City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Man City
2
1
Tottenham
0-1 Steven Caulker '21
Sergio Aguero '65 1-1
Edin Dzeko '88 2-1
11.11.2012  -  13:30
Etihad leikvangurinn
Enska Úrvalsdeildin
Dómari: Michael Oliver
Byrjunarlið:
1. Joe Hart (m)
13. Willy Caballero (m) ('73)
4. Vincent Kompany
5. Pablo Zabaleta
10. Sergio Aguero ('90)
13. Aleksandar Kolarov
15. Jesús Navas
21. David Silva
22. Gael Clichy
30. Nicolas Otamendi ('57)
42. Yaya Toure

Varamenn:
30. Costel Pantilimon (m)
10. Edin Dzeko ('73)
14. Javi Garcia ('90)
20. Eliaquim Mangala
26. Riyad Mahrez ('57)
35. Stefan Jovetic
62. Abdul Razak

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Pablo Zabaleta ('28)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
City hélt í sigurinn og fer upp í 2. sætið!

Sanngjarnt að mínu mati þar sem heimamenn voru mun sterkari stærstan part leiksins.

Takk fyrir mig!
90. mín
Inn:Javi Garcia (Man City) Út:Sergio Aguero (Man City)
Mancini ætlar að sigla þessu heim og tekur Aguero útaf fyrir miðjumanninn Javi Garcia.
88. mín MARK!
Edin Dzeko (Man City)
David Silva vippaði boltanum inn fyrir vörn Tottenham og Bosníumaðurinn þrumaði boltanum yfir Friedel. City komið yfir og það sanngjarnt verð ég að segja.
87. mín
Inn:Kyle Naughton (Tottenham) Út:Aaron Lennon (Tottenham)
síðasta skipting Tottenham. Gylfi fær ekki tækifærið í dag.
83. mín
Ótrúlegt að City sé ekki búið að skora!!! Nú varði Friedel fast skot Dzeko.
81. mín
Markið hjá City liggur í loftinu! Nú var Aguero sem var að valda Tottenham miklum vandræðum og endaði sóknin með skoti Kolarov sem var varið í horn.
80. mín
Inn:Jermain Defoe (Tottenham) Út:Emmanuel Adebayor (Tottenham)
79. mín
Skalli Edin Dzeko rétt framhjá!
78. mín
Inn:Michael Dawson (Tottenham) Út:Kyle Walker (Tottenham)
Walker haltrar af veltri.
75. mín Gult spjald: Emmanuel Adebayor (Tottenham)
Michael Oliver gaf Adebayor gult fyrir áreksturinn við Zabaleta.
74. mín
Zabaleta liggur á miðjum eftir viðskipti við Adebayor. Zabaleta er enn pirraður í Adebayor og gefur honum auga. Leikurinn hélt þó áfram.
73. mín
Hart þarf að hafa sig allan við til að verja skot Gareth Bale eftir að Toure missti boltan á slæmum stað. Fyrsta alvöru ógnin sem Bale skapar í leiknum.
73. mín
Inn:Edin Dzeko (Man City) Út:Willy Caballero (Man City)
70. mín
Hugað að Yaya Toure sem fór illa úr samstuði við Sandro.
67. mín
City ætlar sér sigurinn! Tottenham varla náð að ógna að marki heimamanna eftir leikhlé. Meistararnir í svo gott sem stanslausri sókn þessar mínúturnar.
65. mín MARK!
Sergio Aguero (Man City)
Boltinn barst til Aguero í teignum sem leitaði inn á vinstri fótinn og setti boltann snyrtilega framhjá Friedel í markinu!
60. mín
Yaya Toure með fast skot úr þröngu færi sem Friedel varði. Boltinn var þó kominn útaf og því markspyrna réttilega dæmd.
57. mín
Carlos Tevez virkilega pirraður á að vera dæmdur rangstæður enn og aftur. Fyrri dómar voru réttir, en þessi var rangur.
57. mín
Inn:Riyad Mahrez (Man City) Út:Nicolas Otamendi (Man City)
55. mín
Ótrúlegt klúður hjá Aguero! Löng sending inn fyrir vörn Spurs og var Aguero ekki flaggaður rangstæður. Fékk boltann langt fyrir innan varnarlínu Tottenham en féll við og náði ekki valdi á boltanum. Hefði verið í dauðafæri!
53. mín
Jan Verthongen stingur við fæti eftir að hafa fengið högg í upphafi síðari hálfleiks. Spurning hvort hann endist út leikinn.
46. mín
Síðari hálfleikur kominn af stað og engar breytingar voru gerðar í leikhléinu.
45. mín
Hálfleikur!

Fjörugur fyrri hálfleikur og leiða gestirnir að honum loknum.

Sjáumst aftur eftir korter!
45. mín
Lennon og Kolarov skiptast á orðum og ýta við hvor öðrum. Serbinn var eitthvað ósáttur með að Lennon skildi sparka boltanum í burtu eftir að hann missti hann útaf í innkast.
44. mín
Vottur af pirringi farinn að sjást hjá leikmönnum City sem mótmæla hverju einasta broti sem þeir fá á sig þessa stundina.
42. mín
City menn fara illa með frábært færi! David Silva slapp í gegn, renndi boltanum á Tevez sem átti mjög slakt skot að marki Tottenham og var Friedel í engum vandræðum með það.

Þarna hefði City átt að jafna metin!
38. mín
Aukaspyrnur Huddlestone utan af velli valda ávallt usla í vörn City, en Tottenham er búið að eiga nokkrar slíkar.
33. mín
Aftur vill City fá víti. Huddlestone blokkar Zabaleta í hlaupaleið sinni. Hefði verið hægt að dæma á þetta, yfirleitt dæmt aukaspyrna á þetta úti á velli.
Sindri Már

Víti já líklegast, en þvílík skita hjá Aguero að halda ekki áfram að reyna við boltann. #fótbolti
28. mín Gult spjald: Pablo Zabaleta (Man City)
Adebayor krækti í aðra aukaspyrnu á Zabaleta sem fær gult spjald fyrir. Vel gert hjá Adebayor sem hélt boltanum frá tveimur varnarmönnum City.
27. mín
Pablo Zabaleta brýtur á Emanuel Adebayor og hraunaði síðan yfir Tógómanninn af einhverri ástæðu. Zabaleta sleppur þó við spjald.
26. mín Gult spjald: Kyle Walker (Tottenham)
23. mín
Aguero heimtar víti en fær ekkert. Boltinn barst greinilega í hönd Gallas. Aguero var svo viss um að víti yrði dæmt að hann hætti að sækja og fór að kalla í dómarann sem ekkert dæmdi.
21. mín MARK!
Steven Caulker (Tottenham)
Skallar inn fyrirgjöf Tom Huddlestone af miklum krafti. Svo fast að Joe Hart nær ekki að bregðast við þó að boltinn hafi komið nær beint á hann, en þetta var af stuttu færi.

Meistararnir undir!
20. mín
Tottenham að hressast og hafa átt hættulegar horn- og aukaspyrnur. Eiga núna aukaspyrnu á fínum stað fyrir fyrirgjöf.
14. mín
Kolarov með fast skot úr aukaspyrnu sem Friedel ver þó frekar auðveldlega.

Tottenham hefur enn ekki komist fram yfir miðju með boltann.
10. mín
Rólegar fyrstu 10 mínútur. City mun sterkari þó og Tottenham hefur ekki náð að byggja upp spil
3. mín
Munið að nota hashtagið #fotbolti þegar þið hafið eitthvað að segja um leikinn á Twitter!
1. mín
Leikurinn farinn af stað! Sigri City hér í dag komast þeir upp fyrir Chelsea, eða allavega um stundarsakir þar sem Evrópumeistararnir mæta Liverpool í dag.

Tottenham kemst upp að hlið WBA í 5. sæti með sigri.
Fyrir leik
Athöfn fyrir leik til heiðurs föllnum hermönnum. Liðin eru annars mætt út á völl og það styttist í leik.
Fyrir leik
Andre Villas-Boas segir ákvörðunina um að setja Defoe á bekkinn gerða með hagsmuni liðsins í huga.

Maðurinn sem kom inn á sem varamaður í gær og skoraði þrennu (Javier Hernandez) var strax lofað sæti í byrjunarliði á meðan Defoe fer beint á bekkinn.. Sinn er siðurinn í landi hverju!
Fyrir leik
Vonandi fáum við jafn mikla skemmtun og í sömu viðureign í fyrra. Þar unnu City 3-2 sigur með vítaspyrnumarki Mario Balotelli á lokasekúndunum. Hann er þó ekki í hóp hjá City í dag.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin!
Fyrir leik
Töluvert er um meiðsli hjá báðum liðum. Hjá City vantar þá Jolean Lescott, Micah Richards og Jack Rodwell.

Þá verður Tottenham án Moussa Dembele, Younes Kaboul og Scott Parker. Þá er Benoit Assou-Ekotto nálægt því að snúa aftur.
Fyrir leik
Það væri gaman að sjá Gylfa Þór Sigurðsson í byrjunarliði Tottenham. Hann sat allan tímann á varamannabekk liðsins sem lagði Maribor á heimavelli í Evrópudeildinni, 3-1, á fimmtudagskvöld.

Þá er nánast bókað að Jermain Defoe haldi sæti sínu í framherjastöðu Tottenham eftir að hafa skorað öll þrjú mörk liðsins gegn Maribor.
Fyrir leik
Leikmenn og stuðningsmenn Manchester City upplifðu mikið svekkelsi í vikunni, en jafntefli gegn Ajax á heimavelli hefur nánast gert út um allar vonir Englandsmeistarana um að komast áfram í Meistaradeildinni.

Fróðlegt verður að sjá hversu Roberto Mancini nær að peppa sína menn aftur upp fyrir þennan leik.
Fyrir leik
Komi þið sæl og blessuð á þessum fallega sunnudagsmorgni. Framundan er sannkallaður ofursunnudagur í enska boltanum og hefst þetta allt með leik Manchester City og Tottenham.

Byrjunarlið:
2. Clint Dempsey
3. Gareth Bale
5. Jan Verthongen
6. Tom Huddlestone
7. Aaron Lennon ('87)
10. Emmanuel Adebayor ('80)
13. William Gallas
24. Brad Friedel (m)
28. Kyle Walker ('78)
30. Sandro
33. Steven Caulker

Varamenn:
16. Kyle Naughton ('87)
18. Jermain Defoe ('80)
20. Michael Dawson ('78)
22. Gylfi Þór Sigurðsson
25. Hugo Lloris
29. Jake Livermore
46. Tom Carroll

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kyle Walker ('26)
Emmanuel Adebayor ('75)

Rauð spjöld: