Monterrey
1
3
Chelsea
0-1
Juan Mata
'17
0-2
Radamel Falcao
'46
Darvin
'48
, sjálfsmark
0-3
De Nigris
'92
1-3
12.12.2012 - 10:30
Alþjóðavöllurinn Yokohama
HM félagsliða | Undanúrslit
Aðstæður: Heiðskírt 8 gráðu hiti
Dómari: Carlos Vera (Ekvador)
Alþjóðavöllurinn Yokohama
HM félagsliða | Undanúrslit
Aðstæður: Heiðskírt 8 gráðu hiti
Dómari: Carlos Vera (Ekvador)
Byrjunarlið:
1. J. Orozco (m)
2. Meza
('83)
5. Darvin
9. De Nigris
11. W. Ayovi
14. Jesus C.
15. Basanta
18. N. Cardozo
19. Cesar
('83)
21. H. Mier
24. Sergio P.
('58)
Varamenn:
4. Osorio
('58)
7. E. Solis
('83)
13. Carreno
('83)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
92. mín
Monterrey skorar í uppbótartíma og minnkar muninn. Of lítið og of seint. Varnarleikur Chelsea orðinn kærulaus og De Nigris nýtti sér það, kláraði vel.
62. mín
Leikurinn hefur róast mikið. Chelsea tekur þessu bara rólega enda ekkert í hættu.
51. mín
Chelsea mætir Corinthians í úrslitaleik á sunnudagsmorgun. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða það hér og nú.
Það sést líka af innlifun leikmanna Chelsea þegar þeir fagna mörkunum að þetta mót skiptir þá máli.
Það sést líka af innlifun leikmanna Chelsea þegar þeir fagna mörkunum að þetta mót skiptir þá máli.
48. mín
SJÁLFSMARK!
Darvin (Monterrey)
Þvílík byrjun fyrir Chelsea! Þeir gera út um leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks. Torres geystist fram með boltann, gaf á Mata sem sendi fyrir markið. Þar fór boltinn af varnarmanni Monterrey og inn.
46. mín
MARK!
Radamel Falcao (Chelsea)
Chelsea er komið í 2-0! Hazard lék á varnarmann Monterrey og renndi boltanum á Spánverjann. Skot hans í varnarmann og inn. Torres er sjóðheitur,
45. mín
Hálfleikur - Þetta hefur verið nokkuð þægilegt hjá Chelsea sem væri þó til í að hafa stærri forystu.
41. mín
Sóknarþungi Chelsea hefur aðeins minnkað. Liðið talsvert meira með boltann en Monterrey hefur sýnt það að liðið getur vel ógnað.
27. mín
Fínasta spil hjá Monterrey sem endaði með skalla yfir markið! Það getur allt gerst í þessu. Fram að þessu færi var Chelsea algjörlega með leikinn í sínum höndum.
17. mín
MARK!
Juan Mata (Chelsea)
Chelsea skorar og leikmenn fagna af innlifun! Góð sókn. Oscar og Ashley Cole með skemmtilegan þríhyrning áður en Cole renndi boltanum á Mata sem náði góðu skoti í hornið. Ellefta mark hans á tímabilinu.
Henry Winter, Daily Telegraph:
Leikmenn Corinthians voru að mæta á völlinn. Eru í stúkunni með teppi. Það er kalt en ekki svona kalt. #gamesgonesoft
Leikmenn Corinthians voru að mæta á völlinn. Eru í stúkunni með teppi. Það er kalt en ekki svona kalt. #gamesgonesoft
14. mín
Chelsea á að vera búið að skora. Ivanovic skóflaði boltanum framhjá úr dauðafæri eftir horn.
13. mín
Chelsea byrjar betur og Oscar fékk ágætis tækifæri áðan en tókst ekki að gera sér mat úr því. Monterrey hefur átt sínar sóknir en ekki er eins mikið bit í þeim.
7. mín
DAUÐAFÆRI! David Luiz byrjar af krafti og átti glæsilega sendingu á Eden Hazard sem komst einn gegn markverði Monterrey. Hazard skaut rétt framhjá. Átti að gera betur.
5. mín
David Luiz með fyrsta skot leiksins, ágætis tilraun af löngu færi en boltinn hitti ekki rammann.
4. mín
Japanskir fótboltaáhugamenn eru í miklum meirihluta á vellinum þó einhverjir Chelsea-stuðningsmenn lögðu land undir fót. Japanskir áhorfendur eru víst mjög hljóðlátir en þegar boltinn nálgast vítateiginn lifnar vel yfir þeim.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Mexíkóska liðið leikur í appelsínugulum varabúningnum sínum í dag og það hóf leikinn.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völlinn. Frank Lampard hefur jafnað sig á meiðslum en er geymdur á bekknum, Klukkan núna er 19:26 að staðartíma.
Fyrir leik
David Luiz leikur sem djúpur á miðju í dag en hann spilaði þessa stöðu gegn Nordsjælland í Meistaradeildinni.
Byrjunarlið Chelsea: Cech; Azpilicueta, Ivanovic, Cahill, Cole; Luiz, Mikel; Oscar, Mata, Hazard; Torres.
Byrjunarlið Monterrey: Orozco; Perez, Mier, Basanta, Chavez; Meza, Ayovi, Cardozo; Corona, Delgado, De Nigris.
Byrjunarlið Chelsea: Cech; Azpilicueta, Ivanovic, Cahill, Cole; Luiz, Mikel; Oscar, Mata, Hazard; Torres.
Byrjunarlið Monterrey: Orozco; Perez, Mier, Basanta, Chavez; Meza, Ayovi, Cardozo; Corona, Delgado, De Nigris.
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá leik Monterrey og Chelsea sem fram fer í Japan klukkan 10:30. Um er að ræða undanúrslitaleik í Heimsmeistarakeppni félgsliða.
Monterrey frá Mexíkó er aðeins í sjöunda sæti deildarinnar heima. Aldo de Nigris er leikmaðurinn sem borgar sig að fylgjast með en hann er sérlega öflugur í loftinu.
Sérfræðingar tala um að Monterrey ætti að vera svipað sterkt og miðlings lið í ensku Championship-deildinni svo Evrópumeistarar Chelsea eru mikið mun sigurstranglegri.
Sigurliðið í þessum leik mætir Corinthians frá Brasilíu í úrslitaleik á sunnudag.
Rafa Benítez stjóri Chelsea hefur talað um að leikmenn sínir hafi átt erfitt með að venjast tímamismuninum og átt erfitt með svefn fyrir leikinn. Hann segir einnig að Chelsea hafi mikinn metnað fyrir þessari keppni og stefni á sigur.
Monterrey frá Mexíkó er aðeins í sjöunda sæti deildarinnar heima. Aldo de Nigris er leikmaðurinn sem borgar sig að fylgjast með en hann er sérlega öflugur í loftinu.
Sérfræðingar tala um að Monterrey ætti að vera svipað sterkt og miðlings lið í ensku Championship-deildinni svo Evrópumeistarar Chelsea eru mikið mun sigurstranglegri.
Sigurliðið í þessum leik mætir Corinthians frá Brasilíu í úrslitaleik á sunnudag.
Rafa Benítez stjóri Chelsea hefur talað um að leikmenn sínir hafi átt erfitt með að venjast tímamismuninum og átt erfitt með svefn fyrir leikinn. Hann segir einnig að Chelsea hafi mikinn metnað fyrir þessari keppni og stefni á sigur.
Byrjunarlið:
1. Petr Cech (m)
2. Branislav Ivanovic
3. Ashley Cole
4. Cesc Fabregas
('63)
8. Oscar
9. Radamel Falcao
('79)
10. Juan Mata
('74)
10. Eden Hazard
12. John Obi Mikel
24. Gary Cahill
28. Cesar Azpilicueta
Varamenn:
13. Thibaut Courtois (m)
7. Ramires
8. Frank Lampard
('63)
19. Demba Ba
('74)
21. Marko Marin
22. Willian
26. John Terry
35. Lucas Piazon
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: