City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Þór
1
0
Víkingur Ó.
Chukwudi Chijindu '43 1-0
20.05.2013  -  17:00
Þórsvöllur
Pepsi-deildin
Aðstæður: Góðar
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 870
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Orri Freyr Hjaltalín
6. Ármann Pétur Ævarsson
14. Hlynur Atli Magnússon
15. Janez Vrenko
20. Jóhann Þórhallsson ('90)

Varamenn:
Andri Hjörvar Albertsson
5. Atli Jens Albertsson ('90)
9. Jóhann Helgi Hannesson ('64)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson ('60)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Joshua Wicks ('90)
Sigurður Marinó Kristjánsson ('85)
Edin Beslija ('57)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur og velkomnir í beina textalýsingu frá Akureyri. Þar eigast við Þór og Víkingur Ó. í Pepsi-deild karla.
Fyrir leik
4. umferð deildarinnar hefst í dag með þremur leikjum. ÍBV og KR spila kl. 17:00 og leikur leikur Keflavíkur og Fylkis hefst kl. 19:15 Fyrir þennan leik eru bæði Þór og Víkingur án stiga ásamt ÍA. Víkingum hefur þó gengið betur að skora en Þór því markatala þeirra er fjögur mörk skoruð og átta fengin á sig. Þór hefur fengið tíu mörk á sig og aðeins skorað eitt mark.
Fyrir leik
Bæði lið gera þrjár breytingar á byrjunarliðum sínum frá seinasta leik. Hjá Þór byrja Ármann Pétur Ævarsson, Jóhann Þórhallsson og Mark Tubæk á kostnað "Joe" Funicello, Jóhanns Helga Hannessonar og Atla Jens Albertssonar.

Hjá Víkingi er það helst að frétta að Einar Hjörleifsson mun standa milli stanganna í stað Kaspar Ikstens. Arnar Már Björgvinsson og Insa Bohigues Francisco byrja einnig en Eyþór Helgi Birgisson og Jernej Leskovar fara á bekkinn.
Ingi F Helgason
Leikmenn Vìkòl ath! Òttist ekki, verið hugrakkir þvì hugrekkið hefur fleytt ykkur uppì Pepsì og nùna er tìminn til að muna það #vìkòl #pride
Flameboypro
Það er leikdagur í dag. Þór vs Víkingur Ólafsvík kl 17 Skyldumæting. #DFK Þetta verður stríð..
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl að hita upp í fínu sólskini. Það er tíu stiga hiti hér á Akureyri og smá gola að sunnan. Þórsvöllurinn verður grænni með hverjum deginum.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Þorvaldur Árnason og honum til aðstoðar eru Gylfi Már Sigurðsson og Sverrir Gunnar Pálmason. Eftirlitsmaður er Magnús Sigurður Sigurólason.
Fyrir leik
Líkt og flestir vita eru bæði lið nýliðar í deild þeirra bestu. Þórsarar unnu 1. deildina fyrir ári og höfðu átta stiga forskot á Víking sem lenti í öðru sæti. Þaðan voru síðan níu stig í Þrótt, KA og Hauka. Því er óhætt að fullyrða að liðin sem mætast hér í dag hafi verið í sérflokki í fyrra í sinni deild.

Báðir leikir liðanna í fyrra enduðu með 2-1 sigri Þórs. Í fyrri leiknum, sem fram fór á Akureyri, skoruðu Orri Freyr Hjaltalín og Jóhann Helgi Hannesson mörk Þórs en Eldar Masic mark Víkings. Í Ólafsvík skoraði Chukwudi Chijindu bæði mörk Þórs áður en Torfi Karl Ólafsson minnkaði muninn undir lokin.
Hjörtur Hjartarson
Gleðifregnir dagsins: Stórvinur minn Einar_Hjorleifs er kominn í mark Ólsara. #Kominntímitil
Fyrir leik
Liðin eru mætt inn á völlinn. Fyrir sínum liðum fara fyrirliðarnir Sveinn Elías Jónsson fyrir Þór og Guðmundur Steinn Hafsteinsson fyrir hönd gestanna frá Ólafsvík.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Víkingur byrjar með boltann og sækir á móti golunni í suðurátt.
9. mín
Víkingur fær hornspyrnu. Brynjar tekur hana og hún ratar á kollinn á Damir Muminovic. Boltinn stefndi í markið en Sveinn Elías komst í fyrir skallann og bjargaði.

Þórsarar geystust upp í skyndisókn, þrír á tvo, en Tubæk átti skelfingarsendingu og sókninn rann út í sandinn.
13. mín
Leikurinn fyrstu mínúturnar einkennst af kýlingum. Bæði lið eru að reyna en án árangurs. Ekkert færi litið dagsins ljós að skalla Damirs undanskyldum.
19. mín
Jóhann Þórhallsson slapp einn í gegn eftir sendingu frá Mark Tubæk. Skot Jóhanns fór beint á Einar og barst þaðan til Chukwudi sem var rangur. Ólafsvíkingar heppnir og Þórsarar klaufar.
21. mín
Jóhann Þórhallsson stingur aðeins við og heldur um hægra lærið á sér.
24. mín
Nokkuð augljóst brot hjá Vrenko á Arnari Má á hættulegum stað en dómaratríó leiksins virtist vera þeir einu sem voru á öðru máli.
31. mín
Besta færi leiksins hingað til. Arnar Már með sendingu frá vinstri ætlaða Guðmundi Steini en boltinn of hár. Dettur fyrir fætur Brynjars Kristmundssonar á fjærstönginni sem hamrar boltann í fyrsta. Lukkulega fyrir Þórsara fór boltinn rétt framhjá.
34. mín
Emir Dokara mjög heppinn að fá ekki spjald. Fer hressilega aftan í Ármann Pétur. Þórsarar með aukaspyrnu sem ekkert verður úr.
35. mín
Víkingar upp í skyndisókn eftir aukaspyrnuna. Arnar Már með sendingu fyrir beint á kollinn á Guðmundi Stein en skallinn beint á Wicks.
43. mín MARK!
Chukwudi Chijindu (Þór )
Stoðsending: Jóhann Þórhallsson
Þórsarar komnir yfir! Baldvin Ólafsson með langa sendingu upp völlinn á Jóhann Þórhallsson. Hann leikur á tvo og er orðinn einn gegn Einari Hjörleifssyni sem ver. Chuck hirti frákastið, sneri sér í teignum og skoraði. Þriðja mark Chuck gegn Víkingi Ó. í aðeins tveimur leikjum.
45. mín
Hálfleikur.
45. mín
Ef við rennum aðeins yfir fyrri hálfleikinn. Þórsarar byrjuðu af krafti en Víkingar náðu smám saman að vinna sig inn í leikinn og voru með yfirhöndina á vellinum (og í stúkunni) um miðjan hálfleikinn. Mark Þórs kom því þvert gegn gangi leiksins.
Aron Gunnarsson landsliðsfyrirliði
Jæja núna kem eg heim #akcity
45. mín
Leikurinn fram að þessu hefur ekki verið áferðarfallegur enda býður völlurinn ekki upp á mikið spil. Langar sendingar og kýlingar verið það helsta.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn. Óbreytt lið.
47. mín
Einar Hjörleifs með útspark sem Guðmundur Steinn skallar áfram. Arnar Már fær boltann, snýr sér í teignum og nær skoti en framhjá markinu.
54. mín
Mikil keppni milli stuðningsmanna liðanna um hvor getur framkallað meiri hávaða.
55. mín Gult spjald: Insa Bohigues Fransisco (Víkingur Ó.)
Þessi tækling var ekkert nema sólinn. Edin Beslija liggur eftir hana.
57. mín Gult spjald: Edin Beslija (Þór )
Launar greiðann. Traðkar á Birni Páls.
60. mín
Inn:Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór ) Út:Edin Beslija (Þór )
Edin haltrar af velli gegn sínu gamla liði.
63. mín
Brynjar Kristmundsson dæmdur ranglega rangstæður í ákjósanlegri stöðu.

Sending frá vinstri frá Víkingum og þá var Brynjar réttstæður. Vrenko skallaði boltann frá en tókst ekki betur til en svo að hann fór á fjær á Brynjar sem hefði verið rangur hefði sendingin verið frá Víkingsmanni. Hún var frá Vrenko og dómurinn því rangur.
64. mín
Inn:Jóhann Helgi Hannesson (Þór ) Út:Mark Tubæk (Þór )
64. mín
Inn:Eyþór Helgi Birgisson (Víkingur Ó.) Út:Arnar Már Björgvinsson (Víkingur Ó.)
66. mín
Bætt í vindinn aftur sem hafði lægt í hálfleik. Víkingar með vindinn í bakið.
74. mín
Inn:Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.) Út:Eldar Masic (Víkingur Ó.)
79. mín
Björn Pálsson með skot hátt yfir. Seinustu mínútur hafa einkennst af því að bæði lið eiga tvær til þrjár sendingar innan síns liðs áður en þau losa sig við boltann.
83. mín
Inn:Steinar Már Ragnarsson (Víkingur Ó.) Út:Tomasz Luba (Víkingur Ó.)
84. mín
Jóhann Helgi vill fá víti eftir að hann féll í teignum en Þorvaldur dómari með sitt á hreinu og flautar ekki.
85. mín Gult spjald: Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór )
86. mín
Hættulegasta tilraun Víkings hingað til. Brynjar með aukaspyrnu frá miðjunni Guðmundur Steinn fleytir boltanum á fjær og þaðan fer hann af einhverjum sentimetrum framhjá stönginni. Allt eins hafa getað farið af Þórsara.

Þorvaldur hafði flautað brot í aðdragandanum svo það kom ekki að sök.
89. mín
Hornspyrna frá Brynjari, Eyþór hoppar yfir boltann og Steinar Már með skot úr vítateigsboganum en Hlynur Atli kemst fyrir. Hættulegt.
90. mín Gult spjald: Joshua Wicks (Þór )
Þórsarar byrjaðir að tefja.
90. mín
Inn:Atli Jens Albertsson (Þór ) Út:Jóhann Þórhallsson (Þór )
Nú skal verjast.
91. mín
Farid Zato með stórgott skot úr boganum sem Wicks ver vel! Hornspyrna.

Hún fer frá Brynjari á Guðmund Stein og aftur ver Wicks vel. Nauðvörn.
92. mín
Eyþór Helgi með örvæntingarskot af löngu færi. Tíminn fer að klárast.
Gunnar á Völlum

Við þökkum Þórsurum fyrir leikinn, þeir lengi lifi, húrra, húrra, húrra!
Leik lokið!
Þórsarar vinna sigur í baráttuleik. Víkingar enn stigalausir.
Byrjunarlið:
1. Einar Hjörleifsson (m)
Brynjar Kristmundsson
4. Damir Muminovic
5. Björn Pálsson
6. Arnar Már Björgvinsson ('64)
7. Tomasz Luba ('83)
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
13. Emir Dokara
15. Farid Zato
20. Eldar Masic ('74)
25. Insa Bohigues Fransisco

Varamenn:
30. Kaspars Ikstens (m)
Alfreð Már Hjaltalín ('74)
10. Steinar Már Ragnarsson ('83)
11. Eyþór Helgi Birgisson ('64)
19. Jernej Leskovar
21. Fannar Hilmarsson

Liðsstjórn:
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:
Insa Bohigues Fransisco ('55)

Rauð spjöld: