FH
2
1
Valur
Albert Brynjar Ingason
'9
1-0
Ólafur Páll Snorrason
'57
2-0
2-1
Haukur Páll Sigurðsson
'78
29.09.2012 - 14:00
Kaplakriki
Pepsi-deild karla
Aðstæður: 6 stiga hiti, sá gola og skýjað þó það sé bjart yfir.
Dómari: Kristinn Jakobsson
Kaplakriki
Pepsi-deild karla
Aðstæður: 6 stiga hiti, sá gola og skýjað þó það sé bjart yfir.
Dómari: Kristinn Jakobsson
Byrjunarlið:
Ólafur Páll Snorrason
('65)
3. Guðjón Árni Antoníusson
4. Pétur Viðarsson
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Atli Guðnason
14. Albert Brynjar Ingason
21. Guðmann Þórisson
('76)
Varamenn:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
16. Jón Ragnar Jónsson
('88)
17. Atli Viðar Björnsson
25. Hólmar Örn Rúnarsson
('65)
Liðsstjórn:
Emil Pálsson
Gul spjöld:
Viktor Örn Guðmundsson ('13)
Guðmann Þórisson ('27)
Pétur Viðarsson ('53)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 2-1 sigri FH sem taka á móti bikarnum á eftir.FH endar í 1. sæti og Valur í 8. sæti. Viðtöl, umfjöllun og myndir síðar í kvöld.
88. mín
Inn:Jón Ragnar Jónsson (FH)
Út:Bjarki Gunnlaugsson (FH)
Bjarki Gunnlaugsson hefur lokið knattspyrnuferli sínum. Hann gengur hér af velli og öll stúkan stendur upp og klappar fyrir honum.
78. mín
MARK!
Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Haukur Páll minnkar muninn fyrir Val með skoti af stuttu færi við stöngina. Þessu marki fagnaði enginn í stúkunni svo það virðist sem fáir Valsarar hafi látið sjá sig í dag.
65. mín
Pétur Viðarsson sendi frábæra sendingu inn fyrir vörn Vals á Albert Brynjar sem var að sleppa einn í gegn en Matarr Jobe var fljótur til baka og varðist.
62. mín
FH-ingar gera harða hríð að marki Vals eftir annað markið og komust í tvö dauðafæri núna. Bjarki sendi frábæra sendingu inn fyrir vörn Vals á Atla Guðna sem var einn gegn Sindra sem varði út, þar kom Ólafur Páll og skaut í stöngina og í kjölfarið skaut Björn Daníel framhjá. Í kjölfarið komust Viktor og Björn Daníel í dauðafæri sem Sindri varði.
57. mín
MARK!
Ólafur Páll Snorrason (FH)
Björn Daníel skaut föstu skoti á markið sem Sindri varði en hélt ekki boltanum og Ólafur Páll var mættur og lyfti boltanum yfir hann og í markið.
55. mín
Viktor með góða sendingu inn í teiginn á fjærstöngina þar sem Atli kom á ferðinni og skaut að marki en Sindri Snær varði.
47. mín
Bjarki Bergmann með skot framhjá marki Vals. Engin hætta. Hann er að leika kveðjuleik sinn í dag og vill örugglega ljúka ferlinum með marki. Hann skoraði síðast fyrir FH fyrir rúmum fimm árum í bikarleik í Vestmannaeyjum.
45. mín
Það er kominn hálfleikur í Kaplakrika. FH er 1-0 yfir með marki Alberts Brynjars á 9. mínútu.
40. mín
Atli Guðnason skallaði boltann til baka fyrir fætur Guðjóns Árna sem skaut rétt framhjá marki Vals.
38. mín
Guðjón Árni í hættulegu færi. Viktor Örn sendi inn í teiginn og Guðjón Árni kastaði sér á hann og ætlaði að skalla en hitti ekki.
37. mín
Björn Daníel Sverrisson miðjumaður FH gerir það sama og Daniele de Rossi leikmaður ítalska landsliðsins. Er í stutterma keppnistreyju en innanundirbol með aðeins einni ermi. De Rossi er að fela tattú með þessu en við vitum ekki leyndarmálið hjá Birni Daníel.
27. mín
Gult spjald: Guðmann Þórisson (FH)
Guðmann fær áminningu fyrir brot á Hauki Páli.
21. mín
Sindri fór langt út úr teignum til að elta Albert Brynjar út við endamörk, Albert kom boltanum í teiginn á Björn Daníel sem skaut þrisvar á markið en varnarmenn Vals björguðu alltaf.
16. mín
Þvílík tilþrif hjá Birni Daníel. Ólafur Páll fór upp hægra megin og sendi háan bolta fyri markið, þar tók Björn Daníel boltann á hælinn og beint í þverslánna. Þetta hefði verið mark sumarsins hefði hann skorað.
13. mín
Gult spjald: Viktor Örn Guðmundsson (FH)
Viktor braut á leikmanni Vals fyrir utan vítateig og fær áminningu.
12. mín
Gunnleifur þurfti að hafa fyrir því að blaka skalla Atla Sveins yfir markið og í horn.
9. mín
MARK!
Albert Brynjar Ingason (FH)
Albert Brynjar kemur FH yfir. Atli Guðnason sendi boltann inn fyrir vörn Vals á Albert sem afgreiddi færið snyrtilega framhjá Sindra í markinu.
Fyrir leik
FH-ingar ganga inn á völl í hvítum bolum merktum LUV, til minningar um Hermann Fannar Valgarðsson stuðningsmann liðsins sem lést í vetur og þá Magnús Guðmundsson og Árna Frey Guðmundsson sem létust á síðasta ári.
Fyrir leik
Það er frítt á völlinn í Kaplakrika í dag svo það er um að gera fyrir alla að rífa sig upp og drífa sig í Kaplakrikann. FH-ingar fá líka bónus í lokin þegar þeir fá að sjá sína menn lyfta bikar. Nú þegar tíu mínútur eru í að leikurinn hefjist er stöðugur straumur í stúkuna.
Fyrir leik
Indriði Áki Þorláksson fær tækifærið í byrjunarliði Vals í dag, annan leikinn í röð. Hann skoraði tvö mörk í síðasta leik og þrátt fyrir að hafa aðeins komið inná sem varamaður í 5 öðrum leikjum í sumar er hann kominn með fjögur mörk í deildinni.
Liverpool hefur þegar óskað eftir að fá hann og skoða hann um leið og tímabilinu lýkur.
Liverpool hefur þegar óskað eftir að fá hann og skoða hann um leið og tímabilinu lýkur.
Fyrir leik
Kristján Guðmundsson þjálfari Vals gerir eina breytingu frá 4 - 1 sigrinum á Grindavik í síðustu umferð. Jónas Tór Næs kemur aftur inn í byrjunarliðið í stað Andra Fannars Stefánssonar. Næs tók út leikbann í síðasta leik.
Fyrir leik
Ólafur Páll Snorrason kemur inn í byrjunarlið FH að nýju eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Hann kom inná sem varamaður í síðustu tveimur leikjum og átti mjög góðar innkomur þó honum hafi orðið það á að skora sjálfsmark í síðasta leik. Atli Viðar Björnsson sem einnig hefur verið lengi frá vegna meiðsla er kominn í leikmannahópinn að nýju.
Heimir Guðjónsson þjálfari FH stillir upp sterku liði í dag en gerir nokkrar breytingar frá leiknum gegn ÍBV þar sem hann hvíldi lykilmenn eins og Gunnleif Gunnleifsson, Bjarka Gunnlaugsson og Frey Bjarnason sem koma allir inn í byrjunarlið í dag. Viktor Örn Guðmundsson fær sæti í byrjunarliðinu á kostnað Danny Thomas.
Heimir Guðjónsson þjálfari FH stillir upp sterku liði í dag en gerir nokkrar breytingar frá leiknum gegn ÍBV þar sem hann hvíldi lykilmenn eins og Gunnleif Gunnleifsson, Bjarka Gunnlaugsson og Frey Bjarnason sem koma allir inn í byrjunarlið í dag. Viktor Örn Guðmundsson fær sæti í byrjunarliðinu á kostnað Danny Thomas.
Byrjunarlið:
Matthías Guðmundsson
Haukur Páll Sigurðsson
10. Guðjón Pétur Lýðsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
('89)
Varamenn:
23. Andri Fannar Stefánsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: