City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
FH
2
1
KR
Atli Guðnason '22 1-0
Atli Viðar Björnsson '43 2-0
2-1 Kjartan Henry Finnbogason '72
11.09.2011  -  17:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Ljómandi
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Maður leiksins: Atli Guðnason (FH)
Byrjunarlið:
Hákon Atli Hallfreðsson
Ólafur Páll Snorrason ('81)
4. Pétur Viðarsson
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Atli Guðnason ('90)
17. Atli Viðar Björnsson
25. Hólmar Örn Rúnarsson

Varamenn:
1. Róbert Örn Óskarsson (m) ('81)
14. Albert Brynjar Ingason
16. Jón Ragnar Jónsson
21. Guðmann Þórisson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Liðsstjórn:
Emil Pálsson

Gul spjöld:
Matthías Vilhjálmsson ('62)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl og hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá stórleik FH og KR í Pepsi-deild karla. FH-ingar eru að spila upp á stoltið á meðan KR trónir á toppi deildarinnar.

Minnum fólk sem skrifar færslur um leikinn á Twitter að nota hashtagið #fótbolti. Valdar færslur verða birtar hér í þessari textalýsingu.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin og má sjá til hliðar.
Fyrir leik
Það er náttúrulega bölvuð vitleysa í mér að FH sé aðeins að spila upp á stoltið. Við skulum ekki afskrifa Hafnfirðinga og baráttan um Evrópusæti til staðar.
Fyrir leik
KR-ingar eru ekki með sitt sterkasta í dag. Viktor Bjarki og Baldur Sigurðsson eru í banni og þá er Skúli Jón Friðgeirsson enn meiddur.
Hreinn Gústavsson:
Mættur í Krikann og við Bjarni Fel búnir að létta af okkur #fotbolti #pissumekkiiokkurafspenning
Fyrir leik
Dómari í dag er Akurnesingurinn Valgeir Valgeirsson. Sigurður Óli Þórleifsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson eru aðstoðardómarar og Leiknir Ágústsson fjórði dómari.
Fyrir leik
KR-ingar eru hollenskir í dag. Spila í appelsínugulu varatreyjunum sínum. Síðast þegar þeir spiluðu í þeim urðu þeir bikarmeistarar.
Hlynur Valsson, vallarþulur KR:
Kjartan Henry spilar fárveikur #deyrfyrirklubbinn #Hjartad #uppalinn #bornabekknum
Fyrir leik
KR vann Fram í síðustu umferð 2-1 en FH tapaði 4-0 fyrir Stjörnunni á teppinu.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Fyrir hann var mínútu þögn til minningar um Birgi Björnsson (22.febrúar 1935 - 2. september 2011). Birgir er þekktastur fyrir þátttöku sína í íþróttum en hann byrjaði ungur að æfa fimleika með FH, og snéri sér síðan alfarið að handknattleik.
6. mín
Gunnar Örn fékk hörkufæri. Kjartan Henry með fyrirgjöf og Gunnar var einn og óvaldaður í teignum en náði ekki nægilega góðum skalla. KR meira með boltann hér í upphafi.
8. mín
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson með fína vörslu. Skot FH breytti um stefnu af varnarmanni og hætta varð úr. Hannes varði í horn en ekkert kom út úr horninu.
10. mín
Vel útfærð sókn endar með því að Atli Guðna nær skoti að marki KR. Skotið þó laflaust og Hannes ekki í vandræðum með að grípa boltann.
12. mín
Atli Viðar Björnsson í hörkufæri en skot hans ekki nægilega öflugt og Hannes ver. FH virðist vera að ná völdum.
16. mín
Björn Jónsson búinn að eiga tvær skottilraunir. Skaut himinhátt yfir í bæði skiptin.
22. mín MARK!
Atli Guðnason (FH)
FH-ingar eru búnir að ná forystunni hér í Kaplakrikanum! Vel gert hjá Atla Guðnasyni sem náði að spóla í gegnum vörn KR, komst einn gegn Hannesi og kláraði vel!
Birgir H. Stefánsson:
Vel gert hjá Atla Guðna, verður ekki sagt það sama um Grétar... ouch #fotbolti
35. mín
Þarna voru KR-ingar ansi nálægt því að jafna. Eftir aukaspyrnu skallaði einhver boltann í slánna og svo fór hann í hendur Gunnleifs Gunnleifssonar. Mér sýndist það vera Egill sem náði skallanum en lofa engu.
38. mín
Atli Viðar ógnandi og var að sleppa en Hannes bjargaði í horn með góðu úthlaupi.
41. mín
Þessi leikur verið nokkuð fjörugur. Vörnin hjá KR er alls ekki að virka sannfærandi.
43. mín MARK!
Atli Viðar Björnsson (FH)
FH-ingar komast tveimur mörkum yfir! Hreint unaðsleg sending sem Björn Daníel Sverrisson átti innfyrir vörn KR og Atli Viðar var einn gegn Hannesi. Atli kláraði glæsilega með því að vippa boltanum yfir hann.
45. mín
Það hefur verið flautað til hálfleiks í Kaplakrika og heimamenn leiða 2-0. Það stefnir því allt í fyrsta tap KR í sumar. ÍBV var að vinna Þór og spennan í titilbaráttunni eykst.
Ingi F Helgason:
"Of feit fyrir mig" sungid fyrir Bjarna Guðjóns hrumphh!!! #Maggagylfaklónidshanner
45. mín
KR-ingar hafa verið mjög daprir í þessum leik og nánast allir að leika undir getu. FH-ingar hafa verið bitmiklir og sprækir.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn. KR-ingar sækja núna í átt að Reykjavík.
49. mín
KR-ingar koma mun ákveðnari til leiks hér í seinni hálfleikinn og eru ógnandi á upphafsmínútum hans.
Stefán Pálsson:
Bjarni Guðjónsson lelegasti maður vallarins hvenær gerðist það siðast? #fotbolti #krikinn
55. mín
Hörkufæri! Matthías Vilhjálmsson fékk boltann í teignum eftir hornspyrnu en Hannes vel á verði og varði í horn.
58. mín Gult spjald: Aron Bjarki Jósepsson (KR)
Aron braut á Birni Daníeli sem hafði sýnt glæsilega takta á vinstri vængnum og skemmt áhorfendum. Eftir aukaspyrnuna varði Hannes vel.
60. mín Gult spjald: Magnús Már Lúðvíksson (KR)
Enn og aftur brotið á Birni.
61. mín
Hólmar Örn Rúnarsson fékk boltann í dauðafæri rétt fyrir utan markteiginn en Hannes varði frá honum. FH-ingar líklegri til að bæta við en KR að minnka muninn sem stendur.
62. mín Gult spjald: Matthías Vilhjálmsson (FH)
68. mín
Inn:Dofri Snorrason (KR) Út:Magnús Otti Benediktsson (KR)
Henry Birgir Gunnarsson, blaðamaður á Fréttablaðinu:
tilvlljun að Smalinn @Baldur_Sig_0008 sé í banni á meðan réttir standa yfir? #efaþað #göngurnar #kostarKRþrjústig
Jón Kári Eldon, leikmaður Gróttu:
Bjarni Fel er gáttaður af spilamennskunni í KR-útvarpinu. Honum er ekki skemmt.
72. mín MARK!
Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Skyndilega eru KR-ingar komnir inn í leikinn! Kjartan Henry með gott mark af stuttu færi eftir frábæran undirbúning Dofra Snorrarsonar. Spennandi lokakafli framundan.
80. mín
Hörkufæri! Dofri hefur komið gríðarlega sterkur inn í KR-liðið og hann átti stórhættulegt skot sem Gunnleifur varði naumlega. Þarna hefðu gestirnir getað jafnað.
81. mín
Inn:Róbert Örn Óskarsson (FH) Út:Ólafur Páll Snorrason (FH)
81. mín
Inn:Gunnar Þór Gunnarsson (KR) Út:Guðmundur Reynir Gunnarsson (KR)
Mummi farinn meiddur af velli. Leit ekki vel út en við vonum það besta.
85. mín Gult spjald: Atli Sigurjónsson (KR)
Guðjón of seinn í boltann og fer í Gunnleif.
86. mín
Matthías Vilhjálmsson með hættulegt skot sem Hannes varði.
88. mín
Þvílík markvarsla hjá Gunnleifi! Guðjón Baldvinsson komst í gott færi en Gunnleifur bjargaði.
90. mín
Inn:Emil Pálsson (FH) Út:Atli Guðnason (FH)
93. mín
Leiknum er lokið með 2-1 sigri FH. Viðtöl og frekari umfjöllun hér á Fótbolta.net síðar í kvöld.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
5. Egill Jónsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
18. Aron Bjarki Jósepsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson ('81)
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
6. Gunnar Þór Gunnarsson ('81)
26. Björn Þorláksson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Atli Sigurjónsson ('85)
Magnús Már Lúðvíksson ('60)
Aron Bjarki Jósepsson ('58)

Rauð spjöld: