Grindavík
6
1
BÍ/Bolungarvík
Magnús Björgvinsson
'20
1-0
1-1
Alexander Veigar Þórarinsson
'42
Stefán Þór Pálsson
'45
2-1
Scott Ramsay
'53
3-1
Sigurgeir Sveinn Gíslason
'65
Scott Ramsay
'66
4-1
Stefán Þór Pálsson
'73
5-1
Alejandro Munoz
'82
Magnús Björgvinsson
'83
, víti
6-1
25.05.2013 - 14:00
Grindavíkurvöllur
1. deild karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Grindavíkurvöllur
1. deild karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Jósef Kristinn Jósefsson
2. Jordan Edridge
3. Daníel Leó Grétarsson
5. Juraj Grizelj
7. Alex Freyr Hilmarsson
('61)
9. Matthías Örn Friðriksson
('70)
10. Scott Ramsay
('77)
14. Alen Sutej
17. Magnús Björgvinsson
20. Stefán Þór Pálsson
Varamenn:
Óli Baldur Bjarnason
('70)
2. Hákon Ívar Ólafsson
11. Hafþór Ægir Vilhjálmsson
18. Guðfinnur Þórir Ómarsson
('77)
24. Björn Berg Bryde
25. Alexander Magnússon
('61)
Liðsstjórn:
Benóný Þórhallsson
Gul spjöld:
Magnús Björgvinsson ('90)
Juraj Grizelj ('76)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl kæru gestir og verið velkominn í þessa beina textalýsingu frá Grindavík þar sem BÍ/Bolungarvík er í heimsókn.
Leikurinn hefst klukkan 14:00 - en liðin eru komin hérna hægra til hliðanna.
Leikurinn hefst klukkan 14:00 - en liðin eru komin hérna hægra til hliðanna.
Fyrir leik
Dómari í dag er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Honum til aðstoðar eru þeir Gylfi Már Sigurðsson og Svanlaugur Þorsteinsson. Vonandi hafa þeir góð tök á þessu hérna í dag.
Fyrir leik
Einnig er hægt að horfa á leikinn í vefsjónvarpi SportTv.is með því að SMELLA HÉRNA
Fyrir leik
BÍ/Bolungarvík er í öðru sæti með sex stig, með jafnmörg stig og Víkingur og Haukar, sem hafa leikið einum leik fleira. Grindavík er hins vegar í sjöunda sæti með þrjú stig eftir tvo leiki.
Fyrir leik
Grindavík vann frábæran 1-0 sigur á Haukum í Hafnarfirði í síðasta leik á meðan BÍ/Bolungarvík vann Þrótt heima, 2-1.
5. mín
Mikill vindur er á annað markið, en gestirnir sækja á móti vindi í fyrri hálfleik.
12. mín
Eftir skelfieg mistök Dennis Nielsen í vörn Skástriksins fékk Magnús Björgvinsson dauðafæri, en náði að klúðra því með því að missa boltann of langt frá sér.
17. mín
Juraj Grizelj með hörkuskot, sem fór af varnarmanni, og Alejandro átti í miklu basli með skotið og varði í horn.
20. mín
MARK!
Magnús Björgvinsson (Grindavík)
Eftir frábæra sendingu inn fyrir vörn BÍ/Bolungarvík, tók Magnús boltann með sér og lagði hann framhjá Alejandro Munoz í marki Skástriksins!
22. mín
Gult spjald: Michael Abnett (BÍ/Bolungarvík)
Michael lætur skapið hlaupa með sig í gönur og brýtur hefnibrot á Jósef Kristinn sem liggur eftir.
26. mín
Maggi Björgvins aftur í daaaaauðafæri! Nær ekki að setja hann í netið eftir darraðadans í teignum.
30. mín
Grindavík mikið sterkari aðilinn þessa stundina og er Alejando Munoz í marki BÍ/Bolungarvík í bullandi veseni með vindinn og hvert skot sem fer á markið er hættulegt.
37. mín
Alexander Magnússon í ágætis skallafæri, en skallaði boltann í innkast! Eitthvað misreiknað vindinn, sem er þó nokkur þessa stundina.
40. mín
Skástrikið kemst vart yfir miðju og nær ekki að spila boltanum, en mikil einstefna er þessa stundina.
42. mín
MARK!
Alexander Veigar Þórarinsson (BÍ/Bolungarvík)
Eftir hornspyrnu frá Hafstein Rúnari Helgasyni skallaði Alexander Veigar Þórarinsson í markið með hörkuskalla! Frábær skalli!
45. mín
MARK!
Stefán Þór Pálsson (Grindavík)
Stefán Þór Pálsson með hörkuskot, sem Alejando varði í netið. Furðulegt mark!
45. mín
Hálfleikur! Svaka fjör á síðustu mínútum fyrri hálfleiks hér í Grindavík. Persónulega fannst mér Alejandro eiga verja þetta skot frá Stefáni, en ég sá þetta ekki nógu vel.
45. mín
Varamenn liðanna leika nú lausum hala hér úti á vellinum og skemmta sér konunglega. Björn Berg, hávaxni Hafnfirðingurinn, skartar hér glæsilegum gul-grænum skóm.. Þetta kallar maður veislu í skóformi!
46. mín
Inn:Andri Rúnar Bjarnason (BÍ/Bolungarvík)
Út:Matthías Kroknes Jóhannsson (BÍ/Bolungarvík)
Skipting hjá Skástrikinu í hálfleik.
46. mín
Inn:Max Touloute (BÍ/Bolungarvík)
Út:Loic Mbang Ondo (BÍ/Bolungarvík)
Önnur skipting hjá BÍ/Bolungarvík í hálfleik. Jörundur Áki ekki sáttur með leik sinna manna í fyrri hálfleik.
48. mín
Magnús Björgvinsson slapp einn í gegn, Alejandro mætti ekki, Maggi sólaði markmanninn og skaut svo í hliðarnetið! Algjört daaaauðafæri! Ekki það fyrsta hjá Magga í dag sem hefði getað verið kominn með þrennu.
52. mín
Gult spjald: Sigurgeir Sveinn Gíslason (BÍ/Bolungarvík)
Bjargar félögunum eins og sannur fyrirliði og fórnar sér í gult spjald. Osafo-Badu með hræðilega sendingu og Stefán Þór við það að sleppa í gegn Sigurgeir brýtur.
53. mín
MARK!
Scott Ramsay (Grindavík)
MARK! Með mark úr aukaspyrnu! Ramsay er með gullfót, virkilega flott skot - en okkur í blaðamannastúkunni fannst Alejandro eiga verja þetta. Höldum því þannig þangað til annað kemur í ljós.
55. mín
Ég viðurkenni það fúslega að það er ekkert alltof heitt inní þessari blaðamannastúku. Hefði kannski átt að taka úlpuna og vettlingana með eins og mamma sagði mér að gera!
60. mín
Juraj Grizelj í ágætis færi, en Alejandro vel á verði í markinu. Hefði getað rennt honum á Magnús sem var einn gegn opnu marki.
65. mín
Rautt spjald: Sigurgeir Sveinn Gíslason (BÍ/Bolungarvík)
Enn og aftur eru miðverðir Skástriksins of flatir. Scott með frábæra sendingu inn fyrir og Sigurgeir brýtur á Magnúsi sem var sloppinn einn inn fyrir og fær þar af leiðandi rautt.
66. mín
MARK!
Scott Ramsay (Grindavík)
MARK! Aftur skorar Scotty úr aukaspyrnu. FRÁBÆR spyrna, sagði það áðan og segi það aftur.. maðurinn er með gullfót!
73. mín
MARK!
Stefán Þór Pálsson (Grindavík)
5-1! Magnús Björgvinsson lagði boltann út í teiginn, þar sem Stefán Þór lagði hann framhjá Alejandro í markinu og í hornið. Janko og hans menn að bjóða til veislu hér í Grindavík! Takk fyrir boðið!
77. mín
Inn:Guðfinnur Þórir Ómarsson (Grindavík)
Út:Scott Ramsay (Grindavík)
Heiðursskipting? Kóngurinn í Grindavík fer af velli með tvö aukaspyrnumörk á bakinu. Frábær í dag.
81. mín
Inn:Tómas Helgi Svavarsson (BÍ/Bolungarvík)
Út:Daniel Osafo-Badu (BÍ/Bolungarvík)
82. mín
Rautt spjald: Alejandro Munoz (BÍ/Bolungarvík)
Andri Rúnar í markið. Víti og rautt á Alejandro, en braut á Magnúsi sem var sloppinn einn í gegn.
83. mín
Mark úr víti!
Magnús Björgvinsson (Grindavík)
MARK! Úr víti. Andri Rúnar kom engum vörnum við.
90. mín
Guðfinnur Þórir í dauðafæri en Andri Rúnar ver vel. Útileikmaðurinn að verja vel í marki Skástriksins.
Byrjunarlið:
1. Alejandro Munoz (m)
4. Hafsteinn Rúnar Helgason
5. Loic Mbang Ondo
('46)
5. Michael Abnett
6. Nigel Francis Quashie
7. Sigurgeir Sveinn Gíslason
10. Alexander Veigar Þórarinsson
16. Daniel Osafo-Badu
('81)
18. Matthías Kroknes Jóhannsson
('46)
19. Ben J. Everson
21. Dennis Nielsen
Varamenn:
12. Bjarki Pétursson (m)
6. Gunnar Már Elíasson
9. Ólafur Atli Einarsson
9. Andri Rúnar Bjarnason
('46)
11. Max Touloute
('46)
20. Michael Smith
24. Tómas Helgi Svavarsson
('81)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Alexander Veigar Þórarinsson ('78)
Sigurgeir Sveinn Gíslason ('52)
Michael Abnett ('22)
Rauð spjöld:
Alejandro Munoz ('82)
Sigurgeir Sveinn Gíslason ('65)