City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Valur
1
1
Fram
0-1 Hólmbert Aron Friðjónsson '36
1-1 Bjarni Hólm Aðalsteinsson '47 , sjálfsmark
Kristinn Freyr Sigurðsson '82 , misnotað víti 1-1
16.05.2013  -  19:15
Vodafonevöllur
Pepsi-deildin
Aðstæður: Gordjöss
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Áhorfendur: 10323
Maður leiksins: Rúnar Már Sigurjónsson
Byrjunarlið:
Haukur Páll Sigurðsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson ('46)

Varamenn:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
13. Arnar Sveinn Geirsson

Liðsstjórn:
Matthías Guðmundsson

Gul spjöld:
Magnús Már Lúðvíksson ('80)
Nesta Matarr Jobe ('33)
Haukur Páll Sigurðsson ('31)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Það er komið að Reykjavíkurslag í Pepsi-deild karla. Hér verður barist til síðasta blóðdropa. Eru þið tilbúin? Ég er að minnsta kosti tilbuinn.

Ég býð ykkur velkomin í beinta textalýsingu frá leik Vals og Fram í 3.umferð Pepsi-deildar karla. Fyrsti heimaleikur Vals í sumar sem eru með fullt hús stiga. Framarar mæta með sín fjögur stig hingað og vilja ekkert annað en þrjú stig.
Fyrir leik
Byrjunarlið liðanna fara að detta inn á næstu mínútum. Sá sem sér um tónlistina hér á Vodafone-vellinum í kvöld er enginn annar er Ingólfur Sigurðsson. Hann má eiga það, hann er smekk maður á tónlist mikill.
Fyrir leik
Valsmenn stilla upp sama byrjunarliði og í síðasta leik. Kannski engin ástæða til að breyta, enda lönduðu Valur 3-1 sigri á ÍA upp á Skipaskaga.
Fyrir leik
Vallarstarfsmennirnir hér á Vodafonevelli, fá línu hér frá mér. Einar Gunnarsson og Sveinn Aron Sveinsson eru ekki þeir stærstu í bransanum, en þeir mega eiga það að þeir eru duglegir hér á vellinum. Vökva og sanda og drekka síðan landa.
Fyrir leik
Liðin eru byrjuð að hita upp. Hressir og kátir, spenntir og flottir.
Fyrir leik
Arnar Sveinn Geirsson hefur látið sjá sig á vellinum og er byrjaður að hita upp.
Fyrir leik
Hólmbert Aron er kominn inn í liðið hjá Fram og Kristinn Ingi. Haukur Baldvinsson og Viktor Bjarki fá sér sæti á varamannabekknum.
Fyrir leik
Þetta er fyrsti leikur Magnúsar Gylfasonar sem þjálfari Vals á Vodafonevellinum.
Fyrir leik
Leikmenn beggja liða eru farin inn í klefa. Heldur snemma að mínu mati, en hvað veit ég. Það eru fáir Valsarar mættir í stúkuna og ennþá færri Framarar. Í kringum 17 Framarar...
Fyrir leik
Einn harðasti stuðningsmaður Vals er mættur í stúkuna. Hann reyndar situr Fram-megin... Við erum að tala um Auðunn Blöndal.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Framarar sækja að Öskjuhlíðinni.
4. mín
Framarar fá fyrstu hornspyrnuna, Steven Lennon tók hana en yfir allan pakkann.
8. mín
Ingólfur Sigurðsson spáði því fyrir leik að það myndi lægja hér á meðan leiknum stendur og ég er ekki frá því að hann hafi rétt fyrir sér.
10. mín
Samuel Hewsson með langskot sem Fjalar varði með smá upphitunar-skutlu. Boltinn aftur fyrir og horn.

Jordan Halsman með góða hornspyrnu sem er skölluð aftur til Halsman, hann kemur með fyrirgjöf sem Ólafur Örn Bjarnason skallar að markinu og Valsmenn bjarga á línu. Annað hvort Magnús Már eða Fjalar hafi varið þetta á síðustu stundu.

Valsmenn, stál heppnir!
19. mín
Haukur Páll liggur eftir, og hann virðist hafa lent illa á hendinni. Valgeir Viðarsson sjúkraþjálfari Vals huggar strákinn.
21. mín
Almarr Ormarson með lúmskt skot við vítateigslínuna, en boltinn sleikti þverslánna. Framarar sterkari aðilinn til að byrja með.
23. mín
Magnús Már Lúðvíksson tók aukaspyrnu og Bjarni Ólafur átti skalla en nokkuð framhjá. Loksins áttu Valsmenn sókn.
29. mín
Á meðan Eyþór Ingi var á sviði í Malmö gerðist nákvæmlega ekki neitt hér. En það er nóg af lausum sætum hér og nú má fólk koma og láta sjá sig. Það er sól í stúkunni og kynþokki á vellinum.
31. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Samuel Hewsson liggur eftir, Haukur Páll negldi í síðuna á honum. Óvart en hárrétt gult. Hewson er sárkvalinn.
33. mín Gult spjald: Nesta Matarr Jobe (Valur)
Braut harkalega á Hólmbert. 2-0 í spjöldum fyrir Val.
36. mín MARK!
Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram)
Stoðsending: Steven Lennon
36. mín
Matarr Nesta missti boltann klaufalega í vörninni, Steven Lennon nýtti sér það keyrði að vítateignum gaf til vinstri, inn á teig þar sem Hólmbert Aron var og lagði boltann framhjá Fjalari.

Þetta skrifum við á Nesta, sem hefur verið klaufalegur í vörninni.
40. mín
Inn:Rúnar Már Sigurjónsson (Valur) Út:Nesta Matarr Jobe (Valur)
Magnús Gylfason er ekkert að bíða með þetta. Hann tekur bara Nesta útaf. Líklega fyrir slaka frammistöðu.
45. mín
Heyrðu Valsmenn fengu færi! Rúnar Már með stungusendingu á Kolbein sem var heldur of löng og þurfti Kolbeinn að renna sér í boltann. Ögmundur mætti vel og varði með hnjánum.
45. mín
Hálfleikur. Framarar sanngjarnt yfir í hálfleik 1-0. Valsmenn verða að girða sig í brók í seinni hálfleik, ætli þeir sér að fá eitthvað útúr þessum leik.
46. mín
Inn:Matthías Guðmundsson (Valur) Út:Andri Fannar Stefánsson (Valur)
Andri Fannar átti ekki góðan fyrri hálfleik, og er tekinn af velli í hálfleik.
47. mín SJÁLFSMARK!
Bjarni Hólm Aðalsteinsson (Fram)
Stoðsending: James Hurst
Bjarni Hólm óheppinn. James Hurst með fyrirgjöf frá hægri, boltinn með jörðinni inní teig og Bjarni Hólm fær hann í sig og inn.

Þvílík byrjun á seinni hálfleiknum.
49. mín
ATHUGA skal að ég þori ekki að veðja upp á neitt að Haukur Páll hafi skorað. Það var mjög erfitt að sjá hver hafi skorað. Nýjustu fregnir eru að þetta hafi jafnvel verið sjálfsmark.
58. mín
Valsmenn eru töluvert sterkari aðilinn þessa stundina. Maggi Gylfa. hefur látið þá heyra það í hálfleik. Ótrúlegt reyndar að það hafi ekki heyrst hingað upp í blaðamannastúku.
66. mín
Valsmenn halda áfram að sækja og sækja. Þorvaldur er að gera skiptingu tilbúna.
70. mín
Inn:Viktor Bjarki Arnarsson (Fram) Út:Jón Gunnar Eysteinsson (Fram)
78. mín
Hólmbert tekinn af velli, markaskorarinn og hefur átt fínan leik.
80. mín
80. mín Gult spjald: Magnús Már Lúðvíksson (Valur)
82. mín
Víti! Boltinn í hendina á Viktori Bjarka.
82. mín Misnotað víti!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Skot í stöng!
84. mín
84. mín
Inn:Björgólfur Takefusa (Valur) Út:Kolbeinn Kárason (Valur)
84. mín
Valsmenn halda áfram að sækja og sækja. Framarar hafa vart mætt til leiks í seinni hálfleik.
87. mín
Inn:Helgi Sigurðsson (Fram) Út:Almarr Ormarsson (Fram)
Aðstoðarþjálfarinn er kominn inná.
87. mín
Inn:Helgi Sigurðsson (Fram) Út:Almarr Ormarsson (Fram)
Aðstoðarþjálfarinn er kominn inná.
90. mín
Takefusa nærri því að skora, Rúnar Már lagði boltann út á hann, en Framarnir renna sér fyrir skotið.
Leik lokið!
Tveir ólíkir hálfleikar hér í kvöld. Framarar áttu fyrri hálfleikinn á meðan Valsmenn eignuðu sér seinni hálfleikinn.
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
11. Almarr Ormarsson ('87) ('87)
28. Bjarni Hólm Aðalsteinsson

Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
9. Haukur Baldvinsson
13. Viktor Bjarki Arnarsson ('70)
14. Halldór Arnarsson
23. Benedikt Októ Bjarnason

Liðsstjórn:
Daði Guðmundsson
Helgi Sigurðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: