City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Ísland
0
2
Sviss
0-1 Tranquillo Barnetta '65
0-2 Mario Gavranovic '79
16.10.2012  -  18:30
Laugardalsvöllur
Undankeppni HM
Aðstæður: Logn en kalt
Dómari: Alan Kelly (Írland)
Áhorfendur: 8.369
Byrjunarlið:
6. Grétar Rafn Steinsson (f)
6. Ragnar Sigurðsson
8. Eggert Gunnþór Jónsson ('83)
8. Birkir Bjarnason
10. Gylfi Þór Sigurðsson
11. Alfreð Finnbogason
13. Jóhann Laxdal
14. Kári Árnason (f)
19. Rúrik Gíslason ('70)
20. Emil Hallfreðsson
23. Ari Freyr Skúlason

Varamenn:
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('70)
13. Bjarni Ólafur Eiríksson
16. Rúnar Már Sigurjónsson
17. Orri Sigurður Ómarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Emil Hallfreðsson ('85)
Kári Árnason (f) ('82)
Grétar Rafn Steinsson (f) ('64)
Rúrik Gíslason ('31)
Eggert Gunnþór Jónsson ('20)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl!

Hér verður bein textalýsing frá stórleik Íslands og Sviss í 4. umferð í undankeppni HM. Leikurinn hefst klukkan 18:30.

Það er erfitt verkefni framundan fyrir okkar stráka enda Sviss líklega með sterkasta lið riðilsins. Sviss er í efsta sæti með 7 stig en Ísland er í öðru sæti með 6 stig. Ísland getur því náð efsta sæti með sigri í kvöld.

Það er mikil stemning fyrir leikinn og verður Laugardalsvöllurinn vafalítið þétt setinn í kvöld.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, tekur út leikbann og verður hægri bakvörðurinn Grétar Rafn Steinsson fyrirliði í hans stað.

Dómarinn í kvöld er frá Írlandi. Alan Kelly, flautar til leiks kl. 18:30 á Laugardalsvelli. Honum til aðstoðar verða landar hans, Damien Macgraith og Marc Douglas.

Á föstudagskvöldið síðasta vann Ísland glæsilegan 2-1 útisigur í Albaníu á meðan Sviss gerði 1-1 jafntefli gegn Noregi.

Ísland og Sviss hafa fjórum sinnum áður mæst og hafa Svisslendingar haft sigur í öllum leikjunum til þessa.

Sviss hefur marga öfluga leikmenn í sínum röðum. Stærsta stjarna liðsins er Xherdan Shaqiri sem er í herbúðum FC Bayern en hann leikur á vængnum. Granit Xhaka er einnig verulega öflugur miðjumaður (stendur undir nafni). Báðir eru þetta ungir leikmenn sem léku með U21 liði Sviss á EM í fyrra.

Bakvörðurinn Stephan Lichtsteiner býr einnig yfir miklum gæðum en hann leikur með Juventus.

Þegar U21 lið Íslands og Sviss mættust á EM í fyrra vann Sviss sannfærandi 2-0 sigur. Nokkrir leikmenn á vellinum í kvöld léku þann leik.

Svissneska liðið vill halda boltanum á jörðinni og hefur marga lágvaxna og tekníska leikmenn.

Við hvetjum fólk til að taka þátt í umræðunni á Twitter og nota hashtagið #fótbolti - Valdar færslur verða birtar hér í lýsingunni.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Lars Lagerback landsliðsþjálfari gerir aðeins eina breytingu á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Sviss. Eggert Gunnþór Jónsson kemur inn Aron Einar.

Markvörður: Hannes Þór Halldórsson
Hægri bakvörður: Grétar Rafn Steinsson (f)
Miðverðir: Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason
Vinstri bakvörður: Ari Freyr Skúlason
Hægri kantur: Rúrik Gíslason
Miðjumenn: Eggert Gunnþór Jónsson og Emil Hallfreðsson
Vinstri kantmaður: Birkir Bjarnason
Framherjar: Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason
Elvar Geir Magnússon
Hreinn Hringsson, aðstoðarþjálfari Þórs:
Getur einhver upplýst mig um hvort RÚV séu mættir á Laugardalsvöll og ætli að sýna leikinn eða ekki?? ;)
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ég fékk nokkra valinkunna menn til að spá í leikinn:

Örvar Jens Arnarsson, Fótbolta.net:
Ég spái 1-3 tapi fyrir Sviss en ég tel samt alveg raunhæft að við gætum tekið þetta 2-1 með blóði og svita.

Kolbeinn Tumi Daðason, 365:
2-0 sigur Sviss.

Magnús Már Einarsson, Fótbolta.net:
1-1 stórmeistarajafntefli. Það yrðu frábær úrslit.

Brynjar Ingi Erluson, Fótbolta.net:
2-2. Við munum fá þrjú mörk í fyrri hálfleik!
Elvar Geir Magnússon
Einar Matthías, fótboltaáhugamaður:
Hef alveg trú á strákunum en ætla þeir nokkuð að setja Xherdan Shaqiri á Ara Frey? Það jaðrar við mannvonsku!
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Jónas Sigurðsson er byrjaður að spila lög ásamt lúðrasveit Þorlákshafnar. Fólk er að koma sér fyrir í stúkunni og bæði lið eru að hita upp.
Elvar Geir Magnússon
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði:
Meira stress uppi stuku en a vellinum!! Afram island!!!
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völlinn. Það fer fiðringur um mann.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Búið er að spila þjóðsöngvana. Þetta er allt að verða klárt. Lalli Lagerback er ekki enn kominn með íslenska sönginn á hreint en Heimir Hallgrímsson bætti upp fyrir það með því að syngja hástöfum.
Elvar Geir Magnússon
1. mín
Leikurinn er hafinn - Sviss byrjaði með boltann og sækir í átt að Laugardalslauginni.
Elvar Geir Magnússon
3. mín
Íslenskir áhorfendur láta vel í sér heyra í upphafi leiks.
Elvar Geir Magnússon
5. mín
Grétar Rafn Steinsson fær það verkefni að grýta boltanum inn frá hægri. Kastar ekki eins langt og Aron en fyrsta kast þó ágætt.
Elvar Geir Magnússon
7. mín
Miðað við fyrstu mínúturnar virðast írsku dómararnir ætla að leyfa mikið. Fögnum því.
Elvar Geir Magnússon
8. mín
Fyrsta skot leiksins og það kom frá Sviss. Barnetta fékk boltann við vítateigsendann en skot hans yfir markið.
Elvar Geir Magnússon
9. mín
Önnur nokkuð hættuleg sókn gestana. Shaqiri skaut fyrir utan teig en hitti boltann illa og engin hætta á ferðum.
Elvar Geir Magnússon
14. mín
Þarna munaði litlu!!! Gylfi Þór Sigurðsson fékk aukaspyrnu á stórhættulegum stað, skot hans gott en frábærlega varið hjá Benaglio markverði.
Elvar Geir Magnússon
17. mín
Ari Freyr með skemmtilega skottilraun af löngu færi. Benaglio öryggið uppmálað.
Elvar Geir Magnússon
20. mín Gult spjald: Eggert Gunnþór Jónsson (Ísland)
Braut á Shaqiri þegar Sviss var á leiðinni í hraða sókn.
Elvar Geir Magnússon
Davíð Örn Atlason, leikmaður Víkings R.:
Hvað er Shaqiri eiginlega þykkur?
Elvar Geir Magnússon
25. mín
Emil Hallfreðsson búinn að fá mikið lof á Twitter fyrir frammistöðu sína fyrstu 25 mínúturnar. Skiljanlega, maðurinn hefur leikið eins og kóngur á miðjunni!
Elvar Geir Magnússon
27. mín
Gökhan Inler með frábært skot fyrir Sviss en hárfínt framhjá! Þarna vorum við heppnir.
Elvar Geir Magnússon
31. mín
Nú stendur yfir umræða í blaðamannastúkunni um líkurnar á því að eignast tvíbura. Fréttaritari Vísis vitnar í danska rannsókn.
Elvar Geir Magnússon
31. mín Gult spjald: Rúrik Gíslason (Ísland)
Hárréttur dómur. Sviss fær aukaspyrnu talsvert fyrir utan teig.
Elvar Geir Magnússon
36. mín
Rúrik Gíslason skaut af nokkuð löngu færi en beint á Benaglio. Sviss fór síðan upp í sókn og Granit Xhaka fékk hörkufæri en skot hans framhjá. Svisslendingar eru aðeins beinskeyttari og líklegri. Við verðum að viðurkenna það.
Elvar Geir Magnússon
41. mín
Sviss vildi fá brot á Birki og vítaspyrnu. Virtist ekki vera réttmætt tilkall.
Elvar Geir Magnússon
42. mín
Frábær sókn hjá Íslandi sem endaði með því að Alfreð Finnbogason náði frábæru skoti en markvörður Sviss varði hreint stórkostlega! Þarna skall hurð nærri hælum.
Elvar Geir Magnússon
Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolta.net:
Frábært hvað áhorfendur láta heyra vel í sér á Laugardalsvelli. Verður ennþá skemmtilegra þann dag sem hlaupabrautin kveður
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur - Markalaust í hálfleik. Við getum alveg sætt okkur við þessa stöðu.
Elvar Geir Magnússon
Daníel Freyr Jónsson:
Birkir Bjarna er Ji Sung Park okkar Íslendinga
Elvar Geir Magnússon
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Elvar Geir Magnússon
51. mín
Við byrjum seinni hálfleikinn á því að liggja talsvert aftarlega.
Elvar Geir Magnússon
52. mín
Glæsilega gert Alfreð! Sendi snilldarsendingu á Birki sem var á hörkusiglingu en varnarmaður Sviss náði að trufla hann og þrengja stöðuna. Ísland fékk hornspyrnu og Emil náði góðu skoti en boltinn flaug rétt framhjá.
Elvar Geir Magnússon
54. mín
Glæsilega spilað hjá Íslandi og Birkir endaði með því að skjóta en framhjá. Slappt skot.
Elvar Geir Magnússon
55. mín
Gavranovic með skot en hitti ekki markið. Leikurinn opinn og skemmtilegur þrátt fyrir að ekkert mark sé komið.
Elvar Geir Magnússon
59. mín
Johan Djorou á í tómu basli með sóknaraðgerðir Íslands. Alfreð Finnboga að gera honum lífið leitt. Birkir Bjarnason hefur líka verið frábær. Ótrúleg vinnusemi og dugnaður.
Elvar Geir Magnússon
61. mín
STÖNGIN! Birkir Bjarnason gerir vel og með hörkuskot í stöngina! Þarna munaði mjóu!
Elvar Geir Magnússon
62. mín
Ísland verið betra liðið í seinni hálfleik. "Þessi frammistaða verðskuldar þrjú stig," segir Guðmundur Marinó á Vísi. Ég er sammála honum.
Elvar Geir Magnússon
64. mín Gult spjald: Grétar Rafn Steinsson (f) (Ísland)
Elvar Geir Magnússon
65. mín MARK!
Tranquillo Barnetta (Sviss)
NEIII!!! Sviss skorar. Íslendingar í tómu basli með að koma boltanum í burtu eftir að Hannes Þór missti boltann. Mikið stress og panikk kom upp í íslenska liðinu þarna og á endanum nær Barnetta draumaskoti sem syngur í netinu.
Elvar Geir Magnússon
70. mín
Inn:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland) Út:Rúrik Gíslason (Ísland)
Elvar Geir Magnússon
Einar Guðnason:
Mér líst vel á þessa skiptingu. Rúrik var dottinn útúr leiknum
Elvar Geir Magnússon
76. mín
Íslendingar heppnir. Sviss í stórhættulegri sókn en hún var stöðvuð af aðstoðardómaranum sem dæmdi ranglega rangstöðu.
Elvar Geir Magnússon
78. mín
Mögnuð fyrirgjöf frá Gylfa á Alfreð sem skallaði á markið en Benaglio í marki Sviss varði frábærlega í horn! Þetta var hörkufæri.
Elvar Geir Magnússon
79. mín MARK!
Mario Gavranovic (Sviss)
Þetta er sárt. Sviss gerir út um leikinn. Sótt uppi hægra meginn, boltinn barst á Gavranovic á fjærstönginni og hann skoraði örugglega.
Elvar Geir Magnússon
81. mín
Inn:Blerim Dzemaili (Sviss) Út:Xherdan Shaqiri (Sviss)
Elvar Geir Magnússon
82. mín Gult spjald: Kári Árnason (f) (Ísland)
Elvar Geir Magnússon
83. mín
Inn:Guðjón Baldvinsson (Ísland) Út:Eggert Gunnþór Jónsson (Ísland)
Elvar Geir Magnússon
85. mín Gult spjald: Emil Hallfreðsson (Ísland)
Elvar Geir Magnússon
93. mín
Leik lokið - Frammistaðan fín en við förum tómhentir úr leiknum.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Diego Benaglio (m)
2. Stephan Lichsteiner
5. Steve Von Bergen
7. Tranquillo Barnetta
8. Gökhan Inler (f)
10. Granit Xhaka
11. Valon Behrami
13. Ricardo Rodriguez
17. Mario Gavranovic
20. Johan Djourou
23. Xherdan Shaqiri ('81)

Varamenn:
12. Marco Wölfli (m)
3. Reto Ziegler
4. Jonathan Rossini
6. Marco Mathys
14. Valentin Stocker
15. Blerim Dzemaili ('81)
16. Gelson Fernandes

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: