Valur
0
1
Keflavík
0-1
Ísak Örn Þórðarson
'11
11.09.2011 - 17:00
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Sól og blíða, smá gola
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: Um 600
Maður leiksins: Ómar Jóhannsson
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Sól og blíða, smá gola
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: Um 600
Maður leiksins: Ómar Jóhannsson
Byrjunarlið:
Matthías Guðmundsson
Haukur Páll Sigurðsson
13. Arnar Sveinn Geirsson
23. Andri Fannar Stefánsson
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('77)
Atli Sveinn Þórarinsson ('48)
Jónas Þór Næs ('44)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals og Keflavíkur í Pepsi deild karla. Heil umferð fer fram í deildinni í dag og er einum leik nú þegar lokið, en Fram vann 1-0 sigur gegn Breiðablik með marki frá Arnari Gunnlaugssyni.
Keflvíkingar eru því einungis þremur stigum á undan Frömurum og gætu sogast í bullandi fallbaráttu með tapi hér í dag. Valsararnir myndu einnig vel þiggja sigur svo að þeir geti verið með í baráttunni um Evrópusæti.
Keflvíkingar eru því einungis þremur stigum á undan Frömurum og gætu sogast í bullandi fallbaráttu með tapi hér í dag. Valsararnir myndu einnig vel þiggja sigur svo að þeir geti verið með í baráttunni um Evrópusæti.
Fyrir leik
Valsliðið er án Guðjóns Pétur Lýðssonar sem fór til Helsingborgar í Svíþjóð og verður þar út tímabilið. Ljóst er að það mun muna mikið um Guðjón, sem hefur verið alger lykilmaður í liði Vals í sumar.
Keflvíkingar eru einnig án fyrirliðans Haralds Freys Guðmundssonar sem fór til Start í Noregi þann 31. ágúst.
Keflvíkingar eru einnig án fyrirliðans Haralds Freys Guðmundssonar sem fór til Start í Noregi þann 31. ágúst.
Fyrir leik
Þeir sem vilja tjá sig um þessa viðureign á Twitter eru hvattir til að nota hashtaggið #fotbolti í færslum sínum. Vel valdar færslur birtast her í textalýsingunni.
Fyrir leik
Um það bil stundarfjórðungur í leik hér á Vodafone vellinum. Dómari leiksins er Þorvaldur Árnason og honum til aðstoðar eru Áskell Þór Gíslason og Magnús Jón Björgvinsson.
Fyrir leik
Jæja, þá fer að styttast í þetta. Leikmenn ganga inn á völlinn með dómarana í fararbroddi.
7. mín
Ekki mikið búið að eiga sér stað fyrstu mínúturnar hérna á Vodafone vellinum. Valsarar fá rétt í þessu fyrstu hornspyrnu leiksins, en ekkert varð úr henni.
10. mín
Nú fá gestirnir í Keflavík sína fyrstu hornspyrnu en hún er einstaklega illa útfærð og boltinn fer að lokum í innkast sem ekkert verður úr heldur.
Jóhann Skúli Jónsson
Orðið alltof langt síðan Jón Áka smellti honum, hlýtur að gerast í dag #svekkákeflavík #fotbolti
Orðið alltof langt síðan Jón Áka smellti honum, hlýtur að gerast í dag #svekkákeflavík #fotbolti
11. mín
MARK!
Ísak Örn Þórðarson (Keflavík)
KEFLVÍKINGAR ERU KOMNIR YFIR!! Valsarar algerlega sofandi í vörninni, Hilmar Geir Eiðsson kemur með stungusendingu á Ísak Örn Þórðarson sem er kominn einn í gegn og klárar af stakri snilld framhjá Haraldi Björnssyni í markinu!
13. mín
Jóhann Birnir Guðmundsson reynir skot af löngu færi en það er laust og Haraldur ver auðveldlega.
18. mín
Þarna munaði litlu! Hörður Sveinsson átti skot rétt framhjá eftir hornspyrnu Valsara, en boltinn var skallaður á Hörð sem tók hann í fyrsta og smeygði honum naumlega framhjá. Hörður hefur virkað nokkuð frískur í þessum leik það sem af er.
20. mín
VÍTI!!! Jónas Tór Næs brýtur ótrúlega klaufalega á Jóhanni Birni Guðmundssyni inni í teignum þegar sá síðarnefndi reynir að fara framhjá honum og augljós vítaspyrna dæmd!
20. mín
HARALDUR VER VÍTIÐ!! GUÐMUNDUR STEINARSSON Á EINA LÉLEGUSTU VÍTASPYRNU SEM SÉST HEFUR Í SUMAR OG HARALDUR VER AUÐVELDLEGA!
21. mín
Allt að gerast!! Valsarar geysast upp í skyndisókn eftir að vítaspyrnan er varin og það munar hársbreidd að Jón Vilhelm Ákason jafni metin, en Ómar Jóhannsson varði meistaralega í horn. Það er heldur betur að færast fjör í þennan leik!
23. mín
Heimamenn eru farnir að þjarma býsna vel að marki Keflvíkinga sem ná með naumindum að bjarga frá stórslysi í tvígang.
Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður
@gummisteinars klikkar a viti. Kanye West... vardi audveldlega. #fótbolti
@gummisteinars klikkar a viti. Kanye West... vardi audveldlega. #fótbolti
29. mín
Heimamenn ráða lögum og lofum þessa stundina. Jón Vilhelm Ákason átti skot rétt framhjá rétt í þessu, en hann hefur verið duglegur að reyna að koma sér í skotfæri.
34. mín
Keflvíkingar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað og Gummi Steinars freistar þess að bæta upp fyrir vítaspyrnuna sína, en skot hans fer í varnarvegginn. Hann nær síðan öðru skoti en það fer í varnarmann og þaðan í hornspyrnu. Ekkert verður hins vegar úr þeirri spyrnu.
45. mín
Flautað hefur verið til leikhlés á Vodafone vellinum og staðan er 1-0 fyrir Keflavík. Við komum aftur í seinni hálfleikinn eftir korter eða svo.
48. mín
Þorvaldur Örlygsson þjálfari Framara er að sjálfsögðu á svæðinu. Staðan eins og hún er ætti ekki að kæta hann en Framarar þurfa helst á því að halda að Keflavík tapi í dag.
55. mín
Lítið að gerast fyrstu mínúturnar. Keflvíkingarnir hafa verið líklegri aðilinn en hafa þó ekki gert sér mat úr sóknum sínum. Komust fjórir á þrjá áðan en klúðruðu því og svo átti Ískar Örn rétt í þessu skot framhjá úr ágætis færi.
Ómar Örn Ólafsson
Valur hysja upp um sig buxurnar og hætta þessu rugli #fotbolti #nomoneynogoals #bankahrun
Valur hysja upp um sig buxurnar og hætta þessu rugli #fotbolti #nomoneynogoals #bankahrun
60. mín
Gult spjald: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Þá hafa bæði lið fengið tvö gul, Einar Orri fékk þetta spjald fyrir að stöðva skyndisókn Valsaranna.
65. mín
Ekkert sérstaklega mikið fjör hérna í seinni hálfleiknum. Lítið sem ekkert markvert að gerast.
68. mín
Inn:Kolbeinn Kárason (Valur)
Út:Hörður Sveinsson (Valur)
Valsliðið gerir sína síðustu skiptingu. Hörður Sveinsson yfirgefur völlinn enn og aftur án þess að hafa fundið netmöskvana og inn í hans stað kemur Kolbeinn "kjöt" Kárason.
70. mín
Það fer að styttast í að við fáum ljósmyndir úr þessum leik hér í lýsinguna, en þess má til gamans geta að ljósmyndari leiksins, Kristján Orri Jóhannsson, var í leikmannahópi Vals þegar þessi tvö lið mættust fyrr í sumar. Hann var meira að segja nálægt því að koma inn á þegar markvörðurinn Sindri Snær Jensson varð fyrir hnjaski, en á endanum harkaði Sindri þó af sér.
Helgi Þór Gunnarsson
Fyrirmyndarleikmaðurinn Guðjón Árni á eftir að setjann í þessum leik! Staðfest #fotbolti
Fyrirmyndarleikmaðurinn Guðjón Árni á eftir að setjann í þessum leik! Staðfest #fotbolti
73. mín
Meistaramarkvarsla hjá Ómari! Valsarar eiga fyrstu góðu sókn seinni hálfleiksins, Christian Mouritsen fær boltann frá Brynjari Kristmunds og tekur þrumuskot úr teignum, en Ómar ver vel. Síðan nær Andri Fannar að fylgja skotinu eftir en Ómar blakar boltanum yfir í horn, sem ekkert verður úr. Þarna munaði mjóu.
77. mín
Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Haukur Páll fær að líta gula spjaldið eftir tæklingu á Ísak Örn, og er hann brjálaður með þá ákvörðun. Hann lætur aðstoðardómarann og dómarann heyra það.
88. mín
Valsarar fá aukaspyrnu á hættulegum stað en Jón Vilhelm Ákason skýtur yfir markið. Gerði það sama úr aukaspyrnu áðan.
91. mín
Brynjar Kristmundsson fær DAUÐAFÆRI til að jafna metin í uppbótartíma þegar hann er einn gegn Ómari í markinu, en skot hans er arfaslakt og Ómar ver. Þarna var tækifærið!!!
92. mín
Haukur Páll er allt of seinn í tæklingu á Guðjón Árna, en er heppinn að sleppa við seinna gula spjaldið.
93. mín
Leiknum er lokið hér á Vodafone vellinum með 1-0 sigri Keflvíkinga! Þeir fara í dag langleiðina með að bjarga sér frá falli! Gríðarlega mikilvægir punktar fyrir Willum og félaga, en þetta hjálpaði Völsurum svo sannarlega ekki í baráttunni um Evrópusæti þó að þeir séu reyndar enn þar eftir úrslitin í öðrum leikjum, allavega eins og er.
Byrjunarlið:
Ómar Jóhannsson
Guðjón Árni Antoníusson
Jóhann Birnir Guðmundsson
('78)
6. Einar Orri Einarsson
25. Frans Elvarsson (f)
Varamenn:
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
20. Magnús Þórir Matthíasson
('78)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Frans Elvarsson ('78)
Einar Orri Einarsson ('60)
Guðmundur Steinarsson ('58)
Rauð spjöld: