City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
FH
2
1
Keflavík
Atli Viðar Björnsson '34 1-0
Albert Brynjar Ingason '39 2-0
2-1 Marjan Jugovic '48
06.05.2013  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deildin
Aðstæður: Frábærar aðstæður, logn og rólegheit
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Maður leiksins: Atli Viðar Björnsson (FH)
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Ólafur Páll Snorrason
Emil Pálsson
3. Guðjón Árni Antoníusson
4. Sam Tillen
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Atli Guðnason
14. Albert Brynjar Ingason ('70)
17. Atli Viðar Björnsson ('89)
21. Guðmann Þórisson

Varamenn:
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('89)
16. Jón Ragnar Jónsson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('70)
45. Kristján Flóki Finnbogason

Liðsstjórn:
Daði Lárusson

Gul spjöld:
Guðmann Þórisson ('77)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu af leik FH og Keflavíkur sem fer fram í Kaplakrika núna klukkan 19:15.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru mætt og má sjá þau hér til hliðar. Athygli vekur á að Atli Viðar Björnsson spilar í fremstu víglínu og er Albert Brynjar Ingason frammi með honum.
Fyrir leik
Líklegt þykir að Björn Daníel Sverrisson og Emil Pálsson verði djúpir á miðjunni í uppstillingunni 4-4-2, en það ætti að koma í ljós á næstu mínútum.
Fyrir leik
David Preece er í marki Keflvíkinga, en hann kom til félagsins á dögunum, þá verður áhugavert að fylgjast með Marjan Jugovic og Fuad Gazibegoivc.
Fyrir leik
FH vann þægilegan 3-0 sigur á þessum velli í fyrra. Atli Guðnason og Viktor Örn Guðmundsson skoruðu ásamt sjálfsmarki.
Fyrir leik
Rétt um 35 mínútur í leik, völlurinn er í fínu standi og menn klárir í slaginn!
Fyrir leik
Byrjunarlið beggja liða farin inn í klefa og því styttist í leik. Ég er víst búinn að lofa mörkum, svo ég verð að standa við það!
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn og nú má þetta bara fara að byrja! Gæsahúðin leynir sér ekki.
1. mín
Leikurinn er kominn af stað!
2. mín
Fyrsta hornspyrna dagsins og það eru FH-ingar sem eiga hana.
5. mín
Freyr Bjarnason á skalla yfir markið eftir hornspyrnu. Leikurinn byrjar nokkuð rólega, bæði lið að móta sig á vellinum.
7. mín
Hörður Sveinsson með hörkuskot! Róbert stóð vaktina vel og varði þetta vel. Marjan Jugovic átti fyrirgjöfina!
11. mín
Atli Viðar með skemmtilega takta, fór illa með Harald áður en hann reyndi að koma boltanum fyrir en gestirnir komu þessu í horn!
12. mín
Hörður Sveins með hættulegan skalla! Jóhann BIrnir átti fyrirgjöfina, en Hörður hefði átt að gera betur þarna, jafnræði milla liða en samt mjög líflegt í Krikanum!
19. mín
FH fékk aukaspyrnu. Björn Daníel tók hana snöggt og Atli Guðna sloppinn í gegn, en dómarinn lét taka aukaspyrnuna aftur. FH-ingar ekki sáttir.
21. mín
Atli Guðna með hættulegt færi! Þetta var þröngt færi eftir fyrirgjöf, en Preece varð í horn.
24. mín
Albert Brynjar slapp í gegn, en Preece varði frá honum. Atli Viðar tók frákastið, en honum brást bogalistin.
27. mín
Sigurbergur Elísson með skot rétt yfir markið. Róbert Örn var samt ekki í neinni lífshættu í markinu.
31. mín
Keflvíkingar fá aukaspyrnu á fínum stað. Jóhann Birnir tekur hana að sjálfsögðu.
33. mín
Keflvíkingar töluvert hættulegri þessa stundina. Sækja stíft að heimamönnum.
34. mín MARK!
Atli Viðar Björnsson (FH)
Stoðsending: Björn Daníel Sverrisson
34. mín
ATLI VIÐAR BJÖRNSSON AÐ OPNA MARKAREIKNING SINN! Hann fékk boltann inn fyrir, átti skot, sem Preece varði, en hann náði boltanum aftur og skoraði örugglega. Björn Daníel Sverrisson átti sendinguna inn á Atla.
37. mín
FH-ingar sækja stíft eftir markið, þeir eru hungraðir í meira.
39. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (FH)
Stoðsending: Björn Daníel Sverrisson
39. mín
ALBERT BRYNJAR AÐ KOMA FH-INGUM Í 2-0!! Björn Daníel aftur með stoðsendinguna og Albert Brynjar kláraði þetta vel. Spurning hvort Preece hefði átt að fara út á móti!
42. mín
Elvar Grétarsson búinn að týna debetkortinu sínu. Hann getur sótt það efst í stúkunni samt.
44. mín
Sigurbergur í jörðinni eftir Emil Pálsson. Keflavík fær aukaspyrnu, en það verður ekkert úr henni.
45. mín
Hálfleikur: Tveggja marka forysta FH í hálfleik verðskulduð, nýttu færin sín vel og áhugavert að sjá hvort Keflvíkingar galdra fram eitthvað í síðari og koma til baka.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn!
48. mín MARK!
Marjan Jugovic (Keflavík)
Stoðsending: Jóhann Birnir Guðmundsson
48. mín
KEFLVÍKINGAR AÐ MINNKA MUNINN! Marjan Jugovic með frábæran skalla í fjærhornið. Jóhann Birnir átti fyrirgjöfina.
50. mín
Albert Brynjar nálægt því að skora þriðja mark heimamanna, en David Preece greip boltann. Gott skallafæri þar sem Albert hefði átt að gera betur.
54. mín
Sigurbergur með skot af 40 metrunum eftir skógarhlaup frá Róberti. Skotið hins vegar vel framhjá!
63. mín
Lítið að gerast þessa stundina, en gestirnir farnir að sækja meira.
65. mín
ATLI VIÐAR! Hann fékk boltann rétt fyrir utan teig og skaut, en boltinn lak rétt framhjá markinu!
68. mín
Áhorfendur eru 1769 í dag. Stemmari í Krikanum!
70. mín
Inn:Brynjar Ásgeir Guðmundsson (FH) Út:Albert Brynjar Ingason (FH)
70. mín
Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrum ráðherra og sendiherra í Washington í Bandaríkjunum, er einmitt faðir Brynjars. Fróðleiksmoli dagsins.
75. mín
ATLI VIÐAR VAR SLOPPINN Í GEGN! Hann var kominn einn gegn Preece, en flaggaður rangstæður. Röng dómgæsla, hann var aldrei rangstæður.
77. mín
Atli Viðar fellur í teignum! Hann fiskaði þetta, en það var fnykur af þessu, maður hefur séð dómara dæma á þetta.
77. mín Gult spjald: Guðmann Þórisson (FH)
77. mín
Guðmann braut á Jugovic, sem liggur eftir.
80. mín
ATLI GUÐNA!! David Preece ver vel frá honum í horn, hörkuskot. Atli Viðar hafði hrasað í teignum þar á undan.
81. mín
HÖRKUSKALLI!! Guðmann með hættulegan skalla eftir hornspyrnu, allir héldu að hann væri inni, en hliðarnetið að þessu sinni!
81. mín
Inn:Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík) Út:Arnór Ingvi Traustason (Keflavík)
83. mín
Atli Viðar!! Hann er búinn að vera svakalega duglegur í dag, sleppur þarna inn og skýtur, en boltinn rétt framhjá.
86. mín
Enn og aftur fellur Atli Viðar í teignum og ekki dæmt. Þriðja skiptið sem hann fellur í teignum.
89. mín
Inn:Ingimundur Níels Óskarsson (FH) Út:Atli Viðar Björnsson (FH)
89. mín
Inn:Elías Már Ómarsson (Keflavík) Út:Ray Anthony Jónsson (Keflavík)
89. mín
Atli Viðar er kominn af velli. Besti maður vallarins í dag, Björn Daníel fylgir þar fast á eftir.
90. mín Gult spjald: Sigurbergur Elísson (Keflavík)
Braut á Brynjari.
90. mín
Mikill þungi í sókninni hjá Keflavík undir lok leiks. FH-ingar fá markspyrnu og líklega síðustu augnablik leiksins.
Leik lokið!
LEIKNUM ER LOKIÐ! 2-1 sigur FH á Keflavík. FH mætir Þór næst og Keflavík fær KR.
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Jóhann Birnir Guðmundsson
Sigurbergur Elísson
10. Hörður Sveinsson
25. Frans Elvarsson (f)

Varamenn:
5. Magnús Þór Magnússon (f)
20. Magnús Þórir Matthíasson ('81)

Liðsstjórn:
Ómar Jóhannsson

Gul spjöld:
Sigurbergur Elísson ('90)

Rauð spjöld: