FH
1
1
ÍBV
Atli Guðnason
'30
1-0
1-1
Víðir Þorvarðarson
'45
Guðjón Árni Antoníusson
'85
16.05.2013 - 20:00
Kaplakriki
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Glimrandi sól, völlurinn ágætur
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 1817
Maður leiksins: Guðmann Þórisson (FH)
Kaplakriki
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Glimrandi sól, völlurinn ágætur
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 1817
Maður leiksins: Guðmann Þórisson (FH)
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Ólafur Páll Snorrason
Emil Pálsson
('72)
3. Guðjón Árni Antoníusson
4. Sam Tillen
7. Ingimundur Níels Óskarsson
('65)
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Atli Guðnason
21. Guðmann Þórisson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
('81)
Varamenn:
13. Kristján Gauti Emilsson
17. Atli Viðar Björnsson
('65)
45. Kristján Flóki Finnbogason
Liðsstjórn:
Daði Lárusson
Gul spjöld:
Viktor Örn Guðmundsson ('88)
Björn Daníel Sverrisson ('74)
Freyr Bjarnason ('38)
Ingimundur Níels Óskarsson ('33)
Rauð spjöld:
Guðjón Árni Antoníusson ('85)
Fyrir leik
Góða kvöldið, hér mun koma inn textalýsing fyrir stórleik FH og ÍBV í Pepsi-deild karla.
Fyrir leik
Bæði lið eru með fullt hús eftir fyrstu tvo leikina. FH vann Keflavík 2-1 í fyrsta leik og svo Þór 3-0 fyrir norðan. Þetta er hins vegar fyrsti leikur Eyjamanna á meginlandinu en þeir unnu ÍA og Breiðablik sannfærandi í Eyjum.
Fyrir leik
Eins og mátti búast við eru bæði lið óbreytt frá sigrum sínum í síðustu umferð.
Fyrir leik
Leifur Garðars í góðum gír, splæsti í eldrauðar gallabuxur í tilefni dagsins.
Fyrir leik
Þessi lið mættust í eftirminnilegum leik í Lengjubikarnum í mars. Þá fór FH með 4-3 sigur af hólmi þar sem Hermanni Hreiðarssyni var hent upp í stúku.
Heiðar Guðnason
Er madur í jardaför eda á fótboltaleik. DJ'inn á Kaplakrika ekki med tetta. #fótbolti #Pepsimörkin #pepsideildin
Er madur í jardaför eda á fótboltaleik. DJ'inn á Kaplakrika ekki med tetta. #fótbolti #Pepsimörkin #pepsideildin
Fyrir leik
Gaui Þórðar mættur, fékk að kíkja á byrjunarliðin hér í blaðamannastúkunni. Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónasson þjálfarar Leiknis Reykjavík einnig mættir.
9. mín
FH-ingar pressa hátt að venju og ná betri tökum til að byrja með. Engin færi hins vegar.
10. mín
Ian Jeffs í ágætis færi í fyrsta skipti sem Eyjamenn komast yfir miðju. Guðmann bjargaði vel.
16. mín
Eyjamenn eru þéttir fyrir og gera FH-ingum erfitt fyrir að skapa sér færi. Lítið að gerast.
17. mín
Sam Tillen með fyrirgjöf úr djúpinu beint á kollinn á Atla Guðnasyni, skallinn framhjá.
25. mín
Róbert Örn missir boltann eftir aukaspyrnu Jeffs, það irtist vera sem Eyjamenn ætluðu að skora en Kristinn dæmdi að brotið hefði verið á Róberti.
29. mín
Atli Guðnason á skalla framhjá eftir aðra hornspyrnu Tillen frá hægri. David James missti af boltanum. Gamli karlinn heppinn þarna.
30. mín
MARK!
Atli Guðnason (FH)
Stoðsending: Ólafur Páll Snorrason
Stoðsending: Ólafur Páll Snorrason
Ólafur með góða fyrirgjöf meðfram jörðinni frá hægri. Boltinn fór í gegnum allan pakkann á fjærstöngina þar sem Atli átti ekki erfitt með að pota boltanum í opið markið.
32. mín
Eyjamenn fá dauðafæri strax í kjölfarið þar sem Simmons skallaði fyrirgjöf niður í boxinu en Víðir rétt missti af boltanum. Markspyrna fyrir FH.
35. mín
Tonny Mawejje með slakt skot fyrir utan teig sem Róbert á ekki í vandræðum með, hafði aðra möguleika.
45. mín
MARK!
Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
Stoðsending: Bradley Simmonds
Stoðsending: Bradley Simmonds
Frábært mark hjá Víði, sneri af sér varnarmann og afgreiddi snyrtilega fyrir utan teig.
45. mín
Hálfleikur, þetta frábæra mark á líklega eftir að krydda aðeins upp á síðari hálfleikinn.
45. mín
FH-ingar hafa heilt yfir verið betri, haldið boltanum betur. Eyjamenn hins vegar verið þéttir og reynt að beita skyndisóknum og geta verið nokkuð sáttir við sitt. Mikilvægt að ná inn þessu marki rétt fyrir hálfleik.
57. mín
Það stendur ekki steinn yfir steini hér í Krikanum og hafa þessar 12 mínútur verið drepleiðinlegar.
60. mín
Það er fagnað í stúkunni er árangur Eyþórs í Eurovision er tilkynntur í hátalarakerfinu. Það er markverðasti hluturinn sem hefur átt sér stað hingað til í síðari hálfleik.
66. mín
Löngu tímabærar skiptingar hjá báðum liðum. Vonandi að þær hressi aðeins upp á þetta.
68. mín
Jæja, þá kom loksins færi. Ian Jeffs fékk boltann inn fyrir en Róbert varði frá honum úr ágætis færi.
72. mín
Inn:Dominic Furness (FH)
Út:Emil Pálsson (FH)
Fyrsti leikur Dominic Furness í Pepsi-deildinni. Hann lék með Tindastóli í fyrra.
74. mín
Gult spjald: Björn Daníel Sverrisson (FH)
Björn Daníel áminntur fyrir brot á Gunnari Má í miðjuhringnum.
81. mín
Inn:Viktor Örn Guðmundsson (FH)
Út:Brynjar Ásgeir Guðmundsson (FH)
Heimir Guðjónsson bætir í sóknina, Viktor kemur á kantinn og Atli Viðar og Atli Guðna eru saman frammi.
85. mín
Rautt spjald: Guðjón Árni Antoníusson (FH)
Fyrirliði FHinga fær beint rautt spjald fyrir tæklingu á Ragnar Pétursson út við hliðarlínu.
88. mín
Gult spjald: Viktor Örn Guðmundsson (FH)
Fyrir að tækla Gunnar Þorsteinsson á vallarhelmingi eyjamanna.
90. mín
Gunnar Þorsteinsson með þrumuskot fyrir utan teig sem Róbert Örn hafði sig allan við að verja í horn.
Byrjunarlið:
6. Gunnar Þorsteinsson
11. Víðir Þorvarðarson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
Varamenn:
5. Jón Ingason
22. Gauti Þorvarðarson
Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Guðjón Orri Sigurjónsson
Gul spjöld:
Ian Jeffs ('83)
Bradley Simmonds ('37)
Tonny Mawejje ('7)
Rauð spjöld: