ÍR
1
3
Selfoss
0-1
Joseph David Yoffe
'21
, víti
0-2
Joseph David Yoffe
'35
Stefán Þór Pálsson
'37
1-2
1-3
Joseph David Yoffe
'45
Heimir Snær Guðmundsson
'94
10.09.2011 - 16:00
ÍR-völlur
1. deild karla
Aðstæður: Sól og smá gola. Völlurinn fínn.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
ÍR-völlur
1. deild karla
Aðstæður: Sól og smá gola. Völlurinn fínn.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
Árni Freyr Guðnason
('66)
Jóhann Björnsson
7. Jón Gísli Ström
10. Stefán Þór Pálsson
17. Guðjón Gunnarsson
('64)
22. Axel Kári Vignisson
Varamenn:
25. Brynjar Örn Sigurðsson (m)
3. Reynir Haraldsson
4. Magnús Pálmi Gunnarsson
7. Jónatan Hróbjartsson
10. Elías Ingi Árnason
('66)
11. Kristján Ari Halldórsson
('64)
11. Davíð Már Stefánsson
('64)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Heimir Snær Guðmundsson ('85)
Karl Brynjar Björnsson ('64)
Haukur Ólafsson ('32)
Jóhann Björnsson ('20)
Rauð spjöld:
Heimir Snær Guðmundsson ('94)
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik ÍR og Selfoss í næstsíðustu umferð fyrstu deildar karla.
Leikurinn er afar mikilvægur fyrir bæði lið, Selfoss þarf stig til að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni að ári á meðan ÍR þarf stig til að gulltryggja sæti sitt í fyrstu deildinni.
Leikurinn er afar mikilvægur fyrir bæði lið, Selfoss þarf stig til að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni að ári á meðan ÍR þarf stig til að gulltryggja sæti sitt í fyrstu deildinni.
Fyrir leik
Selfyssingar sakna Babacarr Sarr og Joe Tillen sem taka út leikbann í dag. Hjá ÍR er Tómas Agnarsson í banni auk þess sem varnarmaðurinn Halldór Arnarsson er fjarverandi.
Fyrir leik
Aðstæður í Breiðholtinu eru flottar, sól en smá gola. Völlurinn lítur vel út þó að farið sé að hausta.
Fyrir leik
Leikmenn eru mættir út á völl. ÍR spilar í bláum búningum í dag en Selfyssingar eru í sínum hefðbundnu vínrauðu búningum.
2. mín
ÍR-ingar byja leikinn af krafti. Þeir fengu hornspyrnu á fyrstu mínútu og nú átti Jón Gísli Ström skot framhjá úr ágætis færi.
3. mín
Gult spjald: Þorsteinn Daníel Þorsteinsson (Selfoss)
Andri Freyr fær fyrsta gula spjaldið strax á þriðju mínútu fyrir að brjóta á Árna Frey Guðnasyni fyrirliða ÍR.
6. mín
Fyrsta alvöru sókn Selfyssinga. Viðar Örn Kjartansson kemst upp hægri kantinn og sendir á Jón Daða Böðvarsson en fyrsta snertingin svíkur hann.
13. mín
Gamla kempan Sævar Þór Gíslason hefur ekki átt fast sæti í liði Selfyssinga í sumar en hann byrjar á vinstri kantinum í dag.
20. mín
Selfyssingar fá vítaspyrnu! Einar Ottó Antonsson tekur á rás, sparkar boltanum á undan sér inn í teiginn og lendir í samstuði við Árna Frey Guðnason. Vilhjálmur Alvar dómarin bendir á punktinn.
21. mín
Mark úr víti!
Joseph David Yoffe (Selfoss)
Viðar Örn skorar af öryggi úr vítaspyrnunni. 1-0 fyrir Selfyssingum og útlitið gott hjá þeim! Tólfta mark Viðar í sumar en hann er nú næstmarkahæstur í deildinni ásamt Hirti Hjartarsyni.
30. mín
Selfyssingar eru líklegri til að bæta við en ÍR-ingar að jafna. Peter Klancar á hörkuskot fyrir utan teig en boltinn fer rétt yfir.
34. mín
Gult spjald: Peter Klancar (Selfoss)
Það er mikið í húfi í dag og leikmenn leggja sig alla í verkefnið. Vilhjálmur Alvar hefur gefi fjögur gul spjöld í leiknum en nú er það Peter Klancar sem er spjaldaður fyrir að brjóta á Jóni Gísla Ström.
35. mín
MARK!
Joseph David Yoffe (Selfoss)
Selfyssingar eru á mjög góðri leið með að tryggja Pepsi-deildar sætið! Viðar Örn skorar annað mark sitt og það þrettánda í sumar en hann er nú markahæstur í deildinni ásamt Sveinbirni Jónassyni framherja Þróttar. Jón Daði Böðvarsson átti misheppnað skot en boltinn fór beint á Viðar sem skoraði af öryggi!
37. mín
MARK!
Stefán Þór Pálsson (ÍR)
ÍR-ingar minnka muninn og opna leikinn aftur. Stefán Þór Pálsson nær eftir smá barning að komast í gegn og skora framhjá Jóhanni Ólafi Sigurðssyni í markinu. Vel gert hjá Stefáni sem er fæddur árið 1995.
45. mín
Selfyssingar fá aðra vítaspyrnu. Jóhann Björnsson fer aftan í Jón Daða Böðvarsson og Vilhjálmur Alvar bendir aftur á punktinn.
45. mín
MARK!
Joseph David Yoffe (Selfoss)
Viðar skorar aftur í sama horn og í fyrri vítaspyrnu sinni. Hann er nú kominn með þrennu og orðinn markahæsti leikmaður deildarinnar með 14 mörk.
45. mín
Búið er að flauta til leikhlés í Breiðholtinu. Selfyssingarnir leiða 3-1 og það þarf stórslys ef liðið ætlar ekki að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni í dag. ÍR-ingar þurfa aftur á móti að passa því eins og staðan er í öðrum leikjum verða þeir ennþá í fallhættu í lokaumferðinni. Þar gæti markatalan skipt máli.....
46. mín
Inn:Ingólfur Þórarinsson (Selfoss)
Út:Þorsteinn Daníel Þorsteinsson (Selfoss)
Síðari hálfleikur er hafinn. Selfyssingar gera eina breytingu en Ingólfur Þórarinsson kemur inn á fyrir Andra Frey Björnsson. Ingólfur fer á hægri kantinn, Arilíus Marteinsson fer á miðjuna fyrir Peter Klancar sem tekur stöðu Andra Freys í vinstri bakverði.
58. mín
Axel Kári Vignisson, vinstri bakvörður ÍR, á gott skot úr aukaspyrnu en Jóhann Ólafur Sigursson ver í horn.
64. mín
Gult spjald: Karl Brynjar Björnsson (ÍR)
Karl Brynjar er sjöundi leikmaðurinn sem fær gula spjaldið í dag en hann braut á Jóni Daða sem var á fleygiferð.
66. mín
Eftir laglegt spil Selfyssinga á Ingólfur Þórarinsson fyrirgjöf á Jón Daða Böðvarsson en skot hans fer framhjá markinu.
66. mín
Inn:Elías Ingi Árnason (ÍR)
Út:Árni Freyr Guðnason (ÍR)
ÍR-ingar nota sína síðustu skiptingu en Elías Ingi Árnason útvarpsmaður kemur inn á fyrir fyrirliðann Árna Frey Guðnason sem er að glíma við meiðsli aftan í læri.
71. mín
Viðar Örn fær tvö dauðafæri til að skora fjórða mark sitt. Viðar fékk sendingu frá Sævar Þór Gíslasyni og var einn á móti Róberti í markinu. Viðar ákvað að skjóta strax fyrir utan teig og Róbert varði frá honum í horn. Upp úr hornspyrnunni fékk Viðar annað gott færi en skot hans fór í innkast!
77. mín
Viðar Örn ætlar ekki að ná fjórða markinu. Hann fær tvö færi í sömu sókninni en í bæði skiptin ná ÍR-ingar að bjarga.
85. mín
Varamaðurinn Ingi Rafn Ingibergsson á hörkuskot fyrir utan teig en Róbert Örn ver í horn. Selfyssingar eru að sigla þessu örugglega í höfn.
94. mín
Rautt spjald: Heimir Snær Guðmundsson (ÍR)
Heimir Snær fær sitt annað gula spjald og þar með rautt. Hann missir af mikilvægum lokaleik í mótinu.
Byrjunarlið:
12. Jóhann Ólafur Sigurðsson (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
('46)
7. Svavar Berg Jóhannsson
('84)
9. Joseph David Yoffe
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)
Varamenn:
10. Ingólfur Þórarinsson
('46)
22. Andri Már Hermannsson
Liðsstjórn:
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Ingi Rafn Ingibergsson
Gul spjöld:
Ólafur Karl Finsen ('74)
Tómas Leifsson ('57)
Stefán Ragnar Guðlaugsson ('52)
Ivar Skjerve ('42)
Peter Klancar ('34)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson ('3)
Rauð spjöld: