City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
KR
3
0
Þór
Baldur Sigurðsson '7 1-0
Gary Martin '52 2-0
Þorsteinn Már Ragnarsson '88 3-0
16.05.2013  -  18:00
KR-völlur
Pepsi-deildin
Aðstæður: Prýðilegar
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Byrjunarlið:
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
8. Baldur Sigurðsson ('55)
8. Jónas Guðni Sævarsson
11. Emil Atlason
18. Aron Bjarki Jósepsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('55)

Varamenn:
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('55)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Já komið þið sæl og blessuð!

Hér á KR-vellinum mætast KR og Þór í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar. KR-ingar hafa unnið báða leiki sína en Þórsarar eru án stiga og með -6 í markatölu.

Ég sá þessi lið mætast um miðjan mars í Lengjubikarnum og þá var aðeins eitt lið á vellinum, KR vann 8-0 sigur! Ég tel engar líkur á að það endurtaki sig í kvöld.

Dómari leiksins er dómari ársins 2012, Gunnar Jarl Jónsson.

Þetta verður fróðlegur leikur, það eitt er ljóst!
Fyrir leik
Ein breyting er á liði KR frá síðasta leik. Atli Sigurjónsson kemur inn í byrjunarliðið og fær að mæta sínum gömlu félögum í Þór. Þorsteinn Már Ragnarsson sest á bekkinn.

Þrjár breytingar eru á Þórsliðinu. Mark Tubæk, Ingi Freyr Hilmarsson og Jóhann Þórhallsson fara úr liðinu en inn koma Baldvin Ólafsson, Janez Vrenko og Chukwudu Chijundu.
Fyrir leik
Fjölmiðlafulltrúi KR er fastur í vinnu svo Gummi Hilmars á Mogganum sér um að redda þessu. Er búinn að setja rafmagnið á og hækka í ofnunum. Toppmaður.
Runólfur Þórhallsson, KR-ingur:
Hvernig í ósköpunum heldur Emil sæti sínu í liðinu en ekki Þorsteinn? #Stórveldið
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp og DJ Hlynur Valsson er farinn að spila heitustu sumarsmellina. Tómas Meyer er mættur frá Stöð 2 Sport með fullt fangið af Pepsi-flöskum sem hann færir Baldri Sigurðssyni fyrir að vera leikmaður síðustu umferðar.
Viðar Ingi Pétursson, stuðningsmaður Víkings Ó.:
Rúnar minn, þetta EmilAtlason blæti þitt er orðið vandræðalegt! Með gimsteininn Þorstein Má Ragnarsson á bekknum!? #girðasig #fantasy #wtf
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar:

Hans Steinar Bjarnason, RÚV:
KR 3 - 0 Þór
Ég held að sviðsskrekkurinn sé ekki alveg farinn úr Þórsurum enda búnir að fá á sig 7 mörk í fyrstu tveimur leikjunum. Þeir fengu þó sín færi gegn FH sem skoraði mörkin þrjú seint á Akureyri í síðustu umferð. KR ingar líta þó of vel út til að Þórsarar nái að gera þeim skráveifu.
Fyrir leik
King Siggi Helga er mættur tímanlega á völlinn, er vel merktur KR.
Fyrir leik
Fyrstu Mjölnismennirnir mættir á vettvang. Spurning hvort þeirra hópur verði fjölmennur í kvöld.
Fyrir leik
Andri Ólafsson er enn frá vegna meiðsla og svo er Kjartan Henry Finnbogason einnig á meiðslalistanum og talsvert í hann.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inn á völlinn. Ekki margir mættir en fólk verður líklega að tínast inn fyrsta hálftímann, verið að klára vinnu og svona.
Fyrir leik
Tómas Meyer var með rétta spá síðast en hann segir að KR vinni 4-0 sigur. Vallarþulurinn Hlynur Valsson segir 8-0.
1. mín
LEIKURINN HAFINN - KR-ingar byrjuðu með boltann.
3. mín
Þórsarar eru komnir í fimm manna vörn. Funicello, Vrenko, Hlynur, Alti Jens og Baldvin Ólafsson í varnarlínunni.
5. mín
Óskar Örn Hauksson með sendingu á Emil Atlason sem var í litlu jafnvægi og skalli hans framhjá.
7. mín MARK!
Baldur Sigurðsson (KR)
Stoðsending: Atli Sigurjónsson
Atli Sigurjónsson með hornspyrnu frá vinstri beint á kollinn á Baldri Sigurðssyni sem skallaði snyrtilega í fjærhornið. Þriðja mark Baldurs í tveimur leikjum. Atli tók ekki þátt í að fagna markinu.
10. mín
KR-ingar halda áfram að sækja og Atli í flottu færi en Wicks náði að verja skot hans. Þórsarar í ströggli.
13. mín
Gary Martin að sleppa í gegn en með naumindum náði Wicks að bjarga með úthlaupi.
Henry Birgir, 365:
Smalinn í sauðburðarham. #óstöðvandi
18. mín
Góð skyndisókn Þórs, Sveinn Elías fyrirliði gaf boltann á Jóhann Helga Hannesson en skot hans hitti ekki á rammann. Þeir eru aðeins að komast inn í þetta gestirnir.
19. mín
Gary Martin í dauðafæri en skot hans ekki nægilega gott, beint á Wicks.
27. mín
KR-ingar mun líklegri og annað mark frá þeim virðist liggja í loftinu.
40. mín
Mjög dauft yfir leiknum núna. KR ræður ferðinni og stjórnar leiknum.
45. mín
Hálfleikur - KR-ingar byrjuðu þennan leik af svakalegum krafti og virtist stefna í upprúllun. Þórsarar hafa síðan náð að verjast betur en heimamenn stjórna þó ferðinni.
45. mín
Hlynur Valsson vallarþulur byrjaði að spila "Ég á líf"... slökkti fljótlega í því og setti KR-lagið á. Þá lifnaði yfir stúkunni.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
48. mín
Ótrúlegt að KR hafi ekki skorað hér í upphafi seinni hálfleiks. Nú rétt áðan skoppaði boltinn rétt yfir markið. Þá fékk Grétar Sigfinnur skotfæri eftir horn og Baldur Sigurðsson er einnig búinn að fá færi.
52. mín MARK!
Gary Martin (KR)
Stoðsending: Emil Atlason
KR-ingar hafa komist í 2-0!!! Óskar Örn með fyrirgjöf frá vinstri, Emil Atlason tók boltann niður fyrir Gary Martin sem náði að skora.
55. mín
Inn:Brynjar Björn Gunnarsson (KR) Út:Baldur Sigurðsson (KR)
55. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
60. mín
KR-ingar halda áfram að sækja. Mikill getumunur á þessum liðum.
66. mín
Inn:Mark Tubæk (Þór ) Út:Baldvin Ólafsson (Þór )
67. mín
Þórsarar hafa verið afskaplega slakir í kvöld. Menn í fréttamannastúkunni tala um fallfnyk strax.
73. mín
Inn:Ármann Pétur Ævarsson (Þór ) Út:Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
73. mín
Inn:Jóhann Þórhallsson (Þór ) Út:Janez Vrenko (Þór )
75. mín
Chuck með eina bestu tilraun Þórs. Flott skot en hann hitti ekki markið.
77. mín
Áhorfendur í kvöld: 1.099
85. mín
Leik að ljúka. Þorsteinn Már Ragnarsson í dauðafæri en skaut yfir markið.
88. mín MARK!
Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
Stoðsending: Gary Martin
Frábær sending innfyrir frá Gary Martin á Þorstein Má sem kláraði snyrtilega framhjá Wicks í fjærhornið.
Leik lokið!
Þórsarar auðveld bráð KR.
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Orri Freyr Hjaltalín
5. Atli Jens Albertsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f) ('73)
14. Hlynur Atli Magnússon
15. Janez Vrenko ('73)

Varamenn:
6. Ármann Pétur Ævarsson ('73)
18. Jónas Sigurbergsson
20. Jóhann Þórhallsson ('73)
21. Kristján Páll Hannesson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: