Ísland U21
0
2
Noregur
0-1
Joshua King
'31
0-2
Thomas Rogne
'87
06.09.2011 - 16:15
Kópavogsvöllur
Undankeppni EM 2013 (U21)
Aðstæður: Fínasta fótboltaveður
Dómari: Jakop Kehlet
Kópavogsvöllur
Undankeppni EM 2013 (U21)
Aðstæður: Fínasta fótboltaveður
Dómari: Jakop Kehlet
Byrjunarlið:
1. Arnar Darri Pétursson
('52)
2. Kristinn Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Elías Már Ómarsson
10. Aron Jóhannsson
13. Jóhann Laxdal
14. Guðlaugur Victor Pálsson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
('68)
18. Eiður Aron Sigurbjörnsson
Varamenn:
1. Frederik Albrecht Schram (m)
('52)
6. Guðmundur Þórarinsson
14. Magnús Þórir Matthíasson
15. Brynjar Gauti Guðjónsson
16. Kristján Flóki Finnbogason
('68)
17. Daníel Leó Grétarsson
('58)
18. Jóhann Helgi Hannesson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Eiður Aron Sigurbjörnsson ('60)
Guðlaugur Victor Pálsson ('56)
Arnar Darri Pétursson ('49)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og verið velkomnir í beina textalýsingu frá leik Íslands og Noregs í undankeppni EM U21 liða sem fram fer árið 2013 í Ísrael. Hér til hliðar má sjá byrjunarlið beggja liða.
Fyrir leik
Splunkunýtt U21 lið Íslands er með 3 stig í Riðli 8 en auk Noregs eru þar einnig lið Englands, Belgíu (sem Ísland vann) og Azerbaijan. Noregur er eina liðið sem hefur ekki enn spilað leik í þessum riðli.
Fyrir leik
Lið Íslands er talsvert breytt. Björn Bergmann Gunnarsson er í A-landsliðinu sem mætir Kýpur klukkan 18:45 í kvöld og þá eru þeir Kolbeinn Kárason, Hlynur Atli Magnússon og Árni Snær Ólafsson (markvörður) ekki lengur í hópnum. Í þeirra stað eru þeir Dofri Snorrason, Magnús Þórir Matthíasson, Jóhann Helgi Hannesson og Ásgeir Þór Magnússon (markvörður) komnir inn í hópinn.
Fyrir leik
Lið Íslands er talsvert breytt frá síðasta leik. Björn Bergmann Gunnarsson er í A-landsliðinu sem mætir Kýpur klukkan 18:45 í kvöld og þá eru þeir Kolbeinn Kárason, Hlynur Atli Magnússon og Árni Snær Ólafsson (markvörður) ekki lengur í hópnum. Í þeirra stað eru þeir Dofri Snorrason, Magnús Þórir Matthíasson, Jóhann Helgi Hannesson og Ásgeir Þór Magnússon (markvörður) komnir inn í hópinn.
Fyrir leik
Talandi um að lið Íslands sé breytt frá síðasta leik, hvað þá frá nýafstöðnu sumri. Einu tveir leikmennirnir sem voru í hóp á EM í Danmörku eru þeir Arnar Darri Pétursson og Þórarinn Ingi Valdimarsson, og hvorugur þeirra spilaði svo mikið sem eina mínútu úti.
Fyrir leik
Lið Noregs er fullt af gríðarlega sterkum leikmönnum. Fremstur meðal jafningja er líkast til Markus Henriksen, leikmaður Rosenborgar, en hann spilaði einmitt á Kópavogsvelli fyrr í sumar gegn Breiðablik í undankeppni Meistaradeildarinnar. Fyrirliðinn Thomas Rogne er á mála hjá Celtic og þá eru tveir liðsfélagar Veigars Páls Gunnarssonar hjá Valeranga í byrjunarliðinu. Á pappírum ættu Norsararnir því að vera með betra lið en við, en síðan hvenær unnust leikir á pappírum?
Fyrir leik
Þeir sem vilja tjá sig um þessa viðureign á Twitter mega endilega nota hashtaggið #Fotbolti - vel valdar færslur birtast svo hérna á síðunni.
Magnús Már Einarsson ritstjóri Fótbolta.net
U21 vinnur Norsarana 2-0 og A-landsliðið tekur Kýpur 2-1. Koma svo! #fotbolti
U21 vinnur Norsarana 2-0 og A-landsliðið tekur Kýpur 2-1. Koma svo! #fotbolti
Fyrir leik
Eyjólfur Sverrisson röltir og fær sér sæti í stúkunni. Landsliðsþjálfarinn tekur út sinn annan leik sem hann fékk í banni úti í Danmörku og er Tómas Ingi Tómasson því aftur við stjórnvölinn í dag.
Fyrir leik
Leikmenn ganga inn á völlinn með dómarann Jakop Kehlet í fararbroddi. Kehlet er frá Danmörku og dæmdi hann leik KR og Dinamo Tbilisi hér á landi fyrr í sumar. Kauði þótti ekki standa sig sérstaklega vel þar en gerir vonandi betur í dag.
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir hafa verið spilaðir og leikmenn takast í hendur. Nú er leikurinn í þann mun að hefjast.
5. mín
Norðmenn byrja af ágætum krafti. Fengu skot strax í byrjun sem var þó auðveldlega varið og hafa svo þjarmað ágætlega að okkar mönnum. Íslenska liðinu gengur illa að halda boltanum.
7. mín
Fín skyndisókn hjá íslenska liðinu! Boltinn berst á kantinn á Aron Jóhannsson sem geysist upp og hann leggur boltann síðan út á Þórarinn Inga Valdimarsson sem er með nægan tíma fyrir utan teiginn, en skot hans fer framhjá markinu.
10. mín
Þarna munaði litlu!! Íslendingarnir komust í aðra skyndisókn, Jóhann Laxdal geystist upp hægri kantinn og lagði boltann út á Björn Daníel Sverrisson sem átti þrumuskot rétt framhjá markinu! Íslenska liðið er að gera vel í skyndisóknum það sem af er, en Jóhann átti þarna geysilega flottan sprett og þaut framhjá varnarmanni Norsaranna.
12. mín
Íslenska liðið fær fyrstu hornspyrnu leiksins, hún er tekin stutt en því miður nýtist hún ekki vel þó að hugmyndin hafi verið fín.
14. mín
Áfram sækja Íslendingarnir. Þarna reyndi Kristinn Steindórsson skot úr þröngu færi en það fór framhjá. Hann hefði mátt reyna eitthvað annað en skot þarna.
16. mín
Skalli rétt yfir!!! Jóhann Laxdal á frábæra fyrirgjöf sem ratar á kollinn á Kristni Steindórssyni en Kristinn skallaði naumlega yfir markið!
20. mín
Frábær sókn hjá íslenska liðinu sem er mun betra þessa stundina! Hún endar með góðri fyrirgjöf frá Kristni Jónssyni en því miður nær Björn Daníel ekki alveg að teygja sig í boltann og hann fer aftur fyrir.
Sigfús Örn íbúi í Árósum
Hef bullandi trú á að AronJó rjúfi markastífluna í dag og verði óstöðvandi í haust í AGF. Þórarinn leggur upp af stakri prýði #fotbolti #U21
Hef bullandi trú á að AronJó rjúfi markastífluna í dag og verði óstöðvandi í haust í AGF. Þórarinn leggur upp af stakri prýði #fotbolti #U21
26. mín
Norðmennirnir hafa átt tvö skot með ekkert allt of löngu millibili en bæði hafa farið yfir. Rétt í þessu misstu Íslendingar boltann á hættulegum stað, þeir geystust upp Norðmennirnir en náðu ekki að gera sér mat úr þessu.
31. mín
MARK!
Joshua King (Noregur)
Norðmenn eru komnir yfir, þvert gegn gangi leiksins!! Gísli Páll Helgason gerir hræðileg mistök í hægri bakverðinum og missir boltann til Harmeet Singh. Singh nær svo fyrirgjöfinni sem fer yfir Finn Orra og á kollinn á Joshua King sem skallar knöttinn í netið. Sárgrætilegt efir flottan leik íslenska liðsins fram að þessu.
33. mín
Íslenska liðið bregst ágætlega við því að hafa lent undir. Strax í næstu sókn eftir miðjuna náði Þórarinn Ingi skoti sem var þó auðveldlega varið og svo vann Guðlaugur Victor hornspyrnu sem náðist þó ekki að nýta.
Tómas Þór Þórðarson blaða- og útvarpsmaður
Hræðilegt ef Björn Bergmann horfir á í 90 í kvöld og U21 tapar. U21 sárvantar hann. A-liðið samt í forgangi. En verður pirrandi. #fotbolti
Hræðilegt ef Björn Bergmann horfir á í 90 í kvöld og U21 tapar. U21 sárvantar hann. A-liðið samt í forgangi. En verður pirrandi. #fotbolti
39. mín
Fáránlegt að Harmeet Singh fái ekki spjald hérna. Hann nánast rífur Guðlaug Victor úr treyjunni og slær síðan til hans en fær bara tiltal.
41. mín
Gult spjald: Joakim Vage Nilse (Noregur)
Joakim Vage Nilse fær að líta gult spjald fyrir rosalega tæklingu á Björn Daníel!! Hann straujaði Björn eftir að hann hafði gefið boltann frá sér og var aldrei spurning að um spjald var að ræða þarna.
45. mín
Flautað hefur verið til leikhlés og leiða gestirnir frá Noregi 1-0. Grátleg staða miðað við það hvernig leikurinn hefur verið. Sorglegt að íslenska liðinu hafi ekki tekist að skora, þeir hafa átt fjölda ágætra færa og urmul af föstum leikatriðum, en því miður vantar upp á.
46. mín
A-landsliðsmennirnir Sölvi Geir Ottesen og Indriði Sigurðsson eru á svæðinu, þeir verða ekki með í kvöld og ákváðu því að sjálfsögðu að kíkja á þennan leik. Sölvi Geir japlar á kleinu í rólegheitunum og unir henni vel, að því er virðist.
49. mín
Gult spjald: Arnar Darri Pétursson (Ísland U21)
Víti á Arnar Darra!! Þetta var jafnvel enn klaufalegra en hjá Stefáni Loga í leiknum gegn Noregi úti. Anders Konradsen komst einn í gegn, potaði boltanum framhjá Arnari sem keyrði utan í hann og fékk víti og gult spjald. Arnar Darri virtist hafa meitt sig, en hann liggur óvígur á vellinum. Sérlega klaufalegt þetta.
52. mín
Inn:Frederik Albrecht Schram (Ísland U21)
Út:Arnar Darri Pétursson (Ísland U21)
Arnar Darri getur ekki haldið leik áfram og Ásgeir Þór Magnússon, leikmaður Hattar (á láni frá Val) kemur inn á. Hans fyrsta verk verður að reyna að verja vítaspyrnu Norðmanna.
54. mín
ÁSGEIR VER VÍTIÐ!!!! HANN KEMUR INN MEÐ TROMPI OG VER VÍTASPYRNU JOSHUA KING YFIR MARKIÐ OG Í HORNSPYRNU!! HVÍLÍK INNKOMA, HANN HELDUR OKKUR ENNÞÁ INNI Í LEIKNUM!!
56. mín
Gult spjald: Guðlaugur Victor Pálsson (Ísland U21)
Guðlaugur Victor fær gult spjald fyrir tæklingu á Joakim Vage Nilse. Þetta virtist fullkomlega lögleg tækling en dómarinn var ekki á því máli.
58. mín
Inn:Daníel Leó Grétarsson (Ísland U21)
Út:Gísli Páll Helgason (Ísland U21)
Íslendingar eiga fína sókn sem endar á góðri fyrirgjöf Kidda Jóns en Aron nær ekki að koma skoti að marki. Í kjölfarið er þessi skipting síðan gerð.
60. mín
Gult spjald: Eiður Aron Sigurbjörnsson (Ísland U21)
Eiður Aron fær gult spjald fyrir að stöðva skyndisókn Norðmanna. Gott brot samt, eins professional foul og þær geta orðið.
65. mín
Flamur Kastrati á skot rétt yfir mark Íslendinga úr þröngu færi. Hann hefði betur lagt boltann út í teiginn á King en ákvað að gera það ekki, sem betur fer. Annars hafa Norðmenn verið mun sterkari fyrstu 20 mínúturnar þó að íslenska liðið sé aðeins að koma til.
68. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (Ísland U21)
Út:Þórarinn Ingi Valdimarsson (Ísland U21)
Þórsari inn fyrir Eyjamann. Íslendingar gera sína síðustu skiptingu.
74. mín
Mjög einfalt game-plan hjá Norsurum, það hefði þó getað skilað sér í marki þarna. Boltanum er í þriðja sinn á örfáum mínútum nelgt fram á Joshua King sem nær svo að leggja hann á Harmeet Singh, en skot Singh úr ágætu færi fer yfir markið.
76. mín
Það er lítið í spilunum sem bendir til þess að Íslendingar séu að fara að jafna metin. Seinni hálfleikurinn hefur verið frekar slakur, þá sérstaklega miðað við góða frammistöðu í fyrri hálfleik.
79. mín
Harmeet Singh fær hálftíma til að athafna sig fyrir utan vítateiginn, enginn fer í hann, en sem betur fer er skot hans hárfínt framhjá.
Birgir H. Stefánsson
Sniðugt að láta Tómas Ingi stjórna U21 liðinu á Kópavogsvelli? Ekki beint sigursæll þar... vægast sagt #fotbolti
Sniðugt að láta Tómas Ingi stjórna U21 liðinu á Kópavogsvelli? Ekki beint sigursæll þar... vægast sagt #fotbolti
82. mín
Eiður Aron liggur í teignum eftir hörkusókn Íslendinga! Aukaspyrna barst inn í teiginn og skot Atla var blokkerað af varnarmanni! Einhverjir stuðningsmenn vildu fá víti en ég sá ekki á hvað.
87. mín
MARK!
Thomas Rogne (Noregur)
2-0 fyrir Norðmenn, þar með er þetta búið! Vegar Hedenstad tók aukaspyrnu og fyrirliðinn Thomas Rogne var á undan Ásgeiri markverði í boltann og potaði honum í netið. Þarna sváfu menn algerlega á verðinum.
89. mín
Þarna munaði litlu! Ísland fær aukaspyrnu vinstra megin við teiginn, Atli Sigurjónsson fær boltann og skýtur millimetra framhjá markinu!!
90. mín
Það eru sex mínútur í uppbótartíma, enda lá Arnar Darri lengi óvígur eftir samstuðið áðan.
Byrjunarlið:
1. Arild Ostbo
2. Vegar E Hedenstad
4. Thomas Rogne
5. Stafan Strandberg
7. Harmeet Singh
8. Markus Henriksen
9. Flamur Kastrati
('87)
10. Joshua King
14. Joakim Vage Nilse
15. Anders Konradsen
16. Valon Berisha
Varamenn:
3. Akin Novri
6. Etzaz Hussain
11. Yannerik Bahezre
12. Anders Kristiansen
13. Jorgen Hammer
17. Muhamed Keita
('87)
18. Mushagalusa Namugunga
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Joakim Vage Nilse ('41)
Rauð spjöld: