarta varnarinnar. Royrane, markaskorari Selfyssinga, er ekkert alltof sáttur við þessa skiptingu.
61. mín
592 áhorfendur á vellinum í dag. Slök mæting hjá Selfyssingum miðað við mikilvægi leiksins.
63. mín
Inn:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
Út:Einar Logi Einarsson (ÍA)
Einar Logi fær gula spjaldið og þakkar síðan fyrir sig. Theo Furness fer í bakvörðinn og Ólafur Valur á kantinn.
76. mín
Inn:Fjalar Örn Sigurðsson (ÍA)
Út:Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
Jón Vilhelm mun ekki valda meiri usla í vörn Selfyssinga í dag.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Jóhannes Karl Guðjónsson
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson
('63)
Ármann Smári Björnsson
10. Jón Vilhelm Ákason
('76)
17. Andri Adolphsson
('70)
20. Gylfi Veigar Gylfason
32. Garðar Gunnlaugsson
Varamenn:
14. Ólafur Valur Valdimarsson
('63)
19. Eggert Kári Karlsson
Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Gul spjöld:
Fjalar Örn Sigurðsson ('90)
Einar Logi Einarsson ('63)
Rauð spjöld: