City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Víkingur Ó.
1
2
Fram
0-1 Almarr Ormarsson '12
0-2 Bjarni Hólm Aðalsteinsson '36
Steinar Már Ragnarsson '38 1-2
05.05.2013  -  17:00
Ólafsvíkurvöllur
Pepsi-deildin
Dómari: Kristinn Jakobsson
Maður leiksins: Almarr Ormarsson
Byrjunarlið:
30. Kaspars Ikstens (m)
Brynjar Kristmundsson
4. Damir Muminovic
5. Björn Pálsson
7. Tomasz Luba
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('87)
10. Steinar Már Ragnarsson ('75)
13. Emir Dokara
15. Farid Zato
19. Jernej Leskovar ('63)
20. Eldar Masic

Varamenn:
1. Einar Hjörleifsson (m)
Alfreð Már Hjaltalín ('63)
6. Karl Lökin
11. Eyþór Helgi Birgisson ('75)
21. Fannar Hilmarsson ('87)
23. Anton Jónas Illugason

Liðsstjórn:
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:
Emir Dokara ('88)
Brynjar Kristmundsson ('44)
Jernej Leskovar ('33)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl og velkomin í beina textalýsingu frá Ólafsvík þar sem söguleg stund er framundan, fyrsti leikur Víkings í efstu deild.

Um þúsund manna bær út á landi sem á lið í Pepsi-deildinni. Fottur árangur það.

Ólafsvíkingum er spáð tólfta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en Fram níunda. Það er þó fullmikið að tala um fallbaráttuslag í fyrstu umferð.

Maðurinn til að fylgjast með í liði Víkings er klárlega Guðmundur Steinn Hafsteinsson, uppalinn Valsari sem valinn var besti leikmaður 1. deildarinnar í fyrra.

Þjálfarinn er Ejub Purisevic, maður sem hefur komið Ólafsvíkurliðinu úr neðstu deild og yfir í þá efstu. Það segir sitt um gæði hans sem þjálfara. Heldur úti miklum aga og er líflegu á hliðarlínunni.

Flestir þekkja Framliðið öllu betur. Mestu breytingarnar á því hafa verið í varnarlínunni. Þjálfari liðsins er sem fyrr Þorvaldur Örlygsson.

Fremsti dómari landsins dæmir leikinn, Kristinn Jakobsson.
Fyrir leik
Það er napurt hér í Ólafsvík. Heimamenn eru farnir út að hita en Framarar enn inn í klefa.
Fyrir leik
Bæði lið eru að hita upp við taktfasta tóna. Fólk streymir á völlinn. Hér til hliðar má sjá byrjunarliðin.

Kaspars Ikstens byrjar í marki heimamanna svo Einar Hjörleifsson þarf að sætta sig við að verma tréverkið.

Kristinn Ingi Halldórsson er meðal varamanna Fram enda nýstiginn upp úr meiðslum.
Fyrir leik
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er meðal gesta á þessum hátíðardegi.
Fyrir leik
Byrjunarlið Víkings Ó.:
Kaspars
Damir - Luba - Dokara
Brynjar - Björn - Eldar - Farid - Leskovar
Steinar - Guðmundur Steinn

Byrjunarlið Fram:
Ögmundur
Lowing - Ólafur Örn - Bjarni - Halsman
Hewson - Jón Gunnar - Halldór Hermann
Almarr - Lennon - Haukur
Fyrir leik
Stemningin öll að aukast meðal áhorfenda. Gunnar á Völlum og hans sveit eru að syngja eins og enginn sé morgundagurinn. Snúa sér að fréttamannastúkunni og syngja:

"Við erum fallbyssufóður, faaaaallbyyyysssuuufóóður"
Fyrir leik
Verið er að kynna liðin til leiks. Veislan er að byrja. Það má búast við baráttuleik, kannski ekki mjög flottum fótbolta en ég finn lykt af rauðu spjaldi í dag!
1. mín
LEIKURINN ER HAFINN - Heimamenn byrjuðu með boltann. Framarar eru hvítklæddir í dag.
5. mín
Leikurinn einkennist af miklu moði. Vindurinn er aðeins meiri en ég hélt í fyrstu. Fyrsta færi leiksins kom eftir hornspyrnu, boltinn barst á Almarr Ormarsson sem skaut framhjá. Gott færi.
12. mín MARK!
Almarr Ormarsson (Fram)
Stoðsending: Steven Lennon
Framarar hafa tekið forystuna! Það var Almarr Ormarsson sem skoraði eftir klafs í teignum. Skyndilega var hann kominn í dauðafæri rétt fyrir utan markteiginn og kláraði vel. Ólafsvíkingum hafði mistekist að hreinsa frá.
20. mín
Ólafsvíkingar lítið sem ekkert náð að skapa sér. Eitt langskot yfir áðan. Framarar betri.
26. mín
Hættuleg sókn Ólafsvíkinga eftir að Bjarni Hólm rann í vörninni. Sendingin frá Guðmundi Steini rataði þó ekki á samherja.
31. mín
Aðeins meira líf í heimamönnum núna, eru að komast betur inn í leikinn og eru aðeins farnir að sækja.
32. mín
Steinar í hörkufæri en skot hans af varnarmanni og í horn. Skömmu áður hafði Guðmundur Steinn fengið flott færi en náði ekki að taka á móti boltanum.
33. mín Gult spjald: Jernej Leskovar (Víkingur Ó.)
Tók dýfu fyrir utan teig og fær gult spjald frá Kristni.
36. mín MARK!
Bjarni Hólm Aðalsteinsson (Fram)
Stoðsending: Jordan Halsman
Boltinn skoppaði til og frá í teignum hjá Ólafsvíkingum og barst á endanum á varnarmanninn Bjarna Hólm sem skoraði. Alls ekki sannfærandi tilburðir markvarðarins Kaspars Ikstens sem tók tvö skógarhlaup í röð. Kjaftshögg fyrir Ólafsvíkinga sem höfðu komið sér inn í leikinn,
38. mín MARK!
Steinar Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Emir Dokara
Ólafsvíkingar svara! Góð sending frá Emir Dokara, rangstöðugildra Fram klikkaði og Steinar skyndilega kominn í dauðafæri, tók fínan snúning og skoraði.
44. mín Gult spjald: Brynjar Kristmundsson (Víkingur Ó.)
45. mín Gult spjald: Samuel Hewson (Fram)
45. mín
Hálfleikur
45. mín
Eftir erfiða byrjun á leiknum náðu Ólafsvíkingar að hrista af sér skjálftann og það má búast við hörkuleik í seinni hálfleik.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
49. mín
Almarr Ormarsson með góða sendingu á Steven Lennon sem komst einn á míti Kaspars, dauðafæri. En lélega gert hjá Lennon og Kaspars varði.
60. mín
Framarar eru aðeins beittari núna. Víkingar ekki náð að ógna neitt af viti í seinni hálfleik.
63. mín
Inn:Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.) Út:Jernej Leskovar (Víkingur Ó.)
67. mín
Markvörður heimamanna kom sér í vandræði áðan en það reddaðist. Hefur alls ekki verið sannfærandi í þessum leik þó varslan frá Lennon hafi verið góð.
70. mín
Halldór Hermann með skalla framhjá eftir sendingu Almarrs.
71. mín
Emir Dokara með skot en hitti boltann illa og skotið framhjá.
72. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Fram) Út:Haukur Baldvinsson (Fram)
75. mín
Inn:Eyþór Helgi Birgisson (Víkingur Ó.) Út:Steinar Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
79. mín
Lítið bit í sóknarleik Ólafsvíkinga. Þeir hafa aðeins átt eitt skot á markið og það var inni.
85. mín Gult spjald: Jordan Halsman (Fram)
87. mín
Inn:Fannar Hilmarsson (Víkingur Ó.) Út:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Víkingur Ó.)
Guðmundur Steinn fann sig ekki í dag.
88. mín Gult spjald: Emir Dokara (Víkingur Ó.)
90. mín
Inn:Daði Guðmundsson (Fram) Út:Samuel Hewson (Fram)
Leik lokið!
Leiðinlegur seinni hálfleikur. Ólafsvíkingar bitlitlir og sigur Fram á heildina sanngjarn.
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
9. Haukur Baldvinsson ('72)
11. Almarr Ormarsson
28. Bjarni Hólm Aðalsteinsson

Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
14. Halldór Arnarsson
23. Benedikt Októ Bjarnason

Liðsstjórn:
Daði Guðmundsson
Helgi Sigurðsson

Gul spjöld:
Jordan Halsman ('85)
Samuel Hewson ('45)

Rauð spjöld: