City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Stjarnan
1
1
Valur
Michael Præst '15 1-0
1-1 Bjarni Ólafur Eiríksson '59
21.05.2013  -  19:15
Samsung-völlur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Völlurinn sléttur og grænn
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 913
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson ('46)
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason
27. Garðar Jóhannsson

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
17. Ólafur Karl Finsen ('44)
21. Snorri Páll Blöndal

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Garðar Jóhannsson ('66)
Ólafur Karl Finsen ('58)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Vals í 4.umferð Pepsi-deildar karla.

Það má búast við hörkuleik, bæði lið hafa byrjað mótið nokkuð vel og ætla sér stóra hluti í sumar. Það lið sem vinnur hér í kvöld, stimplar sig rækilega í toppbaráttu slaginn.
Fyrir leik
Magnús Gylfason gerir þrjár breytingar á sínu liði frá jafnteflinu gegn Fram í síðustu umferð. Rúnar Már, Arnar Sveinn og Björgólfur Takefusa koma allir inn í byrjunarliðið í stað Matar Jobe "Nesta", Kolbein Kárasonar og Andra Fannars.
Fyrir leik
Logi Ólafsson gerir hinsvegar bara eina breytingu á sínu liði. Kennie Knak Chopart kemur inn í byrjunarliðið fyrir Ólaf Karl Finsen.
Fyrir leik
Valgeir Viðarsson sjúkraþjálfari Valsmanna er ný kominn frá rakaranum sínum. Hann lítur mjög vel út.
Fyrir leik
Geir Ólafsson er mættur og hann spáir 3-0 sigri Valsmanna. Hann mætti hér í blaðamannastúkuna með einn glóðvolgan hamborgara ,,Þetta er störnuborgari" sagði GÓ.
Fyrir leik
Bæði lið hafa nú verið í nokkurntíma inn í klefa, þetta fer að skella á.
Fyrir leik
Viðurkenninga-afhending í gangi hér. Jóhann Ingimundarson formaður aðalstjórnar Stjörnunnar var hér að veita Silfurskeiðinni viðurkenninga-skjöld fyrir góðan stuðning á kappleikjum Stjörnunnar í öllum íþróttum.

Á sama tíma veittu Silfurskeiðin, Alexander Scholz sérmerkta Silfurskeiðar-treyju.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Og Fjalar byrjar á því í fyrstu sókn að bjarga Valsmönnum fyrir horn. Veigar Páll var sloppinn í gegn! Þetta gefur góð fyrir heit fyrir leiknum.
10. mín
Þetta byrjar eins og venjulega, rólegt fyrstu mínúturnar.
11. mín
Og í þessum töluðu orðum var Björgólfur Takefusa klaufi. Hann var að sleppa í gegn en tók lélegt "touch" á boltanum og missti boltann frá sér og í hendur Ingvars í markinu. Klauf Takefusa.
14. mín Gult spjald: James Hurst (Valur)
Braut á Daníel Laxdal eftir klaufagang eftir klaufagang hjá Valsmönnum.
15. mín MARK!
Michael Præst (Stjarnan)
Stoðsending: Veigar Páll Gunnarsson
Veigar Páll tók aukaspyrnu eftir brot James Hurst á Daníel Laxdal. Aukaspyrnan var úti vinstra megin, Halldór Orri tók spyrnuna sem fór í gegnum allan pakkann og Michael Præst renndi sér fyrir boltann innan við meter frá markinu og skoraði.
20. mín
Rúnar Már með fína tilraun en skotið framhjá fjærstönginni.
25. mín
Björgólfur í daaaaaaaaaaaaaaaauðafæri! En skot hans framhjá.
31. mín
Fá færi að undanförnu. Mikið af misslukkuðum sendingum hjá báðum liðum.
36. mín
Garðar Jó. átti skalla sem fór rétt framhjá stönginni. Stjörnumenn eru líklegri þessa stundina.
39. mín
Valsmenn með flotta sókn. Fyrirgjöf frá vinstri sem Rúnar Már nær ekki að nýta sér, boltinn fer upp í loftið og þar slær Ingvar boltann í burtu. Guðmundur Ársæll dæmir síðan Arnar Svein brotlægan eftir að hann hafi átti að fara í Ingvar.
41. mín
Halldór Orri brunar upp völlinn, frá miðjunni og nær fínu skoti í kapphlaupi við varnarmenn Vals. Fjalar ver í horn. Stórhættulegt.
44. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) Út:Kennie Chopart (Stjarnan)
Kennie hlýtur að hafa meiðst.
46. mín
Garðar Jó. með skalla í slá eftir hornspyrnu frá Halldóri Orra.
46. mín
Inn:Baldvin Sturluson (Stjarnan) Út:Atli Jóhannsson (Stjarnan)
46. mín
Inn:Matthías Guðmundsson (Valur) Út:Arnar Sveinn Geirsson (Valur)
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn... Bæði lið gera skiptingu á sínu liði.
47. mín
Hálfleikur. Stjörnumenn mun líklegri í þessum leik.
51. mín
Kristinn Freyr með fyrstu skot-tilraun seinni hálfleiks. Skotið í varnarmann og yfir. Horn.
52. mín
Bjargað á línu og skot í slá eftir horn hjá Valsmönnum. Fyrst bjargaði Baldvin Sturluson á línu, boltinn barst út til James Hurst sem skot í þverslánna og yfir. Valsmenn óheppnir!
56. mín
Michael Præst liggur á vellinum eftir högg frá Björgólfi. Þeir fóru upp í skallaeinvígi.
58. mín Gult spjald: Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
59. mín MARK!
Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
Stoðsending: Rúnar Már Sigurjónsson
Rúnar Már tók frábæra aukaspyrnu sem sveif inn í vítateigin og þar kom Bjarni Ólafur á fleygiferð og tók boltann innanfótar í fyrsta í þaknetið. Frábær stoðsending og frábært slútt.
66. mín Gult spjald: Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
Fyrir tuð.
69. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
72. mín
Björgólfur Takefusa með laglegan snúning inn í teig Stjörnunnar, snýr varnarmann Stjörnunnar af sér og nær fínu skoti á markið en færið heldur þröngt. Ingvar vel á verði og ver í horn.

Það síðan kom ekkert úr horninu.
75. mín
Veigar Páll með aukaspyrnu sem Fjalar slær yfir markið. Hann hefði hæglega getað gripið boltann en tók enga áhættu.
79. mín
Valsmenn áttu frábæra sókn, spiluðu sig frá vinstri til hægri með einnar snertingar fótbolta, endaði með fyrirgjöf frá James Hurst með Ingvar greip fyrirgjöfina sem var hættulegt. Þetta var flottasta sókn leiksins.
84. mín
Jóhann Laxdal með fyrirgjöf frá hægri, Garðar Jó. fékk kjörið tækifæri til að koma Stjörnunni yfir en hann átti herfilegan skalla sem ekki fór á markið. Enginn kraftur.
86. mín
Inn:Kolbeinn Kárason (Valur) Út:Iain Williamson (Valur)
90. mín
Uppbótartími.

Valsmenn vilja fá vítaspyrnu. Rúnar Már fellur innan teigs, erfitt að dæma um það héðan. Varnarmaðurinn virðist hafa farið bæði í boltann og í manninn.
Leik lokið!
Leik lokið. Jafntefli hér í Garðabænum. Bæði lið sóttu undir lok leiks. Þau vildu greinilega bæði fá öll stigin þrjú en á endanum var jafntefli niðurstaðan.
Byrjunarlið:
Haukur Páll Sigurðsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f) ('69)
13. Arnar Sveinn Geirsson ('46)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
23. Andri Fannar Stefánsson ('69)

Liðsstjórn:
Matthías Guðmundsson

Gul spjöld:
James Hurst ('14)

Rauð spjöld: