City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Fylkir
0
1
Stjarnan
0-1 Kennie Chopart '83
16.05.2013  -  19:15
Lautin
Pepsi-deildin
Dómari: Örvar Sær Gíslason
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
4. Finnur Ólafsson
16. Tómas Joð Þorsteinsson
17. Davíð Þór Ásbjörnsson
24. Elís Rafn Björnsson ('75)

Varamenn:
4. Andri Þór Jónsson

Liðsstjórn:
Oddur Ingi Guðmundsson

Gul spjöld:
Bjarni Þórður Halldórsson ('88)
Sverrir Garðarsson ('88)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl! Hér í Lautinni hefst leikur Fylkis og Stjörnunnar klukkan 19:15. Fylkismenn eru með eitt stig en Stjarnan þrjú.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Finnur Ólafsson kemur á ný inní lið Fylkis eftir leikbann, í staðinn fyrir Árna Frey Guðnason, og Ásgeir Eyþórsson er einnig í byrjunarliðinu í staðinn fyrir Kjartan Ágúst Breiðdal sem er meiddur.

Stjarnan teflir fram óbreyttu liði frá síðasta leik.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dómari leiksins er Örvar Sær Gíslason en honum til halds og trausts verða þeir Einar Sigurðsson og Ásgeir Þór Ásgeirsson.
Valur Gunnarsson
Fyrir leik
Fólk er að tínast á völlinn hérna í Árbænum þó að það líti út fyrir að einhverjir hafi kosið að sitja heima og horfa á Eyþór og Eurovision.
Valur Gunnarsson
Fyrir leik
Völlurinn í Árbænum er bara nokkuð flottur að sjá héðan úr blaðamannastúkunni (þó að ég sjái reyndar ekki allan völlinn þar sem ég sit).

Aðstæður til knattspyrnuiðkunar eru því eins og best verður á kosið enda fínasta veður.
Valur Gunnarsson
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inná völlinn og vallarþulurinn biður áhorfendur um að þjappa í stúkunni. Ég skynjaði kaldhæðni í orðum hans.

Silfurskeiðin lætur þó vel í sér heyra.
Valur Gunnarsson
1. mín
Leikurinn er hafinn hér í Lautinni. Fylgist með!
Valur Gunnarsson
2. mín
Til gamans má geta að þeir Garðar Jóhannsson og Hörður Árnason gengu fimmvörðuhálsinn í fyrradag. Spennandi að sjá hvort það sitji eitthvað í þeim.
Valur Gunnarsson
4. mín
Fyrsta færi leiksins lítur dagsins ljós þegar Tómas Joð á fína fyrirgjöf á Heiðar Geir sem á slakt skot.
Valur Gunnarsson
6. mín
Fylkismenn eitthvað að færa sig uppá skaftið hérna í Árbænum. Nú á Tryggvi skot yfir úr ágætis færi eftir sendingu frá Viðari Erni.
Valur Gunnarsson
7. mín
Aftur fá Fylkismenn færi en nú var það reyndar Hörður Árnason sem átti fastan skalla til baka á markmanninn sinn Ingvar Jónsson sem lenti þó ekki í miklum vandræðum.
Valur Gunnarsson
10. mín
Fylkismenn hættulegri aðilinn í upphafi. Ingvar Jónsson kýlir boltann beint út í teig á Pablo Punyed sem á skot rétt yfir.
Valur Gunnarsson
13. mín
Dauðafæri í Árbænum. Veigar Páll á stungusendingu á Garðar Jóh sem er einn á auðum sjó en Bjarni ver vel í markinu. Garðar átti að gera betur.
Valur Gunnarsson
16. mín
Aftur slær Ingvar Jónsson beint út í teig til Pablo Punyed en aftur nær Pablo ekki að nýta skotfærið frá vítateigslínunni.
Valur Gunnarsson
24. mín
Það er ekki mikið að gerast í leiknum þessa stundina en þó er gaman að segja frá því að áhorfendur svöruðu kallinu og hafa fjölmennt í kvöld. Húrra fyrir því.
Valur Gunnarsson
29. mín
Veigar Páll með ágætis skot beint á Bjarna úr miðjum vítateignum eftir flotta sendingu Halldórs Orra

Það má alveg fara að lifna yfir þessu aftur.
Valur Gunnarsson
34. mín
Ólafur Karl Finsen með skota frá vítateigslínu nokkuð yfir markið. Ekki fyrsta skotið af þessu færi sem fer yfir markið.
Valur Gunnarsson
34. mín
Færi hjá Fylki. Tryggvi Guðmundsson á flotta fyrirgjöf á Viðar Örn sem snýr skemmtilega með boltann en skot hans fer rétt framhjá.
Valur Gunnarsson
40. mín
Færi hjá Fylki. Viðar Örn með fínt skot úr þröngu færi eftir þríhyrningaspil við Heiðar Geir. Ingvar varði þó nokkuð örugglega í markinu.
Valur Gunnarsson
45. mín
Hér ætlar allt að verða vitlaust á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar Garðar Jóhannsson keyrir Tryggva Guðmunds niður og fær gult spjald að launum.
Valur Gunnarsson
45. mín Gult spjald: Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
Garðar of seinn í návígi og veifar Örvar gula spjaldinu.
Valur Gunnarsson
45. mín
Þá flautar Örvar Sær til loka fyrri hálfleiks og ekki mínútu of seint. Þetta verður seint talinn fjörugasti leikur sögunnar.
Valur Gunnarsson
45. mín
Þjálfarar beggja liða eru sennilega í óðaönn að blása lífi í lið sín í búningsklefum Fylkishallarinnar. Fyrri hálfleikurinn hefur vægast sagt verið steríll.
Valur Gunnarsson
46. mín
Jæja þá tínast liðin tvö inná völlinn. Síðari hálfleikur senn að hefjast.
Valur Gunnarsson
46. mín
Inn:Baldvin Sturluson (Stjarnan) Út:Atli Jóhannsson (Stjarnan)
Atli Jóhannsson yfirgefur völlinn - hefur eins og svo margir hér á Fylkisvelli átt betri dag. Inná kemur Baldvin Sturluson
Valur Gunnarsson
49. mín
Laglega útfært stutt horn hjá Fylkismönnum sem endar með blokkeruðu skoti frá Pablo Punyed - Stjörnuvörnin þarna steinsofandi.
Valur Gunnarsson
53. mín Gult spjald: Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Halldór Orri dansar með boltann og lætur sig falla í kjölfarið. Örvar Sær telur að um dýfu hafi verið að ræða og rífur upp gula kortið.
Valur Gunnarsson
57. mín
Halldór Orri með fasta fyrirgjöf frá vinstri sem endar á kollinum á Garðari Jóh sem er ein í teignum en skalli hans er yfir mark Fylkis.
Valur Gunnarsson
60. mín
Inn:Kennie Chopart (Stjarnan) Út:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Valur Gunnarsson
60. mín
Kennie Chopart búinn að vera inná í 10 sekúndur þegar hann á fínt skot á markið og þarf Bjarni Þórður að taka á honum stóra sínum. Framlag Chopart strax orðið meira en klukkutíma vinna Ólafs Karls Finsen.
Valur Gunnarsson
63. mín
Dauðafæri! Hörður Árnason á aukaspyrnu á fjærstöng þar sem Halldór Orri kemur boltanum fyrir markið á Veigar Páls sem mokar boltanum í slá úr markteignum.
Valur Gunnarsson
65. mín
ITS ALIVE! Þessi leikur er eitthvað að lifana við. Halldór Orri að gera sig líklegan en vinstri fótarskot hans er varið af Bjarna og í horn.
Valur Gunnarsson
65. mín
Inn:Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir) Út:Heiðar Geir Júlíusson (Fylkir)
Heiðar Geir ekki náð sér á strik og inn kemur Oddur Ingi sem er nýkominn úr námi í USA
Valur Gunnarsson
70. mín
Hættuleg fyrirgjöf fra Kennie Chopart. Sverrir Garðars rétt nær að bjarga í horn og uppúr því á svo Garðar tilraun úr teignum sem fór af Fylkismanni og í horn. Pressan að þyngjast frá Stjörnumönnum.
Valur Gunnarsson
75. mín
Hörður Árna með lymskulega fyrirgjöf sem endar hjá Kennie sem skýtur að marki en Bjarni ver boltann frábærlega. Reflex uppá 20 í Football Manager
Valur Gunnarsson
75. mín
Inn:Kristján Páll Jónsson (Fylkir) Út:Elís Rafn Björnsson (Fylkir)
Valur Gunnarsson
76. mín
Inn:Tryggvi Sveinn Bjarnason (Stjarnan) Út:Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
Valur Gunnarsson
76. mín
Darraðardans í teig Stjörnunnar. Viðar líklegur en skot hans blokkerað og svo upphófst þvílík barátta í teignum sem endaði með því að Stjarnan bægði hættunni frá
Valur Gunnarsson
78. mín
Bjargað á línu. Halldór Orri kemst einn gegn Bjarna með boltann skoppandi og vigtar vippuna að því er virðist fullkomlega en varnarmaður Fylkis vinnur kapphlaupið við boltann og bjargar á línu
Valur Gunnarsson
83. mín MARK!
Kennie Chopart (Stjarnan)
Þvílík innkoma hjá Kennie Chopart. Veigar setur hann innfyrir og Kennie gerir vel í að fara framhjá aðvífandi Bjarna í markinu og setur boltann snyrtilega í netið úr þröngu færi
Valur Gunnarsson
88. mín
Fylkismenn bjarga á línu frá Baldvin Sturlu. Það er allt á suðupunkti svo þegar Halldór Orri lendir illa eftir skallabolta.
Valur Gunnarsson
88. mín Gult spjald: Bjarni Þórður Halldórsson (Fylkir)
Bjarni stjakar eitthvað við Halldóri Orra er hann liggur og uppsker spjald
Valur Gunnarsson
88. mín Gult spjald: Sverrir Garðarsson (Fylkir)
Valur Gunnarsson
90. mín
Inn:Egill Trausti Ómarsson (Fylkir) Út:Pablo Punyed (Fylkir)
Valur Gunnarsson
Leik lokið!
Valur Gunnarsson
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson ('46)
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen ('60)
27. Garðar Jóhannsson ('76)

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
21. Snorri Páll Blöndal

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Halldór Orri Björnsson ('53)
Garðar Jóhannsson ('45)

Rauð spjöld: