Grótta
1
1
Leiknir R.
0-1
Óttar Bjarni Guðmundsson
'27
Hafsteinn Bjarnason
'91
1-1
10.09.2011 - 16:00
Gróttuvöllur
1.deild karla
Aðstæður: Sól og smá gola
Dómari: Magnús Þórisson
Gróttuvöllur
1.deild karla
Aðstæður: Sól og smá gola
Dómari: Magnús Þórisson
Byrjunarlið:
5. Grétar Ali Khan
7. Enric Már Du Teitsson
16. Hafsteinn Bjarnason
23. Andri Björn Sigurðsson
('83)
25. Guðmundur Bragi Árnason (f)
Varamenn:
29. Einar Bjarni Ómarsson
77. Pétur Theódór Árnason
('74)
Liðsstjórn:
Bjarki Már Ólafsson
Pétur Már Harðarson
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð kæru lesendur. Hér verður bein textalýsing frá leik Gróttu og Leiknis í 1.deild karla. Leikurinn er afar mikilvægur fyrir bæði lið í fallbaráttunni og ljóst að þetta verður hörkuleikur. Leiknir getur komist upp fyrir Gróttu með sigri á betri markamun en ef Grótta sigrar senda þeir Leikni niður í 2.deild.
Fyrir leik
Sólin skín hér á Seltjarnarnesinu og gervigrasið skartar sínu fegursta. Kristján Guðmundsson spáir hörkuleik og telur að það fari rautt spjald á loft í þessum leik.
Fyrir leik
Dómari í dag er kokkurinn Magnús Þórisson frá Sandgerði. Ég hef einmitt bragðað á mat sem Magnús eldaði og var hann algjört hnossgæti.
Fyrir leik
Örfáar mínútur í leikinn og taugatrekkjandi andrúmsloft á svæðinu. Mikið í húfi hér í dag!
Fyrir leik
Liðin ganga nú inn á völlinn og nokkuð ljóst að bæði lið munu berjast með kjafti og klóm um stigin þrjú.
5. mín
Færi hjá Gróttu en Eyjólfur Tómasson ver með miklum tilþrifum. Gróttumenn fá horn ern eru síðan dæmdir brotlegir.
8. mín
Andri Björn Sigurðsson sleppur í gegn en nær ekki almennilegu skoti að marki og það fer framhjá. Gróttumenn eru mjög hættulegir í skyndisóknum sínum.
14. mín
Leiknismenn fá hornspyrnu. Þeir eru nú aðeins að færa pressuna yfir á Gróttumenn.
17. mín
Gróttumenn falla vel til baka og leyfa Leiknismönnum að halda boltanum. Lítið að gerast og fátt um opin marktækifæri.
21. mín
Leiknir fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig sem Hilmar Árni Halldórsson tekur en Kristján Finnbogason ver vel og Gróttumenn ná frákastinu.
27. mín
MARK!
Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir R.)
Óttar Bjarni er einn og óvaldaður á vítateig Gróttumanna í hornspyrnu og skallar boltann glæsilega í netið. 1-0 fyrir Leikni.
30. mín
Pape Mamadou Faye á góða fyrirgjöf fyrir markið en Leiknismenn ná ekki að nýta sér það. Þessa stundina virka Leiknismenn mun sprækari.
33. mín
Pape Mamadou Faye sleppur einn í gegn en Kristján Finnbogason ver vel frá honum úr þröngri stöðu.
35. mín
Sóknaraðgerðir Gróttumanna eru mjög tilviljanakenndar og Leiknismenn eru mun betri á vellinum þessa stundina.
40. mín
Leiknismenn eru mun ákveðnari hérna á Gróttuvelli og það virðist vera mikil deyfð yfir Gróttuliðinu. Leiknir á horn.
45. mín
Andri Björn Sigurðsson tekur aukaspyrnu í ákjósanlegu færi fyrir vinstri fótarmann en hann skýtur beint í vegginn. Grótta fær hornspyrnu sem þeir senda beint í fangið á Eyjólfi í marki Leiknismanna.
45. mín
Gult spjald: Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir R.)
Óttar Bjarni Guðmundsson fær að líta gula spjaldið fyrir brot.
45. mín
Flautað til hálfleiks hér á Gróttuvelli. Leiknismenn eru greinilega staðráðnir í því að spila í 1.deild að ári.
46. mín
Leikurinn er hafinn að nýju og spennandi að sjá hvort Gróttumenn rífi sig ekki aðeins upp hér í síðari hálfleik.
54. mín
Þórir Guðjónsson á góðan sprett upp vinstri kantinn og gefur hann yfir á fjærstöng þar sem Ólafur Hrannar kemur boltanum aftur fyrir á markteig en Gróttumenn verjast vel.
57. mín
Þórir Guðjónsson er aftur á ferðinni en kemur boltanum fyrir með hægri fætinum núna og beint á kollinn á Pape Mamadou Faye sem er einn á auðum sjó en skallar rétt yfir.
60. mín
Gróttumenn fá hornspyrnu en Eyjólfur Tómasson er öryggið uppmálað og grípur boltann örugglega. Leikurinn er mjög skemmtilegur áhorfs þessa stundina og liðin skiptast á að sækja.
64. mín
Inn:Pétur Már Harðarson (Grótta)
Út:Viggó Kristjánsson (Grótta)
Gróttumenn gera sína fyrstu skiptingu.
64. mín
Inn:Ingólfur Örn Kristjánsson (Leiknir R.)
Út:Andri Steinn Birgisson (Leiknir R.)
68. mín
Gróttumenn fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað á vítateigslínunni. Andri Björn Sigurðsson skýtur himin hátt yfir!
70. mín
Leiknismenn geysast fram í sókn sem endar með skoti sem Kristján Páll Jónsson lætur verja frá sér.
74. mín
Inn:Pétur Theódór Árnason (Grótta)
Út:Ólafur Páll Johnson (Grótta)
Gróttumenn gera sína aðra skiptingu. Það getur allt gerst hérna á lokamínútunum.
80. mín
Inn:Frymezim Vesalaj (Leiknir R.)
Út:Birkir Björnsson (Leiknir R.)
Leiknismenn gera sína aðra skiptingu. Gróttumenn eiga hinsvegar aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
82. mín
Guðmundur Bragi Árnason skallar boltann hárfínt framhjá eftir góða aukaspyrnu frá Pétri Má. Þarna skall hurð nærri hælum hjá Leiknismönnum.
83. mín
Inn:Jón Kári Ívarsson (Grótta)
Út:Andri Björn Sigurðsson (Grótta)
Jón Ívarsson er settur inná til að lífga uppá sóknarleik Gróttumanna.
85. mín
Ólafur Hrannar Kristjánsson á skot rétt yfir af vítateigslínunni eftir góðan undirbúning frá Kristjáni Páli Jónssyni.
87. mín
Kristján Páll Jónsson á skot í stöng! Pape Mamadou Faye á laglega stungusendingu inn á Kristján sem leikur á einn varnarmann Gróttu en skýtu svo í innanverða stöngina.
91. mín
MARK!
Hafsteinn Bjarnason (Grótta)
Eyjólfur Tómasson í marki Leiknis gerir skelfileg mistök og missir boltann fyrir fætur Hafsteins Bjarnasonar eftir aukaspyrnu. Hafsteinn þurfti ekki annað að gera en að pota boltanum í netið. Gífurlega mikilvægt mark fyrir Gróttu og Leiknismenn eru ekki í góðum málum ef leikurinn endar svona.
Byrjunarlið:
Ólafur Hrannar Kristjánsson
Óttar Bjarni Guðmundsson
Eyjólfur Tómasson
11. Brynjar Hlöðversson
14. Birkir Björnsson
('80)
21. Hilmar Árni Halldórsson
Varamenn:
8. Sindri Björnsson
Liðsstjórn:
Vigfús Arnar Jósepsson (Þ)
Gul spjöld:
Óttar Bjarni Guðmundsson ('45)
Rauð spjöld: