Ísland
3
2
Úkraína
Margrét Lára Viðarsdóttir
'8
1-0
Katrín Ómarsdóttir
'13
2-0
2-1
Alla Lyshafay
'35
2-2
Daryna Apanaschenko
'71
Dagný Brynjarsdóttir
'76
3-2
25.10.2012 - 18:30
Laugardalsvöllur
Umspil fyrir EM kvenna
Aðstæður: Hitamælirinn sýnir 4 gráður, það er logn og léttur rigningarúði.
Dómari: Teodora Albon
Laugardalsvöllur
Umspil fyrir EM kvenna
Aðstæður: Hitamælirinn sýnir 4 gráður, það er logn og léttur rigningarúði.
Dómari: Teodora Albon
Byrjunarlið:
1. Þóra Björg Helgadóttir (m)
2. Sif Atladóttir
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
8. Katrín Ómarsdóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir
10. Hólmfríður Magnúsdóttir
('90)
10. Guðmunda Brynja Óladóttir
10. Dóra María Lárusdóttir
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
16. Edda Garðarsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
('74)
Varamenn:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir (m)
3. Sandra María Jessen
4. Glódís Perla Viggósdóttir
10. Dagný Brynjarsdóttir
('74)
22. Rakel Hönnudóttir
('90)
Liðsstjórn:
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Gul spjöld:
Hallbera Guðný Gísladóttir ('67)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið. Ísland vinnur frábæran sigur fyrir framan 6647 áhorfendur og tekur þátt í lokakeppni EM 2013!
Vúhúúúú!!! Sjáumst í Svíþjóð.
Vúhúúúú!!! Sjáumst í Svíþjóð.
90. mín
Það eru 2 mínútur í uppbótartíma. Ísland er tveimur mínútum frá því að tryggja sér sæti í lokakeppni EM 2013.
84. mín
Pekur reynir skot af löngu færi og Þóra á í svolitlum vandræðum en hún heldur boltanum á endanum.
80. mín
Dauðafæri! Hólmfríður á háa fyrirgjöf á Katrínu Ómarsdóttur sem er með nóg pláss í teignum. Katrín virðist ekki átta sig á því hversu mikinn tíma hún hefur og reynir viðstöðulaust skot sem fer hátt yfir markið.
78. mín
Þetta er háspennuleikur. Manni leist ekkert á blikuna fyrir nokkrum mínútum en þetta lítur töluvert betur út núna og gestirnir þurfa að skora 2 mörk á 12 mínútum ætli þær sér að eyðileggja Evrópudraum Íslands.
76. mín
MARK!
Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
3-2!!! Talandi um að hafa jákvæð áhrif á leikinn. Dagný "supersub" Brynjarsdóttir er búin að koma Íslandi í 3-2. Hún fær góða stungusendingu og sýnir mikla ró og yfirvegun þegar hún leikur framhjá úkraínska markmanninum og leggur boltann örugglega í markið.
74. mín
Inn:Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Út:Fanndís Friðriksdóttir (Ísland)
Dagný kemur inn fyrir Fanndísi. Dagný fer fremst á miðjuna og Katrín Ómar færir sig út á hægri kantinn. Dagný hefur góðan leikskilning og getur haldið boltanum vel svo vonandi tekst henni að hafa jákvæð áhrif á leikinn.
71. mín
MARK!
Daryna Apanaschenko (Úkraína)
Staðan er orðin 2-2. Apanaschenko jafnar með hörkuskoti úr teignum eftir klaufagang í íslensku vörninni. Það má í raun segja að markið hafi legið í loftinu. Gestirnir eru búnar að vera betri í síðari hálfleik og íslenska liðið í hálfgerðum eltingaleik á köflum. Íslenska liðið þarf að sýna meiri ró og reyna að halda boltanum betur.
67. mín
Gult spjald: Hallbera Guðný Gísladóttir (Ísland)
Hallbera fær spjald fyrir að tefja. Katrín Ómarsdóttir var að reima og Hallbera gaf sér of langan tíma til að taka innkast.
65. mín
Hættuleg skyndisókn hjá Íslandi. Hólmfríður kemst inn fyrir hægra megin og er með Söru Björk með sér. Færið er þröngt hjá Hólmfríði sem ákveður að skjóta í stað þess að reyna að koma boltanum á Söru Björk. Varnarmaður Úkraínu kemst fyrir skotið.
60. mín
6647 er nýtt áhorfendamet í A-landsleik kvenna. Til hamingju Ísland. Okkur tókst að breyta heiminum að einhverju leyti þó stúkan sé ekki alveg troðin.
59. mín
Nú er Margrét Lára straujuð en fær ekkert fyrir sinn snúð. Leikurinn heldur áfram og þá fær Fanndís að finna fyrir því. Nú verða okkar stelpur að halda haus. Þær mega ekki detta niður á sama plan og gestirnir.
54. mín
Það er þvílíkur pirringur í gangi hjá gestunum og nú fær Edda Garðarsdóttir að finna fyrir því þegar Pekur er alltof sein í tæklingu.
53. mín
Við erum að fá þær fréttir frá Ómari Smárasyni að áhorfendametið er fallið. Aðalstúkan sem tekur 6.300 manns er full og það er enn að bætast í hina stúkuna. Ómar reiknar með að það séu að minnsta kosti 6.500 áhorfendur mættir en við fáum staðfesta tölu á eftir.
51. mín
Gult spjald: Olena Khodyreva (Úkraína)
Fáránlegt brot hjá Khodyrevu sem uppsker gult spjald. Ísland er í góðri sókn og Sara Björk er án bolta og á leið fram völlinn þegar Khodyreva kippir í hárið á henni og togar hana niður.
47. mín
Tetyana Chorna gefur Katrínu Ómarsdóttur olnbogaskot í kviðinn. Ekki fallega gert hjá Tetyönu og Katrín er skiljanlega ekki sátt. Dómararnir taka ekki eftir neinu og leikurinn heldur áfam.
Árni Freyr Helgason:
Ætli Adolf Ingi taki viðtal við þjálfara úkraínska landsliðsins á móðurmáli hans? #fotbolti #tungumálakunnátta
Ætli Adolf Ingi taki viðtal við þjálfara úkraínska landsliðsins á móðurmáli hans? #fotbolti #tungumálakunnátta
45. mín
Það er kominn hálfleikur hér. Ísland leiðir 2-1 en okkar konur komust 2-0 yfir með tveimur glæsilegum mörkum í upphafi leiks. Það er hinsvegar töggur í úkraínska liðinu og þær náðu að minnka muninn í 2-1 og þannig standa leikar.
Sindri Ágústs
Ég sá mér ekki fært að mæta á völlinn en ég er öskrandi heima í stofu! #fotbolti #stelpur #égfílastelpurogfótbolta
Ég sá mér ekki fært að mæta á völlinn en ég er öskrandi heima í stofu! #fotbolti #stelpur #égfílastelpurogfótbolta
43. mín
Úkraína fær aukaspyrnu rétt utan teigs eftir að Edda Garðars braut á sér. Lyudmula Pekur tekur spyrnuna en hún er rétt yfir. Nú verða íslensku stelpurnar að keyra þetta í gang aftur.
35. mín
MARK!
Alla Lyshafay (Úkraína)
Úkraína minnkar muninn og manni fannst þetta heldur ódýrt. Valentyna Kotyk á fyrirgjöf sem Þóra Björg slær beint út í teig á kollinn á Öllu Lyshafay sem þakkar fyrir sig með því að skalla hann í markið. Vonandi slær þetta stelpurnar okkar ekki út af laginu.
29. mín
Metnaðarfull tilraun hjá Úkraínu. Daryna Vorontsova lætur vaða langt utan af velli en það þarf töluvert meira til þess að koma boltanum framhjá Þóru í markinu.
27. mín
Gestirnir fá fyrstu hornspyrnu leiksins. Tetyana Chorna tekur spyrnuna en setur boltann aftur fyrir.
26. mín
Hallbera á fyrirgjöf utan af vinstri kanti. Katrín Ómars á skalla en hún nær ekki að stýra honum á markið.
17. mín
Dóra María á fyrirgjöf utan af kanti. Hólmfríður nær að koma skalla á markið en hann er laus og beint á Irynu Zvarych í markinu.
16. mín
Ísland er að byrja þennan leik frábærlega og það má segja að þær séu nú þegar komnar með 9 tær til Svíþjóðar. En úkraínska liðið er sterkt og hefur unnið alla útileiki sína í keppninni. Það má svo ekki gleyma því að þær komu til baka úr stöðunni 0-2 í fyrri leik liðanna svo það má ekkert slaka á.
13. mín
MARK!
Katrín Ómarsdóttir (Ísland)
2-0! Þvílík og önnur eins byrjun. Edda Garðarsdóttir lyftir boltanum inn á teig á Katrínu Ómarsdóttur sem losar sig frá varnarmönnum og leggur boltann laglega fyrir sig með brjóstkassanum áður en hún setur hann í markið. Gullfallegt mark í alla staði.
8. mín
MARK!
Margrét Lára Viðarsdóttir (Ísland)
1-0! Frábær byrjun hjá íslenska liðinu. Katrín Ómarsdóttir á glæsilega sendingu á Hallberu upp í vinstra hornið. Hún rennir boltanum hárnákvæmt fyrir markið á Margréti Láru sem kemur boltanum í netið eins og henni einni er lagið. Glæsilegt!
1. mín
Leikurinn er hafinn. Ísland sækir í átt að Þróttarheimillinu en gestirnir í átt að Laugardalslaug. Dómaratríóið kemur frá Rúmeníu. Teodora Albon flautar og henni til aðtoðar eru þær Petruta Claudia Iugulescu og Mihaela Elena Tepusa. Fjórði dómari er Rúna Sif Stefánsdóttir.
Fyrir leik
Þjóðsöngvar liðanna hafa fengið að hljóma og nú er allt orðið klárt í þennan stórleik.
Fyrir leik
Jæja, liðin eru að ganga til vallar. Það er spenna í loftinu og áhorfendur láta í sér heyra.
Stefán Eiríksson lögreglustjóri:
Styðjum landsliðið í kvöld en ekki bílastæðasjóð - leggjum löglega #fotbolti.
Styðjum landsliðið í kvöld en ekki bílastæðasjóð - leggjum löglega #fotbolti.
Fyrir leik
Við munum fylgjast með Twitter á meðan leik stendur og það er aldrei að vita nema einhverjar skemmtilegar færslur rati inn í textalýsinguna okkar séu þær merktar #fotbolti
Fyrir leik
Nú eru 10 mínútur í leik og liðin eru að leggja lokahönd á undirbúning sinn í búningsherbergjunum. Fólk streymir í Laugardalinn og það er vonandi að við íslendingar "Breytum heiminum" og að stelpurnar okkar tryggi sér sæti á EM fyrir framan troðfulla stúku.
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp fyrir leikinn. Skotæfing hjá íslensku stelpunum, þær ætla sér greinilega að klára öll færi sem í boði eru!
Fyrir leik
Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari teflir fram sama byrjunarliði og í fyrri leiknum.
Kolbeinn Tumi Daðason, íþróttafréttamaður:
Hitamælirinn á Laugardalsvelli segir 4°C þessa stundina. Þarf engan Nostradamus til að átta sig á því að það mun ekki hitna með kvöldinu.
Hitamælirinn á Laugardalsvelli segir 4°C þessa stundina. Þarf engan Nostradamus til að átta sig á því að það mun ekki hitna með kvöldinu.
Fyrir leik
Það verður blásið til leiks á Laugardalsvelli klukkan 18:30 þegar síðari umspilsleikur Íslands og Úkraínu fer fram. Búist er við margmenni á vellinum og góðri stemningu.
Annað þessara liða mun leika í lokakeppni Evrópumótsins. Ísland er í góðri stöðu eftir 3-2 sigur í útileiknum.
Það er því ljóst að jafntefli dugar Íslandi til að komast áfram og meiraðsegja kemst Ísland áfram þó liðið tapi 0-1 eða 1-2!
Áfram Ísland!
Annað þessara liða mun leika í lokakeppni Evrópumótsins. Ísland er í góðri stöðu eftir 3-2 sigur í útileiknum.
Það er því ljóst að jafntefli dugar Íslandi til að komast áfram og meiraðsegja kemst Ísland áfram þó liðið tapi 0-1 eða 1-2!
Áfram Ísland!
Byrjunarlið:
1. Iryna Zvarych (m)
2. Olha Basanka
3. Tetyana Chorna
4. Valentyna Kotyk
5. Lyudmyla Pekur
6. Olena Khodyreva
7. Vira Dyatel
8. Tetyana Romanenko
9. Alla Lyshafay
10. Daryna Apanaschenko
11. Daryna Vorontsova
('85)
Varamenn:
12. Kateryna Samson (m)
16. Iryna Vasylyuk
17. Olha Ovdiychuk
18. Yulia Kornievets
('85)
19. Anastasya Sverdlova
20. Valeriya Aloschycheva
21. Nadiia Khavanska
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Olena Khodyreva ('51)
Vira Dyatel ('62)
Rauð spjöld: