City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Ísland
2
1
Slóvenía
0-1 Milivoje Novakovic '34
Gylfi Þór Sigurðsson '55 1-1
Gylfi Þór Sigurðsson '78 2-1
22.03.2013  -  17:00
Sportni Park Stozice
Undankeppni HM
Dómari: Stavros Tritsonis (Grikkland)
Byrjunarlið:
2. Sölvi Geir Ottesen
2. Birkir Már Sævarsson
6. Ragnar Sigurðsson
8. Birkir Bjarnason
9. Kolbeinn Sigþórsson ('90)
10. Gylfi Þór Sigurðsson
11. Alfreð Finnbogason ('46)
13. Jóhann Laxdal
17. Aron Einar Gunnarsson
20. Emil Hallfreðsson ('76)
23. Ari Freyr Skúlason

Varamenn:
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
3. Hallgrímur Jónasson
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('46)
22. Eiður Smári Guðjohnsen ('76)
25. Helgi Valur Daníelsson ('90)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Gylfi Þór Sigurðsson ('90)
Jóhann Berg Guðmundsson ('69)
Sölvi Geir Ottesen ('57)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl. Hér verður fylgst með leik Íslands og Slóveníu í beinni textalýsingu. Hann hefst 17:00 að íslenskum tíma sem er 18:00 að staðartíma.
Fyrir leik
Leikmenn íslenska liðsins eru núna úti á vellinum að skoða aðstæður.
Fyrir leik
Leikurinn fer fram á hinum stórglæsilega Sportni Park Stozice leikvangi sem er hringbyggður og tekur 16 þúsund manns í sæti.
Fyrir leik
Veðrið hér í Slóveníu er prýðilegt. Það er þó búist við því að aðeins um 1/3 vallarins verði setinn í dag. Það er stórt skíðastökkmót í gangi sem dregur úr áhuga almennings fyrir þessum leik!
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands má sjá hér til hliðar en því er stillt svona upp:

Hannes (m)
Birkir Már - Raggi - Sölvi - Ari
Birkir Bj - Emil - Aron - Gylfi
Alfreð - Kolbeinn
Fyrir leik
Það er gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að tapa ekki þessum leik í kvöld upp á framhaldið í riðlinum.
Hörður Snævar Jónsson, 433.is:
Emil Hallfreðsson skuldar góða frammistöðu í kvöld, ekki enn sannfært mig eftir að hann kom aftur inn í landsliðið #fotbolti
Fyrir leik
Eiríkur Stefán Ásgeirsson, íþróttafréttamaður hjá 365 miðlum, spáir 1-1 jafntefli. Sölvi Geir Ottesen með markið. Eiríkur er með eindæmum getspakur.
Fyrir leik
Hægt er að sjá myndband frá þessum glæsilega leikvangi á heimasíðu Fótbolta.net á Facebook. Smelltu hér til að fara þangað
Fyrir leik
Kollegar okkar frá Slóveníu hika ekki við að kveikja sér í sígarettum í aðstöðu fréttamanna.
Fyrir leik
Í gær fór Heimir Hallgrímsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands, aðeins yfir slóvenska liðið með hluta af þeim fréttamönnum sem hér eru.

Var þar margt áhugavert og meðal annars horft á myndskeið þar sem fylgst var með uppspili liðsins. Þeir reyna stundum "of mikið" að spila boltanum á milli sín án þess að hafa gæðin til þess og eiga það til að tapa boltanum á hættulegum stöðum.
Fyrir leik
Förum yfir nokkra lykilmenn Slóvena:

Samir Handanovic markvörður hjá Inter. Stór og stæðilegur markvörður en virkar oft á tíðum fremur seinn í hreyfingum og hefur gefið nokkur mörk í síðustu landsleikjum.

Miso Brecko hægri bakvörður hjá Köln. Einn besti leikmaður liðsins. Hrikalega öflugur sóknarlega og einnig sterkur varnarlega. Bakverðir liðsins taka mjög virkan þátt í sóknarleiknum og Brecko virkar oft líkt og hann sé kantmaður.

Sóknarlega er Tim Matavz algjör lykilmaður. Matavz sem skorað hefur 13 mörk fyrir PSV Eindhoven í hollensku deildinni í vetur er hættulegasti sóknarmaður Slóvena.
Fyrir leik
Liðin eru núna mætt út á völlinn í upphitun. Byrjunarlið Slóveníu hefur verið staðfest og birtum við það hér eftir augnablik.
Fyrir leik
Vængmaðurinn Valter Birsa, leikmaður Torino, er í byrjunarliði Slóvena en óvíst var með þátttöku hans fyrir leik eftir að hann meiddist á æfingu.
Fyrir leik
Athyglisvert að Tim Matavz, framherji PSV, byrjar á varamannabekknum!
Fyrir leik
Það hefur kólnað talsvert hér í Slóveníu en þó ekkert alvarlegt.
Fyrir leik
Frikki sjúkraþjálfari heldur boltanum á lofti á vellinum til að drepa tímann. Liprir taktar. Siggi dúlla búningastjóri er á fullri ferð að dreifa vatni á þyrsta leikmenn.
Fyrir leik
Ljósmyndarar búnir að stilla sér upp við göngin. Eftir smástund munu leikmenn ganga út á völlinn.
Hreinn Hringsson:
Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
Úr sólkerfum himnanna ..................KOMA SVO DRENGIR!!!!!!
Fyrir leik
"Það vantar menn sem eru meiddir og í leikbanni og það vantar tvo leikmenn á miðjuna. Ég held að við séum með betri vörn og við erum með miklu betri markmann en Ísland. Vonandi fer 2-0 fyrir Slóveníu." segir Janes Vrenko, slóvenskur leikmaður Þórs á Akureyri.
Helgi Steinn:
tudda respect a Fredda ad syngja alltaf thjodsönginn eins og alvöru MADUR !
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Leikurinn er hafinn!
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Aron Einar liggur eftir á vellinum eftir baráttu við Milivoje Novakovic. Aron er fljótur að hrista það af sér.
Magnús Már Einarsson
7. mín
Jasmin Kurtic með ,,klippu" en boltinn fer langt framhjá. Slóvenar sækja ögn meira í byrjun.
Magnús Már Einarsson
9. mín
Völlurinn er ekki í góðu standi og boltinn skoppar mikið.
Magnús Már Einarsson
12. mín
Bostjan Cesar með hörkuskalla eftir hornspyrnu en beint í samherja sinn Zlatan Ljubijankic.
Magnús Már Einarsson
15. mín
Gylfi snýr varnarmann laglega af sér og á skot með vinstro fæti fyrir utan teig en boltinn talsvert framhjá.
Magnús Már Einarsson
Oddur Guðmundsson:
Maður er orðinn gamall þegar elstu mennirnir í startinu er '84 módel! #fotbolti #gettingold
Magnús Már Einarsson
22. mín
Rólegt yfir leiknum þessa stundina. Íslendingar hafa þó verið að komast betur inn í leikinn.
Magnús Már Einarsson
24. mín
Gylfi með hörkuskot eftir innkast frá Aroni en boltinn fer í varnarmann og þaðan beint á Samir Handanovic í markinu.
Magnús Már Einarsson
29. mín Gult spjald: Milivoje Novakovic (Slóvenía )
Novakovic fær fyrsta gula spjaldið fyrir að brjóta á Sölva.
Magnús Már Einarsson
34. mín MARK!
Milivoje Novakovic (Slóvenía )
Novakovic kemur Slóvenum yfir. Eftir fyrirgjöf frá hægri nær Sölvi Geir ekki að hreinsa boltann nógu langt í burtu og Novakovic þakkar fyrir sig með því að skora með skoti upp í bláhornið. 1-0 fyrir Slóveníu.
Magnús Már Einarsson
35. mín
Markið kom úr sókn Slóvena eftir að Íslendingar höfðu verið í fínni stöðu skömmu áður. Birkir Bjarnason tapaði þá boltanum fyrir framan vítateig Slóvena og heimamenn fóru upp í sókn í kjölfarið sem endaði með marki.
Magnús Már Einarsson
41. mín
Sölvi Geir með hörkuskalla eftir fyrstu hornspyrnu Íslands en Slóvenar bjarga aftur í horn á síðustu stundu.
Magnús Már Einarsson
41. mín
Upp úr annarri hornspyrnunni á Birkir Bjarnason skot sem fer í hendina á leikmanni Slóvena en höndin er alveg upp við líkamann. Leikmenn Íslands vilja vítaspyrnu en gríski dómarinn dæmir ekkert.
Magnús Már Einarsson
Kolbeinn Tumi Daðason:
Hvorki Alfreð né Kolbeinn komið við boltann á síðasta þriðjungi í fyrri hálfleik. Slóvenar einfaldlega betri. #WakeUp
Magnús Már Einarsson
43. mín
Alfreð fær boltann í höndina í vítateig Íslands eftir hornspyrnu en dómarinn dæmir ekkert.
Magnús Már Einarsson
45. mín
Fyrri hálfleiknum er lokið. Slóvenar hafa verið sterkari og verðskulda forystuna. Sóknarleikur íslenska liðsins hefur verið máttlítill en vonandi verður bæting á því í síðari hálfleik.
Magnús Már Einarsson
Tómas Þór Þórðarson:
Þetta voru vondar 45 mínútur.
Magnús Már Einarsson
46. mín
Inn:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland) Út:Alfreð Finnbogason (Ísland)
Jóhann Berg Guðmundsson kemur inn á fyrir Alfreð Finnbogason. Jóhann fer á vinstri kantinn og Gylfi Þór Sigurðsson í fremstu víglínu.
Magnús Már Einarsson
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn. Koma svo!
Magnús Már Einarsson
50. mín
Eiður Smári Guðjohnsen er farinn að hita upp. Líklegt að hann komi inn á síðar í leiknum.
Magnús Már Einarsson
51. mín
Lars Lagerback segir Eiði að hita upp í fimm mínútur til viðbótar. Svíinn er ekkert að hika við skiptingarnar.
Magnús Már Einarsson
53. mín
Inn:Dejan Lazarevic (Slóvenía ) Út:Valter Birsa (Slóvenía )
Birsa fer meiddur af velli. Var tæpur fyrir leik.
Magnús Már Einarsson
55. mín MARK!
Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
VÁÁÁ! Gylfi Þór Sigurðsson jafnar með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu. Sláin inn af 25 metra færi. Alveg upp í bláhorninu, þvílík snilld!
Magnús Már Einarsson
Víðir Sigurðsson:
Sáuð þið þetta!!!!! Mark áratugarins með íslenska landsliðinu. GYLFI
Magnús Már Einarsson
57. mín Gult spjald: Sölvi Geir Ottesen (Ísland)
Sölvi brýtur á Novakovic sem er að komast í góða stöðu. Slóvenar vilja sjá rauða spjaldið en Tritsonis lyfir því gula.
Magnús Már Einarsson
60. mín
Kolbeinn Sigþórsson sleppur í gegn en Samir Handanovic ver úr dauðafæri! Þarna munaði litlu.
Magnús Már Einarsson
Grétar Rafn Steinsson - Í leikbanni:
#fotbolti mitt bet er enn a #sigurdsson verdur ekki vonbrigdum. Sigurðsson Gudjonsen johann Berg med morkin, koma svoooooooooooo
Magnús Már Einarsson
62. mín
Lars hefur ákveðið að bíða með að setja Eið inn á eftir markið frá Gylfa.
Magnús Már Einarsson
66. mín
Inn:Zlatan Ljubijankic (Slóvenía ) Út:Tim Matavz (Slóvenía )
Magnús Már Einarsson
69. mín Gult spjald: Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
Jóhann brýtur á Aleksandar Radosavljevic rétt fyrir utan vítateig.
Magnús Már Einarsson
70. mín
Hannes ver aukaspyrnuna frá Novakovic, vel gert!
Magnús Már Einarsson
Hjörvar Hafliðason:
Svona meðan við horfum... hvert er fallegasta mark sem þið hafið séð frá íslenska landsliðinu?Held að þetta sé það flottasta sem eg hef séð.
Magnús Már Einarsson
74. mín
Dejan Lazaravic með fína tilraun en Hannes ver.
Magnús Már Einarsson
Henry Birgir Gunnarsson:
Íslenska landsliðið er ekki staðurinn til þess að spila sig í form. #nöffsaid
Magnús Már Einarsson
76. mín
Eiður Smári býr sig undir að koma inn á.
Magnús Már Einarsson
76. mín
Inn:Eiður Smári Guðjohnsen (Ísland) Út:Emil Hallfreðsson (Ísland)
Magnús Már Einarsson
78. mín MARK!
Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
Gylfi skorar annað mark sitt og kemur Íslendingum yfir. Eiður Smári stimplar sig inn með sendingu á Gylfa sem leikur laglega á Cesar og skorar af öryggi framhjá Handanovic.
Magnús Már Einarsson
79. mín
Þetta er þriðja markið sem Gylfi skorar framhjá Handanovic í þessum mánuði en hann skoraði einnig gegn honum í leik Tottenham og Inter á dögunum.
Magnús Már Einarsson
79. mín
Inn:Zlatko Dedic (Slóvenía ) Út:Rene Krhin (Slóvenía )
Magnús Már Einarsson
85. mín
Slóvenar sækja stíft í leit að jöfnunarmarki.
Magnús Már Einarsson
90. mín
Kurtic með skot sem Hannes ver í horn. Þremur mínútum bætt við....
Magnús Már Einarsson
90. mín
Inn:Helgi Valur Daníelsson (Ísland) Út:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Magnús Már Einarsson
90. mín Gult spjald: Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
Gylfi brýtur á Kurtic og fær gula spjaldið. Verður í banni gegn Slóvenum í júní!
Magnús Már Einarsson
Leik lokið!
Frábær 2-1 sigur á Slóvenum! Ísland er með níu stig í öðru sæti riðilsins. Næsti leikur er gegn Slóvenum á Laugardalsvelli föstudagskvöldið 7. júní næstkomandi. Nánar verður fjallað um þennan flotta sigur hér á Fótbolta.net í kvöld.
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið:
1. Samir Handanovic (m)
2. Miso Brecko
5. Bostjan Cesar
6. Branko Ilic
7. Rene Krhin ('79)
8. Jasmin Kurtic
9. Zlatan Ljubijankic ('66)
10. Valter Birsa ('53)
11. Milivoje Novakovic
13. Bojan Jokic
18. Aleksandar Radosavljevic

Varamenn:
3. Aleksandar Rajcevic
4. Marko Suler
14. Zlatko Dedic ('79)
15. Andraz Struna
22. Dominic Maroh
23. Tim Matavz ('66)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Milivoje Novakovic ('29)

Rauð spjöld: