City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Fylkir
1
2
Valur
Viðar Örn Kjartansson '48 1-0
Finnur Ólafsson '62
1-1 Kristinn Freyr Sigurðsson '63 , víti
1-2 Haukur Páll Sigurðsson '78
06.05.2013  -  19:00
Fylkisvöllur
Pepsi-deildin
Aðstæður: Völlurinn erfiður og nokkuð kalt
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 1321
Maður leiksins: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
4. Finnur Ólafsson
11. Kjartan Ágúst Breiðdal
16. Tómas Joð Þorsteinsson
17. Davíð Þór Ásbjörnsson
24. Elís Rafn Björnsson

Varamenn:
2. Ásgeir Eyþórsson ('89)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Finnur Ólafsson ('30)
Pablo Punyed ('20)

Rauð spjöld:
Finnur Ólafsson ('62)
Fyrir leik
Góða kvöldið.
Hér verður bein textalýsing frá leik Fylkis og Vals í Pepsi-deild karla. Stuðningsmenn beggja liða bíða með eftirvæntingu eftir þessum leik til að sjá hvernig leikmenn koma undan vetri.

Fylkismönnum var spáð sjötta sæti í Pepsi-deildinni í sumar í spá Fótbolta.net á meðan Valsmönnum var spáð fimmta sætinu.

Fylkisvöllur er nokkuð ofar en flestir vellir í Reykjavík og því lengur að taka við sér á vorin. Þrátt fyrir það verður leikið á vellinum í ár og Fylkismenn þurfa ekki að færa heimaleik sinn inn í Kórinn líkt og 2011 þegar liðið lék gegn Grindavík í fyrstu umferð.

Garðar Örn Hinriksson, rauði baróninn, flautar leikinn í dag en honum til aðstoðar eru Jóhann Gunnar Guðmundsson og Halldór Breiðfjörð Jóhannsson.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér til hliðar. James Hurst kemur beint inn í byrjunarliðið hjá Val en hann byrjar á hægri kanti. Arnar Sveinn Geirsson, sem hefur verið á kantinum hjá Val í vor, er ekki valinn í leikmannahópinn að þessu sinni.

Þórir Guðjónsson og Ingólfur Sigurðsson eru einnig fyrir utan hóp hjá Val.

Rúnar Már Sigurjónsson er hins vegar á meðal varamanna en hann er nýkominn af stað eftir meiðsli.

Hjá Fylkismönnum er fátt óvænt en Tómas Joð Þorsteinsson er mættur í liðið eftir að hafa verið í námi í Noregi í vetur.
Fyrir leik
Fylkisvöllur er ekki mjög sumarlegur að sjá enda hefur tíðin ekki verið góð að undanförnu.
Fyrir leik
Framkvæmdir eru í gangi við stúkuna í Árbænum en Fylkismenn stefna á að taka nýja stúku í notkun á næsta ári.
Fyrir leik
Ef menn tísta um leikinn er um að gera að merkja færslurnar #fotbolti

Valdar færslur munu síðan birtast hér í textalýsingunni.
Magnús Sigurbjörns:
Warmup. pic.twitter.com/rPSPv3DGC2
Ásgeir Börkur:
Fylkir 3 Valur 1 - VÖK 2, Gústi Breiðdal 1, harðhausinn Haukur Páll með mark Vals. Þetta er staðfest! #cmonyouorange
Fyrir leik
Ásgeir Börkur fylgist spenntur með sínum mönnum frá Noregi en hann gekk í raðir Sarpsborg 08 á láni á dögunum.

Áhorfendur eru einnig að mæta spenntir í Árbæinn og þar á meðal er Geir Ólafs sem mætti í snjógalla á völlinn. Það er kalt í Árbænum í dag.
Sindri Snær Jensson:
Eigum við ekki að segja að Kjötið og Kryddið skori sitthvort markið og leikurinn fari 0-2 fyrir Val. #KK9 #KiddiKrydd #fotbolti #VALUR
1. mín
Leikurinn er hafinn.

Fylkir:
Bjarni
Davíð - Sverrir - Kjartan - Tómas
Finnur - Pablo
Kristján - Elís - Tryggvi
Viðar

Valur:
Fjalar
Jónas - Maggi - Stefán - Bjarni
Haukur - Andri
Hurst - Iain - Kristinn
Kolbeinn
8. mín
Leikurinn byrjar afar rólega og leikmenn eru að finna taktinn á erfiðum vellinum.
12. mín
James Hurst spilar sinn fyrsta leik með Val í dag. Síðasti leikur hans á Íslandi var einnig á Fylkisvelli árið 2010 en þá skoraði hann sigurmarkið í leik með ÍBV.
18. mín
Viðar Örn Kjartansson er kominn nánast einn í gegn en Magnús Már Lúðvíksson kemst fyrir skot hans. Maggi Lú að spila í hjarta varnarinnar í dag líkt og á undirbúningstímabilinu.
20. mín Gult spjald: Pablo Punyed (Fylkir)
22. mín
Aukið líf í Árbænum. Kristinn Freyr á laglega hælspyrnu inn á Kolbein Kárason sem er í fínu færi en Tómas Joð Þorsteinsson nær að bjarga í horn á síðustu stundu.
26. mín
Misskilningur hjá Stefáni Ragnari og Fjalari en á endanum ná Valsmenn að koma boltanum í horn.
29. mín
Hættulegasta tilraun leiksins hingað til. Elís Rafn Björnsson þrumar með vinstri fæti frá frá vítateigslínu en boltinn fer rétt framhjá.
30. mín Gult spjald: Finnur Ólafsson (Fylkir)
Garðar veifar gula spjaldinu í annað skipti í kvöld.
32. mín
Davíð Þór Ásbjörnsson labbaði alltof langt með boltann þegar hann ætlaði að kasta inn og Garðar gefur Valsmönnum innkastið í staðinn. Engin miskunn hjá Garðari.
34. mín
Finnur Ólafsson liggur á vellinum eftir að hafa fengið höfuðhögg. Finnur lenti í árekstri við samherja þegar Fylkismenn voru að verjast.
36. mín
Tryggvi Guðmundsson lætur Kristján Pál Jónsson heyra það áður en hann tekur hornspyrnu hjá Fylki. Kristján Páll misskildi eitthvað skilaboð Tryggva um hvar hann ætti að vera í teignum.
38. mín
James Hurst á skalla eftir hornspyrnu Iain Williamson en Fylkismenn bjarga á línu.
40. mín
Elís Rafn Björnsson á skot eftir skógarferð Fjalars en Williamson bjargar nánast á línu.
40. mín
Það er heldur betur að lifna yfir þessu. Viðar Örn Kjartansson fær besta færi leiksins en setur boltann framhjá markinu. Hörkufæri hjá Fylki.
44. mín Gult spjald: James Hurst (Valur)
Hurst stimplar sig inn með hörkutæklingu á Tómas Joð. Fær verðskuldað gult spjald hjá Garðari.
45. mín
Hálfleikur: Eftir tíðindalitlar upphafsmínútur hefur meira fjör komið í leikinn og bæði lið fengið færi. Fylkismenn hafa verið öllu sterkari síðari hlutann í síðari hálfleik en búast má við hörkuleik í síðari hálfleiknum.
Maria Kristjansdóttir:
Næsta mark Fylkis verður númer 350 á 21.öldinni.. Sá sem skorar fær mynd af sér uppá vegg. #spenna #eftirsóknarvert #fotbolti
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn. Liðsskipan er óbreytt hjá báðum liðum.
48. mín MARK!
Viðar Örn Kjartansson (Fylkir)
Viðar Örn skorar sitt fyrsta mark fyrir Fylki í efstu deild. Valsmenn leyfðu boltanum að skoppa í teignum eftir mikla baráttu og Viðar náði að skora þrátt fyrir að hann hafi ekki hitt boltann vel. Slysalegt hjá varnarmönnum Vals.
56. mín
Inn:Matthías Guðmundsson (Valur) Út:Stefán Ragnar Guðlaugsson (Valur)
Maggi Gylfa hrærir í Valsliðinu. Matthías Guðmundsson fer á hægri kantinn, Hurst fer niður í bakvörðinn og Jónas Þór Næs yfir í vinstri bakvörð. Bjarni Ólafur fer síðan í stöðu Stefáns í vörninni. Þrjár stöðubreytingar á vörninni eftir þessa skiptingu.
58. mín
Kristinn Freyr Sigurðsson kemst í fínt færi en skot hans framhjá.
59. mín
Matthías Guðmundsson með skot framhjá eftir skyndisókn Vals.
62. mín Rautt spjald: Finnur Ólafsson (Fylkir)
Haukur Páll Sigurðsson á hörkuskalla eftir hornspyrnu sem Finnur ver með hendi. Finnur er ekki markvörður og því er vítaspyrna dæmd auk þess sem rauði baróninn sendir Finn út af með rauða spjaldið.
63. mín Mark úr víti!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Haukur Páll Sigurðsson
Kristinn skorar af öryggi úr vítaspyrnunni.
68. mín
Inn:Egill Trausti Ómarsson (Fylkir) Út:Kristján Páll Jónsson (Fylkir)
68. mín
Inn:Heiðar Geir Júlíusson (Fylkir) Út:Pablo Punyed (Fylkir)
72. mín
Inn:Rúnar Már Sigurjónsson (Valur) Út:Andri Fannar Stefánsson (Valur)
Rúnar Már er mættur til leiks.
73. mín Gult spjald: Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
78. mín
Viðar Örn geysist inn á teiginn eftir skyndisókn en Fjalar ver skot hans. Egill Trausti Ómarsson opnaði leiðina fyrir Viðar með góðu hlaupi.
78. mín MARK!
Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Valsmenn komast yfir! Boltinn barst á Hauk Pál sem skoraði með viðstöðulausu skoti nokkrum metrum fyrir utan vítateig. Flott skot hjá Hauki en boltinn fór neðst niður í vinstra hornið.
79. mín
Viðar Örn er hársbreidd frá því að jafna! Selfyssingurinn með þrumuskot í stöngina og út.
85. mín
Inn:Björgólfur Takefusa (Valur) Út:Kolbeinn Kárason (Valur)
Björgólfur fær fimm mínútur gegn gömlu félögunum.
87. mín
Rúnar Már með fína aukaspyrnu af 25 metra færi sem Bjarni Þórður slær til hliðar.
89. mín
Inn:Ásgeir Eyþórsson (Fylkir) Út:Sverrir Garðarsson (Fylkir)
Leik lokið!
Leik lokið með 2-1 sigri Vals í hörkuleik. Haukur Páll Sigurðsson skoraði sigurmarkið með langskoti á 78. mínútu en vendipunkturinn var þegar Finnur Ólafsson varði með hendi á línu og fékk að líta rauða spjaldið. Nánar verður fjallað um leikin hér á Fótbolta.net innan tíðar.
Byrjunarlið:
Haukur Páll Sigurðsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson ('72)

Varamenn:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
11. Sigurður Egill Lárusson

Liðsstjórn:
Matthías Guðmundsson

Gul spjöld:
Bjarni Ólafur Eiríksson ('73)
James Hurst ('44)

Rauð spjöld: